Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.03.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 24.03.1966, Blaðsíða 2
ÖI og TIiL HVERS eigum við að brugga hér áfengt öl? Þetta virðist víst brosleg spurning, því svarið liggur í augum uppi. En þá vil ég spyrja annarar spurningar: Þurfum við að drekka áfengt öl? Því svara ég hiklaust neitandi, af eftirfarandi ástæðum. Þegar okkur þyrstir, stafar það af því, að líkamann vantar vatn. Til að svala þorsta, þarf því aðeins vatn, en hvorki áfengt öl eða aðra drykki. En mannskepnan er nú einu sinni þannig gerð, að vilja sífellt vera að setja eitthvað ofan í sig, hvo'rt sem þörf er til þess eða ekki. Og þegar þörfin er engin og lystin engin er reynt að búa hana til með því að blanda ýmis konar efnum saman við vatnið til að gera það lystugra og skapa þannig ímyndaða þörf, Segja má, að svo lengi sem efni þessi eru ekki skaðleg líkam- anum, sé þetta meinlaust. En þegar farið er að blanda vatnið eiturefnum, verður öðru máli að gegna. Slík efni skapa venju- lega nýja þörf í líkamanum, þörf fyrir eiturefnið, án tillits til þarfar líkamans fyrir vatn. Og sú þörf vex, eftir því sem eitursins er lengur neytt. Nú er það vitað mál, að í á- fengu öli er eitur, deyfilyf, að vísu ekki í stórum stíl, en nægi- legum þó til að framkalla smátt og smátt löngun í áfengisáhrif, jafnframt eykst þörfin fyrir meira áfengismagn, til þess að verða áhrifanna var. Og þá er farið að neyta sterkari drykkja. Olið virðist því hinn ákjósan- legasti skóli til að kenna mönn- um að drekka, gera þá að drykkjumönnum, en það virðist vera það takmark, sem öldýrk- endur hafa sett sér. Þetta lítur ósköp meinleysis- lega út á pappírnum. Það á að- eins að selja ölið út frá Áfeng- isverzlun ríkisins. En hve lengi skyldu þesir boðendur ölfagn- aðar una því? Hvernig hefur það farið með áfengisútsöluna, sem fyrst átti að vera bundin við stofnunina sjálfa. Hefur ekki vínveitingastöðum stöðugt verið fjölgað — jafnvel 3 komn- ir í höfuðvígi bændamenningar innar á íslandi? Og alltaf heimta fleiri og fleiri veitinga- hús þessi réttindi og telja sig annars sett hjá í samkeppninni um aura náungans. Mundi þá líða á löngu, þar til sjálfsagt þættj að hafa „meinlaust öl“ á boðstólum á öllum veitinga- og gististöðum landsins. Þá vær- um við líka búnir að koma upp mjög áhrifaríkum drykkjuskól- um um land allt, og þyrftum þá ekki lengur að hafa áhyggjur út af framtíð unga fólksins í landinu. áfengisneyzla Ýmsir tala um, að við getum ekki verið þekktir fyrir annað —en að hafa áfengt öl á boðstól um eins og frændþjóðir okkar á Norðurlöndum. En hver er svo reynsla þeirra af þessum málum? Það hefur að vísu dreg ið úr sölu sterku vínanna í bili, en fljótlega sótt í sama horfið og áður og ölneyzlan öll bætzt þar ofan á. Sérstaklega hefir borið á því hve ölneyzlan hefir Jóh. Guðmundsson Húsavík. aukizt af sterkara ölinu t. d. í Svíþjóð. Sýnir það ljóst, hvert stefnir í þessum efnum. Danir hafa um langt skeið drukkið —sitt áfenga öl, enda drekka þeir mest allra norðurlandaþjóð- ' anna, og á áfenga ölið vafalaust sinn þátt í því. Ein ástæðan