Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.08.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 25.08.1966, Blaðsíða 5
Spurning vikunnar: ERTU ÁNÆGÐUR MEÐ NÚVERANDI SKIPAN ÍÞRÓTTAMÁLA Á AKUREYRI Spurningunm svarar Stefán Eiríks- son, af greiðslumaður Morgunblaðsins HÉR HEYRIÐ þið svar Stefáns Eiríkssonar við annarri spurn- ingu AM í hinum nýja þætti blaðsins „spurning vikunnar“. Hann er sem Skarphéðinn Ásgeirsson ófeiminn að tjá skoðanir sínar og munu því lesendur ekki eiga erfitt með að kynnast áliti lians í þessu máli því eigi þarf að ásaka Stefán fyrir það að hann „tali“ hér „undir rós“, en ekki lengri formála, en gefum hér með Stefáni orðið. Ég held áð énginn sem horfði á knattspyrnukappleik Þórs og KA í síðustu viku hafi farið glaður eða ánægður af vellin- um, því lélegri og sundurlaus- ari lið hafa ekki leikið þar á þessu sumri og þó voru í þess- um liðum allir - fyrstudeildar- leikmenn ÍBA. Ég held. einnig að enginn þessara áhorfenda mundi svara þessari spurningu játandi, ef þeir hafa á annað borð nokkra skoðun á þessu máli. Akureyringar' eru töluvert ánægðir með ’ fyrstudeildarlið sitt og-má áegja að þeir geti verið það að vissu marki, því þeir leikmenn sém liðið skipa eru ágætir knattspyrnumenn og það kastar í 1-áun og veru engri rýrð á þá sem slíka þó þeir nái ekki árangri í félagsliðunum með mönnum sem ekki fá að leika nema tvo þrjá leiki á sumri og eru óæfðir og ókeppn isvanir. Þeir eru ekki svo fáir sem farnir eru að hugleiða það að líklega sé stjórn þessara mála heldur bágborin þegar í Ijós kemur að ÍBA liðið er skip að öllum þeim fullorðnu mönn um sem æfa knattspyrnu í höf- uðstað Norðurlands. Ég veit ekki betur en ÍBA hafi verið stofnað til þess að efla íþróttalíf í bænum og styrkja íþróttafélögin til starfs og dáða. Fyrstu árin var ef til vill einhver styrkur að tilvist þess en eins og nú er komið er ÍBA í mörgum tilfellum bein- línis dragbítur á íþróttalífi í bænum og afskipti þess af íþróttamálum neikvæð. Mörg undanfarin ár hefur ÍBA æft knattspyrnulið og val- ið í það beztu knattspyrnumenn bæjarins. Þessir menn eru bundnir við æfingar og keppni á vegum bandalagsins allt sum- arið og geta því eðlilega ekki mætt á æfingar hjá sínum íþróttafélögum og árangurinn er sá að allt sumarið líður án þess að félagsliðið hefji æfing- ar. En nokkru fyrr en bændur heimta fé sitt af fjalli skilar. stórmót í frjálsum íþróttum, bikarkeppnina. Á árunum milli 1940 og 1950 .var handknattleikur æfður af kappi og bæði félögin áttu ágæt lið bæði í karla og kvennaflokk ÍBA um það bil hálfu vel þjálf- uðu knóttspyrnuliði til hvers félags og nú er farið að hugsa um að tína til menn í félagslið, en þá er úr heldur litlu að velja því engir hafa æft, én talan er fyllt með því sem hendi er næst og venjulega er annaðhvort Þór eða KA nógu sterkt til að vinna Norðurlandsmótið í knatt spyrnu en þó henti það fyrir ekki löngu síðan að Siglfirð- ingar unnu þá keppni með liði er þeir stilltu upp er þeir heimtu menn sína af síldveið- um um það bil sem mótið hófst. Knattspyrnukeppnir á milli Þórs og KA (sem og aðrar keppnir) eru nær óþekkt fyrir- bæri á meðan deildarkeppnin stendur yfir enda segja ÍBA- menn það mjög hættuíegt því vel geti hent að keppni hlaupi í „stjörnurnar“ sem síðan kæmi niður á ÍBA liðinu. En samfylkingamenn eiga ráð undir rifi hverju til þess að útvega liði sínu æfingaleiki. Á síðastliðnu vori var t. d. skotist til Norégs og leiknir þar tveir þrír æfingaleikir við norsk lið við góðan orðstír, að sjálfsögðu miðað við fóiksfjölda. Það gléymist hins vegar að hér heima eru hin ákjósanleg- ustu skilyrði til æfinga og keppni ef KA og Þór væru með sína íþrð.ttastarfsemi aðskilda. Hér er ágætur íþróttavöllur og tvö fjölmenn félög sem geta keppt eins oft og í eins mörgum greinum eins og þau vilja. ÍBA er nú komið það til ára sinna að vel má fara að líta yfir fai’inn veg og unnin afrek. Þeg- ar bandalagið er stofnað æfðu margir " ungir menn frjálsar íþróttir og árangur þeirra var ágætur á þessa lands mæli- kvarða, en með tilkomu banda- lagsins hættu félögin keppni sín á milli og ÍBA fór að ráska á sama hátt og í knattspyrnunni með þeim prýðilega árangri að nú æfir enginn frjálsar íþróttir og ÍBA átti engan frjálsíþrótta- mann til að senda á nýafstaðið Stefán Eiríksson. um. Að sjálfsögðu tók ÍBA við stjórninni á þassu með þeim ágæta árangri að útihandknatt- leikur er ekki stundaður leng- ur, en eitthvað er æft inni á veturnar. íþróttafélögin halda enn uppi