Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.05.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 09.05.1966, Blaðsíða 8
KOSNINGASKRIFSTOFA ALÞÝÐUFLOKKSINS, STRANÐGÖTU 9, SÍMI2-14-50. - Opið frá 10-22 alla daga AM heimsækir Bifreiðaverk- stæðið Bang li.f. Þar eru fullkomin tæki og þar eru meistarar í sínu fagi við störf INORÐANNEPJUNNI sl. föstudag lögðum við Níels Hansson leið okkar út Norðurgötu og var ákvörðunarstaður Bifreiðaverk- staeðið Baugur við Norðurgötu 36. Undirritaður hafði fregnað að jþar væri að finna fullkomnasta bifreiðaverkstæðið á Norðurlandi. Á Baug eru allir í önnum en þó er AM veitt sú vinsemd að gert er örlítið verkfall að tilstuðlan forstjóra á meðan Níels tekur mynd. Víst er framkvæmdastjórinn, Hörður Aðólfsson í hörkuönn- um er við komum en gefur sér þó tóm til að fylgja okkur um ríki sitt, sýna okkur tæki er Hörður Aðólfsson. koma sveitamanni úr Svarfaðar dal framandlega fyrir sjónir. Hann leysir einnig góðfúslega Úr nokkrum spurningum, en á meðan unir Níels sér við að skoða fullkomið Ijósastillinga- tæki bandarískrar ættar er völ- undurinn Jósep Kristjánsson kynnir honum, en Jósep þekkir „sál“ Landroversins allra manna bezt og þarf Níels engu að kvíða þótt hans „rover“ reyndist svolítið klikkaður þá veit hann örugglega hvar sál- fræðinginn er að finna. Er það ekki rétt Hörður, að hér á Baug sé að finna full- komnustu tækin í sambandi við þessa atvinnugrein sem hægt er að sjá liér á Norðurlandi? Jú, ég held að það sé nokkurn veginn 100% sannleikur, og hygg ég að eigi sé hægt að sjá fullkomnari tæki í sjálfri Reykjavík á þessu sviði. For- stjórinn sýnir okkur ljósastill- ingartækin er áður er minnst á, sem eigi tapa gildi sínu þótt hægri handar akstur verði lög- leiddur á íslandi. Einnig hjóla- stillingartæki af fullkomnustu gerð, mótorstillingartæki er minnir mann á sjónvarp og und ir stjórn fagmanns birtir „Baugs sjónvarpið" mun skemmtilegri myndir en það er ég hefi litið á sjónskermi frá dátunum í Mið- nesheiði (Ég vona nú að nafnið ÁVARP TIL AKUREYRINGA F|AU MÁL, sem Alþýðuflokkurinn vill sérstaklega beita sér * fyrir og stuðla að, eru m. a. þessi: 1) Alhliða stuðningur við uppbygging atvinnulífsins svo sem aukning iðnaðar og útgerðar. 2) Fleiri barnaleikvelli, aukning gæzluvalla og fleiri leik- skóla. 3) Haldið verði fast á byggingamálum skólanna og þeim búin æ batnandi starfsskilyrði, enda til þeirra gerðar vaxandi kröfur. 4) Kröfum bæjarbúa um nægilegt vatn, rafmagn og gatna- gerð verði mætt svo, að fyllsta þjónusta geti talizt. Athug- un á hitaveitu verði fram haldið. 5) Fullkomið leikhús verði reist. Vel búið íþróttahús rísi. 6) Stuðningur við íbúðarbyggjendur verði efldur, bæði hvað alla fyrirgreiðslu um byggingar snertir og eins lánveit- ingar. 7) Elliheimili Akureyrar verði stækkað og öldruðu fólki bú- in þar aukin skilyrði til að njóta góðrar dvalar og að- hlynningar. 8) Fjórðungssjúkrahúsið verði stækkað og bætt að búnaði og heilbrigðisþjónustu. Auðvitað er það margt fleira, sem Alþýðuflokkurinn vill vinna að fyrir bæinn okkar, en þessi upptalning verður að nægja að sinni. Flokkurinn heitir á bæjarbúa að veita hon- um brautargengi til þróttmikillar forystu um þessi framfara- og framkvæmdamál fyrir „bæinn okkar“. Sjá nánar leiðara. MiðnesheiSi fari ekkert í taug- arnar á okkar. ágæta Halldóri Blöndal, eins og átti sér stað á stúdentafundi í vetur). Fleiri tæki má líta og okkur Herði kemur saman um það að góð ís- lenzk nöfn vanti á tæknilega sviðinu og hafa íslenzkudoktor- ar háskólans sýnt meira sein- læti hér en í sambandi við sviss neska álinn, en þetta var nú útidúr. Hvenær stofnuðu þið Baug Hörður? (Framhald á blaðsíðu 6). ^JTOT r ~~ a ▼ — ALÞÝÐUMAÐURINN XXXVI. árg. — Akureyri, mánudaginn 9. maí 1966 — 17. tbl. Starfsmenn á Bifreiðaverkstæðinu Baug. Ljósm.: N. H. -<>sNv IÐNSKÓLI - TÆKNISKÓLI Veglegur iðnskóli að rísa á Akureyri MEÐ VAXANDI iðnvæðingu hér á landi þurfum við í sívaxandi mæli á iðnlærðu og tæknimenntuðu starfsliði að sem og iðnmenntunar manna. Það er því vel, að nú er hafið að reisa Iðnskóla Akureyrar veg- legt hús, en jafnframt er skól- inn hugsaður sem forvígisiðn- skóli í Norðlendingafjórðungi, og því mikið í húfi, að okkur Akureyrarbúum takist vel við hann og gerum hann myndar- lega úr garði í samvinnu við ríkisvaldið. Þá er hér komin undirbún- ingsdeild að tækniskóla, sem all ir Norðlendingar munu vænta að þróast megi í fullkominn tækniskóla, enda eru báðar þær menntastofnanir, sem hér eru gerðar að umtalsefni, svo heppn (Framhald á blaðsíðu 3.) Jón Sigurgeirsson, skólastjóri. halda. Kröfur til færni manna breytast og aukast í sífellu, og fullyrða má, að enga menntun megum við síður vanrækja en iðn- og tæknimenntun, eins og lífsháttum og atvinnuvegum okkar er nú orðið háttað. Alþingi það, sem nú er að ljúka störfum, hefir sett ný lög um iðnfræðslu, og gætir þar ýmissa nýmæla, sem gera aukn- ar kröfur til iðnskóla landsins Jens Sumarliðason, formaður skólanefndar Iðnskólans. {Sælir Akureyringar! EG ÆTLA aðeins að minna I á kosningasjóð A-listans, i i og þá einnig þakka þeim er 1 É nú þegar hafa Iagt fé af mörk i i um og ég veit að margir eiga i i enn eftir að konia og taka | 1 þátt í starfinu og stuðla að i i enn aukinni sókn A-listans. i i Ég heiti á alla stuðnings- i i menn að vinna vel og ötul- § i lega fram að kosningum. Al- f j þýðuflokkurinn hefir engan i i auð að baki sér og skortir f f því fé til nauðsynlegra út- f i gjalda í kosningabaráttunni. | i Verum öll samtaka, þá fögn- f j um við að Ioknum leik glæsi- i f legasta sigri er jafnaðar- f f menn hafa unnið á Akureyri. j i Verið velkomin á kosninga- f i skrifstofu A-listans Strand- f i götu 9. f

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.