til, að við þurf- um að hafa hér áfengt öl, er talin sú, að það verði að gera vegna útlendra ferðamanna. Þetta tel ég broslega firru. Ég lít .svo á,.að útlendir ferðamenn komi hingað yfirleitt til að skoða sig um og sjá landið, en ekki til að þamba hér áfengt öl. Og séu þeir þau flón að líta nið ur á hina íslenzku þjóð fyrir að hún skuli ekki alls staðar hafa áfengi til reiðu handa þeim, þá getum við látið okkur það í léttu rúmi liggja og þá einnig verið án áuranna þeirra. Og ég spyr í alvöru: Vilja menn fórna íslenzkri æsku og framtíðar- heill hennar fyrir sérvizku nokkurra útlendinga, sem hing að leita til að eyða tímanum. Þá vilja sumir telja öl og víndrykkju eins konar menn- ingaratriði í nútíma þjóðfélagi. Þessu er einmitt þveröfugt far- ið. Drykkjuskapur er hættuleg- ur fylgikvillj menningarinnar og í staðinn fyrir að gera menn- ina fullkomnari og betri, breyt- ir hann þeim oft í viðbjóðsleg dýr eða ósjálfbjarga vesalinga, og hann er miklu líklegri til að eyða menningunni og sökkva henni, en til að efla hana. All- ir ættu að vita, hver áhrif áfeng ið hefur á frumstæðar þjóðir, ■ ?-er þær komast í snertingu við það. Eipn af-Lutningsmönnum öl- frumvarpsins taldi það ósam- ræmi í íslenzkri áfengislöggjöf, að leyfð skuli sala á sterkum og léttum vínum en bannað að selja íslendingum áfengt öl. Vel má vera, að þarna kenni ó- samræmis. En bann þetta er ein af tilraununum til viðnáms gegn skefjalausri áfengissölu. Ég býst við, að flutningsm. telji allar slíkar hömlur ósamræmi í löggjöf, og að því sé stefnt, að þær séu allar felldar úr gildi, svo áfenga drykki megi fá í hverri búðarholu og hverjum veitingastað á öllu landinu. En mér er þá líka spum: Hvers vegna má ekki selja almenningi ýmiss konar eiturlyf, sem mik- ið er sótzt eftir og greidd eru dýrum dómum, ef í þau næst á einhvern hátt? Er ekki ósam- ræmi í að banna sölu sumra eit- urlyfja en leyfa önnur? Því mega ekki þeir, sem vilja og geta, neyta hinna forboðnu eit- urlyfja, fyrst þeir sækjast eftir þeim? Margir telja sig vilja við- halda íslenzku þjóðerni, menn- ingu og tungu og tala um slíkt á háum nótum. Ekkj veit ég hve mikil alvara þeim er með þetta. En fróðlegt væri að vita, hverju þeir vilja fórna til að sanna hug sinn til þessara mála, t. d. hvort þeir vilja allir styðja og efla bindindissamtök- in í landinu. Mín skoðun er sú, að ekkert sé hættulegra ís- lenzku þjóðerni, menningu og tungu en aukin öl og vín- drykkja, sem þegar er orðin al- varlegt þjóðarböl. Allir vita, að áfengisáhrifin valda vaxandi ósjálfstæði karla og kvenna, bæðj andlega og líkamlega. Áfengið er viðurkennt deyfilyf og sljóvgar manninn og siðferð- iskennd hans, losar um heil- brigðar hömlur í vitund hans og gerir honum erfiðara fyrir að greina rétt frá röngu, og því erfiðara, sem meira er neytt. Þetta vita allir, sem nokkuð þekkja til þessara mála, enda hafa slægir stjórnmála- og kaupsýslumenn óspart notað sér það gagnvart viðsemjend- um sínum, Er þá líklegt að drekkandi smáþjóð haldj lengi tungu sinni og þjóðerni, þrátt fyrir innrás erlendrar sam- kvæmis og drykkjumenningar með öllum þeim áhrifum sem