Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.04.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 28.04.1966, Blaðsíða 5
Skólarnir verða með starfsemi sinni að ná til allra nemenda sinna segir VALGARÐUR IIARALÐSSON, námsstjóri, en íiann er gestur AM í dag vett- UNDIRRITAÐUR kynntist fyrst Valgarði Haraldssyni nánisstjóra í fyrravetur, þá er hann heimsótti Hríseyjarskóla. Skóla- stjóra án kennaramenntunar hlýtur að verða svolítið órótt, þá er yfirboðari hans kynnir sér skólahrag og kunnáttu nemenda, a. m. k. fór svo fyrir mér. Því varð það mikill léttir, að finna ríkan skiln- ing hjá hinum unga námsstjóra á þeim vandamálum, er við blöstu. Er ég kvaddi Valgarð að lokinni heimsókn á Hríseyjarbryggju, fann ég að nýi námsstjórinn á Norðurlandi var eigi einsýnn dóm- ari, heldur víðsýnn maður. Hér skýrir Valgarður skoðanir sínar til skólamála, ejn eins og kunnugt er, skipar Valgarður þriðja sæt- ið á lista Alþýðuflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Akur- eyri í vor. " i Akureyri er þér hugstæð, þó þú sért ekki fæddur Akureyr- ingur? Jú, hví skyldi ég ekki segja það? Foreldrar mínir fluttu hingað í bæinn er ég var á öðru ári. Ég er vissulega þakklátur fyrir þau tækifæri, sem ég fékk til menntunar hér í bæ, meðan ég var að alast upp. Og þykist ég vita, að margir Akureyring- ar hafi í þessum efnum svipaða sögu að segja. Að sönnu er mik ið vatn runnið til sjávar, síðan ég sat á skólabekk. Bærinn hef- ur stækkað, fólkinu fjölgað, og miklar og margvíslegar breyt- ingar hafa gerzt í þjóðfélaginu. Hefur þú trú á Akureyri sem skólabæ? Já, hvað svari mínu við sjálfri fýrirspurninni viðkemur. Ekki fer þó hjá því, að mat mitt og viðhorf til skólastarfs- ins hafa breytzt,' eftir að ég hóf sjálfur að kenna og kynnast málunum betur frá þeirri hlið. Og ætla ég, að það sem eink- um hefur komið þeim orðrómi á kreik, að Akureyri sé mikill skólabær, sé sú staðreynd, að skólar bæjarins hafa átt því láni að fagna, að eiga mörgum ágætum skólamönnum á að skipa, — og eiga réyndar enn. Hins vegar ef lagður er sá mælikvarði á hugtakið skóla- bær, að Akureyri t. d. verji eða hafi varið hlutfallslega meira af tekjum sínum til skólamála og uppbyggingar á því sviði en önnur bæjar- eða sveitarfélög, — jafnvel þótt farið væri eftir höfðatölureglunni, kostnaður á hvern nemanda, — er hætt við að sá samanburður yrði okkur heldur í óhag í sumum tilfell- um. Hvaða vandamál? Hér er mikill skortur á skóla- húsnæði. Skólar eru heldur illa og misjafnlega búnir að kennslutækjum. Einnig hefur hinn alvarlegi kennaraskortur komið hart niður á skólum bæj- arins, og nú er svo komið, að kennslustundafjöldinn, sem hverri bekkjardeild er ætlaður lítil skil gerð á þessum vangi. Þá má og gera ráð fyrir því, að innan tíðar verði brýn þörf á að koma á fót forskólum (kindergarten), vegna ' sívax- andi kröfu um að hefja kerfis- bundið nám fyrr en nú er gert, á viku, er í lágmarki. 'Þá má benda á það, að í ýmsum grein- um má ætla, að þegar sé brýn þörf fyrir sérmenntaða kennara, t. d. lestrarkennara, sem ein- göngu sinni eða leiðbeini með þau börn, sem einhverra hluta vegna eiga við lestrarörðugleika að etja. En hverjar telur þú orsakir fyrir þessu? Að sjálfsögðu er erfitt að til- greina eina einstaka orsök þess, hversu komið er í skólabygg- ingamálum bæjarins. Þó mun öllum Ijóst vera, sem eitthvað hafa fylgzt með þess- um málum, að aðgerðir bæjar- yfirvalda varðandi lausn á hús- næðisvandræðum skólanna, liafa verið ákaflega tilviljunar- kenndar