Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.05.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 12.05.1966, Blaðsíða 1
* Opið öll kvöld til kl. 23.30 VERZLUNIN BREKKA Skipuleggjum ferð- ir endurgjaldslaust L Ö N D O G I Fyrir hópa og einstaklinga LEIÐIR. Sími 12940 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 ALÞYCU © f I HER ER ENN BUIÐ í DAG XXXVI árg. — Akureyri, fimmtudaginn 12. maí 1966 — 18. tbl. A L LIR Akureyringar þekkja Gleráreyrar og vita þau sannindi, að enn er búið í hermannabrögg- uni á Akureyri. Stolt okkar Akureyringa skal vera að í þeirri sókn sem framund- an er, að ekkert fátækra- hverfi rísi í höfuðstað Norð urlands. Sókn okkar skal byggjast á kjörorðunum frelsi, jafnrétti og bræðra- lag. Ljósm.: N. H. 4- f f l 3 4- i!4 <■ •3 4- ájg <■ a J- i!4 <■ t I f 3 Hvar sem viS göngum og hvert sem viS viS okkur verkefni. Ekki fækkar þeim ef þaS sem viS höfum daglega fyrir augum segir ÞORVALDURIÓNSS0N lífum í þessum bæ, blasa viS skyggnumsf bak viS Mbirtir nú á forsíðu viðtal við Þorvald Jónsson, en hann skip- ar fyrsta sætið á lista jafnaðarmanna við bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri í vor. Undirritaður fullyrðir eftir stutt en ánægjuleg kynni af Þorvaldi, að þeir sem minna mega sín í þjóðfélaginu eigi þar hauk í horni þar sem hann er. Hann og kona hans hafa einnig þreytt glímu við sjúkleika á ungum aldri og tetlur Þorvaldur að sú raun hafi reynst sér jákvæður skóli þrátt íyrir allt. En eigi lengri formála, heldur hefja upp spurningar. orðið að hverfa frá námi vegna veikinda. Það er raunar aukaatriði. — Hinsvegar tel ég það gæfu mína, — ef ég má orða það svo, — að hafa á því tímabili kynnzt af eigin raun fólki, sem kippt hafði verið úr tengslum við samfélagið í skemmri eða lengri tíma. Þama komst ég í kynni við nýjan heim, sem hafði mik- Má ég biðja þig um stutt ævi- ágrip, Þorvaldur? Ég er fæddur að Tjörnum í Saurbæjarhreppi 3. ágúst 1926, en fjölskylda mín fluttist hing- að í bæinn 1931 og hér hefi ég dvalizt síðan. Árið 1945 hóf ég nám í bókbandsiðn hjá Prentsmiðju Björns Jónssonar h,f., en þurfti að hverfa frá námi um stundar- sakir vegna veikinda, en lauk því 1950. Lengst af síðan hefi ég verið við skrifstofustörf, — fyrst hjá embætti bæjarfógeta, síðan hjá Landsímanum. Því valdir þú skrifstofustörf að ævistarfi en ekki bókbands- iðnina? Það var hrein tilviljun. Þegar m Þorvaldur Jónsson og kona lians Rósa Sigurðardóttir. SJÓMANNA- DAGURINN SJÓMANNADAGURINN er n. k. sunnudag og verður þá efnt til liátíðahalda að vanda. AM hefir ekki borizt dagskrá hátíðahaldanna hér á Akureyri, en þau munu eflaust verða fjöl- breyft. Margir sjómenn munu verða við störf á hafi úti á há- tíðisdegi sínum. AM sendir öll- um sjómönnum sínar beztu heillaóskir í tilefni dagsins. ég gat lokið námi mínu var óglæsilegt um að litast á vinnu- markaðinum. Stjórn Framsókn- ar og Sjálfstæðisflokksins var þá við völd og allt í kalda koli í iðnaðinum, þar á meðal í minni atvinnugrein. Ég hafði um tvo kosti að velja, Keflavík- urvinnu, sem þá var að hefjast af alvöru og skrifstofustörfin. Seinni kostinn valdi ég, þar sem mér geðjaðist ekki að Keflavík- urframkvæmdunum og svo réði „Akureyrarblóðið" í mér miklu. Burtflutningur af æskustöðv- um kom ekki til mála ef ég átti ánnarra kosta völ, einnig studdi konan mig í þessu máli svo að við fórum hvergi, sem betur fór. Þú sagðir áðan að þú hefðir il áhrif á mig. Þarna ríkti bjart- sýnin, beiskju og vonleysi var ekki flík-að, og trúin á hjálp þjóðfélagsins var sterk, enda brást sú von ekki því að um þetta leyti var tryggingarlög- gjöfin að fæðast og SÍBS að verða að veruleika. Á þessum árum ákvað ég að fylgja Al- þýðuflokknum að málum vegna umbótavilja hans í tryggingar- málum og baráttu hans við að koma á fót fullkomnu nútíma- þjóðfélagi. Svo er það kafli út af fyrir sig, að Framsókn ætlar að eigna sér tryggingarlöggjöfina. Með frávísunartillögu sinni 1946 ætl- uðu Framsóknarmenn sér að draga samþykkt löggjafarinnar (Framhald á blaðsíðu 7.) AM SEGIR: Akureyri verður að hafa for- usfu í norðlenzkri sókn ÞAÐ þýðir ekkert að nöldra í barm sér yfir uppgangi Suð- urnesja og sýna andúð á Stór-Reykjavík, skamma stjórn- arvöld landsins og núa svo hendur í ráðaleysi og horfa á eftir fólkinu er flytur suður. AM SEGIR. Slíkt hæfir ekki norðlenzkri reisn. Nú bíður allt Norðurland eftir rásmerki frá HÖFUÐBORG sinni Akur eyri um að hefja sóknina. AKUREYRINGAR. Eflum Akureyri sem höfuðstað Norð- urlands og vinnum öll að vexti hennar. AM vill leggja áherzlu á eftirfarandi atriði: ATVINNUMÁL 1. 2000 þungatonna dráttarbraut með alhliða þjónustu lianda fyrirtækjum til nýbygginga og viðhalds skipa. 2. Rannsóknarstöð fyrir Iandbúnað og hverskonar iðnað. UMFERÐARMÁL 1. FuIIkomna umferðarmiðstöð fyrir ferðaskrifstofur og sér- leyfishafa. 2. Nýja höfn með umhleðslu og birgðastöð. 3. Fúllkominn millilandaflugvöll með flugvélaskýlum og annarri þjónustu sem til þarf. HEILBRIGÐISMÁL 1. Stækkun Fjórðungssjúkrabússins svo að það verði ennþá betur fært um að veita fullkomna læknisþjónustu á sem flestum sviðum. MENNTAMÁL 1. Stækkun og endurbyggingu M. A. með framhaldsdeild fyrir kennara. 2. Hraðað verði byggingu iðnskóla og tækniskóli verði hér einnig starfræktur. 3. Verzlunarskóli rísi hér fyrir Norðurland, einnig garðyrkju skóli og íþróttakennaraskóli. ÍÞRÓTTAMÁL 1. FuIIkomin skíðalyfta verði byggð og endurbæit verði að- staða fyrir vetraríþrótíir í Hlíðarfjalli. (Framhald á blaðsíðu 5) Viðtal við Sigurð Rósmundsson, sjá bls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.