Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.06.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 03.06.1966, Blaðsíða 5
Viltu skipta um bæjarstjóra? VEGNA ORÐRÓMS í BÆNUM lagði AM þessa spurningu fyrir nokkra borgara á Akureyri, en heyrzt hafði, að Framsóknar- og Alþýðubandalagsmenn myndu mynda meirihluta innan liinn- ar nýkjörnu bæjarstjórnar og víkja hinum vinsæla bæjarstjóra okkar, Magnúsi E. Guðjónssyni úr starfi. — Hér heyrið þið skoð- anir átta borgara í Akureyrarbæ, er þeir svara spurningu AM. En þeir eru: Geir S. Björnsson prentsmiðjustjóri, Þóroddur Jó- hannsson framkvæmdastjóri UMSE, Arnfinnur Arnfinnsson hót- elstjóri, Karl Jörundsson forstjóri Ferðaskrifstofunnar Sögu, Her- mann Sigtryggsson æskulýðsfulltrúi, Stefán Árnason skrifstofu- maður, Hjörleifur Hafliðason iðnverkamaður og Steinn Karlsson forstjóra Ferðaskrifstofunnar Lönd og Leiðir. GEIR S. BJORNSSON prentsmiðjustjóri: MITT svar er ákveðið NEI. ÞÓRODDUR JÓHANNSSON framkvæmdastjóri: SEM betur fer, mun sú sögu- sögn ekki hafa við rök að s Þóroddur Jóhannsson. styðjast, að víkja eigi Magnúsi Guðjónssyni bæjarstjóra úr embæíti hér. Ég fagna því, að Akureyri á enn eftir að njóta starfskrafta hins vinsæla bæjar stjóra. ARNFINNUR ARNFINNSSON hótelst jóri: NEI! Það er mjög ákveðnar línur, livað það merkir hjá Arnfinnur Arnfinnsson. mér. Ég hef ekkert nema gott eitt að segja um Magnús E. Guðjónsson bæjarstjóra. Hins vegar hef ég heyrt þessu fleygt, að nú eigi að reka hann burtu frá okkur. Fyrir hvaða sakir Á nýlokinni Ferðamálaráð- stefnu kom það berlega í ljós, hvað hann fylgist vel með hef ég ekki fengið upp, en sé það vegna þess, að hann er Al- þýðuflokksmaður, þá held ég, að þeir menn, sem að þessu standa, séu á endamörkum vel- sæmis í lýðræðislandi, og væri nær fyrir bæjarstjórn, að sýna framtak sitt í einhverju öðru, og þá í það minnsta eitthvað til að halda jafnvægi í byggð landsins, sem svo mikið er um talað. Ég efast ekki um, að Magnús E. Guðjónsson mun framkvæma það, sem bæjarstjórn felur honum, og ættu bæjarfulltrúar nú, þótt seint sé, að hrista af sér svefnmókið og sýna, að þeir vilji eitthvað gera til framfara hér í þessum bæ. Bæjarfulltrúar! Gangið um ferðamannabæinn — og sjáið hvernig hann líur út. Hvar er heita vatnið? Hvar er kalda vatnið? Hvernig er með ryðkláfana — togarana okkar. Hvernig er með malbikun- ina? Hvernig er með alla hálfklár- uðu húskumbaldana? Það er nóg annað að gera, en reka Magnús E. Guðjónsson. Ég hef talað við marga um þetta og allir eru á einu máli um, að bæjarstjórinn okkar verði kyrr og að margur mundi hafa ráðstafað atkvæði sínu öðruvísi, ef þessar hugmyndir hefðu komið fram fyrir kosn- ingar. — En fjögur ár eru stutt ur tími — og það ættu þessir góðu herrar að athuga — og dramb er falli næst. Ég vil og sérstakléga þakka Magnúsi E. Guðjónssyni, og fyrir það, að hann hefur verið á móti því, að fjármunir bæjar- félagsins væru notaðir til áfengiskaupa í veizlum, sem bærinn hefir haldið, í hans tíð. KARLJÖRUNDSSON forstjóri: NEI! Tvímælalaust ekki. Hvað bæjarmál almennt snertir, er það mitt álit, að Magnús E. Guðjónsson hafi gert þeim mál um góð skil og sýnt sérstaka háttvísi í starfi. Hermann Sigtryggsson. notið hinnar beztu fyrirgreiðslu hjá Magnúsi E. Guðjóns^yni, í sambandi við æskulýðs- og íþróttamál svo og annan þann starfa sem ég hefi þar haft með að gera. Vænti ég