Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.03.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 31.03.1966, Blaðsíða 8
MERKUR ATBURÐUR AR A NORÐURIANDI Fjórtán tonn af húsgögnum frá Valbjörk á Ak- ureýri flutt flugleiðis til Reykjavíkur BÓIÐ ER að flytja 14 tonn af húsgögnum frá Valbjörk h.f. með flugvélum Loftleiða h.f. til Reykjavíkur. Má fullyrða að aldrei áður hafi eins miklir flutningar frá einu iðnfyrirtæki farið fram í sögu iðnaðar á Ak- ureyri Iandleiðis, hvað þá loft- leiðis eins og nú liefur átt sér stað frá Valbjörk. Nú er lokið vinnslu á þeim húsgögnum í hótelherbergin í Loftleiðahótelið, er Valbjörk h.f. tók að sér að smíða um síðustu áramót og hefur Valbjörk h.f. því staðið við umbeðna samn- inga á réttum tíma. En nú er Valbjörk h.f. með í vinnslu hús gögn í sambandi við viðbótar- samning er fyrirtækið gerði við Loftleiðii’, og munu þau hús- gögn verða afgreidd um líkt leyti og Loftleiðahótelið tekur til starfa, eða um 30. apríl. Leiksýningar að Laugarborg Leikfélagið iðunn í Hrafnagilshreppi hefir að undanförnu sýnt í Laugaborg gamanleikinn „Allt er þá þrennt er“ eftir Arnold Ridley, í þýð- ingu Emils Thoroddsen. Leikur inn sjálfur er ekki efnismikill, en þó allvel uppbyggður og frá upphafi til enda eru fjölmörg spaugileg atvik og orðaskipti í honum, sem vekja mikla kátínu, pg til þess mun leikurinn fyrst og fremst ætlaður. Leikstjóri er Ágúst Kvaran og er auðséð að hann hefir lagt sig fram við þetta verkefni svo sem hans er venja. Leiktjöld smíð- aði Friðrik Kristjánsson, en frú Gerður Kristjánsdóttir málaði þau, hvorutveggja er smekk- lega gert. Ljósameistari er Eirík ur Hreiðarsson, en ekki reynir mikið á hann. Hlutverk leiksins eru alls 10, með þau stærstu fara Ólafur Axelsson og Helga Garðarsdótt- ir og gera þeim góð skil, enda ekki nýliðar á leiksviði a. m. k. ekki Ólafur. Með smærri hlut- verk fara Þórey Helgadóttir, Pétur Helgason, Alda Kristjáns dóttir, Þór Aðalsteinsson, Jón Hallgrímsson, Þorsteinn Eiríks- son, Lilja Jónsdóttir og Guð- laugur Halldórsson. Alda leikur sitt hlutverk á traustan og sann færandi hátt og kemur það ekki á óvart. Aðrir leikendur sýndu oft góð tilþrif, t. d. vöktu Þórey og Pétur verðuga athygli en þau munu vart hafa komið á leiksvið áður. Það er því óhætt að segja, að þessi leiksýning er aðstandend- um hePnar til sóma, og má með góðri samvizku hvetja fólk til að sjá þær sýningar, sem eftir eru í Laugaborg, ef það kann að meta þá tegund skemmti- efnis, sem þar ,er á boðstólum. SÖGUIÐNAÐ- í tilefni þessa merka atburð- ar spurði AM forstjó.ra Valbjark ar, Jóhann Ingimarsson, um starfsemi fyrirtækisins og hvað nú væri framundan. Við Valbjörk h.f. vinna nú 30 menn. Þetta er stærsta verk- efnið er við höfum fengið til þessa, en næg verkefni virðast framundan, þótt þessum áfanga sé náð sagði Jóhann. Húsgögn frá Valbjörk h.f. virðast líka vel um allt land. Margir ein- staklingar hringja t. d. beint frá Reykjavík og panta húsgögn og þá einnig fyrirtæki. Stærsta verkefnið okkar nú, er eins og sakir standa smíði húsgagna í hótel í Borgarnesi. Framleiðsla Valbjarkar h.f. eykst stöðugt. AM þakkar forstjóranum fyr- ir upplýsingarnar og væntir þess jafnframt að ráðamenn rýmki fremur en rýri aðstöðu íslenzks iðnaðar. AM finnst full ástæða til að óska forstjóra Valbjark- ar h.f. og öðru starfsfólki til hamingju með þá sigra, er hafa unnizt og væntir þess að Akur- eyringar og aðrir Norðlendingar séu á sömu skoðun, ekki ein- ungis hvað iðnað frá Valbjörk h.f. áhrærir, heldur og einnig annan norðlenzkan iðnað, sem verðugur er viðurkenningar. s H =s =s ALYKTUN frá Kvenfélaginu Hlíf FUNDUR haldinn í Kvenfélag- inu Hlíf, Akureyri 10. marz 1966 beinir þeirri eindregnu ósk til Alþingis, að bjórfrumvarp það, sem nú er til umræðu, nái ekki fram að ganga. Fundurinn lítur einnig svo á, að áfengisógæfa þjóðarinnar sé þegar komin á það stig, að þar megi engu á bæta. □ \V\V s Hreppstjórinn á Hraunhamri sýndur af nemendum