Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.05.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 21.05.1966, Blaðsíða 7
 Verum djarfsæknari og þróffmeiri fyrir mikilli Norðlenzkri sókn - segir Valgarður Haraldsson námsstjóri T MARZ sl. voru 50 ár liðin síð- an Alþýðuflokkurinn á íslandi var stofnaður. 50 ár eru að sönnu ekki langur timi í sögu þjóðarinn- ar. En þó mun mörgum mannin- ■um þannig farið að ætla, að aldrei hafi gerzt jafnmargar og stórfelld- ar breytingar á lífsvenjum og at- vinnuháttum fólksins í landinu og nú á þéssum síðustu árum. — Jafnvel hættir okkur, sem yngri erum og nú í dag njótum góðs af verkum genginnar kynslóðar, að gleyma því, að ýms sjálfsögð mannréttindi, sem almenningur hefur öðlazt á liðnum áruin, liaíi kostað baráttu og fórnir. En það voru einmitt Jiessar tak- markanir á almennum mannrétt- indum alþýðunnar í landinu, sem ruddu jafnaðarstefnunni braut hérlendis, og leiddu til þess að Alþýðuflokkurinn var stofnaður. Þá fyrst fer að heyrast krafan um það, að allur almenningur fái og eigi rétt á því að lifa og búa við mannsæmandi kjör, — krafan um meira atvinnuöryggi, — kraf- an um meiri menntun, krafan um hlutdeild í stjórn bæjar- og sveit- arfélaga í stjórn landsins og þar fram eftir götunum. Hér voru að verki, bæði knýj- andi nauðsýn og einhuga vilji al- þýðunnar um að sameinast, sam- einast til samstilltra átaka í bar- áttunni fyrir bættum lífskjörum. Þannig er Alþýðuflokkurinn sprottinn upp úr íslenzkum jarð- vegi. Það var félagshyggja og sam- takamáttur íslenzkrar alþýðu, sem gerðu Alþýðuflokkinn að veru- lpika. Þá er líka rétt að minnast á það hér, að þegar Alþýðuflokk- urinn bauð fyrst fram, var kosn- ingaréttur bundinn við 35 ára ald- ur. Nú eru uppi raddir, og að frumkvæði Alþýðuflokksins^ um það, að færa kosningaaldur enn niður, frá því sem nú er, þ. e. a. s. frá 21 árs aldri niður í 18 ára ald- ur. Ég tel það vel farið. Oft er á Jiað minnst, hversu æska landsins í dag sé mannvænleg og gjörvi- leg, sem vissulega er rétt. Og hví Jiá ekki að kalla liana til meiri ábýrgðar og Jiegnskapar en nú er gjört? En vita skaltu Jiað, — æskumaður, — að Jiví fylgir ábyrgð að vera kjósandi. Sú ábyrgð fylgir að kunna að velja og hafna, vinna og fórna, — en láta ekki stundar- hag eða einkahagsmuni stjórna gerðum sínum. Þetta hafa sannir Alþýðuflokks- menn ávallt gert sér Ijóst. Alþýðu- flokkurinn er til orðinn vegna fólksins og störf Alþýðuflokksins eru unnin í Jrágu fólksins. Ég læt nægja að benda á hina víðtæku tryggingarlöggjöf, sem flokkurinn heíur ávallt haft for- ustu um, þótt ýmsir aðilar, þar á meðal Framsóknarflokkurinn, hafi á sínum tíma reynt að bregða fæti fyrir eðlilegri Jrróun þeirra mála. 50 ára saga Alþýðuflokksins liefur að sönnu ekki verið ein sig- urganga. Þar hafa skipzt á skin og skúrir. En vegna tímaleysis get ég ekki rakið jiú sögu hér, þótt æski- legt væri. í dag er nýr uppgangstími að hefjast innari flokksins. Stuðn- ingsmenn Aljiýðuflokksins liafa fylgt liði og aldrei mætt eins öfl- ugir til bæjarstjórnarkosninga hér í bæ og nú. Þegar við birtingu framboðs- listanna fjögra mátti strax sjá og heyra á tali fólks hér í bæ, að A- listinn hafði áunnið sér gott for- skot. Þessi samstaða og einhugur stuðningsmanna A-listans hefur farið vaxandi dag frá degi og mun verða undirstrikuð með glæsileg- um sigri A-Iistans á sunnudaginn kemur. Sigur, sem marka mun tímamót í bæjarmálum Akureyr- ar. En