Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.06.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 09.06.1966, Blaðsíða 7
- Heyrí, spurt, séð, hlerað 7 (Framhald af blaðsíðu 4). mer mitt, en þar sem hann var ekki til á staðnum, hefur það enn ekki verið gert. Af þeim sökum lét ég loka hjá mér frá 26. apríl til 13. maí, en lét þá opna hann, þar sem sími er nauðsynjatæki en ekki luxus- tæki, eins og hér áður var talið. Eftir þetta skrifaði ég niður hvert símtal og kl. hvað hringt var, og j hvaða númer var hringt. Eftir 11 daga fór ég á símstöðina til að bera saman tölur, og rnunaði þá 25 símtöl- um umfram hjá símanum og það sem var hjá mér. Það skal tekið fram að hér var eingöngu um innanbæjarsímtöl að ræða. Ég hefi ekki fengið leiðréttingu á þessum málum enn og er mjög sár af þeim sökum“. Þannig hljóðar bréf hins unga innflytjenda til Akureyrar og MA vill í fullri'vinsemd beina því til okkar ágæta símstjóra, að þetta mál verði þegar rann- sakað cg eigi trúað að öðru creyndu mæli inn á símstöð. AM finnst Akureyringar eigi of fjölmennir, og því eigi réttlæt- anlegt að flæma innflytjendur burtu sökum óréttlætis. AM spyr: Er ekki haegt án tafar að rannsaka síma bréfritarans og fá úr því skorið hvort hann er gallagripur. Þpð. hlýtur að vera jákvæðasta lausnin á þessu máli. AM mun veita upplýsing #r, ef óskað er og AM vonar að svo verði gert. ERLINGUR er enn all klaufsk ur í síðasta Dcgi, þar sem hann er að tala um óttaslegna menn. Hann vejtjiað ósköp vej maðurinn að þáð voru einmitt flokksbræður hans er voru ótta slegnir vegna þeirrar reiðiöldu er dundi yfir, þá er það kvis- aðist um bæinn, að Framsókn hefði í hyggju að víkja bæjar- stjóra okkar úr starfi með lijálp komma. Hann ætti lieldur að sína svolitla þakklátsemi í garð krata freriiur en áð hreyta í þá skætingi og kannski liafa ein- mitt kratár sökum liðveizlu sinnar við okkar ágæta bæjar- stjóra orðið þess valdandi að Framsókn varð ekki minnsti flokkurinn í bænum. Erlingur ætti fremur að þakka Braga og Þorvaldi fyrir það að Jakob er crðinn forseti bæjarstjórnar, en ekki Reýkjalín, sem sannaði það ótvírætt á fyrsta fundi að hann er þeim starfa alls engan veginn vaxinn. -Eða veit ekki Erlingur að flokksbræður hans settu upphaflega það skilyrði að Reykjalín yrði forseti, en kratar stungu upp á Jakobi, því að þeir vissu að liann gat komið fram fyrir bæjarins hönd með sæmd, en Reykjalín ekki. Svo eru það vitnaleiðslumar er Erlingur talar um, að átt hafi sér stað í síðasta blaði AM. Með þeirri aðdróttun kastar hann eigi steini að ritstjóra AM, held ur að þeim átta ágætismönnum er létu án nokkurs hiks skoð- anir sínar í ljósi varðandi bæj- arstjóra okkar, eða er Erlingur t.d. að drótta því að fyrrverandi blaðamanni hjá Degi, Þóroddi Jóhannssyni, að hann án sann- færingar hafi verið látinn vitna í AM á austræna vísu. AM fer nú að halda það, að „huldumað urinn“ sé ómissandi á ritstjóm arskrifstofu Dags, þrátt fyrir allt. SVEITAMAÐUR skrifar: KEA heldur nú eftir 85 aurum á hvem mjólkurlítra er eyfirzkir bændur lögðu inn á sl. ári. Stórbændur þola þetta ef- laust, en þeir efnaminni engan veginn. Hvað myndi vera sagt við bónda er frysti ákveðinn liluta af kaupi vinnumanns síns. Myndi ekki úrskurður lögfræð ings hljóða svo, að frysting bóndans á kaupinu væri ólög- leg, ég álít það. Og enn spyr sveitamaður. Voru það aðeins stórbændur einir er voru full- trúar á