Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.03.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 31.03.1966, Blaðsíða 5
4 , og ætti eg bænina að væri ég löngu yfirbuguð, segir frú Lára Ágústsdóttir miðill, en hún er gestur blaðsins í dag SKYGGNI og dularhæfileikar hafa ætíð verið íslendingum kært umræðuefni. Þess vegna fannst okkur hjá AM, að forvitnilegt gæti verið fyrir okkur og lesendur blaðsins, að AM ætti viðtal við frú Láru Ágústsdóttur miðil. En eins og Akureyringum er kunnugt hefur frúin verið búsett hér á Akureyri síðastliðin 15 ár. Við höf- um formálan þá ekki lengri, en snúum okkur beint að efninu. Hvenær og hvar ert þú fædd Lára? Ég er fædd að Eystri-Hellum í Gaulverjabæjarhreppi í Árnes sýslu 15. apríl 1899. Foreldrar mínir voru Ágúst Jónsson vinnu maður og Júlíana Árnadóttir, og ég var víst engin auíúsugest- ur í þessari veröld, þar sem for- eldrar mínir voru ógiftir. Þú kannast þá líklega við Stokkseyrarbrimið hans Páls ísólfssonar, þó þú bindir það ekki í tóna líkt og hann? Já, ég þekki Stokkseyrarbrim ið vel. Og enn í dag get ég sagt nákvæmlega hvernig sjó- lag er við Stokkseyri, þó ég sé stödd hér norður á Akureyri. Það stafar af því, að ég á tvo kuðunga, sem Stokkseyrarbrim ið skolaði á land, og ég þarf ekki annað en að taka annan þeirra og leggja að eyranu þá heyri ég brimhljóðið. Þetta hefi ég sannreynt, með því að hringja suður. Frú Lára gengur inn í stof- una, og kemur þaðan með mynd arlegasta kuðung, sem hún ber upp að eyranu, og segir síðan: Nú er stórbrim við Stokkseyri. Ég vil taka-það fram, að sam- kvæmt útvarpsfregnum þá um kvöldið komust bátar ekki á sjó vegna brims. Þú lékst þér sem bam, við verur sem aðrir ekki sáu. Hvaða verur voru þetta? Huldu fólk eða álfar? ■ Þetta var huldufólk, og við það hafði ég mikið samneyti, og hef ennþá. En það er mjög al- gengt, að fólk rugli saman huldu fólki og álfum, en þar er mikill munur á. Það er til fleiri en ein tegund álfa, t. d. blómálfar, hús álfar, skógarálfar og álfar, sem lifa í jurtum og blómagörðum. Ég heyrði eitt sirtn í útvarpinu lýsingu á húsálfum, þar sem þeim er lýst sem litlum og kið- fættum, jafnvel Ijótum, og þeir eiga vera afar matgráðugir, og sífellt að sniglast í kringum mat. Þetta tel ég alrangt. Húsálfarnir eru litlir, fíngerð ir og afar hljóðlátir, og ég tel þá alls ekki neyta nokkurs af okkar fæðu. Miklu fremur myndi ég telja, að gott andrúms loft og samkomulag innan heim ilisins væri þeirra fæða. En hvernig lýsir þú öðrum tegundum álfa? Skógarálfar t. d. eru litlir og afar skrautlega klæddir. Af þeim er mikið í Hallormsstaða- skógi. En hvaða orku telur þú, að sé að baki þessu? Ég er ekki í vafa um, að það er guðs þrka, og til þess er ein- staka manni gefin þessi hæfi- leiki, að hann á að vera heimin- um til hjálpar á margvíslegan hátt og styrkja mennina jafn- framt í trúnni á almáttugan guð, og eilíft líf. Og væri fólk ekki svo háð veraldlegum dægur- þrasi, mætti vafalítið ná nánara sambandi við fólk, sem horfið er af jarðvistarsviðinu. Já, ég hef oft notið Guðs náðar, og ætti ég ekki bænina að, væri ég löngu yfirbuguð. Segðu mér Lára, á