Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.03.1966, Blaðsíða 13

Alþýðumaðurinn - 10.03.1966, Blaðsíða 13
- Álþýðuflokkurinn 50 ára (Framhald aE blaðsíðu 1.) skyldu vera gerð mitt í umróti heimsstyrjaldarinnar. Einmitt á þeim árum var kommúnisminn að ryðja sér til rúms úti í lönd- um, og vann sinnn höfuðsigur með rússnesku byltungunni um sömu mundir og íslend öðlaðist frelsi sitt, og stjórnmálin hlutu að sveigjast fyrir alvöru að inn- anlandsmálum. Allmargir ís- lenzkir námsmenn stunduðu beinlínis kommúnistisk fræði úti í löndum. Við heimkomu sína gengu þeir í hinn nýstofn- aða Alþýðuflokk og hófu þegar í stað skemmdarstarfsemi sína, áður en almenningur gerði sér ljóst, hver munur var á jafnað- arstefnu og kommúnisma. Og jafnvel enn, eftir hálfa öld, er ekki örgrannt um að búi að sömu gerð, og til séu þeir menn, sem trúa því, að kommúnisminn sé ekki annað en vinstri sinnuð jafnaðarstefna, og hægt sé fyrir lýðræðissinnaða flokka að vinna með kommúnistum, og það þrátt fyrir hálfrar aldar sögu rússneskrar heimsveldisstefnu í náfrii kommúnismans, og nú á síðustu árum aðfarir Kínverja. En til þessa upphafs má að veru lega rekja það að Alþýðuflokk- urinn hefir ekki orðið jafn fjöl- mennur hér á landi og honum bar samkvæmt þjóðfélagshátt um og hann varð meðal ná- grannaþjóða okkar. Þar var jafnaðarstefnan rótgróin áður en kommúnismasýkingin hófst, enda gróf sú meinsemd aldrei verulega um sig þar. Hér gegndi öðru máli. Kommúnistum tókst að laumast inn í raðir van- þroska verkalýðshreyfingar og vinna þar að sundrung þeirra afla, sem halda áttu saman. Ár- ið 1930 komu þeir fyrst fram og klufu sig út úr Alþýðuflokkn- um, og létu þar í veðri vaka, að ágreiningur um hvort flokkur- inn skyldi fylgja öðru eða þriðja Alþjóðasambandinu væri megin orsökin. Sá klofningur hefði að vísu getað orðið til góðs eins, því að þá mátti kenna hina réttu stefnu. En tilteknir menn trúðu á, að unnt væri að sameina flokkana, af því spratt síðan brottför Héðins Valdimarssonar og félaga hans 1937—1938, þeg- ar kommúnistarnir breyttu um nafn. Héðinn hvarf frá því sam- starfi vonsvikinn nokkru síðar. Og enn leitaði Hannibal Valdi- marsson til samvinnu við kommúnista, og þarf ekki að rekja hver nytsemi hefir orðið að því. En því hefi ég rakið þetta, að þrátt fyrir þessi áföll hefði Alþýðuflokkurinn haldið velli, fámennur að vísu, en sí- fellt unnið markvíst, að fram- kvæmd stefnumála sinna, og allt um fámennið markað dýpri spor í þróun þjóðfélagsins þá hálfu öld, sem hann hefir starf- að, en nokkur annar stjórnmála flokkur. Ekki hafði flokkurinn fyrr fengið fulltrúa á þingi, en hann hófst handa um félagslegar um- bætur, og voru togaravökulög- in fyrsta afrekið í því efni. Þau mættu harðri mótspyrnu íhalds aflanna í landinu, og eru senni- lega eitt mikilvægasta átakið, sem gert hefur verið á félags- málasviði íslendinga, þegar lit- ið er á allar aðstæður þess tíma. Síðan kom baráttan fyrir afnámi sveitarflutninga og rétt- indaskerðingar vegna fram- færslustyrks, verkamannabú- staðirnir, opinber aðstoð við byggingar íbúða, orlofslög, rýmkun kosningaréttar og leið- rétt kjördæmaskipan, og síðast en ekki sízt almannatrygging- arnar, sem sífellt hafa verið auknar og endurbættar undir forystu Alþýðuflokksins. Vitan- lega hefir þurft samvinnu við aðra flokka um þessi mál, en forystan hefir verið Alþýðu- flokksins, framgangur þeirra hefir verið skilyrðið fyrir stuðn ingi og samvinnu í ríkisstjóm- um, og samstarfsflokkarnir hafa séð sig tilneydda að sam- þykkja þessar umbætur. Það er athyglisvert, að nú, þegar þetta er orðið þrautreynt, reyna hinir flokkarnir allir að eigna sér sem mesfan hlut. Þeir halda, að það sé gleymt með hverjum at- gangi . Sjálfstæðisflokkurinn