Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.05.1966, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 09.05.1966, Blaðsíða 4
 mi Ritstjóri: SIGURJÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgeíandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Aígreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.í., Akureyri iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHniiiiiiHiiimiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. „Bærinn okkar” I VEGNÁ bæjarstjórnarkosninga, sem fyrir dyrum i standa, verður mörgum þessa dagana meir hugsað | til bæjar síns en daglega ella, hvað þeir vilja, að bær- i inn þeirra geri fyrir þá og hvers þeir óska honum til | handa. Þ'etta er ugglaust nokkuð mismunandi, eftir i því hvar hær viðkomanda er, en þó eru kröfur manna | og óskir næsta líkar víða um land, enda flestir bæjanna i á líku skeiði, þ. e. í örum vexti eða eigttm við að segja, | að þeir séu flestir á gelgjuskeiðinu? | TTNGT fólk, sem enn hefir ekki staðfest ráð sitt, sem i ^ kallað er, spyr kannske gjarnast, hvað bærinn sinn 1 hafi að bjóða varðandi skemmtanir, íþróttalíf og tóm- | stundagaman, ungu hjónin spyrja um atvinnuhorfur, i byggingamöguleika og ýmiss konar fyrirgreiðslu við 1 heimilisstofnun, foreldrar um uppeldis- og ménntun- i araðsuöðu fyrir börn sín og almenna þjónustu hæjar- | húum til handa, svo að þeir geti lifað góðu lífi, sem i kallað er, og aldrað fólk hugleiðir, hvernig bæjarfélag- § ið búi að þeim eftir langan starfsdag. Þannig rnætti i lengi telja. Öllum er svo sameiginlegt að óska „bænum i sínum“ alls góðs, vaxtar og viðgangs, ha-nn er hluti af i þeim sjálfum og þeir vaxa með honum. |7E VIÐ lítum á bæinn okkar, Akureyri, þessum aug- 1 um, þá sjáurn við flest ugglaust margt vel um hann, \ en líka hitt og annað, sem betur þarf að fara: SKEMMTANALÍFIÐ fyrir unga fólkið er fáhreytt og i því miður með dimmum skugga áfengisneyzlu yfir = sér, hvað dansstaði snertir. Skilyrði til íþróttaiðkana \ bera bæjarfélaginu vitni um góðan skilning í þeim i málum, þótt tilfinnanlegur skortur sé nú orðinn á \ húsnæði fyrir iðkun inniíþrótta. Talsvert hefir verið i unnið síðustu ár að æskulýðsstarfsemi og leiðbeint um i heilhrigða notkun tómstunda, og er það vel. | A TVINNUMÖGULEIKAR á Akureyri verða að telj- } ast góðir, kannske engin uppgrip, en yfirleitt jöfn i | ög góð afkoma fólks, miklu auðveldara og ódýrarar er \ 11 að fá hér byggingarlóðir en í stærri hæjum sunnanlands i § og bæjarfélagið hefir nokkuð lagt af mörkum til að 1 Íj auðvelda fólki íbúðarhyggingar með byggingalána- | ií starfsemi sinni, en hún hefir reynzt mörgum stuðning- | jj ur.-þótt í engum stórstíl sé. | ij DÆJARLÍF og bæjarbragur Akureyrar hefir verið i ;| " slíkur, að foreldrum reynist fleirum farsælt að ala | \ hér upp hörn sín og menntunarskilyrði eru góð og | jj ræður það úrslitum, að hér starfar ágætur mennta- 1 ij skóli, en aðrir skólar bæjarins þykja einnig standa vel | ij fyrir sínu. | | CJUMUM þykja álögur hér í þyngra lagi, en þar er 1 ij ^ samanhurður við Reykjavík erfiður, þar sem horgin i ij liefir mörg st'órfyrirtæki og margar stofnanir, sem \ ;j raunar þjóna öllu landinu, en gjalda skatta sína og i ij skyldur Reykjavík einni. Slíka aðstöðu hefir Akur- | ij eyri ekki. Sé þetta dregið frá, er gjaldhyrði bæjarbúa i jj ekki óhagstæð