Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.03.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 31.03.1966, Blaðsíða 7
- Heyrf, spurf, séð, hlerað (Framhald af blaðsíðu 4). vissulega veita við þær mæður, er vinna úti. Sumar mæður eyða nær öllum matartíma sínum í hádegi í það að ná í bam sitt og fara með það aftur. Er úti- lokað að því erfiði sé létt af mæðrunum og bömin fengju fæði á barnaheimilinu og Z seg- ir ennfremur. Er það forsvaran- legt að engin fastráðin Ijósmóð- ir sé nú hér í Akureyrarbæ á meðan fæðingardeildin býr við svo þröngt húsnæði og raun ber vitni, þar sem aðeins er rúm fyrir í hæsta lagi 20 vöggur. Þá er það Heilsuverndarstöðin, hús rými er þar alltof lítið og ófull- nægjandi en þar starfar ágætt starfsfólk við erfiðar aðstæður. Eftir upplýsingum er AM hefur - Viðtal við frú Láru Ágústdóttur miðil (Framhald af blaðsíðu 5.) mínu, með 12 ára barn. Og þá átti ég ekkert. Enga peninga og ekkert heimili, sem ég gat horf- ið til. En það fékkst ekki einu sinni klukkustundar frestur. Það eru þyngstu spor ævi minnar. Segðu mér að lokum Lára, hvemig fellur þér að starfa hér á Akureyri? Það verður nú ekki langt mál um það núna. En Akureyri er tilvalinn staður til fundarhalds eins og ég hefi áður sagt. Það hefir angrað mig mikið að geta ekki haft þessa fundi, því ef- laust þrá margir hér að komast í snertingu við þessi andlegu mál. Vegna hvers getur þú ekki liaft fundina? Fyrst og fremst er heilsa mín ekki orðin góð og svo hef ég ekki hentugt húsnæði til þessa starfs, utan þessara almennu skyggnilýsingafunda. Mann setur hljóðan við slíka frásögn, en sem betur fer eru ekki margir, sem slíka sögu hafa að segja. Þó að sjúkdómar og margvíslegir erfiðleikar aðrir hafi skilið eftir óafmáanleg spor á þessari gjörvilegu konu, hljóm ar hlátur hennar þó skær og óþvíngaður, ■ enda finnst manni að jafnvel mestu erfiðleikar hljóti að beygja sig fyrir slíkri konu. S. A. F. aflað sér á hið ofanskráða fullan rétt á sér. GSPYR. Hefur formaður bamaverndamefndar það mikla andstyggð á AM og rit- stjóra þess, að honum finnist eigi svaraverð gagnrýni er kem ur fram í því blaði. Ef hann stendur í þeirri meiningu, þá vil ég óhikað segja Páli Gunnars- syni að í þessu máli a. m. k. ályktar hann ekki rétt, þó á öðr um sviðum gerf hann það kannski. Ég myndi bjóða rit- stjóra AM í ökuferð um bæinn um tvöleytið að nóttu til t. d. aðfaramótt laugardags í Páls sporum og sanna með því að AM færi með staðlaust fleipur. P. S. Páll, ég skyldi gefa vín- veitingahúsunum vink þetta kvöld svo að engin hætta væri á því að ofurölva unglingur sæ- ist á ferli. AM kemur þessu á framfæri og ef Páll Gunnarsson vill hætta á ökuferð um bæinn að nóttu til vill ritstjóri AM hér með bjóða honum að vera gest- ur sinn í þeirri ökuferð. Hvenær það yrði myndi verða samkomu lag, og ef fjárhagur ritstjórans væri slæmur þá er fomianni barnaverndamefndar hentaði að fara í næturkeyrsluna, þá trúir AM eigi öðru en ráðamenn bæj- arins skrifuðu upp á smávíxil fyrir veslings ritstjórann, því að þessi reisa hlyti að verða já- kvæð fyrir bæjarfélagið í heild. DITSTJÓRI Dags er að ónot- ast út í AM og íslending, að þeim hafi ekki þótt ómaksins vert að geta um bindindisdaginn sl. sunnudag. AM finnst þessi ónot Dagsritstjórans á engan hátt jákvæð fyrir það málefni, er hér um ræðir og ritstjórinn eflaust ber mjög fyrir brjósti. En liann vissi betur en ætla mætti á skrifum hans í síðasta blaði, að blaðamaður frá AM var ekki mættur á þeim fundi er hann tilnefnir og mun Ár- mann