Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.05.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 12.05.1966, Blaðsíða 5
Okkur Akureyringum er lífsnauðsyn að endurnýja fogaraeign okkar nú þegar, og efla á annan hátf útgerð héðan, segir Sigurður Rósmundsson, gestur AM í dag ELLI KERLING íinnst hann Sigurður Rósmundsson fiskmats- maður sjálfsagt ekkert auðveldur viðfangs. Beinn í baki og hnarreistur vatt hann sér inn í skrifstofuna. „Ég hefi ekkert að segja, blessaður talaðu við einhvern annan“. En sauðþrái sveita- mannsins lét ekki undan vestfirzka unglingnum á sjötugsaldri, en aðeins hálfur sigur var það að vísu, en þó skal fullyrt að 11. sætið á A-listanum er vel skipað. 5 Ertu Akureyringur í liúð og hár Sigurður? Nei, nei, ég er ísfirðingur, fæddur að Tungu í Skutuls- firði. Og hvenær varstu í heiminn borinn, svo ég noti í eitt skipti hátíðlegt mál? Það var 5. maí 1905. Foreldr- ar mínir voru hjónin Rannveig Oddsdóttir og Rósmundur Jóns- son. Við vorum 20 systkinin og komumst 14 til fullorðinsára. Eitthvað um uppvaxtarár þín? Ja, það er lítið af þeim að segja svo sem. Baráttan var stundum erfið eins og gengur og gerðist á þeim árum, en ekkert svo sem í frásögur færandi í því sambandi. Þá vann öll alþýða, bæði í sveit og við sjó, hörðum höndum til þess að hafa ofan í sig og á og þóttu engin stórtíð- indi í þá daga. Hvenær fluttist þú svo til Akureyrar? Það var 1934 og þá kvæntist ég konu minni Stefaníu Sigurðar dóttur, hún er nú svarfdælskr- ar ættar, og Sigurður kímir svo lítið út í annað munnvikið. Hef- ir sennilega séð það á undan- förnu að AM hefir stundum minnst á Svaríaðardal. Hvað beið þín svo hér á Akur eyri, hvað starf snertir? Fyrstu 20 árin var ég mest á sjónum, nema svona í mestalagi rúma 2 mánuði úr árinu. Ég byrjaði á mótorbátum (útilegu- bátum) frá ísafirði. Nú svo var ég á mótorbátum er gerðir voru út héðan t. d. Höskuldi. Árið 1947 fór ég á togarann Kaldbak ög var þár þangað til 1953. Viltu gera nokkurn saman- burð á lífi sjómannsins hér áður og nú? Engan veginn tæmandi saman burð, en ég vil taka fram að munurinn er gífurlegur á marg- an hátt. Þetta vorú mest 30 tonna bátar, og allt þurfti að gera um borð, svo sem beita og gera að fiskinum einnig að salta hann. Skipshöfnin var vanalega 12 menn, og af þeim sváfu vana- lega 10 í hásetaklefa en skip- stjóri og stýrimaður aftur í káetu, en á síldveiðum voru ætíð fleiri, eða minnst 14. Þetta var óskaplega hörð vinna, og við gáfum því glöggt gaum hverjir studdu okkur sjómennina í rétt- indaki-öfum okkar. Þótt margt megi að finna varðandi kjör sjó- manna nú, er þó ólíkt saman að jafna sem betur fer. Geturðu ekki sagt AM frá ein hverju eftirminnanlegu frá sjó- mannsárum þínum? Nei, nei, það er frá engu að segja, það kom sosum ekkert sérstakt fyrir. Við hrepptum oft vond veður, en það er ekki í frásögur færandi. Slíkt hafa all- ir sjómenn reynt. Ég finn það að Sigurður myndi ekki hafa ævisögu sína mörg bindi, þótt hann réðist í það að skrá hana. Það er næstum því að mér gremjist orðfæð hans. En Sig- urður má nú gjarnan hlaupa yfir þetta innskot. En hvað beið þín svo eftir að þú hættir á sjónum? Nú eftir að ég hætti sjó- mennsku hefi ég haft fiskmat með höndum, fór að vísu aftur á