Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.03.1966, Side 5

Alþýðumaðurinn - 10.03.1966, Side 5
J~[vah viltu segfa um Alþý&uflokkinn flmmtíu ára? TJÉR lesið þið rökfastan mál- flutning frú Þorbjargar Gísladóttur, um 50 ára starfssögu Alþýðuflokksins. AM þakkar frú Þorbjörgu fyrir greinargott svar. ÞEGAR ég var beðin um það á dögunum, að skrifa í Alþýðu- manninn um Alþýðuflokkinn, í tilefni af hálfrar aldar afmæli hans, var mér strax ljóst, að mál- efninu yrði ekki gerð viðhlýtandi skil, bæði vegna takmarkaðs rúnts blaðsins og vankunnáttu minnar. Þó vildi ég ekki skorast undan að gcra þessari málaleitan einhver skil. 50 ár er ekki langur tirfll í ævi þjóðar, miðað við tímann eiu- göngu, en síðasta hálfa öldin hef ur verið stórt tímabil í sögu ís- lenzku þjóðarinnar, vegna þeirra stórbreytinga, sem orðið hafa á þessu tímaskeiði. Það var í upp- hafi þessa tímabils, sem nútíma- Jfokkaskipulag hófst hér og þar á meðal Alþýðuflokkurinn, sem nú er 50 ára unt þetta leyti. Saga lians og málefna hans er svo víð- tæk, að ég mun ekki gefa hér neina heildarmynd af því, en mun drepa á fáein atriði, sem nú eru clst í liuga. Tilefni þessarar flokksstoínun- ar var ekki neitt dægurfyrirbrigði eða vegna valdastreitu einstakra manna um völd og áhril, heldur var það sprottið tipp af djúpri rót, Jtar sem var verkalýðshreyfing in og jafnaðarsteínan í Evrópu og síðar hér heima, enda var flokk urininn upphaflega í nánum skipulagslegum tengslum við Al- þýðusambandið og verkalýðsfélög in.' Þessi hreyfing var því ein grein á stórri eik, ef svo mætti segja. Ekki verður hér farið út í að skilgreina þann jarðxeg, sem þetta mikla tré var sprottið upp úr. En víst er að jarðvegurinn hef ur verið góður víða, Jjví hreyfing- unnni óx ört fylgi og segja má, að svo hafi verið hér að nokkru leyti einnig.því að hreyfingin fékk hér skjótan franta, einkum í bæj- um, og náði flokkurinn á fáuní árum góðri fótfestu í bæjarstjíirn um allra stærri bæjanna, þar á meðal hér í bæ. Fyrstu einn til tvo áratugina var stefna og gengi flokksins nokk uð öruggt, Jjótt baráttan væri nokkuð örðug og tvísýn stundum. Eftir Jjetta fyrsta tímabil, sem í vissum skilningi má telja blóma- skeið, hefur gengið á ýmsu og skipzt á skin og skúrir í gengi flokksins. En hvernig sem gengið hefur verið varðandi fylgi ílokks ins með Jjjóðinni, þá helur hann alltaf átt málefni að vinna fyrir, sem notið hafa fylgis með þjóð- inni. Og verður Jjví trauðla á móti mælt, að starfsemi flokksins hafi haft rík áhrif á Jjróun þessa hálfrar aldar tímabils. Mér eru hugstæðust ýms dæmi í félags- og menningarmálum. Fyrst skal nefna mannúðar- og mannréttindamál eins og almenn ari kosningarréttur með lækkun kosningaaklurs og jafnari réttur manna, hvar sem Jjeir búa á land inu eða hvernig sem Jreir eru efn um búnir, afnám sveitaflutninga og vökulög togarasjómanna, sem Þorbjörg Gisladúttir. allt hefur kostað mikla baráttu, en er nútímakynslóðinni sjálf- sagðir hlutir. Áður var ástandið þannig, að Jaeir, sem þurftu á op- inberum styrk að halda, af hvaða ástæðu sem var, voru sviptir kosn ingarrétti og kjörgengi, og ekki var ótítt að barnafjölskyldum væri sundrað eítir geðþótta sveit- arstjórna. Þá má nefna aukið ör- yggi og vinnuvernd á sjó og landi og er Jjar fyrst að minnast áður- neíndra vökulaga togarasjómanna er komust fram á Jjingi 1921 fyrir frumkvæði Jóns Baldvinssonar. Er Jjað gott dæmi um, hvernig málefni sigrar Jjegar málefnið er gott, og af heilindum unnið. Síð- an hefur fjölmargt verið unnið til öryggis lífi og heilsu vinnandi íólks á sjó og landi, og held ég að því verði ekki á móti mælt, að AlJjýðuflokkurinn liafi oft haft þar lorustu og frumkvæði. 