Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.04.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 21.04.1966, Blaðsíða 5
Þar væri hægt að una sér margar stundir AM heimsækir Sigurhæðir, hús Matthíasar SÍÐasta sunnudag í vetri skruppum við Níels Hansson í stutta lieimsókn að Sigurhæðum og undir góðri handleiðslu Martems Sigurðssonar kaupmanns, formanns Matíhíasarfélagsins og safn- varðar, lituni við muni skáldsins og við fundum að Marteinn og félag hans hafði unnið hér þarft og gott verk. Það er kalt í veðri hinn síð- asta sunudag í vetri og snjókorn falla þá er við göngum stíginn úr Hafnarstræti upp að Sigur- - hæðum, en það andar strax ylur í dyrum er Marteinn opnar hús trúai'skáldsins. Um leið og inn er komið er fundið að v.ið höfum skilið við nútímánn en gengið á vit fortíðar. Af innileik og áhuga sýnir Marteinn okkur og kynnir muni skáldsins. Við finnum nálægð mikilmennisins er við hlustum á Martein kynna húsmuni í skrifstofunni, skrif- borðið, stóllinn, bókaskáparnir, fjölskyldumyndir á veggjum, -bækurnar. Þarna var • fornleg hattaaskja, kjólföt hanga á vegg, snyrtileg skrift Matthías- ar má sjá undir glerplötu á skrif borði hans og lítilfjörlegur blaðamaður nær þeirri hugsýn að eygja skáldið og manninn, er gaf þjóð sinni þann þjóðsöng er hlýtur að ná til undirvitundar hvers þess ísíendings, sem er verður þess að heita því nafni og nemur í þeim „sálmi“ fóta- tak íslenzkrar þjóðar, hljóðláta sókn þurrabúðarmanna á Odd- eyri við Eyjafjörð og kotbónda í Vaðla- eða Þingeyjarþingi. í helgilundi Matthíasar nemum við ekki ákall til Washington og Moskva, heldur hróp stórrar íslenzkrar sálar til máttar kær- leikans guðsins, er e. t. v. Kani og Asíumaður ákalla sundur- skotnir á vígvellinum í Víet Nam um þessar mundir. Við nemum stórbrotna sál heyja sálarstríð við skrifpúlt og skrif- borð og skynjum hróp hans: „Guð minn, Guð minn“, þá er snjóaði á veginn til sannleikans og lífsins. Við göngum um stofur og sjá- um þann innileik er safnvörður og aðrir aðdáendur Matthíasar hafa haft til brunns að bera er þeir gengu frá húsmunum skáldsins. Fallega skattholið er komið var til Kaupmannahafn- ar, klukkan útskorna á veggn- um, áletraður bikar frá Einari Benediktssyni, neftóbaksdósir, lampi í lofti, vandaður stofu- ofn, myndÍL' og málverk af skáld jöfrinum á veggjum, heiðUrs- borgarabréfið og fagri sálmur- inn hans „Veikur maður hræðstu ei hlýddu“, með lagi Jóhanns Ó. Haraldssonar, ann- ars andans snillings er Akur- eyri átti og tregar nú látinn. Við setjumst á stól við dag- stofuborð; skáldsins, borðið er Matthíasarsafnið endurheimti að Sigurhæðum brotið, en akureyrskur hagleiksmaður gerði við óaðfinnanlega. Á borð inu liggur „Gestabók", þar sem skráðir eru allir þeir sem heim- sótt hafa Matthíasarsafn, og mann grípur sú hugsun þá pár- að er nafnið í bókina, að þar muni það geymast, þótt það hyljist gleymsku í sandfoki áf- anna. Hvað hafa margir skráð sig í bókina, spyrjum við Martein? Þeir munu vera eitthvað um 800. Hvenær var Matthíasarsafn opnað? Það var 24. maí 1961. Ertu skyldur skáldinu Mar- teinn? Nei, það er ég nú ekki. En liefir dáð Matthías mikið? - LÍFIÐ SJÁLFI (Framhald af blaðsíðu 8). hlutlaus góðvild, gera það að verkum að