og fálmkenndar. Mér er nær að halda, að þær hafi eingöngu miðazt við það eitt að troða upp í stærstu götin, sem þó hefur reynzt fullerfitt, því jafnan hefur sprungið fyrir á öðrum stað, og byrjað að leka að nýju. Hverjar myndu þá verða nið- urstöður þeirrar áætlunar? Ég tel mjög aðkallandi að' gera áætlun um skólabygging- ar og gerð þeirra, með tilliti til þess að mæta sívaxandi nem- endafjölda og leysa vandann á breiðari grundvelli en nú tíðk- ast. Sem lið í þeirri áætlun væri fyllsta ástæða til að rannsaka, hvort ekki sé hagkvæmara fyrir bæinn, bæði frá fjárhagslegu og uppeldislegu sjónarmiði að stefna að því að reisa svonefnda samfellda' skyldunámsskóla, þar sem allt skyldunámið færi fram í einum og sama skóla. Að vísu tvískiptum að formi til, 6 ára barnaskóli og 2 ára miðskóli, sem sennilega myndi í framtíð- inni leiða til nýrrar skiptingar innan skólans, 5 ára barnaskóli og 3 ára miðskóli eða jafnvel 4 og 4 ár, vegna aukinnar kröfu samfélagsins um meiri mennt- un. Hér er á ferðinni svo yfir- gripsmikið efni, að því verða Valgarður Haraldsson. þótt ekki verði þar um beinan skyldunámsskóla að ræða. Viltu nefna fleiri rök fyrir þessum skoðunum þínum? Með þessu móti mundi gagn- fræðaskólarnir losna við hinn tvískipta starfsgrundvöll, — að vera hvortveggja í senn skyldu- námsskóli og frjáls framhalds- skóli. Erfitt hefur reynzt að samræma þessi tvö ólíku sjónar mið eða réttara sagt, að aldrei hefur verið gerð nein tilraun í þá átt. T. d. hefur Gagnfræða- skóli Akureyrar jafnan búið og býr reyndar enn við afar þröng- an og rýran kost, og því gefizt fá eða engin tækifæri til þess að sýna, hvers hann er megnugur. Hins vegar myndi staða hans í skólakerfinu vera allt önnur og áhrifameiri sem frjáls framhalds skóli, er starfaði á breiðari grundvelli með víðtækari deild- arskiptingu en nú er. Hver er afstaða þín til lands- prófsins? Ég tel mjög nauðsynlegt að endurskoða afstöðu okkar til landsprófsins. Það verður að segjast eins og er, að landsprófs skólarnir eru svo önnum kafnir við að undirbúa nemendur sína undir landspróf, að sjálft mark- mið fræðslunnar er að hverfa þar í skuggann. 1 dag er ekki lengur spurt, hvað menntunin sjálf er góð eða hvaða vonir eru við hana tengdar, heldur: „Hvað margir stóðust landspróf?“ Nú er svo komið, ef skóli á að njóta álits, verður hann að geta sýnt og sannað, að svona mörg % landsprófsnema hafi staðizt landspróf. Man ég ekki betur en kennarar hér við Menntaskól- ann hafi varað við þessari hættu, er á sínum tíma stóð til að leggja niður gagnfærðadeild Menntaskólans. Finnst þér á vissan hátt lands prófið neikvætt? Já. En það er erfitt að setja sig í dómarasæti. Sannleikurinn er sá, að við vitum ekki hvei'n er hægt að mennta og hvern ekki. Það hefur aldrei verið reynt. Allt það sem við vitum í dag, er það, að stór hópur af ungu fólkieróánægður með sitt skóla nám. Við höldum okkur hafa haldbærar skýringar. Ef nem- anda mistekst skólanámið, ypp- um við öxlum og segju.m: „Hann lærir ekki“. „Hann tekur ekki eftir“. „Hann hefur. engan áhuga“. En okkur dettur aldrei í hug að spyrja: „Hvers vegna hefur hann ekki áhuga?“ „Hvers vegna tekur hann ekki eftir?“ Ég kannast við þetta, Valgarð ur. En viltu ræða málið nánar? Afstaða okkar til mannlegrar takmörkunar eða fötlunar virð- ist vera nokkuð mismunandi og stundum einkennileg. Finnst ekki öllum sjálfsagt að verja fé og tíma til aðstoðar blindum, fötluðum, vangefnum og þar fram eftir götunum? Sem betur fer, telur enginn það eftir sér. En ef barn á í erfiðleikum með nám, eða er seinþroska, eða elzt upp við erfiðar heimilis- ástæður, sem dregið geta úr eðlilegum námsárangri er jafn- an viðkvæðið hjá okkur: „Hann er ekki gefinn fyrir bókina.