Kaldbak um tíma og einnig á eina vertíð í Keflavík, nú svo var ég á skólaskipinu er bæjar- stjórnin og Ú.A. gerðu út 1959, í því skyni að kenna og kynna unglingum bæjarins sjó- mennsku og því er henni við kemur. Hvernig líkaði þér við ungl- ingana á sjónum? Mér líkaði prýðilega við þá og margir þeirra eru nú orðnir dugandi togarasjómenn og aðrir í Stýrimannaskólanum, já, þarna voru mörg upprennandi mannsefni á ferðinni. En hvert er viðhorf þitt til æskunnar? Ég hefi ótakmarkaða trú á æskunni skaltu vita. Æskulýð- ur íslands í dag er miklu frjáls- legri, mannvænlegri og þrosk- aðri, én nokkurn tíman áður. Það er ekki hans sök, að freist- ingarnar eru einnig margfalt meiri, en í mínu ungdæmi, sú staðreynd kallar á bæjarfélög og ríki, að búa æskunni hollvæn leg skilyrði til tómstundaiðkun- ar og skemmtana, þróttmikil seska þarf að fá útrás fyrir lífs- fjör sitt og það er þeirra er ráða að skapa henni slík skilyrði. Aukin fjárráð bjóða hættunum heim, barni á gelgjuskeiði, það hljóta allir að vita. Ég tel skyldu sparnað unglinga mjög jákvæð- an, og mætti hann fyrr hafa mátt komast á. Hvernig finnst þér að „bær- inn okkar“ búi að æskunni? Það þyrfti að skapa henni mun betri skilyrði en nú er hvað skemmtanir og tómstunda iðju snertir. En drekkur ekki æskan meira núna heldur en í þínu ung- dæmi? Sigurður Rósmundsson. Það veit ég nú ekki, það var sosum drukkið í gamla daga líka. En hvenær gerðist þú jafn- aðarmaður Sigurður? Strax og ég fékk kosningarétt. Jafnaðarstefnan á Vestfjörðum átti marga framúrskarandi for- ustumenn, t. d. séra Guðmund í Gufudal, föður Haraldar síðar ráðherra, Finn Jónsson, og Vil- mund síðar landlæknir og marga fleiri. Ég hefi aldrei' veikst í þeirri trú, um að jafnaðarstefn- an sé sú réttlátasta og jákvæð- asta stjórnmálastefna, er við enn þekkjum. Hver viltu hafa lokaorð að þesu spjalli okkar? Það er fljótsagt. Okkur Akur- eyringum er lífsnauðsyn að end urnýja togaraeign okkar nú þeg ar, og efla á annan hátt útgerð héðan. Við megum alls ekki van rækja þessa atvinnugrein, því hún hefir og gæti í mun ríkari mæli skapað sjómönnum, verka- mönnum og konum, einnig iðn- aðarmönnum mikla vinnu. Ég treysti óhikað Alþýðuflokknum til forystu í þessu nauðsynja- máli. Ef við vantreystum sjávar útvegi til að vera lyftistöng und ir framtíðargengi Akureyrar ásamt öðrum atvinnuvegum, þá ályktum við ekki rétt. Þetta voru lokaorð Sigurðal., og AM skal gjarnan taka undir þau og AM veit líka að alir A- listamenn munu einnig gera það. Svo þakkar AM Sigurði, sextugum sæmdarmanni, ung- um í anda fyrir innlitið og spjall ið og sendir konu hans einnig vinarkveðjur, ekki svo sem ein- ungis fyrir það að hún er svarf- dælskrar ættar. Nei, nei, undir- rituðum fannst einhvernveginn á bónda hennar, þó eigi væri að spurt, að hann ætti góða konu. Samt sagði hann það ekki í orð- um. s. j. ---------- - Heyrt, spurt, séð, hlerað N (Framhald af blaðsíðu 4) í sig fjörkipp og skrifaði öllum nýjum kjósendum ástarbréf og bauð þeim á fund í Sjálfstæðis- húsinu. Einn hinna ungu kjós- enda er vildi eigi fornuma þá er buðu, lét eftir sér hafa að við bitið við þurrmetinu hefði verið af skornum skammti, og því gætti enn nokkurs liarðlífis hjá boðsgestum, ekki síður andlega, en á hinn