Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.05.1966, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 12.05.1966, Blaðsíða 4
 Ritstjóri: SIGUBJÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgeíandi: AtÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Afgreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9/ II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri ALÞYÐUMAÐURINN 11111111111111111111111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii GLEÐILEG VIÐURKENNING - | EN ÞVÍ MIÐUR RÖNG ÁLYKTUN l/'ERKAMAÐURINN, málgagn kommúnista hér í | * bæ, sem nú kalla sig Alþýðubandalagsmenn, kveð- i ur Jón Ingimarsson, formann Iðju, félags iðnverka- § fólks á Akureyri, hafa mælt eftirgreind orð í ræðu 1. | maí síðastliðinn: „Fyrr á árum, þegar verkalýðsstéttin gaf sér nægan i tíma til félagslegra hugðarefna, komu oft fram góðar i hugmyndir, er bæta mættu hið eihhæfa og snauða líf | verkamannafjiilskyldunnar, og ég held ég megi segja 1 það, að í dag búum við við ýms hlunnindakjör, sem 1 rædd voru á félagsfundum verkalýðs- og sjómannafé- | laga fyrir 50 til 60 árum, og síðar. í því sambandi i mætti minna á togaravökulögin, elli- og örorkutrygg- = ingar, lífeyristryggingar, orlofslögin, lög um verka- i mannabústaði, slysatryggingar á sjó og landi. lög um = vinnumiðlun, atvinnuleysistryggingar, sjúkrasjóði i verkalýðsfélaga og margt og margt fleira. Allt þetta hef I upphaflega til orðið fyrir samþykktir og starf verka- 1 lýðshreyfingarinnar. i Því megum við aldrei gleyma. En hún fylgdi líka I máli sínu fast eftir, inn á löggjafarþing þjóðarinnar." i Í ÞEIM ÁRUM, sem Jón nefnir í framangreindum | orðuin, hafa tveir verkalýðsflokkar átt fulltrúa á | Alþingi: Alþýðuflokkurinn einn fram til 1931, en sið- i an einnig KommúnistafLokkur íslands, sem nú eftir I tvær nafnabreytingar kallar sig Alþýðubandalag. Báðir i hafa þessir flokkar átt öflugt -fylgi innan verkalýðssam- | takanna: Alþýðuflokksmenn og konur liafa borið uppi = sókn sjómanna og verkakvenna til bættra lífskjara, : stærstu verkamannafélög landsins, Dagsbrún í Reykja- i vík og Eining á Akureyri, hafa falið kommúnistum i lengri forystu sína. F.ngum blandast hugur um, að kjara i baráttu sjómanna hefir verið stjórnað fram til drjúg- i um meiri hagsbóta fyrir þá en kjarabaráttu verka- i manna fyrir verkamenn, og verkakonur hafa fyrir at- | fylgi Alþýðuflokksins á Alþingi fengið launajafnrétti | kvenna við kárlmenn lögfest. Er þar mjög athyglis- i verðu marki í hagsmunamálum kvenna náð. En lítum 1 betur á þau hagsmuna- og baráttumál íslenzkrar al- i | þýðu, sem Jón Ingimarssön telur upp í framangreind- 1 :j um orðum hans hér, og afstöðu hinna tveggja verka- i II lýðsflokka til þeirra: THOGARA\TC)KULÖGIN voru sett fyrir atbeina í Alþýðuflokksins. Kommúnistaflokkurinn þá \ ekki til hérlendis. 