barðist á sínum tíma gegn verkamannabústöðum og al- mannatryggingunum fyrstu, og Framsóknarflokkurinn síðar gegn aukningu trygginganna, þegar hann var í stjórnarand- stöðu, að því ógleymdu, að hefði hann fengið að ráða, byggjum vér enn við miðalda- legt kosningafyrirkomulag. Þannig hefir Alþýðuflokkn- um tekizt, að hafa gagnger áhrif á löggjöf þjóðarinnar og skapa nýj“a félagsmálastefnu. Þá má eki .gleyma því, sem ef til vill vai’ðar enn meira, að nú er svo komið, að sjálfsagt þyk- ir, að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, hafi hönd í bagga með nær jöllum stóratvinnu- rekstri, svo að hann sé ekki rekinn eingöngu fyrir einstak- linga heldur heildina. Og síð- ast en ekkj sízt skulum vér minnast þess, að vegna starf- semi Alþýðuflokksins eru fé- lagsréttindi verkalýðsins viður- kennd, og félagsmálaumbætur sjálfsagður liður í þjóðmálun- um, og enginn flokkur þorir nú lengur að hrófla við þeim. Slík hugarfarsbreyting er ef til vill stærsti sigurinn, sem unninn hefir verið.. En þegar vér hugleiðum, hvað unnizt hefir, þrátt fyrir áföll og klofningsstarfsemi, hljótum vér að skilja, hversu miklu meira hefði mátt vinna, ef þeir menn, sem í sjálfu sér vildu hið sama og Alþýðuflokk- urinn, hefðu haldið vöku sinni, og ekki látið glepjast af fagur- gala og villuljósum kommún- ista og annarra, sem telja sig vinstri sinnaða umbótamenn, en verja þó orku sinni og viti, til tálmunar framgangi þeirra mála, sem Alþýðuflokkurinn berst fyrir. Og nú á hálfrar aldar afmælinu, er það ljóst, að flokkurinn er heilsteyptari en nokkru sinni fyrr, og að marg- ir þeirra, sem horfið hafa frá honum, eru nú teknir að sjá villu síns vegar. En á þessum tímamótum, skulum vér ekki eingöngu horfa til hins liðna, með sigra sína og ósigra. Hver sigur hvet- ur oss til annara stærri, og hver ósigur er oss áminning um, að ekki „skuli gráta Björn bónda heldur safna liði“ að nýju og berjast ótrauður. Margt er enn óunnið í landi voru. Við margt er að stríða, bæði innanlands og utan. Al- þýðuflokkurinn hlýtur sam- kvæmt eðli sínu og sögu, að vera ætíð í fararbroddi um hvert það mál, sem verða má til að skapa betra og fegurra þjóðlíf. Þessvegna má hann ekki, og getur ekki, fremur en aðrir lifandi stjórnmálaflokkar, verið rígbundinn á klafa ein- hverrar kennisetninga, sem voru réttar fyrir hálfri öld, en tönn tímans hefir smám saman eytt. Alþýðuflokkurinn hefir hverju sinni unnið með þeim flokkum, sem hafa tjáð sig fúsa til þess, að styðja að stefnumál- um floksins og þoka þeim áleið- is. Þessvegna hefir hann nú um sex ára skeið unnið með Sjálfstæðisflokknum og tekizt að knýja fram meiri umbætur en nokru sinni fyrr á mörgum sviðum félagsmála, og þó eink- um tryggingamálunum og að- stoð ivð húsbyggendur. Að því ógleymdu, að fyrir frumkvæði hans er nú unnið að undirbún- ingi lagasetningar um almenn eftir laun allra landsmanna, sem vissulega mun verða stór- kostlegasta sporið, sem stigið hefir verið hér á félagsmála- sviðinu, ef að lögum verður. Engu skal spáð um framtíðar- samstarf núverandi stjórnar- flokka, né hvað gerast muni í refskák stjórnmálanna á næstu árum. Jafnaðarstefnan er stefna frjálsra manna. Hún er leiðar- ljós Alþýðuflokksins, og hann er þeirri stefnu trúr. Á þessum tímamótum skulum vér minn- ast þess, að eitt ár fór Alþýðu- flokkurinn einn með stjórn í landinu. Um það varð ekki deilt, að þá var stýrt af skyn- semd og festu. Minnugir þessa, skulum vér nú á afmæli flokks- ins, strengja þess heit að vinna markvíst að því, að flokkurinn megi eflast svo, að hann fyrr en varir mætti aftur taka stjórnartaumana. Þeirri stað- reynd verður ekki haggað, að Alþýðuflokkurinn er eina vinstra aflið í þjóðfélaginu, sem takandi er mark á og treysta má til