1 því sambandi má einnig minn- ast á orlofslögin Irá 1943. Áður hafði réttur til sumarleyfa verið mög stopull og háður Jjví hvað félög og einstaklingar gátu sam- ið um, en með orlofslögunum var öllum launjjegum tryggt á- kveðið lágmarksorlof. Alþýðuflokkurinn hefur alloft staðið framarlega í baráttu fyrir aukinni menntun, bæði barna og framhaldsmenntun, þannig hafði þáverandi ráðherra hans forystu um setningu fræðslulaganna 1946, sem mörkuðu tímamót með lengingu skólaskyldunnar og gerði aðstöðuna jaínari til fram- haldsnáms. Þingmaður Alþýðu- flokksins hér beitti sér mög fyrir Gagnfræðaskóla Akureyrar og studdi eindregið stofnun Mennta skóla á Akureyri gegir eindreg- r~ inni andstöðu áhrifamikilla að- ila. Einnig voru lög um ríkisút- gálu námsbóka stór framför, en um Jjá lagasetningu hafði AlJjýðu llokkurinn alla forystu. Sama er að segja um lög unt barnavernd, þegar þau voru sett. íbúðarbygg- ingar íyrir alþýðu manna hefur flokkurinn jafnan látið til sín taka, og má Jjar sérstaklega nefna lög um verkamannabústaði og framkvæmd Jjeirra, og má sjá ríkulegan ávöxt þess starís meðal annars hér í bæ. Ég vil ennfrem- ur nefna' húsnæðismálastofnun- ina og Jjær víðtæku lánveitingar, sem eru á hennar vegum, einkum nú síðustu árin. Að lokum ætla ég að drepa á Jjað umbótamálið, sem er stærst og hefur haft sennilega víðtækust áhrif og Jjað eru almannatrygg- ingarnar. Þær voru stofnaðar að frumkvæði Alþýðuflokksins og •þáverandi ráðherra hans með lögum frá 1936. Þegar mál þetta var á döfinni, sagði einn Jjing- maður, að tryggingarnar mundu skapa nýtt þjóðfélag á íslandi og má segja, að hann hafi verið sann spár, Jjví almannatryggingarnar eiga nú orðið mjög stóran Jjátt í að tryggja afkomu Jjess fólks, sem stendur höllum fæti í lífsbarátt- unni og til að jafna kjör fólks í landinu. Nú er farið að tala um nýja tegund Jjjóðfélags, velferð- arríkið, og eru Jjað almannatrygg- ingarnar umfram flest.annað, sent hafa skapað Jjað ríki. Hitt er svo annað mál, sem ekki verður farið út í hér nánar, að vegna síauk- innar dýrtíðar halda tryggingarn ar ekki alltaf í við verðhækkan- irnar, þrátt fyrir sífelldar umbæt- ur á þeim, sem Alþýðuflokkurinn hefur allra flokka mest beitt sér fyrir. Ymsa þætti þeirra er brýn nauðsyn að bæta, svo sem hag aldraðs fólks og ekkna með börn o. fl. Ég ætla svo ekki að hafa Jjetta lengra, en minna aðeins á, að allt gengi AlJjýðuflokksins nú og í framtíðinni er undir því komið, að hann vinni af einlægni og ein drægni að framfara- og menning armálum, sem eiga góðan hlóm- grunn hjá þjóðinni, eins og verið hefur Jjegar gengi hans hefur ver ið mest. Þorbjörg Gisladóltir. Mþótti vænt um, þá er blaðinu barst kveðja Friðjóns Skarphéðinssonar al- þingismanns, er hér fer á eftir. AM sendir honum hlýjar kveðj- ur suður yfir heiðar og þakkar honum fyrir hönd jafnaðar- manna fyrir liðin ár. UM þessar mundir eru 50 ár