Dalmannsson geta borið um það, að annir en ekki óvild hindruðu starfsmann AM að mæta á nefndum fundi. En úr því að ritstjóri Dags gefur til- efni til, efast AM að leiðari Er- lings hafi verið betur lesinn en viðtal AM við Hermann Sig- tryggsson, sem blaðið fullyrðir að hafi bent á þá staðreynd að núverandi ástand í áfengismál- um væri óþolandi með öllu. i Hjartkcer.ar þakkir og blessunaróskir jlyt ég öllum vinum minum, ungum og fullorðnum, er sendu mér kveðjur og heiðruðu mig á áttrœðisafmœli minu hinn 6. marz. Einkum bið ég blessunar, öllum trygglyndum nemendum minum fyrr og siðar. EGILL ÞÓRLÁKSSON, kennari. f I J •r-t --- — - T - Ekki á brauði.. . (Fxamhald af blaðsíðu 4) G ENN á ný stöðvumst vér við uppörvunina, viðurkenninguna til þeirra, sem fara þar fyrir: Tónskáld in þurfa að finna það, að þeim sé gaumur gefinn og verk þeirra flutt. Leiklistar- menn verða að fá boðleg hús til að leika í og hæfa leið- beinendur til að laða alla hæfileika þeirra fram. Túlk- endur og flytjendur tónlist- ar þurfa að öðlast sams kon- ar aðstöðu og njóta áhuga al- mennings um þessa listsköp- un sína. Rithöfundar og ljóð skáld þurfa að finna það, að þeim er gaumur gefinn. Myndlistarmenn verða að njóta athygli fólks og áhuga. Ekkert af þessu kemur af sjálfu sér, hér þarf forystu og félagssamtök til. Slík forysta og félagssamtök þarf að vera á hverjum stað, en sjálfsagt væri, að þar verði svo mynd- aðar stærri heildir, t. d. inn- an hvers kjördæmis eða hvers fjórðungs. UVÍ EKKI að stofna List- ■*--*■ ráð Norðurlands, sem hefði því menningarhlut- verki að gegna að fylgjast með andlegu lífi fjórðungs- ins, vekja almenningsathygli á því, sem þar væri sérstak- lega vel gert, veita opinber- ar viðurkenningar, svo að al- þjóðarathygli veki, og geri eftirsóknarvert og mikinn virðingarauka að öðlast slíka viðurkenningu? í þetta þarf ekki mikla fjármuni, en sé af alúð haldið á slíku viður- kenningar- og verðlauna- starfi, gæti það haft rnikið að segja fyrir menningarlega reisn fjórðungs vors um framtíð. Fryslikisfur, kælivélar, kælikerfi! SMÍÐUM FRYSTIKISTUR ÚTVEGUM KÆLIVÉLAR SETJUM UPP KÆLIKERFI ÖNNUMST Varahlutir og kælivökvi VIÐGERÐIR jafnan fyrirliggjandi. VÉLSMIÐJAN ODDI H.F. - Símar 1-27-50 og 1-19-71 PÁSKAMÓTIÐ AÐ SJÓNARHÆÐ 7.-11. apríl 1966 SKlRDAGUR Kl. 4 e. h. Flutt erindi um bæn. Bænastund á eftir. KI. 8.30 e. h. Erindi: Orð Guðs og lestur þess. FÖSTUDAGURINN LANGI Kl. 4 e. h. Almenn samverustund. Erindi flutt um dauða Krists. KI. 8.30 e. h. Erindi: Söfnuður Guðs. LAUGARDAGUR Kl. 4 e. h. Almenn samverustund. Erindi: Mikilleiki Drottins. Kl. 8.30 e. h. Erindi: Fylling Andans. PÁSKADAGUR Kl. 10 f. h. Minning Drottins. Allt trúað fólk velkom- ið. KI. 4 e. h. Alrnenn samverustund. Vitnisburðir. Ef til vill stutt ræða. KI. 8.30 e. h. Erindi: Hinn lif- andi Kristur. 2. PÁSKADAGUR Kl. 4 e. h. Almenn samverustund. Erindi: Endurkoma Krists. Kl. 8.30 e. h. Erindi: Þakkargerð og lofgerð. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessar samverustund- ir. Jesús sagði: „Komið þér nú .... saman og hvílist um stund.“ Komum, hvílumst og endurnærumst og endrnýjumst af orði Guðs. Höfum úrval af KÁPUM og DRÖGTUM handa konum á öllum aldri. VERZLUN BERNHARÐS LAXDAL SÍMI 1-13-96 FJÁREIGENDUR AKUREYRI Fjallskilanefnd hefur ákveðið að engin smölun til rún- ings fari fram á næsta vori. Þeir, sem eiga eftir og vilja láta klippa fé sitt nú, snúi sér til stjórnar Fjáreigenda- félagsins sem fyrst. FJALLSKILANEFND.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.