Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.03.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 24.03.1966, Blaðsíða 8
Margar atliyglisverðar ályktanir samþykktar á ársþingi í. B. A. FOSTUDAGINN 4. niarz var síðari fundur ársþings íþrótta bandalags Akureyrar haldinn í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Fundur þessi var nijög vel sótt- ur, og nær allir kjörnir fulltrú- ar mættir auk fjölda gesta. Meðal þeirra var forseti f.S.Í. Gísli Halldórsson, framkvæmda stjóri f.S.f. Hermann Guðmunds son, Þorvarður Árnason og Sveinn Björnsson úr fram- kvæmdastjórn Í.S.Í., Stefán Kristjánsson, formaður Skíða- sambands íslands og Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri. Formaður bandalagsins, ísak J. Guðmann, setti þingið og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Síðan var tekið til þingstarfa samkvæmt dagskrá. Tekið var fyrir álit nefnda og tillögur og þær ræddar. Verður þeirra að nokkru getið hér á eftir. Fyrsta málið, sem rætt var um, var hið svonefnda íþróttahússmál. Nefndin, sem fjallaði um það mál, hafði hald- ið tvo fundi, og þann síðari með bæ j arstj óranum, Magnúsi E. Guðjónssyni. Umræður höfðu þá nær eingöngu snúist um leið til sameiginlegrar lausnar íþróttahússmálsins á þeim grundvelli, sem lagður var á al- mennum fundi, boðuðum af íþróttaráði 27. okt. 1964, með þátttöku íþróttafélaganna, skól- anna og annarra félagasamtaka, svo og fulltrúum ýmissa opin- berra aðila. Bæjarstjóri tók nefndinni mjög vel, og reynd- ust umræður þessa fundar mjög gagnlegar. Þær leiddu til þess sameiginlega álits bæjarstjóra og nefndarinnar, að þegar í stað yrði að hefjast handa um allan ■s Óbreytt hjá Framsókn DAGUR hefur nú birt lista Framsóknar við bæjar- stjórnarkjör í vor og skipa 5 efstu sætin sömu menn og við síðustu kosningar, þeir Jakob Frímannsson, Stefán Reykjalín, Sigurður Oli Brynjólfsson, Arn- þór Þorsteinsson og Haukur Ámason. undirbúning að byggingu nýs íþróttahúss með fullri aðild íþróttasamtakanna og skólanna í bænum. Eftir umræður um álitsgerð nefndarinnar var eftir farandi tillaga samþykkt. „Á þessu stigi málsins leggur Allsherjarnefnd til, að stjórn Í.B.A. og Allsherjarnefnd haldi umræðum áfram við stjórnir íþróttafélaganna og forráða- manna bæjarins til þess að finna lausn á þessu máli, sem allir geti við unað.“ í þessari nefnd áttu sæti for- menn K.A., Þórs, Í.M.A., íþrótta ráðs Akureyrar og íþróttafull- trúi bæjarins. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt. „Nefndin leggur til, að stjórn Í.B.A. verði falið að gera athug- un og breytingar á reglum um ferðalög, telji hún það æskilegt, og gefi þær þá út fyrir 1. maí n. k. Verði þess þá krafist og stranglega fylgt eftir, að þær reglur verði í heiðri hafðar.“ Tillögur til íþróttaráðs voru samþykktar um, að það beitti sér fyrir því, að lóð sundlaugar- innar verði endanlega frágeng- in og.ennfremur tillaga, þar sem (Framhald á blaðsíðu 2.) =000«= =s TRYGGVÍ FLYTIR FARÞEGA OG PÓST ff Raufarhöfn 21. marz. G. Þ. Á. TÉR ER óbreytt ástand, allt á kafi í snjó og allir vegir ófærir og nú er hann enn að bresta á með stórhríð. Við fá- um mjólkina sjóleiðina frá Húsavík, tvisvar til þrisvar í viku, en fyrir kemur að skipin komast ekki inn, og þá verðum við að sætta okkur við að vera mjólkurlausir. Það má segja að það sé helzt Tryggvi Helgason flugmaður, er rýfur einangrunina, en hann hefur oft komið hingað í vetur með farþega og póst, en reynt hefur verið til þessa að ryðja snjó af flugvellinum. Lokið vinnu í tunnuverksmiðjunni H fÆTT var vinnu í Tunnu- verksmiðjunni á Akureyri s.l. þriðjudag. Verksmiðjan hóf starfrækslu þann 10. janúar. — Smíðaðar