hvaða hátt verður þú helzt fyrir áhrifum? í þessari spurningu getur ver ið um áhrif, bæði lifandi og dauðra hluta að ræða, og yrði of langt upp að telja hér, því ég tel að allir hlutir hafi líf og geti á sinn hátt talað sínu máli. Mér þykir t. d. gott að halda á hlut, sem stendur í einhverju sam- bandi við það sem ég hefi verið beðin að finna, hvort heldur það hefir verið einhverjir munir eða þegar um fólk hefir verið að ræða, sem týnzt hefir. Samt er ekki sama hver í hlut á, því öllu þessu verður að fylgja góður hugur og bænarkraftur, því án bænar kemst ég ekki inná æðri svið. Bænin myndar fagra geisla, sem lýsa leiðina (í stuttu máli sagt). Einnig get ég orðið fyrir góðum og slæmum áhrif- um frá lifandi fólki, hvar sem ég er stödd. Ég þarf stundum ekki annað en að tala í símann til að komast í samband við eitt og annað. Og oft kemur fyrir, þegar ég er heima við verk mín, að ég sé og heyri fólk sem farið er, þótt ég hafi enga hugmynd um hver það er, og biður þá þetta fólk mig oft fyrir kveðjur og skilaboð til sinna nánustu. En því miður get ég mjög sjald- an orðið milligöngumaður þar á milli, þar sem ég alls ekki þekki neitt. Samt hefi ég orðið að gera það, því sumir eru þó nokkuð ákveðnir að koma sínu fram. En um slík skilaboð gæti ég sagt margt merkilegt, eins og margur mun kannast við. En ekki meir um það hér. Það er svo langt mál og gömul, og þó ný saga. Er mikill munur á, að sjá lif- andi fólk eða dáið? Já. Það er mjög ólíkt, minnsta kosti fyrir mínum sjónum. En Frú Lára Ágústsdóttir, ég kann aldrei við að segja dáið fólk, heldur burt farið af þessu jarðarsviði. Ég fer því fljótt hér yfir núna. Með þá liti sem fylgja öllu lifandi fólki hér (út- streymi) sem alls ekki er með þeim sem eru burt farnir úr jarðneska líkamanum. Aftur er mismunandi áhrif og skýrleiki með burt förnu fólki, því mis- jafn er þroski þess. Sérstaklega sé það nýfarið, getur það gefið frá sé þann eiginleika, sem það hefir haft. Jafnvel hefi ég fund- ið frá því þann sjúkdóm, sem það hefir þjáðst af. En það vai'- ir aðeins brot úr sekúndu. Oft- ast er þetta burtfarna fólk í fylgd með lifandi fólki hér megin. Ég hefi oft óskað þess, að fólk sæi ástvini sína, sem farnir eru, þó ekki væri nema stöku sinnum. Já, það er mikill munur að sjá þá sem héðan eru farnir og aftur þá sem lifandi eru. Á þeim hefi ég aldrei villst. Þá hefi ég alla mína ævi verið jafnt með þeim sem burtfarnir eru, og þeim sem lifandi eru á jörðinni. En lifandi fólk hefur líka sina áru, eða útstreymi. Hvað t. d. um listafólk? Ég á ekki gott með að svara því í stuttu máli. Bæði hefi ég víst ekki vit á, að meta list og lítið kynnst t. d. sumu af þess- ari svokölluðu list. En eitt get ég þó sagt um í fáum orðum, að með sumu listafólki eru sér- stæðir litir, sem birtast þegar það er upplagt til síns starfs t. d. eru það helzt skáld og tónlistar fólk. Líka hefi ég séð slíka liti hjá myndhöggvurum og málur- um. Þetta fólk er brot af miðl- um. En því miður eru ekki allt listamenn, sem álitnir eru, og eru margir af þeim beztu oft í skugganum og lítið gefin gaum- ur. Ég hefi séð dásamlegar ver- ur byggja sig