maður bíður þess með eftirvæntingu að hann birt ist á sviðinu hverju sinni. Sami maður bregður sér úr jakkan- um, breytir málróm og göngu- lagi, og skilar þar með hlut- verki „sjoppu“eiganda mjög trú verðulega. Þáttur Haraldar í þessari leiksýningu verður lengi minnisstæður. Júlíus Oddsson og frú Guð- laug Hermannsdóttir leika d-r. Gibbs og frú, bæði gera þau vel, frúin sýnir vel elju og önn heimilisstarfanna, umhyggju fyr ir börnunum og dreymna þrá, eftir hvíld og ferðalögum, sem nær þó ekki að rætast. Júlíus túlkar vel hinn skyldurækna lækni, sem kýs fremur að falla á vettvangi starfsins, en una sér hvíldar. Sérstaklega er áminn- ingarræðan yfir syninum, vel útfærð og eftirminnanleg. Allur er leikur hans eðlilegur og sannur, framsögn góð. Webb ritstjóri er leikinn af Marinó Þorsteinssyni, en frú Webb leikur frú Björg Bald- vinsdóttir. Bæði eru þau sviðs- vön og hafa margoft á liðnum árum glatt leikhúsgesti með góð um leik, svo er og enn. Frúin sýnir trúverðulega vinnusama húsmóður, og hann þróttmikinn glæsilegan mælskumann og rit- stjóra. Segja má um báða þessa heimilisfeður í leiknum, að þeir skilja börn sín og umhverfi, ekki aðeins með heilanum held- ur einnig hjartanu, og slíkt er oftast vænlegt til farsældar. Börn læknishjónanna eru leik in af Sigurbjörgu Steindórsdótt ur og Sigurgeir Hilmar, en börn ritstj órah j ónanna leika þau Sunna Borg og Þorsteinn Helga son. Fjölskyldurnar Gibbs og Webbs tengjast, er George Gibbs kvænist Emily Webbs. Það er erfið hlutverk lögð á ungar herðar þar sem þau hvort um sig sýna skólabörn, ungling með vaxtarverkjum gelgju- skeiðs, og loks ung hjón, og Marteinn safnvörður við skrifborð skáldsins. Ljósm.: N. H. Já, víst geri ég það. Ég fann að þetta var kjánaleg spurning, því að við kynningu sína á munum skáldsins, hafði Marteinn sannað svo ótví- rætt hug sinn til skáldjöfursins mikla. Er við stöndum á tröppum Sig urhæðar að lokinni heimsókn, bendir Marteinn út í mugguna til Vaðlaheiðar og segir: „Vaðla heiðin er mér sagt að hafi verið Matthíasi mjög kær“. Við kveðjum vin Matthíasar og fetum aurugan gangstíg nið- ur á Hafnarstræti og -sú kend grípur hjarta að kvaddur sé helgilundur, musteri, er mín kynslóð og þær er við taka hann síðar ekkil. Ég mun hafa haft á orði, í leikumsögn, um ungfrú Sunnu Borg, að hún hefði hæfileika til að ná langt á leiklistarbrautinni. Hún hefir ekki brugðizt þeim vonum. Skólatelpan, unglingurinn og gifta konan er allt vel og eðli- lega sýnt, sannfærandi eru erfið leikarnir og vandræðin í sam- bandi og umgengni ástfanginna unglinga, og hugljúft er sak- leysið og hreinskilnin í því að leitast við að komast að réttri niðurstöðu, um hvort rétt sé að stíga hið mikilvæga spor að gifta sig, allt er þetta sýnt á nærfærinn hátt eins og þaulvön leikkona ætti í hlut, vel gert. Sigurgeir Hilmar stendur og vel fyrir sínu, þessi stóri skóla- drengur, gleymir í ánægju leiksins skildunum við heimilið, og skælir þegar faðir hans hirt- ir hann í orðum, af því* hann finnur að áminningin er rétt- mæt. Þessi ungi maður er þó gerður úr góðum efniviði, og verður ljóst hvað hann vill, og stefnir þá hiklaust að settu marki og nær því. Hann stað- festir ráð sitt, en missir konuna eftir stutta sambúð, söknuður