Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.05.1966, Side 1

Alþýðumaðurinn - 09.05.1966, Side 1
# Opið öll kvöld til kl. 23.30 VERZLUNIN BREKKA Skipuleggjum ferð- ir endurgjaldslaust I Fyrir hópa cg einstaklinga LOND O G LEIÐIR. Súni 12940 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 HM ALÞÝÐUMAÐURINN Eðnskóli fyrir Norðvesfurland rís á Sauðárkróki Nýjar mjólkurumbúðir teknar í notkun XXXVI. árg. — Akureyri, mánudaginn 9. maí 1966 — 17. tbl. '##################################################v^ A.M. SEGIR <: ¥ REYKJAVÍKURÚTGÁFU íslendings er birt með stóru, grænu letri, áskorun frá Sjálfstæðisílokknum um að efla beri Akureyri að vexti og viðgangi, og ráðið sé að efla Sjálf- stæðisflokkinn til enn nieiri áhrifa í bæjarstjórn. AM vill taka undir það, að brýn nauðsyn sé á því að efla vöxt liöfuð- staðar Norðurlands, svo fremi að henni sé ætlað’ annað og meira hlutskipti en kotbýlisaðstöð’u frá herragarðinum við Faxaflóa. En AM lýsir óhikað sök á hendur „stóru flokkun- um“ um þá kyrrstöðu er óneitanlega hefur átt sér stað í vexti Akureyrarbæjar. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hafa flokkar Sólness og Jakobs átt 8 fulltrúa af 11 í bæjar- stjórn og því haft kjörið tækifæri til að móta framsækna norðlenzka stefnu til sóknar gegn höfuðborgarvaldinu. Þeir hafa brugðizt því forustuhlutverki er akureyrskir kjósendur fólu þeim í hendur í síðustu bæjarstjórnarkosningum, og þær staðreyndir blasa nú við íbúum höfuðstaðar Norður- lands að innan skamms eru kaupstaðirnir Kópavogur og Hafnarfjörður orðnir fjölmennari, en höfuðstaður Norður- lands. Því munu akureyrskir kjósendur mótmæla kyrrstöð- unni þann 22. maí og fylkja sér um A-Iistann, lista jafnaðar- manna. Jafnaðarmenn eru ákveðnir að beita sér fyrir mynd- un ábyrgs meirihluta innan bæjarstjórnar er snúi norðlenzkri kyrrstöðu í norðlenzka sókn. Því munu akureyrskir kjós- endur hafna athafnaleysi „stóru fIokkanna“ jafnt og kommúnisma og kjósa A-Iistann, lista NORÐLENZKRAR SÓKNAR, X A. #######################################################< Sauðárkróki 5. maí. J. K. IUÍÐARFAR hefur verið með ágætum að undanförnu þó að um eiginlegt vorveður hafi ekki verið að ræða, því að frost hafa verið um nætur nema nokkrar þær síðustu. Snjór má heita horfinn af láglendi a. m. k. fram um héraðið en lítið hefur leyst úr fjöllum enn sem kom- ið er. Aflabrögð eru að glæðast og er það einkum grásleppan sem veidd er, en allmargir bátar stunda þær veiðar nú í vor. Einn bátur hefur verið með þorskanet og hefur komið með góðan afla að landi eða upp í tíu tonn, sem telst allgott hér um slóðir. Fyrir skömmu voru teknar hér í notkun. nýjar mjólkurum- búðir. Eru það plastpokar, sem taka einn lítra hver. Þá var um leið tekin í notkun vél, sem fitusprengir mjólkina. Ekki er nema fremur lítil hluti neyzlu- mjólkurinnar settur á markað í þessum nýju umbúðum, vegna þess hve vélin, sem tappar mjólkinni á pokana, er lítil og ófullkomin, og pakkar ekki nema 200—300 Itr. á klukku- stund. En von er hins vegar á vél í þessum mánuði, sem á að pakka 1500 ltr. á klst. og er al- veg sjálfvirk, og verður þá væntanlega öll neyzlumjólk, er frá mj ólkursamlaginu fer, sett í þessar umbúðir. Ekki hefur orðið- annars vart en að neyt- endur séu ánægðir með þetta fyrirkomulag. Hægt er að fá keyptar sérstakar könnur, úr plasti, sem pokarnir eru settir í, og klippt er norn 3i P'jkcr.um og síðan er hægt að hella úr. Iðnskóla Sauðárkróks var slitið 6. apríl s.l. í hófi að Hótel Mælifelli, og var þar með lokið 20. starfsári skólans. Mættir voru viS ’skÚihí'iöþBvgnina all- (Framhald á blaðsíðu 5.) X UjÚ KÝST auðvitað A-listann góði“ „Nú, því eríu svona ákveðin með A-Iistanum?“ Veiztu það ekki að jafnaðar- menn treysta æskuuni, og vilja Iækka kosningaaldurinn. Mér fiirnst ckkerí réttlæti í því að fá ekki að kjósa í bæjar- stjórn þótt ég sé ekki nema 19 ára gömul, eða livað finnst þér?