Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.06.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 09.06.1966, Blaðsíða 5
Ég vil óska samtökum okkar, að þau megi vaxa og eflast segir Heiðrún Steingrímsdóttir VIÐTAL AM að þessu sinni er við frú Iieiðrúnu Steingrímsdótt- ur, formann Sjálfsbjargar á Akureyri, en eins og kunnugt er, var ársþing Landssambands Sjálfsbjargar liáð í Skíðahótelinu um síðustu helgi. Frú Heiðrún hefir verið fötluð frá þriggja ára aldri, er hún fékk lömunarveikina. En þrátt fyrir fjötrana hefir Heiðrún sannað að einbeittur vilji er kannski sterkari en hraustur líkami. Hún hefir stundað alla algenga vinnu, já, og jafnvel síldarsöltun, en eigi lengri formála, því að Heiðrún mæltist til að hann yrði eigi neitt æviágrip, og skal því hefja viðtalið. ■ Hvenær var Sjálfsbjörg, »• - landssamband fatlaðra, stofnað, Heiðrún? Það var stofnað í júnímánuði 1959 í Reykjavík. Þar komu saman fulltrúar þeirra félaga, sem þegar höfðu verið stofnuð. Þessi félög voru Sjálfsbjörg í Reykjavík, í Siglufirði og á Akureyri. Upphafsmaður að stofnun Sjálfsbjargarfélaga, Sig ursveinn D. Ki’istinsson, var þá búinn að ferðast milli þessarra staða og stofna þar félög. Eiga samtökin honum mikið að þakka fyrir hans óeigingjarna brautryðjandastarf. Sigur- sveinn er mikið fatlaður maður og bundinn í hjólastól, en það hefur ekki aftrað honym að neinu leyti. Hann hefur dvalizt á öllum þeim stöðum þar sem Sjálfsbjargarfélög hafa verið stofnuð og aðstoðað við stofnun þeirra. . Hvað eru félögin mörg innan samtakanna? Innan samtakanna eru nú 10 félög með um 800 aðalfélaga og álíka marga styrktarfélaga. Þessi félög eru í Reykjavík, Hveragerði, Vestmannaeyjum, Keflavík, ísafirði, Bolungarvík, Sauðárkróki, Siglufirði, Akur- eyri og Húsavík. Formaður sam bandsins er Theódór A. Jóns- son og framkvæmdastjóri Trausti Sigurlaugsson. Sam- bandið hefur skrifstofu í Reykjavík á Bræðraborgarstíg 9, í SÍBS-húsrnu, en þar er að verða heldur þröngt um starf- semina. Vonir standa til að úr rætist í sumar, en ennþá meiri vonir eru bundnar við hús sam takanna, sem verður byrjað að byggja á næstunni í Reykjavík. í fyrsta byggingaráfanga eiga að vera m. a. skrifstofur, vist- heimili, æfingastöð og vinnu- stofur, en fullgerð verður bygg ingin samtals 25 þúsund tenings metrar. Það, sem aðallega háir starfsemi Sjálfsbjargarfélag- anna er húsnæðisleysi, sem er vegna þess, að þetta eru ekki fjársterk félög og ung að árum. En það er hverju félagi nauð- synlegt að eiga sér vísan sama- stað fyrir starfsemi sína, og er 5það eitt aðalviðfangsefni deild- anna að eignast húsnæði á orðið heimilt o. s. frv. Þetta orð gerir það að verkum, að oft þarf að fara út í leiðinlega deil ur um, hvort öryrki eigi rétt á bótum og enn sem komið er á hann ekki skýlausan rétt á bot um. Þó hefur miðað mikið í rétta átt með afnámi skerðingar ákvæðanna og einnig, að ör- hverjum stað með það fyrir aug um að koma á fót einhverskon- ar atvinnurekstri fyrir öryrkja, sem eru ekki hlutgengir á al- mennum vinnumai’kaði. Ég er nú víst komin nokkuð langt frá spurningunni, en það er nú svo, að af mörgu er að taka í þess- um efnum. Þú varst annar forseti þessa þings, Heiðrún, viltu segja mér í stuttu máli frá þinginu? Já, það vil ég gera, en ég held, að ekki sé hægt að gera það í stuttu máli. Á síðasta þingi, sem haldið var á Sauðár króki, bauð