í G. S. Siglufirði 21. marz. K. J. L. LEIKFÉLAG Gagnfræðaskóla Siglufjarðar sýndi gaman- leikritið „Hreppstjórinn á ‘Hraunhamri“ eftir Loft Guð- mundsson í Bíóhúsinu dagana 17., 18. og 19. marz sl. við mjög góða aðsókn alla sýningadag- ana. Gamanleikrit þetta er í 3 þátt um og gerist á stríðsárunum, sumarið 1943, og er mjög skemmtilegt. Leikendur voru allir hinir ánægjulegustu að lokinni frumsýningu, og voru mjög áhugasamir. Leikstjóri var Júlíus Júlíusson, og hefur hann sett á svið tvö önnur leikrit fyrir Gagnfræðaskólann „Þor- lákur þreytti“ og „Fómarlamb- ið“ og voru þau sýnd hér fyrir nokkrum árum síðan. Mikill leiklistaráhugi hefur verið hjá nemendum G. S., og í hverjum árgangi fjórða bekkjar eru alltaf einhverjir sem hafa leik- XX,XVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 31. inarz 1966 — 12. tbl. Af gef nu tilef ni fAFÍS er nú kominn mjög nærri landi. Samkvæmt fréttum var hann séður frá Skoruvík í gær. listarhæfileika, enda telur Júlí- us að nokkrir af beztu leikurum Leikfélags Siglufjarðar hafi leik ið sitt fyrsta hlutverk í skóla- leikriti. RITSTJORI AM vill upp- lýsa óhikað og án kinn- roða, að hann er andvígur stóriðju við Straumsvík syðra (málmbræðslu) á þeirri forsendu að slík ráð- stöfun stuðli að því, að enn aukist sogkraftur Stór- Reykjavíkur eftir vinnuafli frá t. d. Norðurlandi og Vest fjörðum. Einnig er undirrit- aður vantrúaður á það, að rannsóknir varðandi Detti- fossvirkjun hafi verið fram- kvæmd nógu ýtarlega. Ég er ekkert hræddur við að hleypa erlendu fjárniagni inn í landið, svo fremi að hag- stæðir samningar náist og tel það fremur jákvætt en hið gagnstæða, ef framkvæmdir eru rétt staðsettar í landinu. Ég mótmæli alumínbræðslu við Straumsvík en feldi hana aftur jákvæða ef þeirri iðju væri komið á hér nyrðra og vegna þeirrar afstöðu minn- ar skrifaði ég undir mót- mælaskjal til Alþingis og tel mig engu verri eða betri jafnaðarinann eftir en áður. En ég vil vara sósíalíska skoðanabræður mína í þessu máli við því, að láta eigi mærð Framsóknar né öskur konunúnista villa sér sýn. Skoðanir jafnaðarmanna geta verið skiptar til dægur- mála á hverjum tíma, svo sem varðandi veitingu í em- bætti bæjarfógeta í Hafnar- firði og málmbræðslu í Straumsvík syðra. Brezkir jafnaðarmenn ganga samein- aðir til kosninga í dag, hvort sem þeir eru Emilistar eða Hannibalistar, og- brezkir jafnaðarmenn munu sigra. Þeir munu eflaust halda á- fram að deila um afstöðu til ýmissa mála, en aldrei detta í hug að þjóna kapitalisma og kommúnisma, með því að kljúfa hin voldugu sam- tök sín. Að gefnu tilefni er þetta tekið': fram, og undir- ritaður er óhræddur að mæta áróðri kommúnista og Framsóknar, ef þeir gefa til- efni til. En ég vil vara jafn- aðarmenn við þeim áróðri, sem nú þegar er farið að læða á niilli húsa. Ég skora á alla lýðræðis- sósíalista á Akureyri að sam einast um Iista Alþýðuflokks ins við bæjarstjómarkosn- ingarnar í vor. <s> Sigurjón, Jóhannsson. ^<í«$>^'í><$>^>4>4><«>4>4>^><$>^>^^><^<tXt>^^í><J><í><í><$><^^><í>^>^><$><jKÍ>,^<íxí><4K2><J>^Kt>^>^' SNJÓAR DAG HVERN Svarfaðardál 30. marz E. J. ÉR SNJÖAR á Éverjum degi Leikstjórinn leiðbeinir leikendum sinum. Talið frá vinstri: Sigur- jón Kjartansson, Friðbjörn Björnsson, Hjörtur Egilsson, Árni Jörg- ensen, Gestur Guðnason. Sitjandi frá v.: Helga Ottósdóttir, Anna Rögnvaldsdóttir, Ebba Skarphéðinsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir og leikstjórinn Júlíus Júlíusson. þótt eigt háfi vetið - mildl fannkoma unðanfarna dagá. Mjólkurbílarnir hafa brotizt fram í dalinn (jn' færð er mjög erfið og ófærí öðrum bílum, Mjólkin hefur verið flutt sjó- leiðina frá Dalvík og hefur póst báturinn Drangur annazt þá flutninga. í gærkveldi munu mjólkurbílamir hafa farið til Akureyrar, en búið var að ryðja fyrir stóra bíla yfir Hámunda- staðaháls og Árskógsströnd og mun áætlunarbíllinn frá Dalvik hafa farið til Akureyrar í morgun.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.