hennj fylgja. Ég get ekki að því gert, að mér finnst lítillar þjóðarholl- ustu kenna hjá þeim mönnum, sem leynt og Ijóst reyna að ryðja úr vegi öllum hömlum gegn skefjalausri áfengisneyzlu þjóðar vorrar og afmönnum hennar, skiptir þar engu máli til hvaða pólitísks flokks þeir telja sig. Jóh. Guðm,- - Margar ályktanir samþykktar á ársþingi ÍBA (Framhald af blaðsíðu 8.) lýst er yfir fullum stuðningi við íþróttaráðið um tillögur þess til bæjarstjórnarinnar, er fjalla um sparkvelli í hinum einstöku hlutum bæjarins. Skorað var á bæjarstjórn að hlutast til um, að malarvellinum á Oddeyri verði komið í nothæft ástand strax og snjóa leysir. Ályktun var gerð um bind- indismál og segir þar, að full þörf sé á, að íþróttasamtökin láti meira til sín taka í bindind- ismálum þjóðarinnar og fylgi fast eftir, að reglum, sem settar eru um slík mál innan íþrótta- hreyfingarinnar séu haldnar. Til frekari áréttingar var eftir- farandi tillaga tveggja fulltrúa samþykkt. „Ársþing í. B. A. 1966 lítur svo á, að svokallað „bjórfrumvarp“, sem nú liggur fyrir Alþingi, sé mjög fjarri því að bæta úr því hörmulega á- standi, sem nú er ríkjandi í á- fengismálum þjóðarinnar, og skorar því á háttvirta alþingis- menn að fella frumvarpið." Merkasti viðburður þessa árs þings var erindi sambands- stjórnar í. S. í. Þar boðaði for- seti í. S. í. þau gleðitíðindi að ákveðið hefði verið, að gera Ak ureyri að miðstöð vetraríþrótta á landinu, og lægju til þess margar ástæður. Taldi hann þær vera meðal annars hið mikla framtak Akureyringa með byggingu skíðahótels í Hlíð arfjalli og allra þeirra mann- virkja, sem því fylgja, góðar samgöngur við Akureyri, mikil iðkun skíða- og skautaíþrótta. Auk þess sem hér væri fjöl- breytilegt skíðaland og oftast nægur snjór. Því hefði fengist algjör samstaða um þetta og jafnframt ákveðið að veita lán að upphæð kr. 500 þúsund til fimm ára til byggingar skíða- lyftu. Þar sem þegar hefir verið frá þessu sagt í blöðum bæjar- ins, verður þetta ekki rakið nán ar. Komumönnum var þakkað af bæjarstjóra og þinginu, og í því tilefni samþykkt eftirfar- andi tillaga. „Ársþing Í.B.A. þakkar stuðn ing þann og framlag, sem stjórn Í.S.Í. hefur fært Akureyringum með ákvörðun sinni um að gera Akureyri að miðstöð vetrar- íþrótta á íslandi.“ Á fundinn mættu nokkrir af fyrrverandi nemendum Her- manns Stefánssonar í skíða- íþróttinni, og hafði Eysteinn Árnason orð iyrir þeim. Afhenti hann síðan Hermanni veglegan farandbikar, gefinn af þessum nemendut hans, til þess að keppa utf) í Hermamismótinu. Bikar þennán 'á að varðveita í Skíðahótelinu, unz hann vinnst til eignar. Fjárliagsáætlun f.B.A. var samþykkt breytingalítið. Kosning fór að síðustu fram. Formaður var endurkjörinn, fsak J. Guðmann, og aðrir með honum í stjórn: Leifur Tómas- son, Jónas Jónsson, Halldór Helgason, Gísli Lorenzson, Guð mundur Arnaldsson, Jón Áma- son og Kristján Ármannsson. PÁSKAEGG í úrvali. KAUPFÉLAG VERKAMANNA KJÖRBÚÐ ÓDÝRU Hitakönnurnar eru komnar aftur. STÁLVÖRUR í miklu úrvali. r Avaxtasett og ávaxtaskálar ÓDÝRT SÍMI 1-28-33 2'

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.