voru 28000 tunnur og við verksmiðjuna störfuðu 44 menn. Verkstjóri var Björn Einarsson. AM átti stutt símtal við Björn og kvað hann verk- smiðjuna búa við mjög óhag- stæð skilyrði og voru ummæli verkstjórans staðfesting á því, sem blaðið vissi raunar um áð- ur. Tunnuverksmiðjan er alger- lega' á hrakhólum með vöru- geymslu og virðist þetta fyrir- tæki vera algert olbogabam ríkisins, hvað alla fyrirgreiðslu snertir. AM vill í fullri einurð skora á fulltrúa kjördæmisins á hinu háa Alþingi, hvar í flokki sem þeir annars eru, að beita áhrifum sínum til þes að að- stæður verksmiðjunnar verði bættar. Akureyri hefur ekki efni á því að missa þessa at- vinnugrein úr bænum. ALÞYÐUMAÐURINN XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 24. marz 1966 — 11. tbl. MÓTMÆLA STÓRIÐJU, ÖLI OG HÆGRI HANDAR AKSTRI FUNDUR var haldinn í Full- trúaráði verkalýðsfélaganna á Akureyri hinn 8. þ. m. Var þar m. a. rætt um hina fyrirhuguðu aluminverksmiðju, og var eftir- farandi tillaga samþykkt með samhljóða atkvæðum: „Fundur haldinn í Fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna á Akur eyri 8. marz 1966 lýsir yfir stuðningi sínum við ályktun miðstjórnar A.S.Í. varðandi fyr- irhugaða samninga um alumin- vinnslu við Straumsvík. Fundurinn vill alvarlegá vara allan almenning við þeim fyrir- ætlunum stjórnarvaldanna að leyfa erlendum auðfélögum að ná tangarhaldi á atvinnurekstri og atvinnulífi í landinu.“ N Unglingameistaramót íslands á skíðum haldið í Hliðarfjalli UM NÆSTU HELGI verð- ur háð hér á Akureyri Skíðamót fslands fyrir ungl- inga, sem er hið fyrsta í röð- inni. Verða þátttakendur 49 frá 7 héraðssamböndum, þar af 21 frá Akureyri. Keppt verður í svigi, stórsvigi, göngu og stökki. Keppni í Alpagreinum fer fram vig Strompinn og sunn- an hans, í stökki við Ásgarð en gangan fer fram við Skíðahótelið. Hefst mótið kl. 2 á laugardag með keppni í stórsvigi stúlkna, síðan verð- ur stórsvig drengja, þá ganga en á sunnudag verður keppt í svigi og stökki. Verðlaunaafhending fer fram á mótsstað að lokinni hverri grein. Veitingasala verður við Strompinn. — Skíðaráð Akureyrar sér um mótið, en mótsstjóri er Guð- mundur Tuliníus. Þá var og samþykkt með þorra atkvæða svofelld tillaga: „Fundur í Fulltrúaráði verka lýðsfélaganna á Akureyri hald- inn 8. marz 1966 mótmælir harð lega framkomnu frumvarpi á Alþingi um bruggun og sölu á áfengu öli, og skorar á hæstvirt Alþingi að fella það.“ Og ennfremur: „Fundur haldinn í Fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna á Akur eyri 8. marz 1966 leyfir sér að mótmæla eindregið, framkomnu frumvarpi á Alþingi um hægri handar akstur.“ Sviðsmynd úr leiknum „Allt er þá þrennt er“, sem leikfélagið Iðunn í Hrafnagilshreppi sýnir um þessar mundir. Ljósm.: N. H. =s MALVERKASYNING Á AKUREYRI HIN góðkunna listakona Helga Weisshappel opnar mál- verkasýningu í Landsbanka- salnum n. k. laugardag kl. 3. Mun frúin sýna þar 26 málverk. Frú Helga hafði hér sýningu í ágústmánuði 1964 og mun Akur eyringum þykja fengur í þvi að kynnast á ný listaverkum henn- ar. Sýningin mun standa í 8 daga. Það má telja til merkra við- burða, ef málverkasýning er hér haldin og því munu bæjarbúar þakka frú Helgu fyrir framtak sitt með því að fjölmenna á sýn- ingu hennar. Tvímenningskeppni bridge Húsavík 21. marz. ATÝLOKIÐ er G. H. tvímennings- A ’ keppni í bridge. Úrsli urðu þessi: Stig. 1. Guðjón og Guðmundur 661 2. Óli og Jónas 623 3. Páll og Kristinn 600 4. Jón og Þorvaldur 599 5. Björn og Vilhjálmur 596 6. Þorgrímur og Sigtryggur 595 7. Þórður og Ólafur 573 8. Gerður og Haraldur 572

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.