Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.07.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 07.07.1966, Blaðsíða 2
POLYTiX FicimltiSandi á i»land»: Frá Stórstúkjiþingi 64. ÞINGI Stórstúku íslands var slitið síðdegis á laugardag 11. júní. Sunnudaginn 12. júní fóru fulltrúar í boði Stórstúkunnar til Þingvalla. Þar hélt Þing- stúka Reykjavíkur þeim kaffi- samsæti. Þingið stóð í þrjá daga og tck mörg mál til meðferðar, bæði er varðar innbyrðismál reglunnar og svo önnur mál, er snerta starf hennar út á við. Meðal ályktana þingsins voru þessar: Stórstúkuþingið telur, að hið alvarlega ástand, sem nú er í áfengismálum þjóðarinnar, ekki sízt meðal æskufólks, bendi ein dregið til þess, að miklu meira þurfi að gera af opinberri hálfu en nú er gert til þess að efla bindindissemi og koma á fót bindindissamtökum og auka og styrkja þau, sem fyrir eru. Tel- ur Stórstúkuþingið, að Alþingi og ríkisstjórn beri skylda til að vinna að þessu\máli, meðal ann ars með því að veita fé á fjár- lögum til þess að launa tvo er- indreka, sem starfi á vegum Stórstúku íslands, en séu skip- aðir í starfið af ráðherra í sam- ráði við Stórstúkuna. Þingið samþykkti fyrir sitt leyti þær tillögur, sem fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar hafði sent Alþingi sem svar við fyrirspurn milliþinganefndar Alþingis um áfengismál, en þar kemur fram m. a. eftirfarandi: Betra eftirlit sé haft með veit ingahúsum, bæði að því er snertir fjölda þess fólks, sem inn er hleypt, og þó einkum sölu áfengis. Gera verður eftir- litsmönnum kleift að rækja eft- irlitið, svo að í lagi sé. Strangt eftirlit sé haft með því, að unglingar kaupi ekki áfengi, og séu slík mál rannsök uð til hlítar og þeir, sem selja eða veita unglingum áfengi, látnir sæta þungri ábyrgð. Veitingahús séu hiklaust svipt vínveitingaleyfi um lengri eða skemmri tíma, brjóti þau áfengislöggj öf ina. Eftirlit með leynivínsölum sé mjög aukið og hert á viðurlög- um við leynivínsölu, t. d. með NÝJUNG! KÆLITÖSKURNAR eru ómissandi x ferðalagið núna í hitanum. Þær géta einnig haldið heitum matvælum í margar klukkustundir. Brynjólfur Sveinsson h.f. LEREFT 140 sm. breitt, margar gerðir. Verð frá kr. 38.00 m. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson alvinnussiptingu ; leigubílstjóra, ér uppvísir verða að slíku at- hæfi, einkum selji þeir ungl- ingum áfengi. . Hið opinbera hlutist til um með fjárstyrk eða á annan hátt, að í Reykjavík sé starfræktur skemmtistaður eða fleiri en einn, þar sem áfengisneyzla sé útilokuð, en staðurinn (eða stað irnir) samkeppnisfær við aðra skemmtistaði um allan útbún- að, þjónustu og skemmtanir. Ákveðið var, að næsta stór- stúkuþing yrði í Reykjavík í júní 1968. BYGGINGAVORUVERZLUN TÓMASAR BJÖRNSSONAR H.F. - Glerárg. 34 SÍMAR: 1-19-60 - 1-29-60 AMSTERDAM er vinsælasti ferðamannahærinn í ár. Þegar hafa 150 ís- lenzkir ferðamenn heimsótt bæinn á vegum skrifstofunn- ar. í júlí og ágúst eru áætlaðar eftirtaldar ferðir: 8. JÚLÍ - RÍNARLÖND - AMSTERDAM - HAMBORG - K.HÖFN (aukaf.) 15 dagar, kr. 14.600.00 12. ÁGÚST - PARÍS - HAMBORG - KAUPMANNAHÖFN (uppseld) 19. ÁGÚST - RÍNARLÖND — AMSTERDAM — HAMBORG - K.HÖFN (aukaf.) 15 dagar, kr. 14.600.00 26. ÁGÚST - AMSTERDAM - HAMBORG - KAUPMANNAHÖFN (aðeins örfá sæti) 18 dagar, kr. 12.550 ANNAR VINSÆLASTI staður fyrir íslenzka ferðamenn í Mið-Evrópu er PARÍS. Báðar ferðiinar sem áætlaðar eru á vegum skrifstofunnar er þegar uppselt í. Sett hefur verið upp aukaferð 27. ÁGÚST - SVISS - ÍTALÍA - FRAKKLAND, 18 dagar, kr. 16.900.00. FERÐAÁÆTLANIR LIGGJA FRAMMI LÖMD & LEIÐIR GEISLAGOTU AKUREYRI SÍMI 1-29-40 Ennan húss sem ulan PLASTMÁLN HVÍTT ING ■ 'I i ' Uj ~L . 1! r ii h 'ir 1 " i | | r -i - j • : i i ' j I: cy ! i ! m i ’rr^r—•' ■- J II 1 ' \ N 1 y \ u. - Polylex plastmálning er varan- legust, áterðarfallegust, og létt- ust I meðförum. Mjög fjölbreytt Iltaval. Notið Polytex plastmálningu innan húss sem utan - gerið Ihieimilið hlýiegra og visflegra með Polytex. fsiöfrTj

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.