Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.06.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 09.06.1966, Blaðsíða 8
Séð til Siglufjarðar úr Skarðsdal. ■. Í ívhÍjv,, (Ljósmynd: K. J. L.) SIGLUFJARÐARSKARD OPNAD Siglufirði 3. júní. K. J. H. ¥ GÆRDAG opnaðist Siglu- A- fjarðarskarðið og kom fyrsti bíliinn, úr Skagafirði, yfir það í gærkvöldi. Vegurinn verður ekki opnaður til umferðar fyrr en eftir tvo til þrjá daga, því mikil bleyta er á honum og þarf hann að fá sinn tíma til a'ð þorna. Ýtan lagði af stað í mokstur- inn morguninn 19. maí s.l. og Lesendur AM BLAÐIÐ mun ekki koma ; út í næstu viku og ráða'í því óviðráðanleg forföll. AM vonar að hitta alla lesendur sína heila og glaða eftir hálf an mánuð ef auðna ræður. AM er svolítið eigingjam og því vonar hann að lesendur sínir sakni hans og muni því eigi gleyma honum. S. J. við AM bað mig að skila því til ykkar að hann vonaðist til þess að allir velunnarar blaðsins öfluðu því nýrra áskrifenda í hléinu. Hann biður að heilsa ykkur öllum og þakkar fyrir ánægjuleg liðin kynni. S. J. biður einn- ig þess að þið takið með varúð árásum, er hin blöðin koma með á meðan málgagn;! jafnaðarmanna á Norður- landi hefir ekki aðstöðu til ; eð tala. Ég segi: Guð og sönn ham ingja sé með ykkur. hefur verið, ásamt ýtu, sem mokaði „hinum megin“ tæpan hálfan mánuð að ryðja veginn, og þykir þetta langur tími, en veturinn hér á Siglufirði var mjög harður. Gangandi fólk komst varla leiðar sinnar, enda var oft brjálað veður, næstum því hvern einasta dag, en nú er komið sumar, og glaða sól- skin hér. Ytustjóri var ungur og efni- legur 19 ára piltur, Otto Jörg- enson, en hann er öllum Sigl- firðingum að góðu kunnur. Þetta verður síðasta sumarið, sem ekið verður um þetta fræga og vinsæla Siglufjarðar- skarð. Nú eru jarðgöngin ,,Strákar“ næst á dagskrá, en þau eru orðin rúmlega 600 m löng og hefur sprenging geng- ið ágætlega, og er búizt við, að komið verði í gegn í júlí n.k. Jarðgöng þessi munu kosta, fullgerð, um 21 milljón króna, en þau verða líka vel unnin, og frágangur verður hinn smekk- legasti. ALÞYÐUMAÐURINN »000« XXXVI. árg. — Akureyri, finuntudaginn 9. júní 1966 — 23. tbl. ÁVÍSANAFÖLSUN T FYRRADAG var kært til lögreglunnar á Akureyri um að falsaðar ávísanir væru í um ferð í bænum, höfðu þær kom- ið fram í útibúi Landsbankans hér og voru þær að upphæð =s TIL ATHUGUNAR |T. E. A. og K. V. A. haía beS- ið AM. að minna á það, að framvegis verða útibú íélag- anna ekki opin á sunnudögum, en opnað verður kl, 8.30 á laug- ardagsmorgna. Það eru vinsam leg tilmæli félaganna til við- skiptavina sinna, að þeir geri helgarkaup sín að mestu á föstudag. AM. biður lesendur sína að taka vel í þessa beiðni. ■nXNN1 “s I.O.G.T. á Akureyri stækkar mjög húsakost sinn Á SUNNUDAGINN VAR stakk Stefán Ágúst Kristjánsson, for- stjóri fyrstu skóflustunguna að fyrirhugaðri stórri viðbygg- ingu við Hótel Varðborg. í tilefni þessa atburðar sneri AM sér til Stefáns og innti hann frétta um, hver ætlun templara væri í sam- bandi við þessa stækkun. — Búið er að opna Hótel Varðborg til hótelreksturs