Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.06.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 09.06.1966, Blaðsíða 1
Opið öll kvöld til kl. 23.30 VERZLUNIN BREKKA Skipuleggjum ferð- I Fyrir hópa og ir endurgjaldslaust | einstaklinga LÖND O G LEIÐIR. Simi 12940 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROM YNDIR Akureyri HAFNARSTRíÍITI 85 . SÍMI (96)11520 ALÞYÐUmAÐURINN XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 9. júní 1966 — 23. tbl. Enn óráSinn bæjarstjóri á Sauðárkróki |>ÆJARSTJÓRN Sauðár- " króks er búin að lialda sinn fyrsta fund. Samkomulag náð- ist milli Alþýðuflokksins, Fram sóknar og Alþýðubandalagsins um forsetakjör og nefndarkosn ingar, en kosningum í nefndir var frestað til næsta fundar. Enn er þó eigi gengið frá mynd un meirihluta á milli þessara þriggja flokka á kjörtímabilinu en unnið að því. Forseti var kjörinn Guðjón Ingimundarson, 1. varaforseti Erlendur Hansen og 2. varafor- seti Hulda Sigurbjömsdóttir. Enn er eigi búið að ráða nýj- an bæjarstjóra. Málverkasýning EINN frægasti málari lands- ins, Svavar Gu'ðnason, hef- ir um þessar mundir málverka- sýningu í húsakynnum Bólstr- aðra .húsgagna h.f. í Amarohús inu á annarri hæð. Svavar sýn- ir 14 vatnslitamyndir, bæði eldri og yngri. AM vill hvetja Akureyringa til þess að kynna sér list hins fræga málara. / 1 ....'"""’s IGÆR var fyrsti fundur ný- kjörinnar bæjarstjómar Húsavíkur. Náðst hafði meiri- hluti innan bæjarstjórnar milli fulltrúa jafnaðarmanna, óháðra og Sjálfstæðisflokksins. Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Guð mundur Hákonarson, 1. vara- forseti Ingvar Þórarinsson og 2. varaforseti Sigurður Jónsson. Bæjarstjóri var kjörinn Bjöm Friðfinnsson lögfræðingur í Reykjavík. AM SEGIR: Akureyringar, lesið um viðbrögð „stóru fíökkahna“ MVILL biðja Iesendur sína að lesa vel leiðara blaðsins í dag. Þar er sagt frá staðreyndum um gang mála eftir kosningar og birt bréf það er jafnaðarmenn skrifuðu bæði Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, eftir kosningar. Þar kemur skjallega fram að jaínaðarmenn höfðu frumkvæði að því að gerð yrði framkvæmdaáætlun er stuðla myndi að því að höfuðstaður Norðurlands ætlaði sér annað og meira en vera hjálenda frá Stór-Reykjavík í framtíðinni, Bréf jafnaðarnianna rýfur í tætlur þá sýndarmennsku er fram kemur í tillögu Framsóknar, er Dagur feitletrar í sið- asta blaði og Framsókn lét gera sem viðbótardagskrá í sam- bandi við fyrsta fund nýkjörinnar bæjarstjórnar, f leiðurum AM í dag þreifið þið á staðreyndum og skiptir engu þótt Dagur reyni að slá sig stóran á sýndarmennsku einni. Akur- eyringar! AM biður ykkur að fylgjast vel með viðbrögðum „stóru flokkanna“ áfram. Jafnaðarmenn liafa skýrt og ótví- rætt látið í ljósi sínar skoðanir, þeir vilja stuðla að norð- lenzkri sókn, gegn höfuðborgarvaldi, gegn því að ísland verði aðeins Suðurnes. „Stóru flokkarnir“ eiga nú völina, um að sanna það að þeir vilji í raun og sannleika veg og reisn Norðurlands meiri en nú er. Akureyringar munu ckki áfellast jafnaðarmenn fyrir það að kjósa Framsóknarmenn sem forseta bæjarstjórnar og stuðla með því, að okkar vin- sæli bæjarstjóri yrði endurkjörinn. Akureyringar, fylgist vel með næstu viðbrögðum „stóru flokkanna“, afstaða jafn- aðarmanna er skýlaus. Hittumst svo heil eftir hálfan mánuð. — Með vinarkveðju. Sigurjón Jóhannsson. Magnús E. Guðjónsson endurkjörinn bæjarstjóri á Aknreyri, með 9 atkvæðnm, kommúnistar sátu hjá Jakob Frímannsson kjörinn forseti bæjarstjórnar, með atkvæðum jafn- aðarmanna og Framsóknar. Enginn samstæður meirihluti fyrir hendi innan bæjarstjórnarinnar FYRSTI FIINDUR hinnar nýju bæjarstjómar Akureyrar var haldinn s.l. þriðjudag í Landsbankasalnum og setti liann bæj- arstjórinn, Magnús E. Guðjónsson, er bað aldursforseta, Amþór Þersteinsson, að stýra fundi unz forseti hefði verið kosinn. Jafn- aðarmenn höfðu ákveðið að styðja forsetaefni Framsóknar með því skilyrði, að þeir styddu núverandi bæjarstjóra til endurkjörs. Kjör forseta fór þannig að Jakcb Frímannsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar með 6 at- kvæðum, Jón G. Sólnes fékk 3 atkv. og Ingólfur Árnason 2. Fyrri varaforseti var kjörinn Stefán Reykjalín með 6 atkv., 5 seðlar voru auðir, og annar varaforseti var kjörinn Arnþór Þorsteinsson með 5 atkv., en 6 seðlar voru auðir. Stefán Reykjalín stýrði fundi í fjarveru Jakobs Frímanns- sonar. Bæjarráð. í bæjarráð voru kosnir: Bragi Sigurjónsson, Jakob Frímanns- son, Sigurður ,01i Brynjólfsson, Ingólfur Árnason og Jón G. Sólnes. Nefndarkosningar. Þar höfðu jafnaðarmenn vissulega heilladísina með sér svo að athygli vakti. Engin sam vinna var á milli flokka um nefndarkjör, en jafnaðarmenn unnu 10 af 12 hlutkestum er fóru fram. Bragi Sigurjónsson fór þess á leit að samvinna yrði um nefndarkjör, en af hálfu Framsóknar hafnaði Sigurður Óli því tilboði og Jón G. Sólnes að hálfu íhaldsins. AM mun í næsta blaði birta nefndarkosningarnar. Þá mun AM væntanlega einn ig geta sagt frá, hvernig mál réð ust um myndun ábyrgs meiri- hluta innan bæjarstjórnarinnar. Jafnaðarmenn munu stuðla að því að sá meirihluti náist, er stuðla myndi að vexti og við- gangi Akureyrar. Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri. .... NÝR BÁTUR TIL HÚSAVÍKUR Húsavík 8. júní. G. H. NÝR BÁTUR kom til Húsa- víkur í gær, smíðaður í Noregi. Hann heitir Héðinn ÞH 57, eigendur Hi-eifi h.f. Skipstjóri er Maríus Héðinsson, en framkvæmdastjóri Jón Á. Héðinsson. Skipið er 330—340 lestir og hið vandaðasta að allri gerð m. a. með hliðarskrúfu. Það mun fara á sildveiðar næstu daga. Nýkjörin bæjarstjóm Akureyrar, ásamt bæjarstjóra, að loknum fyrsta fundi. (Ljósmynd: N. H.) LEIÐARINN: „Þetta var fyrsta vers“ Rætt við Hugrúnu Steingrímsd., sjá hls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.