1 Elli- og örorkutryggingar voru Uigfestar að frum- | k^eði Alþýðuflokksins. Kommúnistar brugðu | ii ádeilufæti fyrir þær, meðan þeir máttu. Lög um verkamannabústaði voru einnig sett að | ij frumkvæði Alþýðuflokksins, og hefir framkvæmd- I um eftir þeim víðast verið stjórnað af Alþýðuflokks- I jj mönnum, en kommúnistar oft haft horn í síðu lag- í anna og framkvæmdanna. Orlofslögin voru samin og lögfest fyrir atbeina Al- | þýðuflokksins. Engum miðaldra manni mun enn I ij hafa gleymzt, hve margt og mikið kommúnistar i fundu þessari lagasetningu til foráttu í upphafi og f um mörg fyrstu starfsárin. Li)g um almannatryggingar voru sett fyrir forgöngu | og undirbúning Alþýðuflokksins. Kommúnistar | l>rugðu enn ádeilufæti fyrir bæði í uphafi og lengi i síðan. = ij (Framhald á blaðsíðu 7.) ÞIÐ VERÐIÐ að fyrirgefa sveitamanninum er nú rit- stýrir AM þótt hann sé með hug ann úti í sveit, þá er hann upp- hefur þennan þátt í dag. Vaðla- heiði hnýpir hrollköld í hvítri kápu, þá er ég festi þetta á blað í gærkveldi. Það er slubb á B. S. O.-plani og fallegar ungmeyjar hrista blauta lokka í Strand- götu, og víst má sjá að þær þrá vorið, en eigi hreggviðri á maí- dægri. En hvað er að þreyja vor um miðjan maí í kaupstað. Það sækir að vísu á mann hroll, en koma vorsins er samt ekki lífið allt eins og í sveitinni. í sveit- inni stendur nú yfir sauðburður og þeir sem hafa átt rót þar og eiga hana enn, vita um hve erf- ið sú glíma er, sem nú er liáð þar. Jökull yfir öllum túnum, allt fé á húsi, þrotlaus vinna nær allan sólarhringinn, enginn spyr um eftirvinnu eða nætur- og helgidagakaup, heldur að hinu, hvort sigur vinnist í stríð- inu, hvort stabbinn endist þar til þeyrinn komi, er bræði jök- ulinn og nýtt líf vaknandi mold- ar færi björg í bú. AM. vill ó- hikað lýsa því yfir, að blaðið er með norðlenzkum bændum í baráttu þeirra og vonar sem þeir, að sigurinn verði þeirra, og sunnanþeyrinn fari senn að bræða klaka af túni o gengi. k LLMARGAR mæður liafa hringt í AM. og látið í Ijós áhyggjur sínar yfir börnum sín- um, einkum unglingum, að eng- in leið sé að koma þeim í heppi- lega vinnu eftir að skólum ljúki og hafa þær bent á þá stað- reynd, að nokkur vinna sé hraustum unglingum hollur skóli, mun jákvæðara en iðju- leysi. AM. veit að þetta er sann- leikur. Skólagarðarnir eru vissu lega virðingarverð tilraun bæj- arfélagsins, til að skapa ungling um holla vinnu. En þetta nær til of fárra* og því vil AM. hvetja þá bæjarstjórn, er kjörin verð- ur þann 22. maí að stuðla að enn meiri unglingavinnu á veg- um bæjarins en nú er. Hæfileg vinna fyrir unglinga er nauðsyn leg og jákvæð. Iðjuleysi getur verið jafn háskalegt á vissan hátt og vinnuþrælkun var áður. AÐ GEFNU tilefni vill AM vara alla velunnara sína við Gróusögum, er nú ganga um bæinn og þjóna því einu að HEYRT SPURT HLERAÐ reyna að hræða fólk frá því að kjósa A-Iistann. Jafnaðarmenn eru ákveðnir í því að heyja sína kosningabaráttu heiðarlega, án slúðurs og Gróusagna, og AM veit einnig að allir stuðnings- menn A-listans munu heyja orustuna af drengskap, og frá- biðja þau vopn er eigi samrým- ast góðum málstað, þótt þeir séu ákveðnir í að sigra í orust- unni. Akureyringar! Enginn jafnaðarmaður mun fala lið- sinni í gervi Leitis-Gróu, því megið þið treysta. Oddviti A- listans, Þorvaldur Jónsson, tek- ur það einmitt fram í viðtali við AM í dag, að jafnaðarmenn berjist af drengskap. FjAÐ ER svo sem vor í lofti á vissan hátt fyrir jafnaðar- menn á Akureyri, já, og þá einn ig fyrir AM. Við höfum hitt