og er Arnfinnur Arnfinnsson hótelstjóri. Er hér um stóra viðbyggingu að ræða? Gamla hótelbyggingin lengist suður um tæpa 9,5 m, breidd- in er um 11 m. Hvaða starfsemi á hin nýja bygging að hýsa? Hvað annari spurningu við- kemur þarf ég að nota fleiri orð. í þessari byggingu verður kjallari, allur í jörðu, aðeins geymslukjallari, síðan kemur á jarðhæð veitingastofa, nokkurs konar framhald veitingastof- unnar sem nú er, Cafe Scandia, en þó er hægt að hafa hana alveg aðskilda. Þar inni eiga að geta setið í einu um 50 manns, í vistlegri stofu. Og þessi við- bót er þannig gerð, að það er hægt að ganga inn í hana frá vestri, frá því svæði, sem verð- ur aðal útisvæði bíósins. Á ann ari og þriðju hæð verða svo gistiherbergi af svo fullkominni gerð sem hægt er, eða sem svarar þeim kröfum, sem nú eru gerðar til fyrsta flokks gistihúsa. Oll verða þessi her- bergi með sérstöku steypibaði, fataklefa og snyrtingu. Ég vil taka það fram, að þetta er að- eins byrjun á framkvæmdum. Síðar er ætlunin að byggja við- byggingu við bíóið, það er að segja forsal við það bíó, sem núna er, og ganga inn frá suðx-i í það og taka forsalinn sem nú er notaður fyrir bíóið, til af- nota fyrir hótelið sjálft, þann- ig, að þar verði komið fyrir móttöku gesta og setustofu fyr- ir þá, auk snyrtinga. Á þetta að geta bætt mjög aðstöðuna. Ennfremur verða í þessu plássi nokkur borð til þess að geta tekið fleiri í veitingar í einu. Sem sagt, þegar öll þessi fram- kvæmd, sem að þessu lýtur, er komin, þá geta 90 manns í einu setið að borðum þarna og það er mikil þörf fyrir það. Við höfum ekki getið tekið neina stærri hópa. En þetta verður ekki hægt að gera, fyrr en bú- ið er að byggja forsalinn við það bíó sem/ nú er. Næsti áfangi er að gera það og breyta síðan andyrinu. Samið verður við Menntaskólann á Akureyri um áframhaldandi fyrirkomu- lag eins og var í vetur. Við höfðum þarna 40 nemendur og kennara, en nú getum við bætt við 16 nýjum nemendum, e. t. v. í haust. Það er mikil þörf á þessu fyrir heimavist MA og gefur um leið möguleika til að reka hótelið þannig, að það verði ekki stórfellt tap á því, eins og verið hefur undanfar- ið. Síðast en ekki sízt kemur svo bíóbyggingin og hún á að rúma 450—500 manns. Þessi (Framhald á blaðsíðu 7.) samtals kr. 4000.00. Einnig var hinn sama dag kært yfir hvarfi ávísanaheftis af skrifstofu hér í bænum, og kom strax í Ijós að ávísanirnar voru úr hinu horfna veski undir fölskum nöfnum. Rannsókn var þegar hafin og hafa þrír utanbæjar- menn verið handteknir í sam- bandi við málið. Einn þeirra var staddur vestur á Sauðár- króki, en tveir austur í Þing- eyjarsýslu, og voru þeir afhent ir lögreglunni á Akureyri. =s Tveir bátar með síld Húsavík 6. júní. G. H. TVEIR BÁTAR hafa komið með síld, Akurey RE með 220 lestir og Helgi Flóventsson með 120 lestir. Grásleppuveiði varð hér rýr og einnig hefir afli línubáta verið lélegur og eru hinir stærri bátar hættir á línu. Búið er að taka í notkun nýjan vinnusal fjá Fiskiðju- samlagi Húsavíkur. Fyrsta skóflustungan tekin.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.