Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.05.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 19.05.1966, Blaðsíða 2
■yERKAMAÐURINN, 13. þ. T m. tekur sér fyrir hendur að birta bæjarmála-afrekaskrá Ingólfs Árnasonar og Jóns Ingi- marssonar, fulltrúa Alþýðu- bandalagsins í bæjarstjórn Ak- ureyrar líðandi kjörtímabil. Rit stjóri blaðsins á það til að vera smágamansamur, og við yfii'lest ur „afrekaskrárinnar“ gæti sá grunur læðzt að manni, að hann hafi kímt ofan í barm sinn, þeg ar Ingólfur og Jón fengu honum skrána, mennirnir, sem véku honum við síðasta bæjarstjórn- arkjör langt niður á lista, „af því að hann væri svo duglaus“. Afrekin eru semsé örfáar til- lögur, sem tvímenningarnir segj ast hafa flutt í bæjarstjórn, feng ið þar samþykktar, en síðan ver ið á þær lagzt af vondum bæjar- stjórnarmeirihluta, að manni skilst, og ekkert komið út af þeim. Svefnskálinn hafi verið bæjarráð. Þegar þess er gætt, að allt líðandi kjörtímabil hef- ur Ingólfur Árnason að nafni til myndað meirihluta bæjarráðs með fulltrúum Framsóknar, verður „afrekaskráin“ enn bros legri, og enn augljósara, að all- ur tillöguflutningur Ingólfs og Jóns hefur verið miðaður við auglýsingagildi, ekki fram- kvæmdavilja. Þegar menn hafa svo í huga sambúð þessara tveggja heið- ursmanna í bæjarstjórn, þar sem ósamkomulag hefir rikt á milli þeirra, að þeir hafa enga samvinnu nema stundum um handauppx-éttingu, þá getur margur enn betur gert sér í hugarlund bros ritstjóra Ym., er hann las í eigin blaði um „afrekin“, munandi t. d. af- greiðslu fjárhagsáætlunar æ of- an í æ, þar sem Ingólfur sam- þykkti, en Jón sat hjá eða greiddi atkvæði móti um ýms atriði. Vm. spyr AM um afrek Braga. Þau verða ekki fram talin í sýndartillögum, því að þannig telur Bragi ekki rétt að starfa í bæjarstjórn. Sem minnihluta- fulltrúi þar líðandi kjörtímabil íylgdi hann undanbragðalaust fram þeim málum, sem hann taldi meirihlutann bera fram bæjarfélaginu til góðs, eða barð ist gegn öðrum, er hann taldi horfa til hins verra, eða sat hjá í smámálum eða sýndarmálum, svo sem þegar Ingólfur Árna- son vildi slá sig til riddara í barnaleikvallamálum, vitandi að bærinn hafði kjörið sérstaka nefnd til að athuga og gera til- lögur um þau mál, þar.á meðal var fulltrúi frá Alþýðubandalag inu, og sú nefnd var að skila á- liti og tillögum, sem gengu ná- kvæmlega í sömu átt og Ingólf- ur lagði til, eftir að hafa komizt að, hvað nefndin ætlaðist fyrir. Nú er það vitað af þeim er gei-þekkja úrlausnir bæjarmála, að: valdamesta nefnd um þær er bæjaráð. Líðandi kjörtímabil hafði Alþýðuflokkurinn ekki bolmagn til að fá fulltrúa kjör- inn í bæjarráð. Það gefur því auga leið, að Bragi getur enga langa afrekaskrá birt frá setu sinni í bæjarstjórn líðandi kjör- tímabil, fyi'st hann fór ekki út í sýndai'tillagnasmíði og flutn- ing. Hitt vekur ugglaust meiri undrun, að fulltrúar meirihlut- ans geta ekkert annað sýnt en sýndina. Til hvers notuðu þeir meii'ihlutaaðstöðuna? spyr fólk að vonum. Þær nefndir, sem Bragi starf- aði í fyrir hönd bæjarins á líð- andi kjörtímabili, voru elliheim ilisnefnd, íþróttai'áð og launa- nefnd, og AM þorir að stað- hæfa, að þar hafi Bragi ekki unnið verr en þeir heiðurs- menn, . .er Alþýðubandalagið valdi í sömu nefndir, þótt þeir hefðu meiri fulltrúastyrk að baki sér og 'ættu1 því að hafa haft meira ,að segja. (Framhald af blaðsíðu 1). að meii’ihluta, en gerðu ekki. Sjálfstæði og Alþýðubandalag, en vildu ekki. Framsókn og Al- þýðubandalag, en þorðu varla. Þannig hlutföll í bæjarstjóm er því gagnslaust að kjósa fyrir þá, sem vilja vasklegri tök á fram- kvæmdamálum bæjarins. Auk- in fulltrúatala Alþýðuflokksins býður ein upp á möguleika til að komast frá þessu vandræða- hlutfalli, sem var milli fulltrúa flokkanna hér síðastliðið kjör- tímabil, og mér er það gleði- efni að finna, að kjósendur virð- ast skilja þetta mjög margir. —Hvers konar nieirihluta hyggst Alþýðuflokkurinn að niynda, þegar kjósendur hafa veitt lionum aðstöðu til for- göngu um það? — Meirihluta um málefni og framkvæmdir að sjálfsögðu. Hann mun senda fulltrúum hinna flokkanna tilboð um fram kvæmda- og málefnasamning. Þá mun í-eyna á, hverjir vilja að þeim samningi standa og hve bindandi samstöðu þeir vilja mynda. Samhentur og sókn- djarfur meirihluti er fyrir öllu. — Og hvaða mál bíða að þín- um dómi helzt