Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.05.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 12.05.1966, Blaðsíða 7
- AM RÆDIR VID ÞORVALD JÓNSSON (Framhald af blaðsíðu 1.) á langinn og vonuðust eftir að hún hyrfi með öllu í gleymsku. Breytir það engu þó Dags- ritstjórinn hafi pantað Almanna tryggingarlöggjöfina hjá hjálp- armanni sínum í Reykjavík og birt hana í Degi. Fellur þér vel við starf þitt hjá Landsímanum? Raunar get ég ekki sagt ann- að en mér líki það ágætlega. Yf- irmenn mínir hafa reynzt mér með ágætum, og kann ég vel við hinn hressandi blæ, sem löngum hefur einkennt starfs- fólk Landssímans. Þykir mér gott að starfa í þeim félagsskap. Hvemig líkar þér að skipa forystusætið á lista jafnaðar- manna? Ég held að það væri nær að þú spyrðir kjósandann eftir því, hvernig honum falli við, að ég skipi þetta sæti. Vitanlega er ég þakklátur fyrir það traust, sem mér er sýnt með þessu hlut- verki og fyrir það tækifæri, sem mér gefst til að afla mér þekkingar á málefnum bæjarfé- lagsins og borgaranna og vinna í anda þeirrar stefnu, sem ég tel farsælast að fylgt sé í þjóðfélag- inu. Nú fer kosningabaráttan að ná hámarki. Hvernig finnst þér viðra fyrir A-listann? Ég man ekki eftir, síðan ég fór að hafa afskipti af stjórn- málum, að framboðslisti Alþýðu flokksins hér í bæ hafi vakið jafnmikla eftirtekt og nú, enda er hann skipaður ungum og áhugasömum mönnum, sem munu .afla hpnum-a.ukins fylgis i þeirri heiðarlegu kosningabar- áttu, sem við munum beita. Lúðrablástur getur verið fag- ur og loforð eru ágæt, en slík meðöl breyta ekki framtaksemi þeirra manna, sem í bæjarstjórn eru kosnir en henni höfum við kynnst síðasta áratuginn. Kosn- ingabarátta stendur ekki aðeins einn mánuð fyrir hverjar kosn- ingar, heldur allt kjörtímabilið. Þetta virðist bæjarfulltrúum andstæðinga okkar ekki vera fyililega ljóst. Fyrir þá hafa verið samdir langir óskalistar, sem nefndar eru stefnuskrár. — Þulur, sem mundu nægja þeim til framkvæmda næstu öld, með sama hraða og unnið hefur ver- ið á á síðasta kjörtímabili. Þú ert þá bjartsýnn á loka- slaginn? Ég veit ekki fyllilega hvað þú ert að fara. Lokaslagur er ekki til í mínum augum. Þessi kosn- ingabarátta er aðeins upphafið að áhrifum ungra manna í bæj- arstjórn Akureyrar og ég vona að kjósendur veiti okkur — A-listamönnum,— afl til að hafa veruleg áhrif á gang framfara- mála, sem nauðsynleg eru, svo að Akureyri geti haldið hlut sín um í samkeppni við Reykjavík og nágrenni. Og þú ert þá ákveðinn að láta bæjarstjórnina fá „nýtt blóð“? Þú mátt nefna það hvaða nöfnum sem er, en ég mun að sjálfsögðu vinna af fremstu getu í bæjarstjórn, en hún fer auðvitað eftir fjölda fulltrúa okkar jafnaðarmanna þar, en viljann vantar mig ekki úr því að mér var trúað fyrir þessu starfi. Á hvað vilt þú leggja mesta áherzlu, sem verðandi bæjarfull trúi, í sambandi við bæjarmál? Hvar sem við göngum og hvert sem við lítum í þessum bæ, blasa við okkur verkefnin. Ekki fækar þeim ef maður lítur á bak við það sem maður hefur daglega fyrir augunum, og kynn ist starfi ýmissa félag, er vinna að líknar- og menningarmálum. Með öðrum orðum, verkefnin eru svo viðamikil að þau er ekki hægt að leysa að nokkurri mynd nema með markvissum áætlunum og framtakssemi. — Þetta hefur Reykjavíkurborgar- fulltrúum skilizt varðandi fram- tíð höfuðborgarinnar. Því skyld- um við ekki geta fetað í fót- sporin og gert okkar áætlanir um vöxt Akureyrar? Þessi framkvæmdaáætlun er ekki hvað sízt nauðsynleg núna, þar sem skipulagsnefnd ríkisins, er starfar að þeim málum fyrir bæ inn, hefur ekert traust bæjar- stjórnar og allt sem frá henni kemur er tekið með varúð, eftir því sem forseti bæjarstjórnar sagði á einum bæjarstjórnar- fundi nýverið. 