hans og sorg er sannfærandi. Vel gert af lítt vönum leikara. Jón Ingimarsson, Bjarni Bald ursson, Kristín' Konráðsdóttir, Kjartan Ólafsson, Eggert Ólafs- son, Ulfur Hauksson, Sæmund- ur Guðvinsson, Jón M. Guð- mundsson, Svanhildur Eggerts- dóttir og Ragnheiður Júlíusdótt ir hafa öll hlutverk á hendi í leiknum og gera þeim góð skil, enda þótt þau verði ekki gerð að sérstöku umtalsefni, nema að litlu leyti tvö þeirra, þá gegna þau mikilvægu hlutverki í því að gera heildarmyndina fyllri og margbreytilegri, sann- ari. Jón Ingimai'sson leikur Simoni Stimson tónlistai'mann og oi'ganleikai'a í kii'kjunni. Af tali kvenna sem eru að koma af söngæfingu verður ljóst að Stimson er di'ykkfeldur og að það ágerist frekar en hitt, þó bera tvær þeiri'a blak af hon- um — kvenlegt og mannlegt þurfi að varðveita líkt og fjör- egg. Akureyri má aldrei láta Sigui'hæðir eyðast í stormbylj- um nýrra tíma. Matthíasarfélag ið, undir forustu Marteins hefir unnið gott verk, ómetanlegt fyr ir komandi kynslóðir íslands. Ár og aldir líða, við væntum giftu íslands það stóra að um komandi aldir skynji íslenzk þjóð reisn og mikilleik þess anda, er gaf húsi sínu mál, liti og hljóma, þótt genginn væri á fund guðsins er hann efaðist um að til væri, en trúði þó á. Hin stutta heimsókn í hús skáldsins var ljúf, og þökk fyr- ir leiðsögn þína Marteinn. s.j. í senn —. Stimson birtist svo á sviðinu, sem lifandi, aðeins hálfa mínútu eða svo, og segir ekki eitt einasta orð, en gengur þvert yfir sviðið, en úr þessai'i hálfu mínútu gerir Jón Ingimarsson svo mikið að ágætt vei-ður að teljast, göngulagið, tillitið til mannanna sem fyrir eru á svið- inu, og útlitið, segir heila rauna sögu um eyðilagt líf af því skap gerðin hefir vei'ið veilli, en löng unin í áfengið. Sé svo þessi stutta dvöl Jóns á sviðinu sett í samband við upplýsingar sem grafarinn gefur um endalok Stimssons þá er þetta hlutverk með þeirri úrvinnslu sem á því er kröftugasta predikun móti áfengi, og áhrifameiri en ýmsar ræðui' og blaðaskrif, og ættu templai'ar að verðlauna Jón fyr ir afrekið. Warran lögi-eglustjóri er leik inn af Bjarna Baldui-ssyni. Bjarni er myndarmaður og mik ill að vallai'sýn, ekkert í leikn- um gefur upplýsingar um að hann sé mjög gamall, þess vegna finnst mér hreyfingar. hans of hægai', gamalmennis- legax', maður í þessari stöðu hef ir til að bei'a ákveðni og virðu- leik í fasi, en á það skortir að mínum dómi. Ef til vill er þetta .stafnum að kenna, mér dettur í hug gamla máltækið: „Sá.sem gengur við staf, er á einhvern hátt haltur“. Stafur getur verið ágætur þar sem hann á heima, en jafn óheppilegúr ef hann er á slóðum þar sem hann á ekk- ert erindi. Hlutur ljósameistai'ans er mik ill í þessari sýningu. Árni Valur Viggósson hefir staðið sig með mestu pi-ýði í því starfi. Ég vil svo þakka stjórn Leik- félagsins, og öllum þeim öðrum sem haldið hafa og halda enn á lofti leiklistarstarfi, góð leiklist á alltaf erindi við almenning, og þegar almennigur finnur að hann hefir mikið að sækja í leikhúsið, þá vei'ður einnig auð- velt að fá almenning til að styðja óskir um bætta aðstöðu við leiksýningar með byggingu nýs og fullkomins leikhúss. A. S. |

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.