áframhald- andi samstarfs við hann í stöðu bæjarstjóra. STEFÁN ÁRNASON skr if stof umaður: SPURNINGUNNI svara ég neit andi. Mér finnst Magnús Guð- jónsson núverandi bæjarstjóri búinn mörgum þeim kostum, sem góðan bæjarstjóra mega prýða, og skipti ekki æskileg nú. Ég á heldur ekki von á að þeir sem um þessi skipti hafa rætt þori að framkvæma þau af ótta við kjósendur, því kosning ar eru aftur innan árs, og nú- verandi bæjarstjóri nýtur það' almennra vinsælda hjá kjós- endum í öllum flokkum. HJÖRLEIFUR HAFLIÐASON iðnverkamaður: RITSTJÓRI Alþýðumannsins hefir lagt þessa spumingu fyr- ir mig. Mitt svar er á þá leið, að ég vil að hann verði endur- kjörinn. Það hefir ekkert það fram komið, sem réttlæir það, að við verðum að skifta um STAKAN okkar 1 NÚ SKAL hefja þáttinn stökuna okkar á nýjan leik, og er ekki ágætt að byrja á vísu er einn ágætur bæjarbúi skaut að mér á götu rétt eftir kosningaslag- inn og hljóðar hún þannig: Karl Jörundsson. ferðamálum og gerir sér grein fyrir, hvernig við hér á Akur- eyri þurfum að mæta þeim verkefnum, sem skapast munu hér á næstunni í sambandi við vaxandi ferðamannastraum hingað. Er það von mín og trú, að flokkapólitík ráði ekki vali bæjarstjóra næsta kjörtímabil, — heldur að farið verði eftir staðreyndum. HERMANN SIGTRYGGSSON æskulýðsfulltrúi: NEI. Þann tíma sem ég hefi unnið hjá bænum hefi ég ávalt Hjörleifur Hafliðason. bæjarstjóra nú. Séu einhverjar umleitanir um meirihlutamynd un í bæjarstjórn, sem myndu leiða það af sér, að Magnús E. Guðjónsson yrði ekki endur- kjörinn, en annar kæmi í hans stað, teldi ég það miður farið. Ég óska þess, að Akureyrarbær eigi eftir að njóta Magnúsar E. Guðjónssonar, hér eftir sem hingað til. STEINN KARLSSON forstjóri: ÉG SE enga ástæðu til þess, það sem ég þekki til. Ég veit ekki um neinn sem gefur kost á sér í þetta starf, sem betri en Magnús bæjarstjóri. En ef fram kæmi maður, sem hefði til að bera alla kosti Magnúsar (Framhald á blaðsíðu 7). Steinn Karlsson. Bragi sigur bar af Gísla, blæða sárin mörg. Áfram má við sjúka sýsla systir Ingibjörg. Þessa ágætu vísu heyrð- um við út í Svarfaðardal nú á dögunum: Hraðaði sér í lireina spjör hljóp frá kúm og sauðum. Suður gerði góða för, gekk af minknum dauðum. Þessa kersknisvísu skaut góðkunningi minn að mér og mun honum sem ótal mörg- um hafa gramist það að vísnaþátturinn var látinn víkja fyrir frú pólitík: I Það telja fæstir lítin löst, að lágmarkskröfum nú- tímans, þótt stakan okkar standi föst, í sterkum hálsi ritstjórans, S. D. sendir okkur þe.'ssa stöku fyrir nokkru, eða náoar tiltekið í norðanruddanum um daginn: 1 Meðan ekki er liláka hlý liér á norðurslóðum, skulum við bara bíta í j baunaspað á hlóðutn. Allir muna þorskastríðið á milli Breta og íslendinga, og það muna kannski allmargir Dalvíkingar eftir olíustríði nú fyrir nokkru, um það kvað Þorsteinn bílstjóri til Sveins vinar síns frá Hæringsstöðum er þá var mjólkurbílstjóri í Svarfaðardal: 1 Esso vinnur á með gríð ! undir Shell því stynur. Það er líka þorskastríð á þurru landi vinur. S. D. sendir þessa glettnis- vísu til Péturs frá Hallgilsstöð um og mun tilefnið vera við- tal það er AM átti við Pétur í vetur: Til níutíu og níu ára neitar Pétur sig að leigja, en hvort Iiann eigi eiljfð klára - ekki er það nú gott að segja, AM vonar nú að Pétur svarf þessu við tækifæri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.