Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.06.1966, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 09.06.1966, Blaðsíða 4
 Ritstjóri: SIGURÍÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. ' — Afgreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri ALÞYÐUMAÐURINN •iiiiiiiiiiiiiiii 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 „ÞETTA VAR FYRSTA VERS“ | ¥ KOSNINGABARÁTTU SINNI fyrir nýafstaðið | bæjarstjórnarkjör lagði Alþýðuflokkurinn á Akur- § eyri áherzlu á það, að mynda þyrfti samstæðan, ábyrg- 1 an meirihluta í bæjarstjórninni að baki bæjarstjóran- | um. Þykir því hlýða hér að greina frá því helztaj sem | gerzt hefir varðandi þetta, síðan kjör fór fram. BRÉF RITAÐ FRAMSÓKN OG SJÁLFSTÆÐI IvF.GAR að loknum kosningum ritaði Alþýðuflokk- i ^ urinn Framsókn og sjálfstæði, eða bæjarfulltrúum i þeirra svohljóðandi bréf: „Að samþykkt trúnaðarráðs Alþýðuflokksfélaganna | á Akureyri á fundi þess í gær, 23. maí, óskum við bæj- | arfulltrúar Alþýðuflokksins viðræðna við bæjarfull- | trúa Framsóknarflokksins og . Sjálfstæðisflokksins um \ myndun ábyrgs, samstæðs meirihluta í bæjarstjórn Ak- | ureyrar að baki núverandi bæjarstjóra á kjörtímabili i því, sem hafið er. § Samkomulag þetta verði reist á fastmótaðri áætlun i um framkvæmdir bæjarins næstu ár og samvinnu um | nefndaskipan og val forseta. Af hálfu okkar hafa fjórir efstu menn á framboðs- | lista Alþýðuflokksins við nýafstaðið bæjarstjórnarkjör | verið valdir til þessara viðræðna. Með von um skjót og jákvæð svör. Virðingarfyllst. Akureyri, 24/5 1966.“ jl/IUN'NLEGT SVAR Sjáifstæðis var þannig, að það | sæi ekki ástæðu til viðræðna, nema svar Fram- I sóknar væri jákvætt. Svar Framsóknar var synjun á | samstarfi nefndra þriggja flokka, en leitaði eftir stuðn- i ingi Alþýðuflokksins við forsetaefni sín í bæjarstjórn. 1 Hluti Framsóknar vildi hins vegar ákveðið mynda | meirihluta með Alþýðubandalagi og kjósa nýjan bæj- i arstjóra. Til að hindra þá þróun mála bauð Alþýðu- | flokkurinn Framsókn að kjósa með henni Jakob Frí- | mannsson sem forseta bæjarstjörnar og varaforsetann I einnig úr hennar hópi, enda styddi Framsókn Magnús i E. Guðjónsson áfram senr bæjarstjóra um næstu 4 ár. | Fimm dögum eftir þetta boð barst svar Framsóknar | jákvætt. Að þessu svari fengnu innti Alþýðuflokkurinn Sjáíf- 1 stæði el tir því, hvort það vildi hafa samstarf við hann i um nefndakjör, þar sem slíkt gat verið ávinningur fyr- | ir báða aðila, þó ekki lyrir Sjálfstæði nema hætta væri i Sjálfstæði hafnaði allri samvinnu um nefndir við I Alþýðufl. um nefndakjör, og mun hafa treyst því, að i Alþýðuflokkurinn beitti sig ekki harðræðum í þessum | málum, hvað og ekki varð, því að hver flokkur gekk i einn til nefndakjörs, eftir að Alþýðuflokkurinn hafði | í byrjun fyrsta bæjarstjórnarfundar óskað eftir allsherj- I arsamkomulagi um kjör 4 manna nefnda, þannig að i hver flokkur fengi þar einn fulltrúa. Bæði Sjálfstæði