Akureyrarfélagið að halda næsta þingið hér. En sá háttur hefur verið hafður á, að félögin á hverjum stað hafa skiptzt á að sjá um þingin og það er spursmálslaust það bezta. Það vekur athygli á fé- lagsskapnum og eykur kynn- ingu innan samtakanna. Þetta er annað þingið, sem haldið er hér á Akureyri. Það fyrra var haldið 1960, það er ári eftir að landssambandið er stofnað og rúmurn tveim árum eftir að fé- lagið hér er stofnað. Á stofn- þinginu bauð Akureyrarfélag- ið að sjá um næsta þinghald hér í bænum í sínu eigin húsi, sem þá var varla byrjað á. En það tók 11(4 mánuð að byggja hús- ið og það var vígt hálfum mán- uði áður en til þinghaldsins kom. Má segja, að það hafi ekki mátt tæpara standa. En svo að ég snúi mér að þessu nýafstaðna þingi, þá má segja, að það hafi tekizt vel í alla staði, bæði málefnalega og félagslega. Þingið var sett laug ardagsmorguninn 4. júní og lauk á mánudagskvöld. Aðal- mál á þingum Sjálfsbjargar eru að sjálfsögðu þau mál, sem snerta öryrkja í hinu daglega lífi. Má þar nefna trygginga- mál, sem eru mikilsverð mál fyrir öryrkja, og Sjálfsbjörg er að leitast við að fá færð í það horf, að viðunandi sé. Það má- ekki skilja orð mín svo, að ég sé að amast við því, sem al- mannatryggingarnar eru okkur öryrkjum, en lengi má laga svo betur fari. Það er eitt orð, sem víða kemur fyrir í lögum um almannatryggingar, og það er Heiðrún Steingrímsdóttir. yrkjar fengu á síðasta ári ó- skertan rétt til þess að fá greidd hjálpartæki án tekjuviðmiðun- ar. Takmarkið er að sjálfsögðu að greiðsla allra örorkubóta verði óháð tekjuviðmiðun og án tillits til þess, hverjar orsakir hafa valdið örorkunni, þannig að réttur til bóta komi hvort sem örorkan stafar af slysum eða veikindum. Þá er einnig unnið að því að fá löggjöf um endurhæfingu öryrkja, en hún er ekki til í almannatrygginga- lögunum. Eti með fullkominni endurhæfingarstöð myndu fást til starfa kraftar, sem annars nýtast ekki. Þetta er alveg óþekkt hér á landi, en þarf hið bráðasta að komast á. Þá voru rædd húsnæðismál öryrkja, en eins og margir vita, þá eru þau mál býsna erfið full hraustum, hvað þá öryrkjum. Fatlað fólk getur ekki notað hvaða húsnæði sem er, og þarf ríkisvaldið að ráða bót á í þess um efnum hið bráðasta. Rætt hefur áður verið við félagsmála ráðherra og húsnæðismála- stjórn varðandi tillögur Sjálfs- bjargar í þessum efnum, en ein er sú, að fatlað fólk fái aðild að samskonar lánum og ákveðið hefur verið, að efnalitlir með- limir verkalýðsfélaga skuli njóta. Nú stendur yfir endur- skoðun á löggjöfinni um hús- næðismál, og standa vonir til að einhver úrlausn fáist. Unnið er að því að fá árlegan styrk til að reka verndaðar vinnustofur á vegum samtak- anna, en það mun tíðkast er- lendis, t. d. í Svíþjóð. Þá greiðir ríkið hluta af reksturskostnaði á móti félaginu, sem í hlut á. Hver eru næstu framtíðar- verkefni félags þíns hér á Akur eyri? Það er að koma á fót atvinnu rekstri í hinni nýju viðbygg- ingu við Bjarg, sem nú er að kalla fullgerð. Ekki er tíma- bært að segja, hvert verkefnið verður, en vonir standa til að vinna hefjist á þessu ári. Ef vel tekst til hér, mun þetta geta orðið til góðs fyrir öll Sjálfs- bjargarfélög á landinu. Einnig er í undirbúningi að lagfæra lóð ina utan við hús félagsins þann ig að fatlaðir komist þar leiðar sinnar hindrunarlaust. Þarf m. a. að steypa aflíðandi gangstíga, svo að