“ „Já, þelta er Iíklega rétt hjá þár, þú ert nú víst ekkert niinna heima í pólitíkinni en ég þótt ég sé oröinn 22 ára. Ég var nú reyndar ákveðinn að kjósa A-listann og stuðla að norðlenzkri sókn, eins og AM segir.“ „Jæja, góði þá verða víst engar heimiliserjur hjá okkur út af pólitík í framtíðinni. Þakka þér fyrir.“ VORHARÐINDI Á NORÐURLANDI MIKI-L KULDATÍÐ hefur ríkt að undanförnu, frost um nætur og gengið hefur á með éljum. Hefur snjóa leyst hægt og víða er enn óslitin snjóbreiða yfir túnum t. d. hér út með firði og í Svarfaðardal þótt nú séu 2 vikur af sumri. Sauðburður er nú hafinn víðast hvar og valda því harðindin bændum miklum erfiðleikum er þeh- bezt þekkja er í sveit hafa búið. Ekki hefir blaðið heyrt um almennt hey- leysi, en víða mun verða naumt, ef hlýindi eru enn langt undan. Vegir eru enn mjög slæmir í héraði. Þungatakmarkanir eru á Dalvíkurvegi, en bráðabirgða viðgerð er nýlokið á Svalbarðs- strandarvegi. Það er stefna ungra jafnaðarmanna að fá nýja og ferska starfskrafta í bæjarstjórn segir HAUKUR HARALDSSON, tæknifræðingur HÉR KYNNIR AM skoðanir Hauks Haraldssonar tæknifræðings, en hann skipar 4. sætið á lista Alþýðuflokksins í bæjarstjórnar- kosningunum. Haukur tjáir skoðanir sínar hispurslaust og ákveðið og finnst AM akkur í því. Þótt Haukur sé enn ungur að árum, að- eins 27 ára, skipar liann nú þegar ábyrgðarstöður, en hann er fram- kvæmdastjóri byggingarfélagsins Dofra h.f. og er formaður Bygg- ingameistarafélags Akureyrar. Hvar stundaðir þú nám í tæknifræði Haukur? Það var í Svíþjóð, nánar til- tekið í Stokkhólmi. Dvaldi þar ásamt konu minni í fjögur ár, þar af tvö og hálft ár við nám. Flutti síðan hingað til bæjarins fyrir tveimur árum. Var gott með Svíum að búa? Mér líkaði mjög vel við Svía, og voru öll samskipti mín við þá hin beztu og eignaðist ég þar mæta vini. Sérstaklega er gott að stunda sína atvinnu þar, því þar er stuttur vinnutími og vel launað, en krafist fullkominnar vinnu og stundvísi. Ég álít að við höfum mikið af þeim að læra, og er slæmt til þess að vita, að ekki skuli vera gert meira af því að tileinka sér reynslu þeirra á ýmsum sviðum. Þú styður auðvitað Haukur, að hér á Akureyri rísi upp full- kominn tækniskóli? Þessari spurningu hefði ég viljað svara fyrir rúmu ári síð- an, því nú er þegar búið að stofna tækniskóla í Reykjavík, og erum við ekki í þörf fyrir fleiri slíka skóla að 'svo stöddu. En hins vegar hefði átt að stað- setja þennan tækniskóla hér en ekki í Reykjavík, og er ekki frá leitt að slíkt hefði getað orðið ef að bæjaryfirvöld og aði'ir hefðu verið betur á verði gagnvart hinum reykvíska sogkrafti. Þetta hefur sýnt okkur að við verðum að vera framsýnni og sjálfstæðari í baráttunni fyrir sterkara bæjarfélagi. Finnst þér ekki að bæjaryfir- völd Akureyrar mættu vera djarfsæknari hvað uppbyggingu að vaxandi og fjölbreyttara at- vinnulífi snertir, svo fremi að Ilaukur Ilaraldsson. bærinn eigi sér nokkra vaxtar- möguleika er heitið getur? Það verður ekki viðurkennt að bærinn hafi ekki vaxtarmögu leika, ef eitthvað er að því stuðl að, því hér eru allar kringum- stæður fyrir hendi svo að fólki geti liðið vel. Fallegt umhverfi, góð aðstaða til íþróttaiðkana vetur sem sumar, möguleikar á lóðum undir eigið húsnæði, mik ið frjálsræði og möguleikar fyr- ir hvern einstakling að njóta sín. En það vantar fjölþættara og miklu öflugra atvinnu- og menningarlíf, og hafa bæjaryfir völd verið fremur fáskiptin í þeim efnum, því nú þegar verð- ur að gera stórátak í þessum málum til að tryggja afkomu okkar ágæta bæjar. Spor í rétta átt er sú lausn sem fengizt hef- ur í dráttarbrautarmálinu og að hér skuli vera lagður grund- völlur að stálskipasmíði. Hvert er viðhorf þitt til skipu lagsmála bæjarins? Ég held áfram mínu umbóta- tali, en vonast þó til að fá ein- hvern tíman tækifæri til að minnast þess sem vel hefir ver- ið gert þegar hinir fastgrónu bæjarstjórnarfulltrúar víkja frá fyrir hinum yngri mönnum, því það er stefna okkar ungra jafn- (Framhald á blaðsiðu 2.) AM ræðir við Halldór lækni, sjá bls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.