Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.06.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 09.06.1966, Blaðsíða 2
 “s Íþróttasíáa A.M. WWIWHmHWIHIIIIIHHmMIUHHMIIHWIHIIIHIIWHtHtllHHlmmHWWWWmWHimHIHIimHIHIItimillHmHIHHHIIWmmiHIWIiHWIUHWWHHmHHWHHWWtlHHIHHHHIHIII' RITSTJÓRI: F R ÍMANN GUNNLAUGSSON NNIHtHIIHIIIMIIHIHIHIHMHIIIIHIIIHIIIHIIII »1 Vormót í frjálsum íþróttum VORMÓT Akureyrar i frjáls- um íþróttur fór fram á Ak- ureyri 3. júní sl. Þátttaka var lítil í mótinu, sem stafaði m. a. af því, að flestir þeztu frjáls- íþróttamenn bæjarins voru ekki heima. Árangur var fremur slakur hjá flestum, miðað við fyrri afrek. Kjartan Guðjónsson bar sigur úr bítum í öllum grein um sem hann tók þátt í. Helztu úrslit: STATISTIK ÞAÐ komu fyrir 483 slys hjá 2660 leikmönnum spænsku knattspyrnunnar 1964—1965 og þau skiptust þannig: Markvörð ur 70, hægri bakvörður 33, vinstri bakvörður 38, hægri framvörður 53, miðframvörður 52, vinstri framvörður 23, hægri útherji 32, hægri innherji 48, miðframherji 42, vinstri inn- herji 35 og vinstri útherji 32. 21 dómari slasaðist og 4 þjálf arar. 304 slys urðu í deildar- keppninni, 44 í bikarkeppninni og 58 á æfingum en önnur urðu í unglingaleikjum. LlFIÐ ER ERFITT Starf íþróttafréttaritara er ekki alltaf dans á rósum. Knatt spyrnuþulur útvarpsins í Bayern varð illa úti um daginn. Hann átti að lýsa keppni milli F. C. Niirnberg og Kaisers- lautern, en enginn afmarkaður staður var fyrir hann til að lýsa á svo hann klifraði upp á þak áhorfendastúkunnar, settist þar og lýsti. Þegar leiknum var lok ið ætlaði hann að standa upp, en þá var hann fastur. Buxurn- ar höfðu festst í tjöru þaksins. Hann gat þó losnað um síðir og prýða nú buxur hans þak áhorf endastúkunnar. Kúluvarp. m. 1. Kjartan Guðjónsson ÍR 14,20 2. Þóroddur Jóhannss. UMSE 13,58 3. Páll Stefáhsson Þór 10,14 HMIHIHIIIIHIIIIIIHMIIIHIIIIIHIIIIHHIIItlHHIIHHIIIIIIHNHi’ 17. JÚNÍ MÓTIÐ HEFST N.K. LAUG- ARDAG KL. 2 Langstökk. m. 1. Kjartan Guðjónsson ÍR 6,14 2. Gestur Þorsteinsson UMSS 6,12 3. Birgir Ásgeirsson ÍR 5,54 1500 mctra hlaup. mín. 1. Vilhjálmur Björnss. UMSE 4,52,5 Hástökk. m. 1. Kjartan Guðjónsson ÍR 1,80 2. Halldór Matthíasson KA 1,60 3. Jóhann Friðgeirsson UMSE 1,55 100 metra hlaup. sek. 1. Birgir Ásgeirsson ÍR 11,8 2. Gestur Þorsteinsson UMSS 11,9 3. Jóhann Friðgeirsson UMSE 12,1 Kringlukast; • - • m. 1. Kjartan Guðjónsson ÍR 37,20 2. Þóroddur Jóhannss. UMSE 35,65 •8.-Gestur Þórstéihsson UMSS 31,76 FYRRI HLUTI 17. júní- mótsins fer fram laugardag- inn 11. júní á íþróttavellin- um á Akureyri og hefst keppni kl. 2 e.h. Keppt verður í eftirtöld- um greinum: Stangarstökki, kúluvarpi, kringlukasti, 400 m. hlaupi, langstökki og 800 m. hlaupi. 