i og Framsókn neitaði, en þar sem nær hvert hlutkesti 1 gekk Alþýðuflokknum í vil, fékk hann fulltrúa í allar i 4 manna nefndir nema eina. Hins vegar missti Al- | þýðubandalag sæti í þeim flestum. FRAMKVÆMDAÁÆTLUN | A LÞÝÐUFLOKKUR, Framsókn og Alþýðubandalag § 1 báru fram til lögur á fyrsta bæjarstjórnarfundin- § um um samningu framkvæmdaáætlunar fyrir bæinn. i Var tillögunum öllum vísað til nýkjörins bæjarráðs til i (Framhald á blaðsíðu 7.) i it ifitui ii ii ijiii i ii ii ij 111 n 11 iji i iiii i iii i iii 11 ii i ■ i ■1111111111111111111111111111111111111111111111111iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiii. ^........................... HHEFIR bent blaðinu á það, að oft sýni bifreiðaeigend- ur mikið tillitsleysi varðandi umferð, hvemig þeir Jeggi bíl- um sínum og þá sérstaklega á götuhornum, þar sé vissulega leikið að háskanum, og þá eink um þar sem götur eru þröngar. Við vitum að þetta er sannleik ur og bendum við okkar ágætu lögreglu á það, að fara eftirlits- ferð um bæinn og rannsaka þetta mál. AM þakkar H. fyrir að minna á þessa staðreynd. XSKRIFAR: Glerárgatan er aðalleiðin inn í höfuðstað Norðurlands. Þar blasir við kol svart og ómálað hús. Okkar ágæti bæjarstjóri ætti að fara þess á leit við eigandann að liann málaði húsið. Það væri engin óskammfeilni sökum þess að ég veit að eigandinn hefir cfni á því. MHEFIR horizt allmörg bréf að undanförnu, þar sem kvartað er yfir því, að sím -------<\\V----------- inn sé eigi í ,n,ormal“ ástandi og hér lieyrið þið reynslu ungs manns, sem er nýlega fluttur í bæinn. „Er ég flutti liingað til Akur- eyrar, flutti ég síma minn með HEYRT SPURT HLERAÐ mér, eins og margir gera og víst gekk allvel að fá hann tengdan. En fljótt komst ég að því, að samhandið var mjög slæmt, og oft á tíðum fékkst ekki samband nema við eitt á- =“s kveðið númer. Ég kvartaði yfir þessu og það var lagfært, og var orsökin sögð ruglingur á tengistöð símans. Síðan fóru reikningar að berast og hljóð- aði fyrsti reikningurinn upp á 3642 umframsamtöl, er gerðu kr. 4006.00 eða eins og hjá all- stóru fyrirtæki. Ég vissi að ég myndi eiga eitthvað í þeim og gerði engar athugasemdir, en sá reikningur var samtals uop á kr. 4836.00, en þó fannst mér þessi reikningur verá óeðlilega liár, þar sem símí var ekki mik- ið notaður. En þegar næsíi símareikningur kom, fannst mér mælirinn fullur, þar seiu umframsímtöl voru á 4500 kr. og hljóðaði allur reikningurinn upp á kr. 5302.70. Ég talaði við ábyrga aðila lijá símanum, m. a. símastjórann, þá var mér sagt að mælirinn sýndi þetta og af þeim sökum myndi engin kvörtun tekin til greina, en þd því lofað að láta teljara á nú- (Framhald á blaðsíðu 7). ■' 1 .. • AF NÆSTU GRÖSUM* MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 10.30 árd. á sunnudaginn kemur. Sálmar nr. 26, 25, 355, 356, 657. P. S. AKUREYRARSÓKN! — Aðal- safnaðarfundur verður hald- inn í kirkjukapellunni sunnu daginn 12. þ. m. kL 4 