Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.03.1966, Page 9

Alþýðumaðurinn - 10.03.1966, Page 9
Ak ureyri um hálf Icl rar aiciar s keiá inu með tilstyrk meiri hluta stjórnar Verkalýðssambandsins og gerir það að málgagni Kommúnistaflokksins á Akur- eyri frá 1930 að telja, er Komm únistaflokkur íslands var stofn- aður. Þá stofna þeir bræður Friðjónssynir Alþýðumanninn og gefa út lengi á eigin kostnað sem málgagn Alþýðuflokksins á Akureyri, en síðan varð Al- Jón Sigurðsson. þýðuflokksfélag Akureyrar eig- andi þess og útgefandi, og er svo enn. Fyrsta jafnaðarmannafélagið á Akureyri mun hafa liðið und- ir lok um 1920, en þá flytur Finnur Jónsson, sem verið hafði með þeim Friðjónssonum einstakur áhugamaður jafnað- arstefnunnar og grjótpáll henn- ar, burt úr bænum. En 1924 er nýtt jafnaðarmannafélag stofn- að, og nú af Einari Olgeirssyni, ungum menntamanni, gneist- andi af félagsmálaáhuga. Stofn- Bragi Sigurjónsson. fundurinn var 3 .júlí og félagið hlýtur nafnið Jafnaðarmannafé- lag Akureyrar. Var Einar alla tíð áhrifamestur í þeim félags- skap og mótaði um hríð veru- lega störf Alþýðuflokksins á Akureyri, en tók þó fljótt að ýta frá honum gætnari mönn- um, sem þótti Einar of byltinga sinnaður. Kemur það fram í Vm. frá þessum árum, að Fram- sóknarmenn tíunduðu það a. m. k. sem eina ástæðu fyrir því, að þeir hætta 1925 að bjóða fram með jafnaðarmönnum til bæjar- stjórnarkosninga og setja fram sérlista. Hins vegar var lengi ágæt samvinna með E. O. og E. F., þótt hún rofnaði að lok- um, og mun það hafa verið E. F. mikið sársaukaefni alla tíð, hve honum fannst Einar Olgeirsson bregðast Alþýðuflokknum illa, því að hann mat mikils gáfur og hæfileika hans. Er opið bréf E. F. til E. O. í síðasta Verkamann inum, sem E. F. var ábyrgðar- maður að, athyglisverð heimild um vinnubrögð og viðskilnað E. O. í þessum málum. Meðan þeir Halldór og Erling ur rita meginefnið í blaðinu Verkamaðurinn, berjast þeir fastast fyrir þrennu í bæjar- stjórnarmálum: virkjun Glerár, aukningu Vatnsveitu Akureyr- ar og að bærinn eignist sem mest af lóðum sínum og lend- um. Þá liggur þeim mjög á hjarta að sjálfsögðu ýmiss kon- ar velferðarmál Verkamanna- félagsins og annarra verkalýðs- félaga, en í landsmálum taka þeir að fitja upp á ríkisrekstri á síldarbræðslu og síldarsölu. Fyrir hvort tveggja gerist svo Erlingur talsmaður á alþingi, öflugur stuðningsmaður stofn- unar menntaskóla hér og flutn- ingsmaður að lögum um Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Hér haslar Alþýðuflokkurinn á Ak- ureyri sér völl á landsmæli- kvarða og sækir þessi mál fram til Sigurs með atfylgi foringja síns og annarra foringja flokks- ins alls. ' i Fram að 1930 hafði Alþýðu- flokkurinn verið í stöðugum vexti á Ákureyri. Hann á orðið 4 fulltrúa í bæjarstjórn og full- trúa kjöi’dæmisins á Alþingi með kjörfylgi sínu og Fram- sóknar. En nú var skammt stórra tíðinda. Meðan Erlingur Friðjónsson situr á alþingi og er því fjarverandi úr bænum á vetrum, nær Einar Olgeirsson meiri og meiri tökum á baráttu tækjum flokksins. Verkamaður inn er að mestu ritaður af hon- um og fylgjendum hans, hann eða nánustu samstarfsmenn hans eru formenn í Jafnaðar- mannafélagi Akureyrar á víxl, nýstofnað félag ungra jafnaðar- manna er alveg á hans bandi, hann lætur kjósa sig formann Verkamannafélags Akureyrar, hann gerist meðlimur í nýstofn uðu Sjómannafélagi Akureyrar „að beiðni stofnenda11, eins og stendur í Verkamanninum frá þeim tíma, og stingur tvennt síðast talið mjög í stúf við áróð- ur E. O. næstu árin og fylgjenda hans gegn verkalýðsforystu ýmissa Alþýðuflokksmanna, Albert Sölvason. sem „ekki eru úr verkalýðs- stétt“, því af verkamannavinnu eða sjósókn E. O. liafa aldrei farið neinar sögur. Árið 1930 springur svo bomb- an, og Kommúnistaflokkur