Mjólkursamlagsfundi KEA að þessu sinni? AM vísar þessari spumingu til réttra aðila. MARGIR Akureyringar grína nú með það að Framsóknar menn hér í bæ ættu að krefjast þess við ráðavöld syðra, um að flokkur þeirra breyti um nafn og eftirleiðis yrði hann kallaður forsetaflokkur. AM styður auð- vitað þessa hugmynd úr því að hún er norðlcnzk. MVILL fullyrða, að Erling ur vinur okkar við Dag geti frekast brosað að nöktum staðreyndum, en hegði sér á hinn veginn eins og allgeðillt naut í moldarflagi, þá er hann týnir hinum landsfræga húmor sínum. „PG URSKURÐI“ sagði Reykjalín á bæjarstjómar fundinum í fyrradag. AM segir: Ég úrskurða, að forsetinn hafi ekki alltaf úrskurðað rétt. SVO BIÐUR þátturinn að heilsa öllum lesendum. Hitt umst heil í næsta blaði. - I.O.G.T. á Akureyri stækkar húsakost sinn (Framhald af blaðsíðu 8) bygging er náttúrulega stærsti áfanginn og ekki við því að bú- ast, að hún komist upp alveg á næsta eða næstu árum, þó svo fljótt sem mögulegt er að fá lánsfé. En, Stefán Ágúst, væri ekki einmitt hægt að bæta úr tilfinn anlegum leikhússkorti Akureyr inga, með þessari byggingu, ef bæjarfélagið tæki þátt í kostn- aði í þessu augnamiði? Hvað spurningunni viðvíkur, um að hægt sé að sameina leik- hús og bíó, get ég ekki annað en svarað því neitandi, vegna þess að ég hef fimm ára reynslu í því að stjórna húsi, þar sem var bæði leikhús og bíó, sem sagt Samkomuhúsið. Við tók- um það á leigu, og þó að það gengi nú snurðulítið, þá er mín reynsla sú, að ekki sé hægt að reka bíó og leikhús í sama sal, það er útilokað. Aftur á móti tel ég sjálfsagt, og mun kosta kapps um, að í þessu húsi verði góð skilyrði fyrir hljómleika. Þó að ekki verði þarna leikhús, vonumst við til að bæjarfélag- ið styrki okkur. Eitthvað í lokin, er þú vildir koma á framfæri? Ég skal svara spurningunni nokkuð á víð og dreif. Ég hef orðið þess var, að ýmsir halda að við séum undanþegnir öll- um sköttum og skyldum, en svo er ekki. Við borgum stórfé í söluskatt eins og allir aðrir, bæði af bíóinu og gistingunni og þeirri starfsemi og við borg- um sætagjald til bæjarins, tugi þúsunda, og aðstöðugjöld borg- um við einnig fyrir þessi fyrir- tæki. Það eina sem máli skipt- ir í þessu sambandi er, að við þurfum ekki að greiða skemmt anaskatt til ríkisins. Bærinn tapar því engu á okkur. Það halda kannske margir, að fyr- irtækið sé ríkt, en svo er ekki. Við höfum lagt ákaflega mikið {í kostnað til að endurbæta hótelið, því að það var lítt bú- ið af húsgögnum. Ég gleymdi að taka það fram áðan, að þegar nýr salur hefir verið byggður fyrir bíóið, verð ur bíósalurinn, sem nú er, tek- inn til nota fyrir almenna skemmtistarfsemi, — vínlausar skemmtanir, og fyrir starfsemi templara að öðru leyti. Það verður semsagt stór þáttur í ' því að halda æskunni frá þeim stöðum,'sem allt flýtur í víni. Ég vil taka fram, að jafnframt þessum stórframkvæmdum, munum við leitast við að halda uppi æskulýðsstarfsemi í bæn- um eins og við höfum gert all- mikið fyrr á árum. Minna nú. En við höfum ákveðið, að taka á leigu húsnæði það, sem Sjúkrasamlag Akureyrar hafði í Kaupvangsstræti 4, og útbúa það fyrir tómstundastarf og að þar er einnig bókasafn til út- lána fyrir unglinga. Það hefir verið rekið öll þessi ár og er orðið töluvert stórt bókasafn, aðallega myndað af gjöf frá Halldóri heitnum Friðjónssyni, ritstjóra. - S ' . BARNÁS Á'G A ALÞÝÐUMANNSINS eftir MÁ SNÆDAL 18 CJKYLDI jökullinn aldrei