hvers vegna þessi óánægja hjá kjósendum með framboðslista hinna flokkanna? Jú, hún er bæði auðsæ og auðskilin. Allir liinir flokkarnir brugðust hrapallega því trausti kjósenda, að mynda ábyrgan og framsækinn bæjarstjórnar meiri hluta. Allt síðastliðið kjörtímabil ríkti því mesti glundroði og fyrirhyggju- leysi um stjórn bæjarmála vegna dáðleysis og ráðleysis bæjarfull- trúanna. Því segja kjósendur f dag við þá: „Ykkar var tækifærið, en er ekki lengur." Annars væri svo sem fróðlegt að fá að heyra skýringu bæjarfull- trúanna sjálfra á því, livers vegna Jreim þótti henta að víkja sér und- an Jieirri skyldu að mynda ábyrga meiri hluta stjórn. En þeir hafa nú allir gefið kost á sér til endur- kjörs, þótt ekki Jiar með sagt að hugarfar þeirra sé breytt. • Að kjósa þá aftur er sama og að kjósa yfir sig sama glundroð- ann. Reyndar liggur skýringin í aug- um uppi, þeirra var aldrei ætlun- in að mynda ábyrgan meiri hluta. Nefnilega með ]>ví móti liefðu Jieir orðið að sýna sitt rétta og sanna eðli. Þeir voru ekki og eru ekki fulltrúar fólksins, lieldur fulltrúar einstaklingshyggju, stöðn unar og úreltra kennisetninga. — Það sýnir bezt þeirra frammistaða í bæjarmálum sl. kjörtímabil. — Abyrgðarleysi og sýndarmennska var öll þeirra iðja. En í skjóli glundroðans má fela marga mis- felluna og gera út um hrossa- kaupin. Ef vitnað er í Jieirra eigin orð, stendur í stefnuskrárblaði Sjálf- stæðisflokksins. (Reyndar segja Valgarður Haraldsson sumir, að stefnuskráin sé pöntuð frá Reykjavík. Við skulum bara vona að svo sé ekki. Eftir Jiví að dæma má ætla, að framkvæmdir bæjarins við Glerárgötu sé upp- haf á nýju Miklubrautar-ævin- týri.) En í áðurnefndu blaði stendur, að þeir (fráfarandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins) taka að sín- um hluta ábyrgð á framkvæmdum eða aðgerðaleysi, — ja, takið eftir: aðgerðaleysi bæjarins sl. kjörtíma- bil. Vissulega hraustlega mælt, — drengir, — en er samt ekki til of mikils ætlast, að biðja kjósendur um enn sterkari og öruggari áð- stöðu til að hlúa að öllu aðgerða- leysinu. Blað Framsóknarmanna, Dagur, sem hefur um árabil hrósað sér af Jiví, að vera eina málgagn sam- vinnuhreyfingarinnar hér í bæ, virðist algerlega hafa dottið út úr rullu sinni. Samvinnuhugsjónin horfin, en í hennar stað tíundar ritstjórinn verk fráfarandi bæjar- fulltrúa Framsóknar: Einn bæjar- fulltrúi byggir iðnskólann, annar nýjan slipp. Og guð má vita, hvað efsti maður listans tekur sér fyrir hendur? En það hlýtur að verða eitthvað stórkostlegt, því enn hef- ur það ekki rúmast á síðum Dags. Kannske Tímapressan hlaupi þar undir bagga á síðustu stundu. Og í gegnum pressugnýinn sker í eyru neyðaróp efsta manns G- listans: „Mynda Jiarf samhentan meiri hluta um stjórn bæjarmála." Því miður barst neyðarkallið 4 ár- um of seint, bæjarráðið drukkn- aði í öllu aðgérðaleysinu. Yíir- skrilt: „Ykkar var tækifærið“, að bjarga ykkur. Af því sem hér áð framan er rakið furðar engan, þótt stuðn- ingsmenn A-listans setji Jiað efst á oddinn, að myndaður verði ábyrg- ur meiri hluti innan bæjarstjórn- ar eítir kosningar. Á þann eina hátt er hægt að vinna skipulega og skynsamlega að eðlilegri áætlunargerð og þró- un atvinnu- og uppbyggingarmála bæjarins. En Jiað eru Jieir mála- flokkar, sem væntanleg bæjar- stjórn kemur til með að fjalla að- allega um. Góðir hlustendur! Vegna tíma- teysis get ég ekki rætt Jiessa mála- flokka ítarlega hér. Við