Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.04.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 14.04.1966, Blaðsíða 5
Stuttar hugleiðingar í dymbilviku og á páskum, án heimspeki og andagiftar MAÐUR skynjar vor í lofti, þótt Akureyri hnípi í snæ- feldi, þá er við lítum Hríseyjar- ferju ösla inn Pollinn á miðviku dag í dymbilviku. Það er gam- an að líta ferjuna hans Hilmars 1 Hrísey og mun hún ekki næsta hugþekk þeim er ferðast hafa með henni á milli Sands og Eyj- ar, hvort sem er í sótbyl á skammdegiskveldi, eða á logn- værum vordegi er sól gyllir sæ og fagrar konur geta. speglað sig í ásýnd Ægis konungs. En þó fyllist sveitamaður úr Svarf- aðardal leiða við þá staðreynd er Hríseyjarferjan birtir, að landvegur sé lokaðyr út í dal- inn, þar sem hann nam fyrstu fiðlúslög lífsins ívafða drama og léttleika svona eíns og gengur og gerist í sögu hvers og eins. Níels Hansson tekur mynd fyr- ir okkur af Hríseyjarferjunni, Hilmari ferjumanni og Gunnari sérleyfishafa og við sendum beztu kveðjur svona í huganum út til Hríseyjar, þá er Hilmar stýrir ferjunni styrkri hendi út Pollinn í stinningskalda af austri, jafnt til Þorsteins Eyja- jarls 'og litlu Lovísu Maríu og til allra þar á milli. —i-r - í Við gengum út í bæinn á skír dag og sáum glaða æsku axla skíði og stafi á leið til Hlíðar- fjalls og þessi fallega sýn leiddi huga til fortíðar, þá er tveir sveinstaular fetuðu leið upp Hlíðarfjall í Skíðadal, með skíði án bindinga og án stafa, en erf- iði'ð fékkst að fullu greitt með flughraða til baka niður Efri-, mel og Stekkjarhól. Við nám- um skyldleika .á millum.þeirrar æsku er lék sér glöð út í Skíða- dal fyrir þrjátíu árum og þeirr- ar æsku á Akureyri er nú fylkti liði í heimsókn í ríki Frí- manns og Kai'ólínu. Það er slubb á götum Akur- eyrar á föstudaginn langa og við sjáum fínklædda frú skrika fæti í Skipagötu og hafna í polli, því snjórinn grætur ákaft við atlot sólar. Okkur léttir er við heyrum að frúin hlær aðeins yfir, óhappinu um leið og hún strýkur mestu óhreinindin af nýju kápunni og við nemum vor í hlátrinum og við sjáum um leið tíbrá leika um Vaðla- heiði, eða andar aðeins góðleiki frá öllu, daginn þann er Jesús endur fyrir löngu þoldi píslar- dauða til líknar mannkyni, og við spyrjum, án orða að vísu, hvort vegurinn til lífsins sé sig- ur mannshugarins yfir sjálfs- elsku hins mannlega eðlis? Kannski fann Jesús Kristur sönnustu hamingjuna er skoð- anabræður mínir og þínir ráku naglana í gegnum fætur hans og hendur á Hauskúpuhæð? Við leggjum leið okkar frá Akui-eyri á laugardag. Nú er ruddur vegur til Dalvíkur og fjallarúta Gunnars þræðir aur- blautan veginn undir styrkri stjórn eigandans. Sveitamanni úr Svarfaðardal finnst það ætíð fögur sýn þá er sveit Svöríuðar birtist af Hámundarstaðahálsi, og enn er faðmurinn hlýr þótt snækrýndur sé Stóllinn og Al- menningsfjall. Við kveðjum Gunnar við Hrísa, en Júlíus bóndi í Gröf styttir leið í Skíða dal á jeppa sínum, og enn fyllir Hríseyjarferjan. — Hilmar ferjumaður, Angantýr útibússtjóri á Hauganesi og Gunnar sérleyfishafi. Ljósm.: N. H. «-«*•>n» W: Siglt með varúð gegnum íshroðann. Ljósm.: N. H. fögnuður huga þá náð er Yztu- Brekku á Hvarfi og séðir eru Másstaðir, Hlíð og Dæli, Hest- fjall og Hamrahnjúkui'. Það augar í rinda í hlíðum Stólsins og glittir í syllur í Hólárfjalli og tíbrá iðar við Ketillág. Við kveðjum Júlíus með þakklæti á Dæliseyrum og það er næsta notalegt að ganga síðasta spott- ann heim, það minnir á liðnar stundir, bernsku, æsku, gleði og mótlæti, en þó fyrst og fremst á það að heima er bezt að vera. Og víst er gott enn sem fyrr að nema góðleikan -í faðmi dalsins, þótt enn sé niður árinnar hriepptur klakaböndum. Kýr á bási, kindur við garða og hund- ur í varpa, já, jafnvel svolítið hrekkjótt hagamús