Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.03.1966, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 10.03.1966, Blaðsíða 4
Komið ti! fjalla. Þið mimið aldrei sjá eftir þeim stundum, sem þið eyðið þar Karólína í keppninni. svigi. Þetta er hugsað sem ár- leg keppni milli Voss og Akur- eyrar og næsta vetur munu því segir Karolína Guðmimdsdóttir MBIRTIR stutt viðtal að þessu sinni, en þó er blaðið stolt yfir gesti sínum í dag, Karólínu Guðmundsdóttur, hinni landsfrægu skíðakonu, er ásamt manni sínum ræður ríkjum með ágætum í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli, og AM veit að eigi þarf að kynna þau hjónin Karólínu og Frímann. Frímann liefur séð um íþróttasíðu AM frá áramótum með ágætum. Vill undirritaður taka það fram í þessu sambandi, að þær missagnir er slæðst hafa inn í íþróttaþátt AM hafa ekki verið Frímanni að kenna, heldur undir- rituðum. Þú ert fsfirðingur Karólína. Hvað sncmma heiliaðist þú af skíðaíþróttinni? Já, ég er ísfirðingur, ég held að ég hafi verið á skíðum síðan . ég man eftir mér. Hvenær kepptir þú í fyrsta sinni? Það var árið 1948 heima á ísa firði, og keppti þá í telpnaflokki. \ Þú hefur auðvitað sigrað? Já, ég var víst með bezta tímann. En hvenær tókstu fyrst þátt í Skíðalandsmóti fslands? Það var 1949, en Skíðalands- jnótið var þá haldið í Reykja- vík. Og þú hefur auðvitað sigrað? Það var nú öðru vísi fyrir- komulag þá en nú, því að þá var keppt í þrem flokkum A, B og C ílokkum, ég keppti í C ílokki og var fyrst í þeim flokki. Ég hefi oft heyrt nafn þitt nefnt, þá er landsmót hafa far- ið fram. Hvað ertu búin að taka þátt í mörgum Skíðalandsmót- um? Ég hefi oft keppt á landsmót- um, ekki alltaf samt. Ég held að 'bað sem háð verður í vetur verði 13. eða 14. landsmótið, 3em ég tek þátt í. Keppni liefur oft verið hörð Karólína? Já, víst er hægt að segja það, '3n þess ber að geta að kvenna- ílokkurinn hefur alltaf verið fá- liðaður, en ég vona að það fari að breytast, a. m. k. hér á Akur ayri, að héðan mæti öflugur 'kvennaflokkur innan tíðar. Viltu segja mér eitthvað eftir- aiiinnanlegt frá þeim landsmót- Bim er þú hefur tekið þátt í? Landsmótin hafa alltaf verið inægjuleg, einskonar hátíð. Þá áefur skíðafólk í eina skipti á árinu haft tækifæri til þess að koma saman. Það er margs að mirtnast, sem er eigi hægt að .segja frá í stuttu máli, Ég finn að Karólína vill ekk- art flíka sigrum sínum. Pú crt á förum til Voss. Hvað ’tarið þið mörg? Já, við förum á morgun. Við :örum 7 til þess að keppa, ég er eini kvenmaðurinn. Fararstjóri verður Ólafur Stefánsson. Það _ yerður keppt í svigi og stór- skíðamenn frá Voss heimsækja okkur. Ferðalagið tekur senni- lega um 10 daga. Hvað eruð þið hjónin búin að eiga hér lengi heima, og hvernig líkar ykkur lífið hér? Það er eitt og hálft ár síðan að við fluttum hingað, og í fæst um orðum líkar okkur hér ljóm andi vel. Hvernig finnst þér skilyrði til skíðaíþróttar hér á Akureyri? í sem fæstum orðum, mjög góð, og tel aðstöðu hér þá beztu sem völ er á hér á landi. Það kom okkur ekkert sérlega á óvart ákvörðun ÍSÍ um að gera Akureyri að miðstöð vetrar- íþrótta í landinu, það hlaut að verða, því skilyrðin hér eru svo dásamleg. Svo er orðið laust í lokin Karólína, ef þú vildir eitthvað segja. Aðeins það, að ég vil hvetja unga sem gamla að stunda skíða íþróttina. Við unga fólkið vildi ég segja þetta: Komið oft til fjalla, þið munið aldrei sjá eftir þeim stundum, sem þið eyðið þar. Þá er ekkert eftir