17. júní verður keppt í eftirtöldum greinum: 100 m. hlaupi, 1000 m. boð hlaupi, spjótkasti, hástökki og 1500 m. hlaupi. Þátttöku ber að tilkynna til Páls Stefánssonar, sími 1-12-87, fyrir fimmtudags- kvöld. Viðtal við Heiðrúnu Steingrímsd. (Framhald af blaðsíðu 5.) læknishjálpar, meiri möguleik- ar- vegna betri efnahags al- mennt og framfara í læknavís- indum./Loks eru mörg störf nú 0* rL * . , tléftarijen áöur.var vegna tækni framfara og þar af leiðandi auð veldara; að fá viðhlítandi starf á vinnumarkaðinum. Svp eitthvað í lokin, Heiðrún, er þú vildir leggja áherzlu á? Já, ég vildi óska samtökum okkar þess, að þau megi vaxa og eflast og að allir fatlaðir geri sér ljóst til hvers þau eru stofn uð og gerist meðlimir í þeim. Mikið starf er óunnið. Enn þarf að stofna félög víða á landinu og efla þau, sem fyrir eru. Þá langar mig til að nota tæki færið og flytja þakkir öllum þeim, sem hafa stutt félag okk- ar hér í bæ með góðum gjöfum og aðstoð á einhvern hátt. í sambandi við nýlokið þing okkar vil ég sérstaklega færa hjónunum í Skíðahótelinu, Karólínu Guðmundsdóttur og Frímanni Gunnlaugssyni, kær- ar þakkir fyrir góða fyrir- greiðslu og ánægjuleg sam- skipti, svo og bæjarstjóra og bæjarstjórn fyrir höfðinglegt boð, svo og öllum þeim öðrum, sem á einhvern hátt aðstoðuðu við undirbúning þingsins og framkvæmd. Þá er að þakka Heiðrúnu fyr ir skýr og greið svör og AM bið ur hana að flytja öllum félögum sínum heilar vinarkveðjur frá AM. Félagsheimili Sjálfsbjarg- ar á Akureyri vitnar um sókn- djarfan vilja er mörg félaga- samtök önnur mættu taka sér til fyrirmyndar. s. j. Frá Noregsför V. bekkjar Menntaskóla Akureyrar BLAÐIÐ hitti að máli Steindór Steindórsson, yfirkennara, cg fór.þess á leit við hann, að hann segði lesendum AM frá ferða- lagi V. bekkjar til Noregs. Steindór tók því vel, eins og hans var von og vísa, og hér lítið þið stutta ferðasögu úr-velheppnaðri för. Var Steindór fararstjóri, ásamt Margréti Hjaltadóttur, kennara. Enda þótt ferðalag þetta sé ekki sérstaklega í frásögur fær andi verð ég þó að verða við ósk AM um að segja lítilshátt- ar frá því. Það hefir verið föst venja, ár hvert, að 5. bekkur Menntaskólans færi í ferðalag að loknu ársprófi. Flestar hafa ferðirnar verið innanlands, en fyrir tveim árum var brugðið út af því og heimsóttur Mennta skólinn í vinabæ Akureyrar, Vesterás í Svíþjóð. Að þessu sinni var ráðin ferð til Noregs, en til þess að gera ekki átroðn- ing að óþörfu var þessi heim- sókn ekki höfð með opinberum blæ, en rektor menntaskólans í Álasundi var skrifað áður en ferðin var ákveðin. Lagt var af stað á Hvíta- sunnudag og flogið beint til Álasunds með vél frá Loftleið- um. Þátttakendur voru 80 nem endur, og fararstjóri auk mín var IVfargrét Hjaltadóttir leik- fimikennari. Tvo daga var stað næmst í Álasundi, og fórum við fyrri daginn inn í Geirang- ursfjörð, en þar er einn af feg- urstu og sérkennilegustu stöð- um í Noregi. í ferð þeirri var farið um svonefnda Liabygd, ,en þar tók ungmennafélag byggð- arinnar á móti okkur með kaffi drykkju, og Niels Ringseth óð- alsbóndi ávarpaði hópinn og skýrði frá samskiptum íslend- inga og Norðmanna í skógrækt armálum og benti á þýðingu skógræktarinnar bæði þar og hér. En Ringseth er einn af helztu framámönnum í skóg- ræktarmálum Norðmanna, hef- UM 70 ÞATTTAKENDUR I SJOSTANGVEIÐI- MÓTINU Á AKUREYRI UM HELGINA U'INS og skýrt hefur verið frá fer fram alþjóðlegt sjóstang veiðimót frá Akureyri 11. og 12. þ. mán. Nú er orðið ljóst, að þátttaka í mótinu verður óvenju mikil, eða um 70 manns. Eru þeir frá Keflavík, Kefla- víkurflugvelli, Reykjavík og Akureyri. 