ís- lands er stofnaður með klofn- Sigurður M. Helgason. ingi út úr Alþýðuflokknum. Varð sú blóðtaka hvergi meiri en á Akureyri, enda Einar 01- geirsson höfuðleiðtogi hins nýja flokks. Fór hann með stærstan hluta Alþýðuflokksfylgisins hér yfir í herbúðir nýja flokksins, og var Alþýðuflokkurinn mjög Þorsteinn Svanlaugsson. í sárum hér lengi á eftir, svo sem alkunna er. Við alþingis- kjör 1931 hlaut Kommúnista- flokkur íslands á Einar Olgeirs- son sem frambjóðanda sinn hér á 5. hundrað atkv. eða nær þriðj ung allra þeirra atkvæða á land inu, sem flokkurinn þá fékk. En Alþýðuflokkurinn fékk ekki nema á 2. hundrað atkvæði á frambjóðanda sinn, Erling Frið- jónsson. Það kom á ný í hlut þeirra bræðra Friðjónssona, Erlings og Halldórs, að byggja Alþýðu- flokkinn upp á Akureyri, og þeir vikust ekki undan vandan- um. Þeir stofnuðu 1931 blaðið Alþýðumanninn sem málgagn flokksins hér, eins og áður er að vikið, þeir stofna Jafnaðar- mannafélagið Akur 17. apríl 1932, er síðan hefir starfað óslit ið, en undir nafninu Alþýðu- flokksfélag Akureyrar frá 1938. Þeir stofnuðu Verkalýðsfélag Akureyrar, er um hríð varð alls ráðandi í kaupgjaldsmálum verkalýðsins hér í bæ, og þeir vörðust klofningnum í Alþýðu- flokknum 1938 svo, að hans gætti lítið hér í bæ, þótt hann að sjálfsögðu tefði fyrir sókn flokksins. Og nú fara Alþýðuflokknum að bætast nýir forystukraftar. Laust fyrir 1940 gerast mennta- mennirnir Steindór Steindórs- son og Þórarinn Björnsson fé- lagar í Alþýðuflokksfélagi Ak- ureyrar. Upp úr 1940 tekur Al- bert Sölvason, sem nú er for- maður Útgerðarfélags Akureyr inga h.f., sér stöðu í röðum þess. Friðjón Skarphéðinsson og Sig- urður M. Helgason flytja í bæ- inn 1945 undir merki Alþýðu- flokksins. Fyrstu formenn Iðju, Jón Hinriksson og Hallgrímur Vilhjálmsson, hafa skipað sér þar í sveit, forystumenn vél- stjóra og járniðnaðarmanna, Jón M. Árnason og Stefán K. Snæbjörnsson gera hið sama, einnig forustumenn bílstjóra, Hafsteinn Halldórsson og Þor- steinn Svanlaugsson, félag ungra jafnaðarmanna er endur- vakið fyrir atbeina Kolbeins Helgasonar, Þorvalds Jónsson- ar, Guðmundar Mikaelssonar o. fl. Kvenfélag Alþýðuflokks- ins á Akureyri er stofnað, og 1946 vinnur Alþýðuflokkurinn á Akureyri stórfelldan sigur við bæjarstjórnarkosningar, eykur fylgi sitt frá næstu kosningum á undan um hundruð atkvæða og fær 2 fulltrúa, Friðjón Skarp héðinsson og Steindór Stein- dórsson, kjörna. Næsti stórsig- ur flokksins vannst 1956, þegar Friðjón Skarphéðinsson var kjörinn þingmaður bæjarins í samvinnu við Framsóknarflokk inn, og varð hann í ríkisstjóm Alþýðuflokksins dóms- og land- búnaðarráðherra, svo sem kunn ugt er. Þá er þess að geta, að með atfylgi sínu fékk Alþýðu- flokkurinn á Akureyri því til leiðar komið 1958, að Alþýðu- flokksmaðurinn Magnús E. Guð jónsson var kjörinn bæjarstjóri Akureyrar og hefir gegnt því starfi síðan við ágætan orðstír. Eins og sagt var í upphafi þessarar greinar, er hér hvorki Steindór Sieindórsson. rúm né tími til að rekja sögu Alþýðuflokksins á Akureyri nákvæmlega, og er saga hans síðari árin aðeins rakin mjög lauslega, þar sem hún er að sjálfsögðu fremur í fersku minni margra. Hér verður hins vegar að lok- um drepið á nokkur mál, sem flokkurinn hefir látið sig mjög varða, en að sjálfsögðu verður, ýmsum að sleppa. Áður hefir verið minnzt á virkjun Glerár, aukningu Vatnsveitu Akureyr- ar og lóðakaup bæjarins, en á síðari árum ber hæst öflug fylgd flokksins við kaup togara til bæjarins, útgerð þeirra og Þorvaldur Jónsson. hraðfrystihússbygging í sam- bandi við hana, kaup og rekst- ur Krossanesverksmiðju og aukning Laxárvirkjunar. Þá má nefna byggingu skóla og íþróttamannvirkja, byggingar- mál í bænum og varanlega (Framhald á blaðsíðu 15.)

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.