miðað við þjónustu þá, er hærinn veitir i jj íhúum sínum. Hins er ekki að dylja, að þar standa fyr- 1 ij ir dyrum mikil verkefni: malhikun gatna, aukning i jj vatnsveitú, skólabyggingar og margt fleira, svo að þar [ jj verður enn sem alltaf að vega og meta, hvað langt má i jj ganga í framkvæmdum, svo að gjaldgetu íbúa verði j jj ekki ofboðið, og á hinu leitinu, hvað megum við flýta i jj (Framhald á blaðsíðu 7.) i V’ll millllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllltlllllllltlllllllllllllllt ✓ ÞAÐ ER svo sem kuldagarri í tíðinni ennþá og lítt vorlegt enn í hlíðnm Vaðlaheiðar né í görðunv íbúa Akureyrar. Við vonum að það sé fremur vor- harðindin sem stuðlað liefur að ergelsistóninum í síðasta Verka manni, fremur en að Þorsteinn hafi sótt kennslustund í þeim fræðum til Erlings hjá Degi, sem þó mætti ætla eftir molln- um er tónstigi síðasta Verka- manns einkennist af. AM vill hugga Þorstein með því að eng- ar hrelldar sálir fyrirfinnast hjá AM, því við vitum að sumarið kemur þótt því miði hægt og hægt. AM liafði engar áhyggjur af Herði eða Amfinni, því að ritstjóri AM vissi fyrir löngu síðan, að þeir og hann voru skoðanabræður, vinstri kraitar eða sósíalistar, ef það liljómar betur í eyruni Þorsteins vinar okkar. Ef konimar telja það væn legra til fylgisaukningar að hafa ekki vinstri krata á lista sínum þá þeir uni það. AM þykist hafa fyrir því rökstudda vissu að konimar hafi samt ekki reiknað dæmið þannig og því hefði kuldagarrinn verið mun niinni í Þorsteini ef konnnar hefðu náð þeim Arnfinni og Herði inn á lista sinn og þá hefði hann frem ur eygt sumarið í gegnum hríð- arskúfa er nú hylja Vaðlaheiði. P. S. Þetta er skrifað síðd. á föstudag, eftir kærkomið innlit Verkamannsins er vitnar um vonleysi komma er þeir sjá að þeir geta ekki lengur falið sitt rétta andlit á bak við vinstri krata. MFINNST það svo sem af- sakanlegt að reyna að lialcla dauðahaldi í tölur og % eins og Þorsteinn gerir og von- andi tekst honum að halda kjark í sér á slíku þurrmeti fram að kosningum. En svo er það næst- um því annað mál að Sigurjón hjá AM geti tekið skakka hatt- inn sinn ofan fyrir honum, því að Sigurjón hefur aldrei getað reiknað út heilabú Þorsteins, því miður ekki eygt í gegnum spanjóluna, og þar af leiðandi ekki getað grundað hvernig heilabú kollega síns væri. UM LEIÐ og AM þakkar Verkamanninum innilega fyrir það að birta mynd af Braga Sigurjónssyni, er AM tel ur mikið drengskaparbragð, mælist blaðið til þess að Þor- steinn og Sigurjón beri saman afrekaskrá Ingólfs + Jóns og Braga yfir síðasta kjörtímabil. Það skiptir engu hvört fundar- staðurinn verður vínbar eða Flugkaffi, en Sigurjón mun ef- laust slá þann varnagla að litið verði á Ingólf + Jón sem tvo menn en Braga aðeins sem einn og á þeim forsendum verði reiknuð út stig á afrekaskránni. Þetta er diplomatísk leið sem jafnvel Gromyko myndi fall- ast á. ÞAÐ ER næstum því að Sigur jóni gremjist við Þorstein, þar sem hann er að eigna Braga Sigurjónssyni þann þátt í AM, er Sigurjón þykist hafa ritstýrt án nokkurrar hjálpar. Nafngift- ir Þorsteins á þættinum lætuí AM sér í Iéttu rúmi liggja, og þó, við vonum sem sé að Þor- steinn sé ekki það tortrygginn í HEYR1 r SPURl r SÉÐ HLERAÐ garð fólksins er hann vill vera láta, en það er einmitt fólkið í bænum er að mestu hefur byggt upp þennan vinsæla þátt AM, meira að segja kjósendur Þor- steins ritstjóra. MNEITAR þeim ásökunum íslendings að blaðið hafi verið að draga dár að Braga, en þakkar jafnframt viðurkenning- arorð blaðsins um liann. Ef að íslendingur álítur að Ingibjörg geti veitt „nýju blóði“ í bæjar- stjórnina þá ætti það ekki að vera nein goðgá hjá AM að Þor- valdur og Valgarður geti það einnig. 