hjólastólar eigi þar greiða leið, og svo er hugmynd in að malbika lóðina að ein- hverju leyti. Þá verður húsið málað að utan. En svo við þrengjum aðeins sviðið og geruni viðtalið per- sónulegra. Viltu segja lesend- um örlítið frá þinni eigin lífs- reynslu. Hefir þér ekki oft fund ist erfitt að vera fötluð? Jú, það hefur oft á tíðum ver ið erfitt. Það er við ýmis vanda mál að stríða, sem aðrir eru lausir við. En þá verðúr að skapa sér svolítið öðruvísi við- fangsefni, og ef það tekst, þá er miklu borgið. Þó hef ég unnið algenga vinnu, svo sem saltað síld og unnið á sláturhúsi. En oft hefur verið erfitt að komast það sem þurfti, og af þeirri ástæðu sótti ég t. d. ekki barna skóla nema einn vetur og þurfti þá mikla áðstoð til að komast á milli. Hér áður fyrr var oft gert grín að líkamslýtum fatlaðra, og getur hver og einn sagt sér sjálfur, hver áhrif það hefur á viðkvæma barnssál og hve lengi getur búið að því, en sem betur fer er þetta mjög breytt og kannski hefur viðhorfið ekki sízt breytzt til hins betra eftir tilkomu Sj álfsbj argarfélaganna. Og þar eigum við það sameigin legt, að eitthvað er að okkur öllum og öll vinnum við sam- eiginlega að hag hvers einstaks félaga okkar. Sameinaðir stönd um vér, sundraðir föllum vér, sagði mikilmenni í sögu þjóðar innar, og samstaðan vildi ég álíta, að væri okkar sterkasta vopn. Myndi ekki vera léttara fyrir fatlaða að komast áfrarn í lífinu nú en áður var? Tvímælalaust, og kemur þar margt til, svo sem tryggingalög gjöfin, þótt hún þurfi lagfær- inga við, eins og ég sagði áðan. Einnig er fötluðum gefinn kost- ur á bifreiðum með afslætti, og er það stórkostlegur léttir fyrit' þá, sem það fá. Þá er gjörbreytt aðstaða fyrir fatlaða að leita sér (Framliald á blaðsíðu 2.) STAKAN okkar JÓN sendir okkur þessar vís ur og fylgdu með eftirfal- andi línur: „Þetta er nú ekk- ert sérlega dýrt kveðið og ræð ur þú því hvort þú birtir það en ég held að engin rætni sé í þessu, er sært geti.“ AM þaklc ar Jóni fyrir og lætur vísur hans flakka. Elsku Ingólfur minn, ei rættist draumur þinú, i um frægan forsetastólinu og frímúrarakjólinn. I víngarði ,,Verkamannsins“ víst er um iðju fátt, nema að yrkja til Braga óg AM„ens‘c einskonar vikuþátt. Og Peli minn, Gísla graétur, og getur ei Þorvald séð. Ingibjörg líklega lætur, hann lúra á mjúkum beð. Hún ætlaði öllu að ráða elskan hún Framsókn mm. Uppbefja ætlaði báða Arnþór og Reykjalín. En mædd nú maddaman stendur og máður út sigurinn, því að Jakob við K.E.A. kenndur kippti í tauminn sinn. Sussu, sussu bía, Sólnes ljúfurinn. Brátt skulum bergja frá Sarta bjórinn sterka þinn. Hér líkur Jón kveðskapnum og þökkum við honum fýrir. Svo orkti Guðmundur FxiS- • jónsson: ! Lýðurinn kýs hin léttu spor, ! lóuflug og kvakið, ! en alltaf sýnir afl og þor , ; arnar vængjatakið. ! Vísnaþátturinn þakkar Erlu ! fyrir bréfið og væntir þess áð ! AM fái að líta stökur henitar ! hið fyrsta. Svo vonar blaðið ! að þið, lesendur góðir, verðið ; duglegir að senda stökur, þvt ; að ákveðið er að þátturirin ; haldi áfram án uppihalds a. ; ni. k. fram að næstu kosnirig- ! um. ! Svo Ijúkum við þættinum í ; dag með hálf þunglyndislegri ; vísu. ! Skýin þrútin, skinið leitt. ! Skuggi í húsaranni. Hér er ekkert, ekki neitt ! sem unun veitir manni. ; Verið sæl að sinni. ^f#############################Í

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.