1 þessu viðtali okkar er mér þessi framkvæmdaáætlun efst í huga af mörgum ástæðum. Fyrst og fremst vegna þess, að í henni yrði tekin fyrir öll bygg- ingarstarfsemi á vegum bæjar- ins, gatnagerð, fegrun bæjarins, íþróttamannvirki, hafnargerð, vatnsveita o. fl. og hún unnin af sérfróðum mönnum. Ef ég á að minnast á fleira, þá dettur mér í hug ófremdarástandið, sem ríkir í félagsheimilismálun- um. Fyrir síðustu kosningar varð fyrirhuguð félagsheimilis- bygging verkalýðsfélaganna að miklu hitamáli og var ráðizt með heift á Braga Sigurjónsson af kommum og Framsókn fyrir afstöðu hans til málsihs, þar sem hann taldi staðsetningu þess við Strandgötu ófæra og allur undirbúningur málsins óraunhæfur. Sú hefur orðið raunin á, að orð Braga virðast hafa verið rétt, þar sem verka- lýðsfélögin hafa ekki hafizt handa í málinu enn, eftir fjögur ár, eftir því sem ég bezt veiti Að undanförnu hefur mönn- um, sem um þessi máí fjalla, orðið vandræðin Ijós. Kórar verða að syngja í danssölum, leikfélögin að starfa við ófull- komin skilyrði og íþróttafélögin við ónóg húsakynni. Hvað þá að við getum boðið hópum eins og Sinfoníuhljómsveitinni og erlendum og innlendum lista- mönnum viðhlýtandi aðstöðu til hlj ómleikahalds eða leikstarfa. Nú verða þessi félög, og fleiri, að taka höndum saman við bæj- arfélagið og reisa hús, sem svar- ar kröfum tímans í þessum efn- um. Ég tel það kák eitt að breyta Samkomuhúsinu. Það er orðið aldið að árum og heyrir fortíðinni til og þurfum við ekkert að skammast okkar fyrir það. Svo er annað, sem ég vildi koma á framfæri. Húsnæðis- málastofnunin hefur ekki enn lánað út á gamlar íbúðir. Þetta hefur frekast komið niður á ung um hjónum, sem erU að stofna heimili, en treysta sér ekki til að kaupa íbúðir í nýbyggðum húsum fyrir okurfé og verða því að velja þann kostinn, að búa heima hjá foreldrum sínum í nokkurn tíma eða leigja hús- næði, sem í mörgum tilfellum er allt of lítið, þar sem greiðslu- geta á húsaleigu er ekki mikil. Bæjarfélagið ætti að koma til móts við þetta unga fólk og stofnsetja lánasjóð í þessu skyni. Margt fleira gæti ég nefnt en læt þetta nægja í þessu viðtali. Borgaraflokkarnin höfðu átta menn í bæjarstjórn þetta kjör- tímabil, Finnst þér þá nokkur ósanngirni hjá AM, að kenna þeim um of hægfara vöxt Akur- eyrar? Mér dettur ekki í hug að álíta annað en að vöxtur Akureyrar hafi verið í réttu hlutfalli við stjórnvizku, hugmyndaauðgi og starfsgetu þessara manna og að þeir hafi lagt sig alla fram. — Meira verður ekki af þeim kraf- izt, né ahnars að vænta. Svo er það mál út af fyrir sig, að það hlýtur að hafa tekið ær- inn tíma að ná öllu samkomu- laginu, sem einkennt hefur af- greiðslu mála í bæjarstjórninni og mikið er dásamað af andstæð ingum okkar. Það er því kom- inn tími til, að mínu viti, að myndaður sé ábyrgur meiri- hluti, sem geri með sér málefna samning, eins og tíðkast í öll- um stærri bæjarstjórnum. Þá hlyti að sparast tími á fundum og mál ná fljótar fram að ganga og meira kapp í bæjarstjórn. Þennan meirihluta erum við A1 þýðuflokksmenn fúsir til að