liðin síðan AJþýðuflokkurinn var stofnaður. Þetta 50 ára tímabil hefur verið viðburða- ríkt í sögu íslenzku þjóðarinn- ar. í upphafi tímabilsins var ís- land hluti af hinu danska ríki, að vísu með nokkurri sjálf- Friðón Skarphéðinsson. stjórn í sérmálum. Fyrri heims- styrjöldin var í algleymingi. mannfjöldi í landinu var aðeins um 90 þús. og meginþorri fólks bjó við þröngan kost í lélegum húsakynnum. Síðan hafa orðið meiri breyt- ingar á högum þjóðarinnar en nokkurn gat órað fyrir. ísland varð sjálfstætt ríki hinn 1. des. 1918 og lýðveldi var stofnað hinn 17. júní 1944. Önnur heimsstyrjöld hefur verið háð, miklu stórkostlegri en hin fyrri og snert ísland með margvís- legu móti. íslenzku þjóðinni hefur fjölgað um meir en helm- ing og hún hefur komizt úr fá- tækt til bjargálna. Hún hefur byggt yfir fólk og fénað sóma- samleg hús í stað torfhúsanna, sem flestir urðu að búa við áð- ur. Meðan þessu hefur farið fram, hefur Alþýðuflokkurinn starfað í landinu ásamt öðrum stjórn- málaflokkum. Hann hefur með margvíslegu móti lagt hönd á plóginn, átt frumkvæði að mörgum góðum málum og lagt góðum málum lið. Hann hefur oft verið í stjórnarandstöðu og þá haft uppi gagnrýni á stjórn- arstefnuna, þar sem hann hefur talið þess þörf. Hann hefur einnig átt hlut að ríkisstjórnum og þá tekið þátt í að móta stjórnarstefnuna. Viðfangsefnin og viðhorfin breytast með breyttum þjóðfélagsháttum. — Brautryðjendurnir hafa horfið af sjónarsviðinu og nýir menn komið i þeirra stað. Til þess lágu söguleg rök í samræmi við framvindu mála í þeim löndum, sem við þekktum bezt á þeim tíma, að Alþýðu- flokkurinn var stofnaður. Hann var fyrst og fremst stofnaður til þess að vera brjóstvörn þeirra, sem við lökust kjör áttu að búa. Hann hefur ávallt leitazt við að vera því hlutverki trúr. Sagan mun á sínum tíma dæma, hvern ig það hafi tekizt. Flokkurinn mun hin næstu 50 ár og vafalaust miklu lengur starfa í sama anda og hingað til, það er a. m. k. von mín. Það er einnig von mín að starf hans megi bera ríkan ávöxt á þeitn tímum, sem framundan eru. F. Sk. T¥ÉR kemur kveðja og árnaðar- óskir til AÍþýðuílokksins liá skólameistara okkar, Þórarni Björnssyni. AM þakkar skóla- meistara innilega fyrir. ÉG ÓSKA Alþýðuflokknum til hamingju á hálfrar aldar afmæli hans. Þó hann hafi orðið fyrir ýmsuin áföllum í stríði daganna, hefur hann borið gæíu til að eiga ntik- inn hlut að giftudrjúgri sóku Þórarinn Björnsson. fl þjóðarinnar til bættra lífskjara og fegurra mannlffs. Aístaða hans til málefna hefur mótazt af Jjcirri sanngirni, hóf- senii og mannúð, sem líklegust er til farsældar hverju þjóðfélagi. Þórarinn Björnssön. TjMNN AF ÞEIM er svarar Jjess- ari spurningu AM er Þorvald- ur Jónsson, lormaður Alþýðu- llokksfélags Akureyrar. Hér kem- ur svar hans. ÞEGAR Iilið er ylir 50 síðustu áf íslenzka Jjjóðfélagsins undrast maður hinar stórfelldu breytingar í þjóðlífinu. Bláfátæk bændajjjóð helur Jjróazt-í siglinga- og iðnað- arjjjóð, með afkastamikinn land- búnað. Þessari Jjróun hefur AI- þýðumaðurinn fylgt og stutt og Jjingmenn hans talið Jjað skyldu sína að vera í íararbroddi, með Jjví að koma frarn í samvinnu við aðra stjórnmálaflokka ýmsum stórmerkum inálum á sviði trygg- (Framhald á blaðsíðu 12.)

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.