Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.04.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 14.04.1966, Blaðsíða 7
- Heyrt, spurt, séð, hlerað (Framhald af blaðsiðu 4). ST. G. SENDIR AM eftirfaí- andi. Ein er sú starfsstétt hjá okkur á vegum Akureyrar- bæjar, sem oft er nefnd „ösku- karlar“. En hverjir eru „ösku- karlamir“. Það vita-víst flestir bæjarbúar, að það eru þeir sem vinna hið nauðsynlega starf við sorphreinsun í bænum. Oft hef- ir mér fundist að óverðugum orðum hafi verið varpað fram í þeirra garð, og jafnvel litið nið- ur á þá vegna starfs þeirra, sem þó vissulega er eigi minna virði en mörg hinna, sem gjaman era kölluð æðri. Ég man, að fyrir nokkrum árum, var í einu blaði hér nokkiið óvægin ádeila frá einhverjuöi baejarbúa á þessa menn, alls óverðug að mínu áliti og reynslu á starfi þeirra. Ef engir veittu verri þjónustu í starfi sínu hjá því opinbera, en þessir menn, væri betur farið, en ekki ver. AM getur tekið imdir þessi orð St. G. A jl| HEFIR fregnað að for- seti bæjarstjórnar okk- ar sé á leið til Afríku, og segja gárungarnir, að hann ætli að leita ráða hjá blámönnum um særingar er duga myndu íhald- inu, svo að eigi rýmaði fylgi þess eins gífurlega og ætlað er í bæjarstjórnarkosningunum í vor. =s NÝ LJÓÐABÓK NÝKOMIN ER ÚT Ijóðabók eftir Kristján skáld frá Djúpálæk og nefnist hún Sjö sinnum sjö tilbrigði Við húgs- anir og er þetta áttunda bók höfundar. Bókin skiptist í sjö kafla er, heita: Landið, Myrkur, Hverfleiki, Guðinn, Minni, Glettur og Biblíusögur. Bókin er 94 blaðsíður, prent- uð í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar h.f. en útgefandi er Bóka útgáfan Sindur á Akureyri. AM mun minnast betur síðar á hina nýju ljóðabók Kristjáns. KSPYR. Hefir fínn embættis- maður einhver meiri rétt- indi í sambandi við ölvun á al- mannafæri, en t. d. verkamað- ur? AM heldur að svo sé ekki, en biður K. að segja nánar frá broti ,„fína“ mannsins, ef hann vill að um það verði meira rætt. HLERAÐ hefir blaðið nýjar nafngiftir á sterka bjóraum frá Sana h.f. og er það Eysól eða Sóley. Það er svo sem hóf- legur styrkleiki í þessum nöfn- um. NÚ er búið að opna Öxnadals- heiði og landleiðin fær 'milli Akureyrar og Reykjavíkur, og fagna því eflaust allir. En er það rétt, að skólafólki úr Húna- vatnssýslum hafi verið neitað um far með áætlunarbílnum frá Blönduósi til Sauðárkróks, þar sem það ætlaði að ná í flugvél til Akureyrar. Skilyrði fyrir fari frá Blönduósi hafi verið, að keyptur yrði farmiði alla leið til Akureyrar? — Ef þetta er rétt, þá finnst AM þetta ekki góð þjónusta. A M fregnað að húsmæð ur við Hamarstíg og hverfin norðan hans hafi ekki átt greiðan veg að verzlun KEA í Grænumýri, um gangstíg þann er liggur milli Hamarstígs og Grænumýrar, þar sem ruðning- ar og svellbunkar hafa safnazt fyrir endana og í sjálfum stígn- um og hefir aldrei verið hreins- að í allan vetur. Hefir því ver- ið stungið að blaðinu, að þetta sé alls ekki góð þjónusta við borgarana og getur AM gjam- an tekið undir það. ¥¥EYRZT hefur að köttur hafi fótbrotnað í Glerárhverfi er hann átti leið um Hörgárbraut skammt fyrir norðan Glerárbrú. Veghefill kom á slysstaðinn, en fékk lítið að gert. Hörgárbraut in hefur mátt heita óakandi á stóru svæði og bílstjórar sem um brautina böðlast raula gjarn an „Á sjó“ til að drepa tímann meðan þessi vegarkafli er ekinn. Öllum þeim, sem minnzt hafa föður pkkar, tengda- föður og afa, ÞORSTEINS G. HÖRGDAL, Sjónarhóli, faerum við alúðarþökk fyrir hlýhug og hjálp og gjafir til Konsó. Guð blessi ykkur. Börn, tengdadætur og barnabörn. - Merk löggjöf - At- ^ vinnujöfnunarsjóður (Framhald af blaðsíðu 8). til Atvinnubótasjóðs 160 millj. króna. Er því hér um að ræða mjög stórfellda aukningu fjár til þess sérstaklega að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, enda þótt ekki séu meðtaldar þær miklu lántökuheimildir, sem At vinnujöfnunarsjóði eru nú veitt ar, og heimildir Atvinnuleysis- tryggingasjóðs, til þess að verja árlega hluta vaxta tekna sinna til þess að mæta sérstökum at- vinnuörðugleikum, sem ætla má, að