nema að þakka Karólínu fyrir komuna. AM biður henni og félögum hennar fararheilla til Noregs og góðrar heimkomu. s. j. s Stofnun Alþýðuflokksins ARNI ÞORGRÍMSSON svarar hér spurningunni: Hversvegna var Alþýðuflokkurinn stofnaður? Árni var og er einn af hin- um óhvikulu verkamönnum, er aldrei brugðust, þótt bæði borg- araflokkar og kommúnistar beittu allri sinni áróðurstækni í því skyni að leggja Alþýðuflokkinn að velli. AM sendir Árna Þor- grímssyni þakkir fyrir trausta liðveizlu um áraraðir, — og hér kemur gagnort svar hans. Það var rökrétt áframhald af stofnun verkalýðssamtakanna, enda oftast sömu forystumenn- irnir. Verkalýðsfélögin höfðu þá starfað um áratug. Sá tími fór mikið í að byggja upp fé- lögin, og þjappa þeim saman. Mönnum hafði lærzt að skylja, hvað vel uppbyggður félags- skapur gat áorkað miklu til al- mennra framfara. Þá, eins og nú, var hvert bæjarfélag — ríki í ríkinu — eða hafði sína sjálfstjórn. Það var því fyrsta málið að fá kjörna fulltrúa í bæjárstjórn, til að fá ýmsu breytt til batnaðar fyrir almenn ing. Það vill svo skemmtilega til, að hér á Akureyri var stofnað, 1913, fyrsta Jafnaðarmannafé- lagið — að því er Ólafur Frið- rikson telur. Félagið bar fram lista með Erlingi Friðjónssyni og var hann kjörinn. En eitt- hvað hefur andstæðingunum ekki líkað þetta, því með kær- um og flækjum átti að ógilda kosninguna, sem þó ekki tókst. Árið 1927 var svo frambjóðandi Alþýðuflokksins, með stuðningi Framsóknarflokksins, kjörinn þingmaður Akureyrar. Þá var fólkinu farið að skiljast, að nauðsynlegt var, að hafa áhrif (Framhald á blaðsíðu 13.) LEIKFÉLAG AKUREYR- AR sýnir gamanleikinn SWEDENHIELMS- FJÖLSKYLDAN föstudag, laugardag og sunnudag. SÍÐUSTU SÝNINGAR. HYERS VEGNA ER ÉG JAFNAÐARMAÐUR? FFÉR SVARAR ungur maður, Einar Björnsson, skrifstofu- maður, spurningunni Hversvegna er ég jafnaðarmaður? Einar er fé- lagi F. U. J. á Akureyri og er nú gjaídkeri þess. ÞVÍ er fljótsvarað. Ef við lítum á orðin jafnrétti, frelsi og bræðra- lag og hugleiðum þau, þá hljót- um við að finna að í þeim felst mikill boðskapur. Jafnrétti: Hver vill ekki hafa jafnan rétt á við aðra? Frelsi: Hver vill ekki vera frjáls? Bræðralag: Hver vill ekki hafa öryggi í daglégu lífi. Kjarni jafnaðarstcfnunnar býgg- ist á þcssum þrem orðum. Þess vegna lrefur jafnaðarstefnan bar- izt fyrir því öryggi sem tryggingar- kerfið er okkur hinum almennu borgurum. Þess vegna hefur jafnaðarstefn- an barizt fyrir því, að við erurn frjálsir þegnar í frjálsu landi. Þess vegna hefur jafnaðarstefn- an barizt fyrir því, að þjóðfélag- ið komi til hjálpar, svo að enginn þurfi að líða skort. Jafrtaðarstefnan vill tryggja það að meðbróðir okkar þurfi eigi að horfa vonlaus fram á veginn, þótt hann hafi t. d. orðið fyrir slysi og geti þar af leiðandi af eigin ram- leik séð fyrir sér og sínum. Bar- Einar Djörnsson. áttumál jafnaðarstefnunnar hafa þegar orðið að veruleika, íslenzku þjóðinni til mikillar blessunar og mun svo verða um ókomna fram- tíð. Einar Björnsson. Auglýsmgasíminn er 1-13-99 Framleiðum eftirfarandi VORUTEGUNDIR: VÍNARPYLSUR - BJÚGU FARS KÆFU - LIFRARKÆFU BLÓÐMÖR - LIFRARPYLSU HANGIKJÖTSÁLEGG RÚLLUPYLSU MALAKOFFPYLSU SKINKU - STEIK LÉTTREYKT DILKA- og SVÍNAKJÖT o. fl. Einnig seljum við í heildsölu: SVÍNAKJÖT - ALIKÁLFAKJÖT RJÚPUR - EGC og ÍSLENZKT GRÆNMETI .1 KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Pylsugerð SÍMI 2-11-63 og 1-17-00

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.