við glugga veita gleði. Og það er ósköp gott að finna það þá er yaknað er á páska- dagsmorgun, að góðleikinn í sál inni er frjóari en áður, og þráin er áleitnari að „hugsa upphátt“ á líkan hátt og mannvinurinn Ólafur - frá Hamraborgum og það er jafnvel ylur að snjónum út í Skíðadal. Hér í dalnum er loftið ekki lævi blandið af pólitík, enginn liðssafnaður til orustu af hálfu fylgismanna Sólness, Jakobs, Þorvaldar eða Ingólfs. Við finn um Guð í blænum er andar frá Gljúfurárjökli, og það er betra að trúa á upprisu Krists í daln- um en í borginni við sæinn. Og ósköp verður gott að hvíla lúin bein við lambagrasþúfu upp á Hjalla, þá lokið er skylmingum akureyrskra blaða í þeirri stór- orustu er framundan er og gleðjast við ilm frá vaknandi moldu yfir glæsilegum sigri jafnaðarmanna á Norðurlandi. s. j. S\\v S Jarðgöngin gegnum fjallið Stráka við Siglufjörð orðin 400 m. löng Siglufirði 2. april. K. J. L. UNNIÐ hefur vei'ið af fullum krafti við jarðgöngin gegn- um Strákafjallið, sem eiga að vera um 750 metra löng. Fyrir nokkru síðan hrundi niður mik- ið rauðgrýti innst' í göngunum, þegar verið var að bora, en eng- ann mann sakaði, sem betur fór. Mun þetta rauðgrýti vera ný bergtegund og hafa tveir menn komið frá Reykjavík, þeir Guð- mundur Árnason verkfræðing- ur og Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur, og eru þeir að rann- saka þessa nýju bergtegund sem myndast hafði, og hefur ekki verið hægt að sprengja síðustu daga vegna þessa, því nú er ver ið að reisa stálboga til að hindra að hrynji úr lofti ganganna innst. Jarðgöng þessi eru þau fyrstu sem sprengd eru hérlend is. Unnið er á þrem 8 tíma vökt- um, eða nánar tiltekið allann sólarhringinn og eru sprengdir 3—9 metrar á þessum 24 tímum. Alls vinna við göngin 21 mað- ur, allt Siglfirðingar auk þriggja verkstjóra, Gísla ísleifssonar, Karls Samúelssonar og færey- ingsins Ólafs Nikulássonar, en þess má geta hér, að Gísli ísleifs son vann við sprenginguna fyrir Ólafsvíkurenni, og var fyrsti maðurinn sem þangað kom, og var sá síðasti sem fór þaðan aftur. Er áætlað að komið verði í gegn í júnímánuði í sumar ef allt gengur vel. Göngin verða einföld (ein akrein), auk út- skota, sem verða 7 metra breið og með 150 metra millibili. Óvíst er hvort þau verða raflýst. STAKAN okkar VINUR OKKAR Þorsteinn Kristinsson bílstjóri á Dal- vík hefur sent okkur þessa kersknisvísu, sem við auðvit- að þökkum fyrir: Á símadömur sækir slen, suður fluttist Schram, en háð og spott um Bjarna Ben, birtir þú í Amen. Myndu ekki margir laxveiði menn vilja taka undir þessa vísu Helga Halfdánarsonan lyfsala: í Herra trúr, ég treysti þér, að taki lax svo ægilegur, að jafnvel sýnist sjálfum méu sannleikurinn nægilegur. Næstu þrjár vísurnar eru eftir St. G. og þá fyrstu nefnir, hann Það haustar: Haustsins þyt að barmi ber, bliknar fit og hólar. í ótal litum landið er, , | laugað gliti sólar. Næsta vísa heitir Styttasí dagar: 1 I Vetrarugg nú vænta má, , víkur ei glugga húmið frá. Nú eru skuggaskýin grá, skærhvít mugga fellur á. Sú síðasta heitir VarpaS fram í viðræðu: Mjög er æskan ærslagjöm eins og fyrr, þá og nú, en margoft hafa brekabörn, betur reynst en ég og þú. Það er milt veður er við göngum frá þessum vísnaþætti og við vonum að vorið fari að vinna á vetrargaddi í bæ og sveit og eigi er það af neinni svartsýni að við birtum þessa stöku er Karl Kristjánsson al- þingismaður mun hafa orkt j vorharðindum: Sparsemd Guðs á vorsins vú« verður trauðla skilin. I Hnípir sumarþráin þín þyrst í sumarylin. | Svo kvað Ólína Andrésdótt- ir er hún mætti norðlenzkum, manni á hesti í Reykjavík: Fátt nú sézt er fögnuð lér, farandgesti hljóðum. Gleður mest, ef mæti hér manni á hesti góðum. i 1 Verið þið sæl að sinni. ■

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.