veginn. RITSTJÓRI AM getur tekið undir margar aðfinnslur Er- lings Dagsritstjóra á núverandi stjórnaraðgerðir á ýmsum svið- um á Iíkan hátt og hann varð fyrir vonbrigðum um ýmis úr- ræði vinstri stjórnarinnar á sín- um tíma. En minna má Erling á árin er Framsókn og Sjálf- stæðið drottnuðu í ríkisstjórn, er atvinnuleysi ríkti í algleym- ingi Norðanlands og hliðarráð- stafanir Framsóknar gleymdust í náðarfaðmi íhaldsins. Ef Dag- ur vill fljúga suður og hamra á óvinsælum stjórnaraðgerðum, þá hann um það. AM skal eigi skorast undan að svara líka á þeim vettfangi, en minna vill blaðið á eitt. Jafnaðarmenn hafa stuðlað að því að tveir „stórir“ kapítalskir flokkar liafa eigi náð - HÖFUÐSTAÐUR NORÐURLANDS (Framhald af blaðsíðu 1) 2. Stóraukin íþróttamannvirki, svo að hér skapist fullkomin aðstaða til að halda m. a. milliríkjakappleiki í hvaða íþróttagrein sem er, bæði innanhúss og utan. AM er ekki upp í skýjunum, eins og sumir e. t. v. liugsa er þeir lesa þetta. Akureyri bregst því hlutverki að vera miðstöð og hjarta Norðurlands, ef forráðamenn hennar hika lengur við að stefna hærra fyrir Norðurland allt en þeir hafa gert til þessa. Akureyri gegnir öðru og stærra hlutverki, en vera aðeins bær við pollinn. Hún er annað og meira, hún er lífæð Norðurlands og ef sú lífæð svíkur verða Suðurnes allt ísland. Jafnaðarmenn á Akureyri vilja reisa við næstum fallið merki gera Akureyri að HÖFUÐBORG Norðurlands er tryggi vaxandi þjóð öryggi og fjölbreytt atvinnu- og at- hafnalíf í norðlenzkum byggðum. x A —u* * saman um að fara „hina leið- ina“, og því hefir enginn, enn orðið hungurmorða í breiðstræti auðvaldsins á íslandi. A Mvill í hreinskilni vara við „hinni leið- inni“, það er leið sameinaðs ís- lenzks auðvalds, án áhrifainátt- ar sósíalisma til að klippa úr vígtennur. Fyrir áhrif jafnaðar- stefnunnar liefir enn enginn orð ið hungurmerða á húströppum Eysteins og Bjarna. Hvort auð- valdsflokkarnir eigi nú að ná saman er ykkar Akureyringa að svara við kosningarnar þann 22. maí. Sá flokkur er stuðla vill að jákvæðri norðlenzkri sókn mun efla Alþýðuflokkinn. Bæjarstjórnarkosningarnar á ís landi þann 22. maí ráða úrslit- um um það hvort, bæði í bæjar- og landsmálum, eigi að efla mátt auðvaldsflokkanna, eða jafnað- arstefnuna. AM er bjartsýnn á svar Akureyringa í þessu efni. fjEIR eru næstum því skemmti * lega ruglaðir í kollinum sein ritstý-ra fslendingi. Eru af- brýðisamir út í fallega mynd, er AM. birti í síðasta blaði, og láta svo gremju sína bitna á sak lausum mönnum. Nær hefði ver ið fyrir þá að feta í fótspor Er- lings og saka ritstjóra AM. um sjúklegar hugsanir. Það eru nú oft prentvillur í AM., það skal játað, en við neitum því fast- lega, að undir myndinni liafi staðið orðið „ASÓKN“ og vill AM .í fullri vinsemd, hvort sem það var nú Herbert eða Blöndal er missýndist svona herfi- lega, að benda þeim er las, að fara hið bráðasta til Helga augn- læknis. En annað mál er svo hitt, 6g það verða hinir sömu að gera upp við sig, hvernig ungu fólki finnst íslendingur taka undir kröfuna um lækkun kosninga- aldurs. SVO VONAR AM að senn komi sumar í sveit og bæ og, falleg lömb geti innan tíðar bér- ið snoppu að grænni þúfu. j

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.