Sjálfstæðismenn að máli er spá því hiklaust að A-listinn vinni einn fulltrúa frá Framsókn, einnig hafa góðir vinir í Fram- sókn fullyrt að við vinnum fulltrúa frá Sjálfstæðinu og svo hittum við einn hrein- skilin komma í gær, er sagði það án nokkurrar tæpitungu, að helv. kratarnir myndu vinna sæti af kommum. Þá eru komn- ir 4 jafnaðarmenn í bæjarstjóm. Þetta er frá andstæðingum kom ið og AM bíður hér með Hauk Haraldsson fjórða mann á A- listanum velkominn í næstu bæj arstjórn Akureyrar. Þetta er ekkert grín góðir Akureyringar, heldur neyðaróp úr herbúðum andstæðinganna. tTlRAUSTUR og lieiðvirður maður hefir kvartað undan versnandi þjónustu hvað heim- sendingar vara frá KEA snert- ir og vegna þess að ritstjóri AM er bæði samvinnu- og jafnaðar- maður vill hann gjarnan koma þessari orðsendingu á framfæri við KEA. ER EKKI gott að fá svolítið grín í slyddu á vordegi. Einn stuðningsmaður AM (vonandi A-Iistans Iíka) sendir okkur eft- irfarandi: Um daginn kom strangheiðarlegur maður, er eigi má vamm sitt vita inn í virðulegt fyrirtæki hér í bæ og heyrði þá talað um ágæti Sjálf- stæðisflokksins og afrek fram- bjóðenda hans í bæjarstjórn. Af rekaskráin orkaði þannig á okk- ar ágæta borgara, að það stein- leið yfir hann og var hann flutt- ur þungt haldinn í einkabíl Björhs er allir þekkja upp á sjúkrahús og fyrir ágæta að- hlynningu Ingibjargar okkar var hann vakinn aftur til lífs- ins, en nótaben fyrir Framsókn og Erling, þar fór hann. Ingi- björg virkar svo sem á fleiri en Erling. ¥jAÐ VAR nærri því orðið * umslaga og pappírslaust á Akureyri núna um síðustu helgi. Sjálfstæðisflokkurinn tók (Framhald á blaðsíðu 7) AF NÆSTU GRÖSUM GUÐSÞJÓNUSTUR í Grundar- þingaprestakalli: Kaupangi, sunnudaginn 15. maí kl. 2 e.h. Grund, hvítasunnudag kl: 1.30 e.h. ferming. Munka- þverá, annan hvítasunnudag kl. 1.30 e.h. ferming. Ferm- ingarbörnin eru beðin að koma til viðtals í Barnaskól- ann á Syðra-Laugalandi mánu daginn 16. maí n.k. kl. 1.30 e.h. og hafi með sér Biblíusögur, sálmabók og bólusetningar- vottorð. MESSAÐ verður í Lögmanns- hlíðarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e.h. (Almennur bæna- dagur). Sálmar: 374, 376, 378, 51, 675. B. S. MESSAÐ verður á Fjórðungs- sjúkrahúsinu Akureyri n. k. sunnudag kl. 5 e.h. B. S. KIRKJAN. Messað í Akureyrar kirkju kl. 10.30 f.h. á Sjó- mannadaginn, sem einnig er almennur bænadagur. Séra Björn O. Björnsson messar. Sálmar no. 374, 376, 125, 126, 660. P. S. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan no. 1. Fundur fimmtudag 12. maí kl. 8.30 e.h. í Alþýðuhús- inu. Fundarefni: Vígsla ný- liða. Kosið í fulltrúaráð. Kvik mynd frá síðasta bræðra- kvöldi. Kaffi. Dans. — Mætið stundvíslega. Æ. T. ZION. — Sunnudaginn 15. maí. Samkoma kl. 8.30 e.h. Allir velkomnir. TIL hjónanna á Brekku í Svarf- aðardal. — Afhent Jóhanni Daníelssyni kr. 1100.00. Af- hent Brjáni Guðjónssyni kr. 1000.00. Afhent Sigurjóni Jóhannssyni kr. 500.00. FRA SJÁLFSBJÖRG. Almennur fundur verð ur haldinn í Bjargi laugardaginn 14. maí kl. 4 eli. Mætið vel og stundvíslega. Stjómin. MUNIÐ minningarspjöld EIli- heimilis Akureyrar. Fást í Æ Skemmunni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.