Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.06.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 23.06.1966, Blaðsíða 8
DÚMUR FRAMTALSNEFNDAR FALLINN Útsvarsskrá Akureyrar var lögð fram 20. júní síðastliðinn "ÚTSVARSSKRÁ AKUREYR- AR var lögð fram 20. þ. m. Álögð útsvör eru kr. 54.479.000.00. Samkvæmt fjár- Ragsáætlun bæjarsjóðs Akur- eyrar voru útsvör áætluð kr. 49.997.000.00 auk 5—10% van- baldaálags. Vanhaldaálag er því 9%. Utsvarsupphæðin skiptist þannig, að 2843 einstaklingar greiða kr. 49.807.400.00 og 96 félög greiða kr. 4.671.600.00. Út syör félaga nema því 8,5% af heiidarfjárhæð útsvara. Útsvör voru álögð samkvæmt lögum nr. 51/1964 um tekju- stofna sveitarfélaga og síðari breytingum á þeim lögum nr. 67/1965 og nr. 37/1966. Sam- kvæmt 31. gr. tekjustofnalaga eru útsvör miðuð við hreinar tekjur og skuldlausa eign sam- kvæmt skattframtölum. Hefur því verið leyfður til útsvars all ur sá frádráttur, sem heimilað- ur er til tekjuskattsálagningar s. s. viðhaldskostnaður fast- eigna og fasteignagjöld, vextir, sjómannafrádráttur að fullu, námskostnaður o. fl., en há- marksfrádráttur af launum giftra kvenna var leyfður kr. 20.000.00. Auk þessa voru frá- dregnar bætur Almannatrygg- inganna, svo sem hér segir: 1. Allar slysa- og sjúkrabætur. 2. Almennur elli- og örorku- lífeyrir. 3. Mæðralaun, ekkjubætur og barnalífeyrir, allt að kr. 15.000.00. =s Kaupfélag Siglfirðinga flytur í ný húsakynni Siglufirði 14. júní. K. J. L. KAUPFÉLAG Siglfirðinga opnaði verzlanir sínar í nýj um og glæsilegum húsakynn- um þann 26. maí sl. Byrjað var að byggja húsnæði þess vorið 1963. Á neðstu hæð er hin full- komnasta nýlendu- og matvöru kjörbúð, sem er í dag með full komnustu innréttingum'á land- jnu. Húsið er 3ja hæða steinhús og er 3645 rúmmetrar og gólf- flötur neðstu hæðar 400 ferm. Á annarri hæð er mjög full- komin vefnaðarvöru- og skó- verzlun, en á efstu hæð hússins verða skrifstofur félagsins, en ekki er búið að innrétta hana, en búizt er við að innrétting hefjist sem fyrst. Deildarstjóri matvörudeildar er Sigurður Þorsteinsson og kaupfélagsstjóri er Skarphéð- inn Guðmundsson. 4. Fjölskyldubætur með 3ja bami og fleirum. Ennfremur var sjúkra- og veikindakostnaður leyfður til frádráttar, eftir því sem upplýst var eða eftir mati framtals- nefndar. Útsvör álögð 1965, sem greidd voru að fullu fyrir árs-Iok voru frádráttarbær. Persónufrádráttur var sam- kvæmt lögum: Fyrir einstakl- Tekjuútsvarsstlgi: Af fyrstu 22.500.00 kr. greiðast 10%. Af 22.500.00—67.500.00 kr. greiðast kr. 2.250.00 af 22.500.00 og 20% af afgangi. Af 67.500.00 kr. og þar yfir greiðast kr. 11.250.00 af 67.500.00 og 30% af afgangi. Eignaútsvör greiðast samkvæmt neðanskráðum stiga: ing kr. 39.400.00, fyrir hjón kr. 56.300.00 og fyrir hvert barn kr. 11.300.00. Við ákvörðun eigna til út- svars var gildandi fasteignamat þrefaldað. Útsvör 1.500.00 og lægri voru felld niður samkvæmt lögum. Lagt var á samkvæmt gild- andi útsvarsstigum, en þeh- eru, svo sem hér segir: Af 40— 70 þús. greiðast 100 kr. af 40 þús. kr. og Af 70—100 þús. greiðast 250 kr. af 70 þús. kr. og Af 100—150 þús. greiðast 430 kr. af 100 þús. kr. og Af 150—200 þús. greiðast 780 kr. af 150 þús. kr. og Af 200—250 þús. greiðast 1.180 kr. af 200 þús. kr. og 5% af afgangi. 