Atvinnujöfnunarsjóður hafi að meira eða minna leyti milligöngu um ráðstöfun á, og jafnframt leysi verkefni, sem oft hvíldi með verulegum þunga á Atvinnubótasjóði. Verði á næstu árum þörf sérstakra átaka af hálfu Atvinnujöfnunar sjóðs í sambandi við fram- kvæmdaáætlanir fyrir einstaka landshluta eða héruð, sem eigið ráðstöfunarfé sjóðsins hrekkur ekki til að mæta, á að vera auð- velt að grípa til lántökuheimild- anna með hliðsjón af hinni öruggu framtíðartekjum sjóðs- insi, sem eru að verulegu leyti gengistryggðar." s GALLABUXUR Verð kr. 129.00 Verzl. ÁSBYRGI SKEMMTIKVÖLD Ferðafélags Akureyrar verður í Alþýðuhúsinu, laugardaginn 16. apríl kl. 20.30. Félagsmenn og aðr- ir velunnarar félagsins fjölmennið. Skemmtiatriði — Kaffi- veitingar — Dans Aðgöngumiðar seldir í skóverzlun M. H. Lyng- dals miðvikudag 13. apríl og fimmtudag 14. apríl kl. 4-6 e. h. Skemmtinefnd. IBÚÐ Góð íbúð (ca. 400 rúm- metrar) á góðum stað í bænum er til sölu. Laus til íbúðar 15. maí næstkomandi. Uppl. í síma 1-13-99, Akureyri. BARNASAGA ALÞYÐUMANNSINS eftir MÁ SNÆDAL 16 AjVf ÞAKKAR ykkur krakkar fyrir bréfin er þið hafið skrifað, og biður ykkur jafnframt fyrirgefningar á hve oft sagan hefir fallið niður, er stafað hefir eingöngu a£ rúmleysi í blaðinu og þar sem útlit er fyrir að svo verði enn, styttum við aðeins söguna, og víkjum nú frásögn til Geirs, þar sem hann horfir á eftir bróður sínum er hann hrapar niður jökulfönnina. t III. KAFLI ’ *. P’EIR hafði átt fullt í fangi með að fylgja bróður sínum ^ eftir, hann var orðinn svo ósköp þreyttur og dofinn a£ kulda, enda orðinn holdvotur fyrir löngu. Hann áttaði sig ekki í fyrstu hvað skeð hafði þá er hann sá Gunnar hverfa á flugaferð niður hjarnið, en fljótt varð honum ljós hættan og í angist sinni hrópaði hann nafn bróður síns í sífellu, en hann fékk aldrei neitt svar, en hann hélt samt áfram að kalla, þótt bróðir hans væri löngu horfinn í þokuna, og hann hélt áfram að hrópa á meðan hann kom upp orði fyrir ekka og hæsi, síðan hné hann lémagna niður í urðina. Hann bað og grét, kallaði án orða á mömmu og eflaust stóð hún þá við gluggann á Ileiði og bað fyrir drengjunum sínum á þessari stundu. Það var kuldinn er rak hann á fætur, tenn- urnar glömruðu í munni hans. Það flaug í huga hans að láta sig renna niður hjarnið, sömu leiðina og hann hafði séð bróður sinn fara, en einhver innri viljastyrkur aftraði honum frá því. Ég verð að komast niður, ég verð að finna Gunnar. Geir hrökk við er hann heyrði, að hann var farinn að tala upphátt: Hartn staulaðist á fætur, og það var eins og hvíslað væri að honum, að nú ýlti það á honum, honurn ein- um, hve úrslit yrðu í fjallgöngu þeirra er þeir bræðurnir höfðu verið að ráðgera í allt sumar og beðið eftir spenntir af eftirvæntingu og tilhlökkun. Lífeyrissjóður fyrir alla íslendinga RÍKISSTJÓRNIN hefir skip- að fimm manna nefnd, til að semja frumvarp um lífeyris- sjóð allra landsmanna og er svo ráð fyrir gert, að frumvarp- ið verði tilbúið í byrjun næsta Alþingis. Nefndina skipa: Sverrir Þor- björnsson forstjóri, og er hann formaður nefndarinnar, Erlend- ur Vilhjálmsson deildarstjóri, Guðjón Hansen tryggingafræð- ingur, Hannibal Valdimarsson alþingismaður og Ingvar Gísla- son alþingismaður. AM fagnar þessum áfanga, en vill hins vegar minna á sýndar- mennsku Framsóknar í þessu sambandi, — en í núverandi stjórnarandstöðu, — hefir hún reynt að telja þjóðinni trú um, að flokkurinn hafi brennandi áhuga fyrir sem fullkomnustu tryggingakerfi og álasað ríkis- stórninni fyrir seinagang í þessu efni. Erlingur ritstóri og aðrir skriffinnar Framsókn- ar eru eflaust búnir að gleyma fortíð flokks síns í þessu efni, eða hver var t. d. afstaða Fram- sóknar til Almannatryggingar- laganna 1946? — Okkur minnir, að allir þingmenn Framsóknar, að einum undanteknum, hafi greitt atkvæði á móti þeirri merku löggjöf. Leikfélag Akureyrar „bærinn OKKAR44 eftir Thornton Wilder. Næstu sýningar laugardag og sunnudag. Aðgöngumiðasala kl. 2-5. Sýningar hefjast kl. 8 e. h. MUNIÐ SKÁTASKEYTIN - SlMI 111 72

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.