Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.08.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 18.08.1966, Blaðsíða 1
MASTA RE'VKJAPÍPUR. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Sími 12820 Skipuleggjum íerð- I Fyrir hópa og ir endurgjaldslaust | einstakliuga LÖND O G LEIÐIR. Sími 12940 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 LISTASMÍÐI NORÐLENZKRA HANDA XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 18. ágúst 1966 — 28. tbl. sMaugard.ígóðuveðri ttst wmra*; Slippstöðin h.f. þegar byrjuð á smíði enn stærra skips ASL. VETRI, þá er stærsta stálskipi, er smíðað hefur verið til þessa á íslandi, var flotað, fagnaði AM þessum merka áfanga, og benti jafnframt á nauðsyri þess, að eigi skyldi smátt hugsað varðandi aðbúnað skipasmíða í framtíðinni hér í höfuðstað Norð- urlands og svo vel hefur rætzt úr málum í þessu efni, að gjarnan má segja, að norðlenzkur stórhugur hafi þar ráðið úrslitum — og fagnar AM því. Um leið sendir blaðið eigendum skipshöfn og Ól- aísfirðingum öllum heillaóskir méð hið gl?esilega skip. — Einnig starfsmönnum Slippstöðvarinnar vel unnið starf, er sannar hag- leik norðlenzkra huga og handa. Blaðamanni AM fannst mjög ánægjulegt að vera norðlenzk- ur íslendingur, þá er hann sigldi í glampandi sólskini, sem farþegi á Sigurbjörgu ÓF 1, út Eyjafjörð í boði Slippstöðvar- innar h.f. Allir boðsgestir bæj- arstjórn jafnt sem fréttamenn, hlutu að finna það, að hér var um merkan atburð að ræða sögu Akureyrar og raunar alls Norðurlands og víst var ánægju legt að sjá innileika og gleði í fasi framkvæmdastjóra Slipp- stöðvarinnar, Skafta Áskelsson ar, yfir unnum sigri. Allur frágangur skipsins vitn aði um, að skaparar þess væru listamenn í sínu fagi og eigandi þess hefði í engu viljað spara, svo að skipshöfn gæti vel við un að, hvað öryggi og allan aðbún að sneríi. Mun það vera nokkurt undr- unarefni, • þótt blaðámaður hjá AM játi það í fullri hreinskilni, að Sigurbjörg ÓF 1 stendur mun nær hjarta hans hvað væntumþykju snertir, en „áll- inn“ er koma skal við Straums- vík syðra og „gúírinn“ við Mý- vatn. Gott var að finna í öruggu íasi skipstjórans, Ólafs Jóa- kimssonar, að skipið myndi í góðum höndum, og víst mun Sigríður Sigurðardóttir, bryti skipsins, búa skipverjum hlý- legt heimili á stærsta og glæsi- legasta skipinu, er smíðað hef- ur verið á íslandi til þessa. — AM endurtekur heillaóskir sín- (Framhald á blaðsíðu 7). S000C ÞURRKURINN 0F SKAMMUR Svarfaðardal 17. ágúst. E. J. UM SÍÐUSTU HELGI var hér góður þurrkur eftir nær þriggja vikna samfeldan cþurrkakafla. Náðu bændur upp geysimiklu af heyjum, en þurrkurinn reyndist of skamm- ur, því eigi vannst tími .til að koma í hlöður nema litlu magni áður en fór að rigna aftur. Allt útlit er fyrir að háarspretta verði mjög lítil eða engin. Sama má segja um berja- sprettu. Ólafur Jóakimsson skipstjóri í brúnni. Sigríður Sigurðardóttir að starfi. Ljósm.: G. P. K. Ólafsfirði 16. ágúst. J. S. ÞAÐ VAR fjölmenni og mikið um dýrðir er Sigurbjörg ÓF 1 lagðist hér að bryggju í glampandi sólskini sl. laugar- dag. Sjaldan eða aldrei hafa Ólafsfirðingar fjölmennt sem þá niður að höfn. Rúmlega hálf- fjögur lagðist Sigurbjörg að bryggju og hófst móttökuathöfn Ólafsfirðinga með því að Lúðra sveit Ólafsfjarðar lék undir stjórn Magnúsar Magnússonar. Að leik hennar lokinni flutti séra Ingþór Indriðason ávarp og bað hinu nýja skipi og allri skipshöfn þess allrar blessunar og heilla. Síðan flutti Skafti Áskelsson forstjóri Slippstöðvarinnar h.f. ræðu og afhenti skipið eiganda þess og þakkaði það traust, er hann hefði sýnt fyrirtæki sínu með því að fela því smíði þess. Síðan ávarpaði bæjarstjórinn mannfjöldann og lýsti ánægju sinni yfir komu hins glæsilega skips fyrir hönd Ólafsfjarðaf- kaupstaðar. Á milli ávarpa söng (Framhald á blaðsíðu 7.) =s Ranaslys á Tjörnesi P¥ MÁNUDAG beið Þórháll ur B. Snædál húsasmiðúr á Húsavík bana í bifreiðaslysi skammt frá Eyvík á Tjörnesi. Fór bifreið hans þar fram af klettum og mun fallið hafa ver- ið einir 40 metrar, en Þórhallúr var einn í bílnum. Er að var komið var Þórliallur með lífs- marki, en liann andaðist í sjúkraflugvél á leið suður. Þórhallur var rúmlega fertug ur að aldri. Leiðarinn: Skipnlag vinnu og verkstjórn NÝR ÞÁTTUR í RLÁÐÍNU, sjá bls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.