Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.06.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 03.06.1966, Blaðsíða 1
* Opið öil kvöld til kl. 23.30 I Skipuleggjum ícrð- B Fyrir hópa og | ir endurgjaldslaust | einstaklinga VERZLUNIN BREKKA LÖND O G LEIBIR. Sími 12940 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROM YNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 ALÞYÐUmAÐURINN XXXVI. árg. — Akureyri, föstudaginn 3. júní 1966 — 22. tbl. BRÍÐABIRGÐA5AMK0MUIAG VERKALÝÐSFÉLAGANNA Á NORÐURLANDI SL. MÁNUDAG var undirritað á Akureyri samkomulag milli verkalýðsfélaganna á Norður- landi og samtaka vinnuveitenda um framlengingu fyrri kjara- samninga með nokkrum breyt- ingum. Samkomulag þetta gildir frá og með 1. júní um óákveðinn tíma. Samkomulagið kveður svo á, að vinnuvika verði stytt um 1 klst. í 44 stundir, að grunn kaup hækki um 0,5% og einnig að á það verði reiknað 2,5% álag í þeim tilvikum, þar sem ekki er um aldursuppbót að ræða. Öll vinna við fiskverkum sem áður hefur verið greidd sem al- menn vinna hækkar auk þessa um 1 taxtaflokk og vinna kvenna við fiskverkun hlut- fallslega. Áiag vegna nætur- og helgi- dagavinnu hækkar úr 81% í 91% sömuleiðis kveður sam- komulagið á um hækkun á kaupi við stórvirkar vinnuvélar og fyrir bifreiðastjóra. Loks lýsa samningsaðilar yfir að þeir muni undii'búa, fyrir gerð endanlegra samninga, breytt fyrirkomulag á greiðsl- um fyrir veikindadaga. Að samkomulaginu standa 18 vei-kalýðsfélög á svæðinu frá Blönduósi til Þórshafnar, en af hálfu vinnuveitenda Vinnuveit- endasamband íslands og Vinnu málasamband Samvinnuféiag- anna. (Fréttatilkynning) N Sjúkraliðar úlskrifaðir ÞANN 26. fyrra mánaðar voru héðan frá Fjórðungssjúkra- húsinu útskrifaðir fyrstu sjúkra liðarnir, 14 talsins, er lokið hafa námi hér á landi. Nám sjúkra- liða stendur í 8 mánuði sam- fleytt. Hinir nýútskrifuðu sjúkraliðar munu allir verða við störf á Akureyri í sumar, nema tveir er munu vinna á Kristneshæli. AM óskar þeim til hamingju með námið og til heilla í starfi. Efla þarf útgerð frá Akureyri. Myndin er frá síðasta Sjómannadegi. Ljósni.: Gunnl. P. Kristinsson. =<X»= S U.A. þarff fyrirtæki. - Nauðsyn ber aS endurnýja skipasfól þess hið fyrsfa Aðalfundur félagsins var haldinn sl. þriðjudag Þ kÓTT rekstrarhalli ÚA á s.l. ári næmi 2,4 milljónum króna, munu allir Akureyringar vera sammála um það, að Útgerðar- félag Akureyringa ber að efla og þá fyrst og fremst með nýjum skipakosti. — Nánar er um þetta mál rætt í leiðara AM í dag. — Hér á eítir birtist stuttur útdráttur úr skýrslu félagsstjórnar. AÐALFUNDUR Útgerðaríélags Akureyringa var haldinn s.I. þriðjudag, í hinum vistlega matsal félagsins. Mættir voru stjómarnefndarmenn ÚA, fram kvæmdastjórar og hluthafar. Fundarstjóri var kjörinn Sverrir Ragnars og fundarritari Pétur Hallgrímsson. Skýrslu stjórnarinnar flutti stjórnarfor- maðurinn, Albert Sölvason en siðar skýrðu framkvæmdastjór- :: AKUREYRINGAR UNIÐ A-listafagnaðinn í Sjálfstæðisbúsinu í * kvöld. Verið velkomin. }M’ í Myndin cr af sjúkraliðunum ásamt yfirhjúkrunarkonu Ingibjörgu Magnúsdóttur og deildarhjúkrunarkonu Guðfinnu Thorlacíus. Ljósmyndina tók Níels Hansson. arnir, þeir Gísli Konráðsson og Vilhelm Þorsteinsson reikninga félagsins. Reikningarnir voru síðan samþykktir og ný stjórn kjörin. Hana skipa: Albert Sölvason, Jakob Frímannsson, Arnþór Þorsteinsson, Steindór Jónsson og Tryggvi Helgason. Endurskoðendur, Kristján Ein- arsson og Ragnar Steinbergsson. Það merkasta, sem fram kom í skýrsl.um stjórnar og fram- kvæmdastjóra var þetta: Allir togarar Útgerðarfélags Akureyringa h.f. voru reknir með halla síðasta ár, Kaldbak- ur með 796 þús. kr., Svalbakur 812 þús. kr., Harðbakur 1.692 þús. kr., Sléttbakur 978 þús. kr. og Hrímbakur 1.088 þús. kr. Aftur á móti varð rekstur hag- stæður hjá hraðfrystihúsi, 2.685 þús. kr., skreiðin með 41 þús. kr., saltfiskverkun með 166 þús. rk. En heildarútkoma fyrirtæk isins varð reksturshalli, sem nam kr. 2.472.304.88. En þá höfðu eignir ÚA verið afskrif- aðar um 3.596.315.42. Heildarút- koma fyrirtækisins sýnir veru- lega betri afkomu þess nú held ur en árið 1964, sem stafaði af meiri afla togaranna og hag- kvæmari nýtingu. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. greiddi síðasta ár 1105 aðil- um kaup, samtals kr 41.524.213.26, auk fríðinda. Af þessari upphæð var greitt til sjómanna kr. 23.490.085.93. Utan beinna vinnulauna, sem hér eru að framan taliri, greiddi Útgerðarfélag Akureyringa til hinna ýmsu fyrirtækja í bæn- um, vegna margskonar vinnu og þjónustu margar milljónir króna. Vélakostur Hraðfrystihúss fé lagsins var aukinn og endur- bættur á árinu, og fyrir dyrum stendur nokkur stækkun þess. f umræðum á aðalfundinurri kom fram, að stjóm félagsins hefur látið fara fram nokkra at- hugun á möguleikum til að endurnýja skipakost þess. En þær athuganir eru á byrjunar- stigi. Á þessu ári hafa togararnir fengið heldur minni afla en á sama tíma í fyrra. Frá áramótum hafa aðeins þrír togarar ÚA stundað veiðar óslitið en fjórði togarinn, Sval- bakur, kemur væntanlega um miðjan mánuðinn úr 16 ára flokkunarviðgerð. FYRSTI FUNDURINN 'F'YRSTI fundúr hinnar ný- kjörnu bæjarstjórnar verð- ur lialdinn þriðjudaginn 7. júní. Munu þá verða kosnir forsetar og bæjarstjóri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.