'P'RLINGUR er góður drengur í síðasta Degi, finnst AM hafa verið grófur í sér og tekur upp hanzkann fyrir Ingibjörgu. AM hefði sennilega átt að gera breytingu á klausu Sjálfstæðis- mannsins inn í prentsmiðju þá er lesin var próförk eða jafnvel fyrr eins og æfðir ritstjórar gera. En. við getum huggað Er- ling með því að Ingibjörg er hvorki reið eða hneyksluð. Það er nú kannski skollans vitleysa sú grunsemd AM, að það sem hneykslun Erlengs hafi valdið sé kvíði hans sjálfs að Arnþór yrði undir krötum, eða þá bara gremja hans yfir því stórlæti Sigurjóns að vilja ekki þiggja meistaratitilinn í þjóðsagna- gerð úr höndum hans. Ritstjóri AM mun kurteislega biðjast af- sökunar ef Ingibjörg biður þess, því má Erlingur treysta. -—-\W ==s SÍÐASTI Ísíendingur ku hafa verið prentaður fyrir sunn- an. Gárungarnir segja einnig að þar hafi einnig stefnuskrá akur- eyrskra Sjálfstæðismanna verið soðin saman og Sjálfstæðismað- ur einn sagði við okkur (Það var nú ekki sá er hneykslaði Erling), að hann væri næsta liissa á því að þeir skyldu ekki koma með væntanlega bæjar- fulltrúa sína að sunnan líka. FYRRVERANDI Alþýðu flokkskjósandi (Jón Ingi- marsson, sem kaus Alþýðuflokk inn fram til Héðinsklofningsins, en gekk þá í Sósíalistaflokkinn) spyr AM um afrekaskrá Braga Sigurjónssonar í bæjarstjórn Akureyrar síðastliðið kjörtíma- bil. AM sér ekki ástæðu til að tíunda störf Braga í bæjarstjóra fremur en aðrir flokkar gera það um frambjóðendur sína, en vekur athygli Jóns á því, að vilji hann, að flokkarnir geri svo al- mennt, er enginn að banna hon- um að telja sín afrek fram. Þau ættu að vera einliver, þar sem Alþýðubandalagið og Framsókn fóru með meirihlufavald bæjar- stjórnar liðið kjörtímabil, þótt það vald nýttist fremur illa, af því Framsókn fyrirvarð sig alltaf hálft í livoru fyrir sam- neytið. Vel kann að vísu að fara svo, þegar Jón hefir af stillingu og hóværð leitað eftir upp- skeru talgleði sinnar í bæjar- stjórn, að liann óski ekki eftir samanburði við æðra bæjarfull- trúa, en AM bíður átekta. Tókst með ágætum. Verkamaðurinn, 6. þ. m. seg ir 1. maí liátíðahöldin liér hafa „tekizt með ágætum“, þótt Nýja Bíó væri aðeins hálffullt af áheyrendum, meðan á ræðu- flutningi þeirra Jóns Ingimars- sonar, Ketils frá Fjalli og Björns Jónssonar stóð (svalirn- ar lokaðar og ekki fullsetinn sal ur niðri). „Þá veit maður, hvað Kommúnistum finnst takast með ágætum“, sagði einn, sem var í Nýja Bíói 1. maí og las frásögn Verkamannsins. EINN GAMANSAMUR sagði við AM, að þótt Bragi hefði ekkert annað gert í bæjarstjóm en sitja við hlið Ingólfs Árnason ar fyndist sér það eitt aðdáan- legt afrek. A jl/I SEGIR góðir hréfritarar. í hamingjunnar bænum verið þið ekki reiðir þótt AM birti ekki bréf ykkar strax. AM þarf að svara stórskotahrið frá Erlingi, Þorsteini og Herbert þessum að sunnan eins og Dag- ur segir og því er rúm blaðsins naumt, og því höfum við neyðst (Framhald á blaðsíðu 5)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.