framkvæmda. í því trausti stígum vér „hiklaust og vonglaðir inn í frelsandi framtíðar nafni“. St. Std. - HLÍÐARFJALL (Framhald af blaðsíðu 2). kennari og hingað þarf að safna saman beztu skíðamönnum hvers staðar og tel ég að betri árangur náist með því frekar en að kennari fari á rnilli staða. Skipuleggja mætti þetta þannig að saman væru beztu ungling- arnir, síðan þeir beztu full- orðnu o. s. frv. Mikið er af fólki, sem hefur áhuga á að fara á skíði, en finnst of dýrt að kaupa skíði og skó fyrir 4—6 daga dvöl á skíða hóteli. Þess vegna er nauðsyn- legt að hafa skíði og skó, sem hægt er að leigja, en með því fengist almenningur enn meira með. F. G. - Stofnun Alþýðufl. (Framhald af blaðsíðu 4). á gang stjórnmála, eins og flokkurinn hafði gert í málefn- um Akureyrarbæjar, með vatns veitu, holræsalögnum og gömlu rafveitunni við Glerá, sem allt setti menningarsvip á bæinn. Stofnun Alþýðuflokksins var því áframhaldandi sókn fyrir bættum kjörum og réttindum almennings. Árið 1934 var fyrsta vinstri stjórnin mynduð á Alþingi, með stuðningi Alþýðu- flokksins. Þá flutti flokkurinn og kom fram mörgum stórmál- um tl hagsbóta fyrir almenning, Af þessu sést, að stofnun Al- svo sem almannatryggingunum, verkamannabústaði og fleira. þýðuflokksins var sjálfsagður þáttur í baráttu fólksins fyrir bættum lífskjörum. Á. Þ. ÚTSAIAN heldur áf ram. Gerið góð kaup. VERZLUNIN DRÍFA Sími 11521 - ÞARFT FYRIRTÆKI (Framhald af blaðsíðu 16.) Má t. d. nefna dósir svo hundruð- um þúsunda skiptir, matarolíu, tómatkraft, krydd alls konar o. fl. Þá þarf fyrirtækið einnig að festa kaup á nokkrum þúsundum tunna af kryddsíld fyrirfram, oft í óvissu um markað erlendis. . Augljóst er, að geysimikið fár- magn þarf tii þessara vörukaupa, sem stöðugt fara vaxandi með aukinni framleiðslu og fjöl- breytni. A sl. sumri var byrjað á viðbót- arbyggingu við verksmiðjuna, sem er stálgrindarhús, 755 ferm. að flatarmáli. Það mun leysa úr brýnni þörf fyrir geymslupláss og pökkunarsal, auk þess sem hluti þess verður nýttur sem vinnu- pláss. Á árinu voru einnig keyptar nokkrar dýrar vélar, sem brýn þörf var fyrir til þess að auka af- kastagetu og vinnuhagræðingu. Þegar verksmiðjan starfar með fullum afköstum, vinna þar að jafnaði á annað hundrað manns. Margt þessa fólks eru húsmæður, sem vinna t. d. hálfan daginn og unglingar og skólafólk yfir sutn- armánuðina. Á árunum 1961—1965 hafa launagreiðslur numið 16 tnillj. kr., Jrar af 5 millj. kr. á sl. ári. Full afkastageta verksmiðjunn- ar er 30—40 þús. dósir á dag af sardínum eða gaffalbitum. Nýlega hefur verksmiðjan feng ið samning urn sölu á 3 millj. dósa af gaffalbitum, sardínum og smjörsíld til Rússlands, að verð- mæti 19 millj. kr. Vonir standa til, að viðbótarsamningur fáist fyrir 5—6 millj. kr. á Jressu ári. Gert er ráð fyrir, að útflutning- ur verksmiðjunnar til Rússlands verði svipaður næstu Jtrjú árin vegna hinna nýju viðskiptasamn- inga. — Auk Jjess hefttr fyrirtækið ýmsar nýjungar á prjónunum í sambandi við fullnýtingu sjávar- afurða til útflutnings. Allt þetta krefst mikillar vinnu og þolin- mæði og ekki sízt mikils fjár- magns. í lokin má geta Jiess, að því miður fellur vinna í verksmiðj- unni niður um stundarsakir, sök- urn skorts á umbúðum, er fengnar eru frá Noregi. Treyst var á hin- ar margauglýstu ' „reglubundnu“ ferðir Eimskips, en sem Jjví mið- ur brugðust í jretta sinn, er verð- ur til tjóns bæði fyrir eigendur og starfsfólk. - Yerkalýðsfélag ... (Framhald af blaðsíðu 16.) því, hvar þeir muni helzt vera við þær veiðar í vetur. Afli á smábáta hefur enginn verið fram að Jressu, og ræður líka veðrátta þar um. Vonir eru bundnar við grásleppuveiðar hér sem anriars staðar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.