“ „Hann ætti heldur að fá sér vinnu.“ Þannig má segja, að skólinn vísi á dyr nokkrum hluta nem- enda og kannski þeim, sem sízt skyldi, þar sem sumir hverjir eru enn ekki færir um að upp- fylla þær kröfur, sem þjóðfélag- ið gerir eða mun gera til þeirra í framtíðinni. En livað er þá til úrræða? Gera verður skólunum kleift, að ná betur til hvers nemenda en nú er. Slíkt þýðir aukið starfslið, einkum þó sérmennt- að. Við megum alls ekki missa sjónar af meginhugsjón fræðslu laganna, að þroska eða rækta svo hæfileika hjá hverjum nemanda, að þeir komi að sem beztum notum fyrir hann sjálf- an og þjóðfélagið. Þá er ekki síður aðkallandi að stofna til foreldrafélaga, þai' sem foreldrar og kennarar eru virkir þátttakendur. Fræðsla og uppeldi verða aldrei aðskilin. Þessir þættir liljóta ávallt að fara saman. Hvers vegna gerðist þú kenn- ari? Ég hef alltaf haft áhuga á þessu fyrirbæri, sem kallað er — maður. Eitt bezta tækifæri til að kynnast honum, er gegn- um kennslustai'.fið. Við vildum að meiru spyrja, en rúmið er naumt. Þökk fyrir Valgarður. s. j. - Fjölmennt ársþing UMSE haldið að Freyvangi (Framhald af blaðsíðu 1.) HSÞ. Fluttu þeir allir ávörp. Fóru þeir viðurkenningarorð- um um þróttmikið starf UMSE og létu þá ósk í ljósi, að vöxtur þess mætti enn aukast. Einnig komu þeir inn á hina ýmsu þætti í sambandi við æskulýðs- og íþróttastarfið almennt. Þóroddur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri UMSE flutti starfsskýrslu sl. árs. Birgir Marinósson gjaldkeri skýrði reikninga sambandsins og sýndu þeir, að fjárhagurinn hafði held ur batnað á árinu. Að loknum þingstörfum fyrri daginn var efnt til kvöldvöku, og var þar margt á boðstólum til fróðleiks og skemmtunar, m. a. flutti Gísli Halldórsson þar erindi um gildi iþrótta. Á kvöldvökunni var hinn fagri Sjóvábikar afhentur Umf. Svarf dæla fyrir flest stig í samalögð- um mótum sambandsins. Einnig voru afhentir verðlaunaskildir frá skíðalandsgöngunni til Umf. Oxndæla vegna mestrar þátt- töku í göngunni og Umf. Narfa í Hrísey fyrir mestu þátttöku- aukningu frá síðustu lands- göngu. Kvöldvakan fór vel fram, var fjölmenn og vín sást ekki á nokkrum manni. Þingið naut ágætrar fyrir- greiðslu í Freyvangi og í Hús- mæðraskólanum á Laugalandi, þar sem fulltrúum var séð fyr- ir fæði þingdagana. í lok þingsins buðu ung- mennafélögin Ársól og ÁrroS- inn fulltrúum og gestum til rausnarlegrar veizlu í Hús- mæðraskólanum. Þetta þing er hið fjölmenn- asta sem UMSE hefur haldið og ríkti mikill áhugi fyrir málefn- um ungmennafélagshreyfingar- innar. Sóttu það nær 60 fulltrú- ar sambandsfélaganna. f sam- bandinu eru nú 15 félög með nær 800 virka félaga og um 300 aukafélaga. Hefur félagatalan aukizt nokkuð frá síðasta þingii Stjórn UMSE var öll endur- kjörin, en í henni eiga sæti Sveinn Jónsson, Kálfsskinni, formaður, Haukur Steindórsson Þríhyrningi ,ritari, Birgir Mari nóson, Engihlíð, gjaldkeri, sr. Bolli Gústavsson, Hrísey, með- stjórnandi og Eggert Jónsson, Akureyri, varaformaður. Þingið samþykkti margar merkar ályktanir og mun AM birta þær í næstu blöðum. En AM vill gjarnan nota tækifærið nú og þakka UMSE hið jákvæða forustuhlutverk er sambandið hefur innt af höndum meðal æskulýðs á sambandssvæðinu'.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.