taka enda? Hvernig sem hann ^ rýndi út í þokuna. var enga breytingu að sjá, nema þá einu að brattinn fór heldur minnkandi, en hvergi var sjáan- legur neinn auður blettur enn er gæfi von um að jökullinn væri senn á enda, en áfram var haldið, þótt hendur hans væru orðnar dofnar af kulda og blóðrisa, af hjarninu. Allt í einu sá Geir sorta framundan og með varúð fetaði hann sig síðasta spottann unz hann eygði hvað væri á leið. Hann sá breiða sprungu í jökulinn og ónotageigur greip hann. í þessa sprungu hlaut bróðir hans að hafa lent og það fór hrollur um Geir, ef sprungan var djúp var vitað hver enda- lokin höfðu orðið, bróðir hans á botni gjárinnar limlestur. Geir stirðnaði upp af skelfingu. Myndi það ekki verða hon- um ofraun að líta bróður sinn þannig á sig kominn. Um tíma fannst honum hann ekki geta haldið lengra áfram, hugsunin ein um að finna lemstrað lík bróður síns svifti hann síðasta þrekinu. Hann vissi ekki hvað hann lá þarna lengi á gjáarbarminum, en allt í einu fannst honum vera kallað á sig. Hann hélt fyrst að þetta væri aðeins misheyrn, en aftur heyrði hann kallað:. Geir, Geir, og hann þekkti að það var rödd Gunnars, en það var eins og röddin kæmi undan fótum hans óg það hlaut að benda til þess að bróðir hans væri niður í sprungunni, en hann var þó á lífi, sú vissa færði honum aukið þrek, bróðir hans var á lífi og hann hlaut að reyna að bjarga honum hvað sem það kostaði, og með styrkri röddu svaraði hann kalli bróður síns. Já, já, Gunnar, ég er kominn, ég er rétt við gjána. Framhald í næsta blaði. \n..... ......... -------------------v / L £ Ik * - FRAMKVÆMÐAÁÆTLUN • •mitniiMiiimiiiiiiiMi' \ nánari athugunar og sainræmingar: TiIIaga Alþýðu- § | flokksins er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Akureyrar kýs 5 manna nefnd, sem § i annast gerð framkvæmdaáætlunar yíir næstu 10 ár fyr- | e ir bæinn. Verði áætlunin tilbúin í stærstu dráttum fyr- | | ir næstu áramót, hvað yfirstandandi kjörtímabil I { snertir. Framangreind áætlun nái yfir helztu þætti fram- I I kvæmda bæjarins, svo sem vatnsveitu, gatnagerð, hafn- [ i armannvirki, rafveitu, byggingar og aðrar framkvæmd- i Í ir, þar á meðal sorpeyðingarstöð, grjótmulningsstöð I Í og kaup vinnuvéla. Heimilt skal nefndinni í samráði við bæjarráð að i Í kveðja sér til aðstoðar sérfræðinga, eftir því sem þörf [ [ þykir. Jafnhliða samningu 10 ára framkvæmdaáætlun- i Í ar fyrir bæinn, láti hann fara fram athugun á æski- | i legri þróun atvinnu- og þjónustuhátta í bænum og § Í hvernig megi stuðla að henni af hálfu bæjaryfirvald- l I anna.“ | | ÍTONANDI tekst í bæjarstjórn samkomulag um gerð ii i * nefndrar áætlunar, og myndast þá þannig ábyrgur \ Í meirihluti um framkvæmdir bæjarins að baki fram- i Í kvæmdastjórnar hans. Eftir kannske ofurlítið meiri | Í krókaleið en Alþýðuflokkurinn hugsaði sér í upphafi, i Í en það er markið en ekki leiðin, sem skiptir mestu [ i máli: Hagsmunir bæjarins og bæjarbúa í heild. *M|tllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIII. FRA ORLOFSNEFND AKUREYRAR Vikudvöl fyrir húsmæður verður að Löngumýri í Skaga firði frá öðrum júlí n. k. Um- sóknir berist fyrjr 25.. júní til einhverra 'undh'ritaðra ^er björg Gísladóttir, sími 11543, Júdit Sveinsdóttir, sími 11488 Ingibjörg Halldórsdóttir, sími 11807, Margrét Magnúsdóttir, veita: nánarbúpidýÉihgari Þór sími 11794.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.