mynda, fáum við til þess styrk kjósenda, en einn maður af okkar hálfu getur þar engu um þokað frekar en í undangengn- um bæjarstjórnum. í SVEITIHA: STRIGASKÓR GÚMMÍSKÓR GÚMMÍKLOSSAR STÍGVÉL, há og lág Ódýrir VINNUSKÓR ATH.: Allar þessar vörur seljum við einnig í Brekkugötu 3. LEÐURVÖRUR H.F. Strandgötu 5, sími 12794 Nýkomið: TELPU- SUMARPEYSUR ísgarn, fallegir litir HETTUPEYSUR DRALON VAGNTEPPI margar gerðir, afar falleg. Verzl. ÁSBYRGI Svo í lokin, Þorvaldur, gef ég þér orðið. Aðeins þetta. í þessum kosn- ingum er kosið um það, hvort við eigum að láta sömu menn ráða okkar bæjarmálum áfram með sama hraðanum í fram- kvæmdum og verið hefur og með sömu aðferðinni. Eigum við að láta þá lengja malargöt- urnar, dragast meira aftur úr í fegrun bæjarfélagsins, miðað við aðra bæi og láta þá auka á glundroðann í byggingarmálun- um með sínu alkunna skipulags- leysi? Við A-listamenn göngum bjart sýnir til þessara kosninga í þeirri góðu trú, að nú verði brotið blað og hægt verði að mynda ábyrgan meirihluta í bæjarstjórninni, með því að við fáum aukna fulltrúatölu. Að öðrum kosti verður sama samn- ingamakkið viðhaft áfram og tíma sóað í óþarfa hjal og vanga veltur við afgreiðslu mála. Við þökkum Þorvaldi fyrir hógvær, en þó ákveðin svör. AM biður honum farsældar í störfum í bæjarstjói'n Akureyr- ar og skorar jafnframt á alla, er aðhyllast mannkærleika, jafn rétti og bræðralag, að fylkja sér í liðssveit hans við kjörborðið, þann 22. maí. — Þökk fyrir, Þorvaldur, S. j. Leikfélag Akureyrar „BÆRINN OKKAR“ verður sýndur í allra síð- asta sinn næstkomandi laugardag. Sýningin hefst kl. 8. ORÐSENDING til sjómanna og eiginkvenna þeirra. Ég undirritaður leyfi mér hér með að fara þess á leit við ykkur að þið gerið svo vel að leyfa mér að koma á fram- færi við ykkur í messu í Akur- eyrarkirkju n. k. sunnudag sjó- mannadagsboðskap kristinnar kirkju í túlkun minni. Virðingarfyllst, Björn O. Björnsson. - LEIÐARINN (Framhald af blaðsíðu 4) Fyrir atbeina Emils Jóns- sonar, formanns Alþýðu- ílokksins og Jráverandi sáttasemjara ríkisins, var ein illvígasta vinnudeila landsins leyst með stofnun Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. IjANNIG iná lengi telja * dæmin úr þingsögu vorri, að nær alls staðar hef- ir Jrað verið Alþýðuflokkur- inn, sem hefir haft forgöngu um lagasetningar alþýðu landsins til hagsbóta, ekki Kommúnistaflokkurinn, Sósíalisaflokkurinn, Aljrýðu- bandalagið eða hvað kornrn- únistar hafa kosið að kalla sig ítverju sinni. Vér getum Jrví ekki annað en undrazt afstöðu hins rnæta formanns Iðju hér í bæ, sem nú ver fallsæti Alþýðubandalagsins við verðandi bæjarstjórnar- kosningar, að hann skuli hafa skipað sér þar í flokk, fyrst hann virðist hafa öðlazt skilning á svo mörgum góð- um framkvæmdamálum Al- Jrýðuflokksins, málum, sem kommúnistar brugðu oftast fæti fyrir, meðan þau voru að ná framgangi, og raunar oft síðar, er þeir héldu sig geta komið bragði á þau. HEFÐI Jón Ingimarsson dregið réttar ályktanir af annars gleðilegri viðurkenn- ingu sinni á árangri starfa Alþýðuflokksins, svo sem að framan er rakið, verði hann ekki nú fallsæti Alþýðu- bandalagsins við bæjarstjórn- arkosningarnar hér í ár, held ur tæki Jrátt í sókn Aljrvðu- flokksins, svo sem ýmsir sam- berjar hans frá síðustu kosn- ingum hafa ákveðið að gera, af því að þeir hafa dregið réttar ályktanir."

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.