úrlausnar? — Þau eru raunar svo möi'g, að það er börin von, að þau verði öll leyst á komandi kjör- tímabili. Varðandi hreina þjónustu bæjai-félagsins við íbúa sína, er aukin vatnsveita, stórátak í mal bikun gatna og skipulagsmálum bæjarins. Af byggingaframkvæmdum nefni ég bókhlöðuna, Iðnskól- ann, íþrottahus, nýjan gagn- fræðaskóla og nýtt barnaskóla- hús, að ógleymdu fullkomnu leikhúsi, sem bærinn verður að koma sér upp. Það finnst mér að ætti að byggja sem félags- heimili í samvinnu við verka- lýðsfélögin, æskulýðssamtök og önnur félagasamtök í bænum, sem aðild geta átt lögum sam- kvæmt að félagsheimilabygg- ingu. Akureyri er orðin aftur úr öllum bæjum og mörgum sveitarfélögum, hvað aðstöðu til leikmenntar snertii’. Þá er nauðsynlegt að stækka Fjórðungssjúkrahúsið og bæta alla aðstöðu til heilsugæzlu og heilsuverndar, og endurbæta þarf Elliheimilið í Skjaldarvík og byggja við Elliheimili Akur- eyrai', en þar bíða margir eftir vistrúmi. Ekki má gleyma endui-nýjun togaranna, en þar verður varla hafizt handa, nema bærinn hafi um það forgöngu. Sem sagt, verkefnin eru bæði skuggalega og skemmtilega mörg. —Þú nefnir félagsheimili. — Ætluðu ekki verkalýðsfélögin að byggja félagsheimili hér við Strandgötuna fyrir 4 árum? — Svo sögðu bæjarfullti-úar Alþýðubandalagsins. Og þeir og fulltrúar Framsóknar sam- þykktu lóðarúthlutun handa slíkri byggingu á uppfylling- unni suðvestur af B. S. O., og lá svo mikið á, að eigi mátti bíða eftir samþykkt endanlegs skipulags af svæðinu. Síðan hefur lítið verið á málið minnzt, nema uppkast að byggingu munu einhverjir aðilar hafa fengið. Átti hún samkvæmt lauslegri áætlun að kósta um 40 millj, kr. — Þú nefndir nýjan gagn- fræðaskóla. Ef ég man rétt, mæltir þú fyrir nýjum gagn- fræðaskóla þegar fyrir 4—5 ár- um? — Já, ég vildi þá þegar láta reisa nýjan gagnfi-æðaskóla til að létta á þeim, sem fyrir vai', en geyma umbætur á honum, unz sá nýi væri í'isinn. Ég leit svo á, að það yrði affarasælli vinnubrögð, en bæta svo við gamla gagnfi’æðaskólahúsið, sem nú er orðið. Ég tel, að reynslan hafi sýnt, að ég hafði rétt fyrir mér, en oi'ðið er orð* ið, og nú er nauðsynlegt, að all- ir leggist á eitt við að i'eisa nýj- an, því að viðbygging gamla gagnfræðaskólahússins var að- eins bráðabirgðalausn, sem þeg- ar er orðin -ófullnægjandi. — Og hvað segir þú um liið umtalaða „unga fólk“ nú til dags? — Ekkert nema allt hið bezta, eins og fólk yfirleitt.j Ég er svo lánsamur, að hafa nær undan- tekningarlaust aðeins kynnzt góðu fólki um dagana, ungu sem öldnu og þar á milli. Ekk- ert hefir veitt mér eins mikla bjartsýni á lífið og tilveruna eins og einmitt kynnin af góðu fólki, heiðarlegu fólki, duglegu fólki. Nei, ég tek ekki undir sönginn um gerspillta æsku og ábyrgðarlausa fófeldra. Ég veit að vísu, að til-eru dapurlegar undantekningar, én heilt yfir er fólk í dag þrekmikið, starfsamt og framsækið. Margt af Akur- eyrarbúum nú á miðjum aldri eða tæplega það eru gamlir nemendur mínB- úr gagnfræða- skólanum, sem -ég kynntist þar sem beztu ungmennum. Enginn þarf að segja mér, að börn þeirra nú á ungmennaskeiði séu ekki sæmdaræskufólk í stórum dráttum talað. — Og hvað viltu svo segja að lokum um „bæinn okkar“? — Ég ber óbugandi traust til vaxtar og viðgangs Akureyrar. Þetta traust mitt byggist á kynn um mínum af íbúum bæjarins og þekkingu minnf á Jhöguleik- um staðarins. Ég SX’ Sannfærð- ur um, að bærinn á sér mikla og glæsilega fiamtíð, svo fremi sem við, né eftirkomendur okk- ar, liggjum hvergi á liði okkar. Engan barlóm, ekkert vonleysi. Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur, og þetta gildir ekki sízt um bæjarfélögin. Með vaxt- arþrótti skal vextinum náð. — Nokkuð fleira? — Aðeins að lokum þetta: Allir A-lista styðjenduf, þakka ykkur þegar míkið, og gott starf. Vinnum öll ósleitilega fram að kjördegi og á kjördag. Vinna og aftur vinna er það sem þarf, og þá er sóknarsigur- inn vís. Þá er að þakka Braga fyrir viðtalið og AM vill Urtdirstrika lokaorð hans. Vinnum öll að sigri A-listans. s. j. Kosningaskrifstofa A - Iistans verður í Félagsheimilinu Bjargi, Hvannavöllum 10, á kjördag ! UPPLÝSINGASÍMAR: 11399 og 21450 BÍLASÍMAR: 11909 og 21451 Á-LISTA KJÓSENDUR: Auðveldið starfið á kjördag með því að kiósa snemma. íí J AKUREYRINGAR! KJÓSIÐ A-LISTANN.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.