6% af afgangi. 7% af afgangi. 8% af afgangi. 9% af afgangi. Af 250 þús. og þar yfir 1.630 kr. af 250 þús. kr. og 10% af afgangi. Þegar útsvörum hafði verið jafnað niður samkvæmt framan- skráðum reglum, voru þau öll lækkuð um 5%. Til samanburðar má gpta.þessýað við álagningu á sl. ári þuffti að hækka útsvörin um lB%. Eftirtaldir aðilar bera útsvör yfir kr. 100.000.00. Einstáklingar: 1. Leó F. Sigurðsson............................kr. 443.700.00 2. Alferð Finnbogason .......................... — 266.800.00 3. Baldvin Þorsteinsson ........................ — 253.700.00 (Framhald á blaðsíðu 5). N Heitt vatn í Hrísey Hrísey 21. júní. B. Kr. UNDANFARIÐ hafa staðið hér yfir tilraunir með jarð- boranir í þejm tilgangi að kanna hvort jarðhiti finndist í eyjunni, en menn hefur lengi grunað að svo mundi vera. Bor að hefur verið á einum stað 102 metra djúp hola og hafa fengizt úr henni um það bil 3 sek.l. af 55—60 stiga heitu vatni. Þykir þessi árangur það góður, að ástæða er til að ætla, að ekki verði hér látið staðar numið, þótt enn hafi ekkert verið end- anlega ákveðið um áframhald- andi boranir. Dragnótaveiði ' er nú fyrir skömmu hafin, en afli hefur ver ið heldur tregur. Mest fæst af kola í dragnótina, en ýsan virð ist ekki gengin á miðin. 5 heima bátar munu stunda dragnóta- veiðar í sumar og 5—6 bátar róa með handfæri fyrir utan smærri trillur, sem gerðar eru út yfir sumarmánuðina. Nokkrir aðkomubátar leggja einnig upp afla sinn til vinnslu í frystihúsinu hér á staðnum, þannig að allt útlit er fyrir næga vinnu í landi, þar sem bátarnir eru þetta margir. Sundkennsla hefur staðið yf- ir og áhugi fyrir sundinu er mjög mikill. Er þetta þriðja ár- ið, sem kennsla fer fram í ný- byggðri sundlaug, og þátttaka á námskeiðunum hefur alltaf verið mjög góð. Jafnvel roskn- ar og virðulegar húsmæður hafa lært að synda og sízt verið óduglegri en þær sem yngri eru. Kennari á sundnámskeið- inu í vor er Halldór Gunnars- son. ALÞYCUmAÐURINN SOO0Í XXXVI. árg. — Akureyri, finuntudaginn 23. júní 1966 — 24. tbl. Myndin sýnir þátttakcndur á æfingu. Ljósniynd: N. H. Mynd þessi er tekin í Matstofu KEA. Ljósniynd: G. P. K. ■s\\v ^----- _ BREZKUR TOGARI í LANDHELGI S TEKINN j UM FIMMLEYTIÐ í gær- morgun tók varðskipið Ægir brezkan togara, er heitir Northern Isle, að meintum ólög legum veiðum í Reykjafjarðar- ál á Húnaflóa. Var togarinn 1,8 sjómílur innan landhelgi. Tog- arinn var að veiðum er Ægir kom að bcnum. Elti varðskipið togarann í nálega klukkustund og var skotið aðvörunarskctum áður en togarinn sinnti skipun varðskipsins um að nema stað- ar. Ægir fór með landhelgis- brjótinn til Akureyrar og hófst rannsókn í málinu í dag hjá bæjaríógetanum á Akureyri. ROTTUGANGUR MARGIR kvarta nú undan miklum rottugangi í bæn- um og kveður svo rammt að því, að vart er hættandi á að skilja útidyr opnar, eftir því sem maður sagði blaðinu í gær. Ættu bæjaryfirvöld að skera upp herör gegn þessari plágu hið fyrsta.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.