fulltrúar A-listans höfum skipt með okkur verkum og munum hver á sínu sviði vinna að Jieim eins vel og við getum. Ef við lítum yfir aðgerðir bæj- aryfirvalda í skólamálum blasa við eftirtaldar staðreyndir: 3 barnaskólar, þar af 2 yfirfullir og lóð umhverfis Jiann 3. er ófrá- gengin. Kennslustundafjöldi á viku er í lágmarki vegna kenn- araskorts og vöntunar ú kennslu- rými. Er ég sótti um starf við Barnaskóla Akureyrar fyrir 14 ár- um, voru umsækjendur 13. Nú telst Jiað til tíðinda; ef 1 kennari með réttindum sækir um starfann. Einn gagnfræðaskóli með rúm- lega 700 nemendur, sem skiptast í bóknáms- og verknámsdeildir. Sú skipting eins og lnin er jafnan framkvæmd, er með öllu óraun- hæf og hættuleg eðlilegu mati okkar og viðhorfi til verklegrar kennslu. Elúsrými skólans er ætl- að fyrir um 500 nemendur. Þar er ekkert bókasaln, engin lesstofa, enginn leikvangur, enginn sam- komusalur enn, og fátt eitt um nýjungar í kennslutækni. Samt er Jretta íjölmennasti vinnustaður unglinga í bænum. Svipaða sögu er að segja um Menntaskólann, að vísu er liann rekinn af ríkinu. Engu að síður lilýtur bæjarfélagið að láta sér annt um vöxt hans og viðgang. Allt of sjaldan heyrist frá bæjar- stjórn sú krafa, að starfsskilyrði menntaskólans verði stórum bætt. A ég hér einkum við kennslustof- ur fyrir raunvísindagreinir. Einn húsmæðraskóli, tómur. Hann hefur þó á undanförnum árum gegnt því mikilvæga hlut- verki að vera annexía annarra skóla, sem ýmist hafa verið yfir- fuílir eða engan samastað átt. Nú hin síðari ár hefur iðnskólinn verið Jiar til húsa. En frá því hann hóf göngu sína, hefur hann aldrei átt fastan samastað, sem einkenni- legt má kallast, í öðrum eins iðn- aðarbæ og við teljum bæinn okk- ar vera. Nú rofar fyrir nýjum degi í byggingarmálum Iðnskól- ans og einkum vegna ötullar bar- áttu skólanefndar Iðnskólans. Ný sett lög um iðnfræðslu livetur okk ur til að gera enn betur í þéim efnum. Af þessari stuttu upptaln- ingu, sem hvergi nærri er tæm- andi sést, að þegar á Jiessum eina vettvangi bíða mörg verkefni úr- lausnar. Við þökkum vissulega, það sem vel er gert, en okkur finnst líka að allt of margt liafi mistekizt eða dregizt á langinn. Góðir Akureyringar. — Samtaka nú — um að skapa bjartari fram- tíð — betri bæ. Stuðningsmenn A-Iistans, vinn- ið vel á sunnudaginn kemur. — Munið fundinn í Borgarbíó arin- að kvöld. Sigur A-listans er sigur fólksins. Sigur A-listans er sigur Akur- eyringa. MYNDARLEG HANDAVINNUSÝNING Ólafsfirði 6. maí. J. S. IÐSKÓLINN hafði handa- vinnusýningu þann 1. maí og mátti sjá þar marga fallega muni bæði pilta og stúlkna. Af sýningagripum pilta má nefna sófa, hjónarúm og allskonar borð og skápa og munir stúlkn- anna vitnuðu um alúð og falleg handbrögð. Eiga handavinnu- kennararnir, þau Sigrún Jóns- dóttir og Björn Þór Ólafsson, þakkir skilið fyrir kennslu sína. Fjöldi fólks kom á sýninguna og var hún öll hin ánægjuleg- asta. Um aflabrögð hér, er það að segja, að flestir stærri bátarnir eru hættir þorskveiðum og farn ir að búa sig úr á síldveiðar, en þó er Stígandi enn úti á troll- veiðum. Þorskafli er enn enginn á smærri bátana og grásleppu- veiði hefur einnig verið treg, enda hefir óhagstætt veður hamlað veiðum, og er ekki ann- að sjáanlegt en grásleppuvertíð in verði hér mjög rýr. ... . " K: -k: * -. ..t ■{ - • Sluðningsmenn A-lisfans kjósið snemma - AM freyslir ykkur öllum

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.