upp hjá fagurri tónlist og söng, og svo hefi ég aftur séð ófagrar sýnir með æs- andi söng og gauragangi og get- ur haft slæm áhrif á taugakerfi sumra. Líka hefi ég séð hjá sum um skáldum burt farna vini, sem þrykkja í gegnum þá. Og einnig málurum og fl. Mig langar að minnast ofur- lítið á einn mann, sem mér verð ur alltaf minnisstæður, og reynd ar margir fleiri. En þessi maður er Eyþór Stefánsson tónskáld á Sauðárkróki, bæði heima hjá honum og eitt sinni í Hóla- kirkju og fundum mínum á Sauðárkróki. í öll þau skipti, sem ég var í nálægð hans sá ég undurfagra geisla, sem um- vöfðu hann. En innan í þessum geislabaug stóð maður, sem mér virtist hafa Eyþór alveg á sínu valdi, þegar hann spilaði og eft- ir því sem hann spilaði lengur urðu geislabaugarnir skýrari og mynduðust í fagrar verur í kringum hann. Ég sagði honum frá þessu og einnig um þennann mann, sem ég sá stjórna honum og sagði honum líka nafn hans og fleira. Hvað myndir þú nú telja mestu viðurkenningu sem þér hefur hlotnazt fyrir miðilshæfi- leika þína? Það var árið 1937, þegar mér var boðið til Englands. Það var Nandor Fodor tilraunastjóri Alþjóðlega Sálarrannsóknarfé- lagsins, sem hafði allan veg og vanda af dvöl minni þar, og fé- lagið greiddi.bæði ferðir og uppi hald fyrir mig og túlk minn. Þarna var fjöldi miðla saman- komnir af ýmsu þjóðerni, og var ég ásamt öðrum miðli pólskum talin bera þar af. Á þessum fund um voru teknar myndir. Frú Lára sýnir mér þakkar- bréf, sem Nandor Fodor skrif- aði henni, að loknum fundi og er þar auðsæ mikil hrifning og þakklæti, og þarf þó enginn að ætla að tilraunastjóri Alþjóð- lega Sálarrannsóknarfélagsins hafi ekki verið góðu vanur. Já. Það voru a. m. k. góðir tímar. En þú skalt ekki halda að það hafi þeir alltaf verið. Tveim árum síðar varð ég, þeg- ar ég kom heim þrerp dögum fyr ir jól, eftir 7 vikna rannsókn á sjúkrahúsi, a_ð,yikja af diéimílf (Framhald á blaðsíðu 7.) STAKAN okkar I SIGURÐUR BJÖRNSSON frá Seyðisfirði hefir fyrst orðið í þættinum í dag: Svarrar um kjöl knarrar kólga illsku bólgin. Eigi dregur ferð af fleygi, firn öll þó við spymi. Næsta vísa er einnig eftiu Sigurð: Ekki er von að flæðaflaustur, fái byr í traf. Sumir vilja sigla í austur, sumir vestur í liaf. Vonandi geta margir tekið undir þessa stöku Huldu: Tíminn vinnur aldrei á okkar beztu stundum. , | Ævilangt þær anga frá. ' Urðar helgilundum. \ Svo kveður Ragnhildur Lýðsdóttir: Meðan vinda vængur gnýr velli, rinda og gjögur, faðmar tinda og töfrum býr tíbrá yndisfögur. Og þannig kveður SigríðurS Sigfúsdóttir frá Forsæludal: Milt út færist sjónarsvið, sorg er fjær og kvíði, þegar hlær mér hlýjast við’, heiðablærinn þýði. t Hér lýsir Björn S. Blöndal viðhorfi sínu til kvenna nú- tímans: Mörg þó seyma mörkin rjóð móðs að teymist prjáli, ennþá geyma íslenzk fljóð unaðshreim í máli. Við látum snillinginn Öm Arnarsson hafa síðasta orðið í dag: ( í Hljótast lítil höpp af því, , j heimskan nýtir frónska, hvern þann skít, sem okkur I útlent grýtir flónska. Munið þið svo eftir stöku- þætti AM, lesendur góðir, Verið þið sæl að sinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.