2 kvennasveitir og 14 karlasveitir verða myndaðar, en 4 eru í hverri sveit. Róið verð- ur á 16 dekkbátum og lagt upp frá Dalvík. n\V- N S.A. flylur í ný húsakynni i GÆR bauð stjórn og fram- kvæmdastjóri Sjúkrasam- lags Akureyrar blaðamönnum og nokkrum öðrum gestum til kaffidrykkju. Tilefni þess var að S. A. hefir nú flutt starfsemi sína í ný og vistleg húsakynni að Geislagötu 5 (Hús Búnaðar- bankans). Framkvæmdastjóri S. A. Stefán Ág. Kristjánsson bauð gesti velkomna og rakti í mjög snjallri ræðu ágrip af sögu S. A., en það hefir nú starfað í full 30 ár. Fyrstu stjórn S. A. skipuðu: Sigtryggur Þorsteins- son, Stefán Ág. Kristjánsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Valdi- mar Steffensen og Jón Sveins- son. Formaður stjórnar S. A. er nú Jóhann Þorkelsson, en aðrir stjórnarmenn eru: Jóhann Frí- mann, Árni Jónsson, Arngrím- ur Bjarnason og Sigurður Hall- dórsson, en eins og áður er sagt, er Stefán Ág. Kristjáns- son framkvæmdastjóri og hefir verið það frá upphafi. =00^ ALÞYÐUMAÐURINN MUN EKKI KOMA ÚT I NÆSTU VIKU. ir hann lagt margt gott til mála um íslenzka skógrækt, og kom- ið hingað til lands tvisvar sinn- um. Höfðum við hitzt á aðal- fundi Skógræktarfélags íslands fyrir 11 árum og varð það óvæntur fagnaðarfundur. Einn dag skóðuðum við okk- ur um í Álasundi, sem er vina- legur bær og með miklum myndarbrag. Hópur mennta- skólanema þar hélt gestunum dansleik um kvöldið, en gist- ingu hlutum við í Ungdoms- herbergi bæjarins. Frá Álasundi var farið í tveimur langferðabílum til Osló ar, en gist í Lillehammer, sem er Ijómandi fallegur bær í fögru og frjósömu umhverfi neðst í Guðbrandsdal við vatn- ið Mjörs. Þótti öllum þar gott að koma, og Ungdomsherbergið þar með ágætum. Loks vorum við tvo daga í Osló þar sem borgin var skoðuð, gerð inn- kaup og skemmt sér eftir föng- um. Það sem helzt skyggði á þar, var að gististaðurinn í Ungdomsherbergi í útjaðri borgarinnar, var að ýmsu leyti óhentugur, og einkum það að húsinu var lokað mikinn hluta dags eða frá kl. 10—5 og gátum við ekki komið þann tíma. Annars gekk ferðin með ágæt um. Veður voru þó ekki, sem við hefðum kosið. Hvarvetna sem við komum nutum við vin- semdar og góðvilja, og þess er ég viss, að unga fólkið var að mörgu fróðára og hafði hlotið víðari sjóndeildarhring að ferð- inni lokinni. Ýmsum þykir lítt til slíkra ferða koma og að þær svari ekki kostnaði. Það er ekki mitt að dæma um sííkt, en benda vil ég á það í því sambandi, að á síðasta þingi Sameinuðu þjóð- anna, var gerð samþykkt um stuðning og fyrirgreiðslu slíkra æskulýðsferða landa milli, og var einróma álit allra, sem um það ræddu, og þeir voru marg- ir, að þær væru mikilvægur þáttur í að efla friðsamleg sam- skipti og vináttu þjóða milli. Ferðaskrifstofan Saga skipu- lagði ferðina, og í Noi’cgi ann- aðist ferðaskrifstofan Folke- Ferie alla fyrirgreiðslu. Kunn- um við þeim hinar beztu þakk- ir fyrir störf sín, sem voru hið bezta að hendi leyst og öll sam skipti við ferðaskrifstofurnar hin ánægjulegustu. ~ St. Std. L

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.