æfingum í lægstu aldursflokk- um í knattspyrnu en þar er ÍBÁ einnig á ferðinni að velja „stjörnulið“ til stór tjóns fyrir félagsstarfið en 14 og 16 ára hætta nær allir drengir að æfa því þá tekur ÍBA við og á þeim bæ er ekki hugsað um stærri hóp en mest 15 menn, en það er nú allt nokkuð því bærinn tel- ur nú ekki nema 10 þúsund manns. Forráðamenn ÍBA hafa verið að því spurðir opinberlega hvernig á því standi að banda- lagið sendi ekki B-lið í bikar- keppnina og með þögninni hafa þeir játað að ekki eru til 11 menn á þess vegum sem til greina kæmi ’að skipuðu liðið. . Það er heldur munur að hafa svona samtök til að efla íþrótta áhugann hjá unga fólkinu. Það sýnist fullkomin ástæða til að stjórnir KA og Þórs at- hugi sinn gang vel í viðskipt- um sínum við ÍBA ef þær ætla ekki að láta aðild sína að þess- um samtökum eyðileggja allt félagsstarf. Því er á lofti haldið af mörg- um að KA og Þór geti ekki tek ið þátt í deildarkeppninni sök- um fjárskorts, en ætli það sé misskilningur að ÍBA hafi ekki svo lítinn hagnað af þátttöku liðs síns í keppninni. Eða ætli það sé skröksaga að aðgangs- eyrir að fyrstudéildarleikjun- um sem leiknir eru hér á Akur eyri nemi 6 eða 7 hundruð þús- und krónum. Eitt af því sem ÍBA telur sér til ágætis er að hafa upprætt það er talsmenn þess kalla fé- lagaríg og segja að hafi verið of mikið af hér, til tjóns fyrir iþróttirnar. Ef til vill hefur það stundum verið of mikið hér áð- ur fyrr en ég held að það hafi nú aldrei rist djúpt og keppnin á milli félagarína er nauðsynleg f orsenda þess að f ólk æfi íþróttir, hvort heldur er knatt- spyrna eða annað og ef áfram- hald á að vera á þessu sam- krulli íþróttafélaganna þá er miklu hreinlegra að leysa Þór og KA upp og stofna knatt- spyrnudeild ÍBA, frjálsíþrótta- deild ÍBA o. s. frv. Það ætti ekki að eiga sér stað að íþróttamenn keppi undir öðrum mei’kjum en síns eigin íþróttafélags á öllum íþrótta- mótum nema bæjarkeppnum og landskeppnum og þannig hlýtur þetta að verða hér. Því fyrr því betra, því núverandi fyrirkomu lag er öllum sem að ,því standa til stórrar skammar. Það væri æskilegt að forystu menn ÍBA hættu að afsaka hinn lélega árangur verka sinna með skorti á íþróttamannvirkjum, það vantar að sjálfsogðu æfinga velli o. fL, en það er ekki ósenni legt að þeir kæmu fyrr ef séð væri að ÍBA héldi þannig á mál um að þeirra væri einhver þörf. Stefán hefir lokið máli sínu og blaðið þakkar honum fyrir. Svarið mun eflaust valda um- tali og nokkrum deilum, en hitt veit AM að Stefán stendur ekki einn uppi með þessa skoðun. AM finnst það vissulega þakkar vert hve hinir tveir, er nú hafa svarað spurningum blaðsins hafa tjáð sig án tæpitungu og væntir þess jafnframt að svo geri þeir er á eftir koma. Akkur fyndist blaðinu í því að heyra álit lesenda sinna á þessum þætti blaðsins, því að ætlun þess er að hann haldi áfram. En þó skal upplýst að viðtalsþættir munu halda áfram í blaðinu öðru hvoru. s. j.. BRÚÐHJÓN. Hinn 17. ágúst voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ung- frú Álfhildur Pálsdóttir stúd- ent og Bárður Gunnar Hall- dórsson stúdent, Gilsbakka- vegi 5, Akureyri. Séra Pétur Sigurgeirsson gaf brúðhjónin saman. STAKAN okkar ! STEPHAN G. STEPHANS- SON kveður: Fangað hafa feginshug miiui faðmlagsþýðar, sumarnætur, drottins dætur, draumablíðar. j Hvar þér opnar heillin míu heimur sínar álfur. Gef honum bara brosin þín böl þitt eigðu sjálfur. 1 Leggur um geð frá logni blaa Ijóð og gleðibragi. Strengir kveða í mér æ undir veðurlagi. f Næsta staka er eftir Svein fi'á Elivogum: Hún mér valdi hæðni og svik, hrukkur setti á enni. Leið þó aldrei augnablik j að ég gleymdi henni. i Piltar nokkrir áttu van- á Sveini frá Elivogum og áttu til þennan fyrripart, þegar hann kom: Stukku liögl um hölda krár, hót ei mögla greyin. i Sveinn henti á lofti jþað, sem komið var og bætti við: Undir kögglum opin sár, j orka úr kögglum dregút. | Svo kveður Guðmundur G. Hagalín: Þó að fjúki í flest öll skjól finn ég yl í hjarta, þegar fagra sé ég sól signa tinda bjarta. 1 Jósep Húnfjörð kvað: 1 Böls ef hótin þreyta þung, þá er blótin sanna, að blómarótin andar nng undir fótum nianna. Skáldkonan Erla kvað: f Auð er hlíðin upp að sjá útsjón fríð í Teigi. ( Andar þíðu inni frá undurblíðum degi. AM vill minna lesendur á vísnaþáttinn, en fáar vísun hafa borizt að undanförnu til blaðsins. Við heitum á alla vel unnara stökunnar að ljá okk- ur liðsinni. Verið þið sæl að sinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.