e.h. — Sóknarnefndin. HVAÐ ER TRÚ ÞÍN STERK? Mun hún geta staðizt reynsl- ur? Hvers vegna er áríðandi að hafa trú? Opinber fyrir- lestur fluttur af Leif Sand- ström fulltrúa Varðturns félagsins 12. júní kl. 16 í Bjargi Hvannavöllum 10. All ir, sem leita Guðsríkis, eru velkomnir, ókeypis. Engin samskot. Vottar Jehóva. KVENFÉLAG AKUREYRAR- KIRKJU heldur aðalfund í kirkjukapellunni laugardag- inn 11. júní kl. 8,30 e. h. — Venjuleg aðalfundarstörf. — Kaffiveitingar. Nýir félagar velkomnir. — Stjórnin. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR Næsta ferð verður 11. júní. Farið um Tjörnes, skoðuð surtarbrandslögin og ekið út á Máná um miðnættið. RAKARASTOFUR okkar eru lokaðar á laugardögum sum- armánuðina. Sigtr. Júlíusson, Valdi, Ingvi og Halli. MINJASAFNIÐ er opið dag- lega kl. 1.30—4 e.h. Á öðrum tímum verður þó tekið á móti ferðafólki ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62, en safn- varðar 1-12-72. MUNIÐ minningarspjöld Elli- heimilis Akureyrar. Fást í Skemmunni. GJÖF. I tilefni af 60 ára af- mæli frú Laufeyjar Sigurð- ardóttur, Hlíðargötu 3, af- henti frk. Jóhanna Jóhannes- dóttir kr. 1000,00 að gjöf, til fegrunar við barnaheimilið Pálmholt. Jóhanna hefur áð- ur sýnt barnaheimilinu góð- vild. Þökkum við af alhug þessa gjöf. — Minningar- sjóðsnefnd. NONNAHÚS verður opið í sumar alla daga vikunnar kl. 2—4 e.h. Uppl. í símum 1- 13-96, 1-15-74 og 1-27-77. MATTHÍASARSAFN verður opnað n. k. sunnudag, og verður opið framvegis kl. 2— 4 e.h. Sími safnvarðar er 1-17-47. HEIMSÓKNARTÍMI í Elliheim ilið í Skjaldarvík er á virkum dögum kl. 15—16 og 19—20. Á sunnudögum kl. 13—15 og 19—20. — Forstöðumaður. FRÁ OG MEÐ laugardeginum 11. júní 1966, verður aðeins opin lækningastofa hjá helgi dags-varðlækni, kl. 11—12 f.h. (varðlæknir um næstu helgi er Sigurður Ólason) og auk þess er lækningastofa héraðslæknis opin eins og ver ið hefir frá kl. 10.30—11.30. Þær vitjánabeiðnir sem ber- ast eftir kl. 12 á laugardög- um falla undir varðlækna- þjónustu og verður sjúkling- ur þá að greiða af þeim varð læknagjald. Fyrirkomulag þetta gildir í 3 sumarmánuð- ina (júní—ágúst). Nafn helgi dagsvarðlæknis verður aug- lýst í dagbók bæjárblaðanna að hverju sinni. Það skal tek ið fram, að um helgar næstu 3 mánúði verður aðeins sinnt aðkallandi læknisstörfum. BRÚÐHJÓN. Sl. laugardag voru gefin saman í Reykja- vík brúðhjónin Rannveig Óskarsdóttir Norðurgötu 38 Akureyri og Einar Björnsson Hafnarstræti 88 Akureyri. — Heimili þeirra verður að Hafnarstræti 64 Akureyri. HJÚSKAPUR. Laugardaginn 28. maí voru gefin saman í hjónaband ungfrú Hertha Jó- hanna Kristjánsdóttir, flug- freyja (dóttir Kristjáns P. Guðmundssonar forstjóra á Akureyri og Ingvar Björns- son stud. juris úr Hafnar- firði (sonur Björns Ingvars- sonar lögreglustjóra). Hjóna- vígslan fór fram í Kaupangs- kirkju og var hún fram- kvæmd af sóknarprestinum í Grundarþingum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.