Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.09.1966, Page 7

Alþýðumaðurinn - 01.09.1966, Page 7
a 1 '*.« .. 4 T: t, Eimskipafélag íslands býður upp á 2 „sumar- leyfisferðir“ í vetur, til Azoreyja, Madeira Kanaríeyja og Casablanca í FRÉTTATILKYNNINGU frá Eimskipafélaginu segir m. a. svo: i Á updanförljum árum hef- Úr oft komið fil orða að senda Gullfoss að vetrarlagi suður til Kanaríeyja, en af því hefur þó ekki getað orðið vegna þjón- ustu, sem skipið hefur orðið að leysa í áætlunarferðum, og þeirra miklu vinsælda, sem ódýru vetrarferðirnar hafa not- ir. Eimskipafélagið hefur einu sinni efnt til skemmtiferðar suður á bóginn að vetrarlagi, þegar Gullfoss var- sendur til Miðjarðarhafslanda árið 1953. Þótti sú ferð takast mjög vel, en vegna ónógrar þátttöku varð ekki af fleiri ferðum þá. Frá þeim tíma hafa hins veg- ar margs konar breytingar orð- ið. Sumarleyfi hafa lengzt og þörfin aukizt fyrir að skipa þeim niður á lengiú tíma árs heldur en aðeins hás.umarið, og þrátt fyrir almennar vinsældir vetrarferðanna hefur það kom- ið í ljós að þátttaka. er minni mánuðina jaúar og febrúar. Hefur því verið talið rétt að senda Gullfoss í ferð til Kanarí eyja á þessum árstíma, enda hefur þess einnig orðið vart, að mikill áhugi er fyrir slíkum ferðum og líkur benda til, að þátttaka verði mikil. Þegar möguleikarnir voru kannaðir á því að senda Gull- foss til suðlægra landa, þóttu Kanaríeyjarnar ákjósanlegri en nokkur annar staður, þar sem vissa er fyrir því, að þar sé sólskin og sumarveður, á þess- um árstíma, en þó ekki óþægi- lega heitt. Undirbúningur að fyrirhug- aðri Kanaríeyjaferð er vel á veg kominn og hefur verið gerð áætlun um hana í öllum atrið- um. Til þess að ferðin yrði ekki lengri en venjulegt sumarfrí var horfið að því að nota flug- vél hluta af leiðinni og fara tvær ferðir, sem hvor um sig á ekki að taka nema 22 daga. Aðra leiðina verður farið með Gullfossi yfir Norður-Atlants- hafið en hina með flugvélum. Þetta styttir siglingartímann á vetrarslóðum og lengir jafn- framt þann tíma, sem dvalið verður á slóðum sumarland- anna. Fyrri ferðin verður með Gull fossi frá Reykjavík til Azor- eyja, Madeira, Kanaríeyja, Jfj s SUNDKEPPNIN VIÐ BIRTUM hér lista um þátt töku í 200 metra sundinu, hve margir hafa synt frá hverri götu — miðað við 29. ágúst. Þá höfðu 1320 Akureyringar lokið sund- inu, hér í lauginni, og 480 utan bæjarmenn. Sl. 10 daga hafa 10 bætzt við til jafnaðar. Þá daga, sém eftir eru;þarf' sú tala að margfaldast. — Þá styttist og óðum leiðin, sem eftir er í boð- gundinu til-Grímseyjar (sjá í glugga tí Hafnarstræti 108). Enginn, sém sæmilega mögu-_ léika hefur til þátttöku, má láta hindra sig, t. d. vegna persónu- legrar óánægju með fyrirkomu lag — og þar með draga úr sig- urmöguleikum. Það væri barna skapur, engum að gagni, og hæf ir ekki. Staðreyhdin er þessi: Við erufti að kepþa við aðrar þjóðir, við aðra bæi, við okkur sjálf, frá fyrri árum. Og við höfum mikla möguleika til að sigra. — Næst mætti breyta til, lagfæra, t. d. láta líða lengra á milli; e. t. v. skipta um vega- lengd, — og að sjálfsögðu, að leyfa íslendingum að byrja y2 mánuði fyrr, þ. e. meðan skólar eru starfandi eins og hjá keppi nautunum, og við liættum þá bara þeim mun fyrr. Það myndi bæta aðstöðu okkar mjög og vera fullkomlega réttlátt. Frá hvaða götum verður nú sóknin mest næsta vikutíma? Það sézt . bráðum. — Áfram, , Akureyringarí , Framkvæmdanefndin. 7, Eiginmaður minn, SIGURÐUR BJÖRNSSON, Fjólugötu 20, sem lézt að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugar- daginn 27. ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 2. september kl. 1.30 e. h. Þorbjörg Björnsdóttir og vandamenn. Casablanca og Lissaþon, og það an með flugvélum heim til Reykjavikur með viðdvöl í London. Seinni ferðin verður með flugvélum frá Reykjavík til Lissabon, og þaðan með Gull fossi til Madeira, Kanaríeyja, Casablanca, London og Reykja víkur.' í fréttabréfinu er sagt að fyrri ferðin hefjist þann 17. janúar og siglir þá Gullfoss beint til Azoreyja. Hin síðari hefst 5. febrúar og hefst hún með flugferð frá Reykjavík til Lissabon. Báðar ferðirnar eru miðaðar við það að þær taki ekki lengri tíma en venjulegt sumarleyfi. Fargjald verður frá kr. 19.900.00 og er innifalið í verðinu skipsferðir, flugferðir, fæði og þjónustugjald um borð í skipinu, gisting og morgun- verður í landi, þar sem gist verður. Ferðir í landi eru ekki reiknaðar í fargjaldi. Ásetningur félagsins er að búa sem bezt að farþegum sín- um um borð í skipinu m. a. verður byggð sundlaug, er auka mun þægindi um borð. Þá munu verða haldnir dansleikir og margt fleira sér til gamans gert. AM vill fullyrða að þessar til raunir með „sumarleyfisferðir“ á Þorra ættu þeir að taka feg- inshendi er skreppa ætla út fyr ir pollinn í orlofi sínu. Bæði fá þeir sumarauka, þá er Þorri þeytir snjó á glugga hér heima á Fróni og einnig er það hag- stæðara fyrir þjóðarbúið, því að flestar atvinnugreinar landsins þjást af vinnuaflsskorti yfir sumarmánuðina. - Héraðsmót UMSE (Framhald af blaðsíðu 2). Beztu afrek í kvennagreinum. 100 m. hlaup Hafdísar Helga- dóttur Sv., hljóp á 13,4 sek. í undanrásum. Bezta afrek í karlagreinum. 100 m. hlaup Sigurðar Viðars Þ. Sv,, hljóp á 11,4 sek, í undan i'ásúm. Stigahæst í kvennagreinum. Hafdís Helgadóssir Sv. 12 stig. Stigahæstur í karlagreinum. Sigurður Viðar Þ. Sv. 3iVi stig. Stig milli félaga. stig Umf. Þorsteinn Svörfuður (Þ. Sv.) 53 Umf. Svarfdæla (Sv.) 35!/2 Bindindisfclagið Dalbúinn (D) 32 Umf. Möðruvallasóknar (M) 30 Umf. Ársól, Árroðinn (Ár.) 25 Umf. Skriðuhrepps (Sk.) 12 Unrf. Öxndæla (Ö) 10 Umf, Reynir (R) 9 Umf. Æfckan (Æ) 9 Umf. Dagsbrún (Dbr.) 8 Umf. Narfi (N) 5 Umf. Framtíð (F) 3/2 í keppni milli félaganna, var keppt um bikar ,sem verksmiðj ur SÍS á Akureyri gáfu 1962. Það ár vann umf. Möðruvalla- sóknar bikarinn, en síðan eða þrjú ár í röð hefur umf. Þor- steinn Svörfuður hlotið bikar- inn, og vann hann nú til eignar. Á sunnudagskvöldið efndi UMSE til dansleiks í Freyvangi, þar sem heildarverðlaun voru afhent. Á þriðja hundrað manns, mest íþrótta- og æskufólk úr héraðinu. sótti dansleikinn, sem fór með afbrigðum vel fram, að sögn lögreglumanna í Frey- vangi. Vín sást ekki á nokkrum manni. □ B A R N A S A G A A L ÞÝÐUMANNSINS eftir MÁ SNÆDAL 23 jkAÐ var rúmlega 20 manna hópur er lagði upp frá Heiði, *■ bændur og uppkomnir synir þeirra. Auðséð var á suður- lofti að norðanveðrið hafði sungið sitt síðasta vers að þessu sinni. Heiðskíran himin gat að líta yfir Hólshyrnu og Gilja- fjalli, útvörðum dalsins í suðurátt, þau voru hreggbarin og snjótyppt eftir norðanofsann en sól vermdi strax hæstu gnípur þeirra er.gaf von um að sól og sunnanátt myndi klæða þau úr vetrarklæðum strax á næsta degi. Hann var ekki margmáll flokkurinn er fetaði upp hlíðar Heiðarfjalls. Allir óttuðust að sorglegur atburður hefði gerzt og hrædd- ust þau tíðindi, er eitthvert gil fjallsins eða klettar þess myndu birta þeim. Allir vissu að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir er tafið hafði för drengjanna, svo alvarlegt, að þeim var aftrað heimkomu. Fæstir trúðu því að það hefði verið þokan ein, því að allir dalsbúar vissu að Gunnar og Geir voru þaulkunnugir fjalllendi dalsins og margan haust- dag höfðu þeir farið í göngur þótt ungir væru og eigi orðið villugjarnt. Því varð beygurinn enn áleitnari í brjóstum leit- armanna. Um 3 leytið höfðu þeir leitað af sér allan grun í giljum neðan „Brýna“ en áji árangurs. Framhald. V : :' Stutt svar til Stefáns Eiríkssonar STEFÁN EIRÍKSSDN af* greiðslumaður Morgúnblaðs ins er í síðasta AM beðinn að svara spurningunni: Ertu ánægður með núvérandi skipan íþróttamála á Akureyri, Ég ætla ekki að rekja grein Stefáns þó hana megi hrekja orði til orð, heldur taka nokkur dæmi, nokkrar upplýsingar til Stefáns og annarra, sem lesið hafa greinina og máske trúað. Seint í grein sinni segir S. að „hreinlegast væri með áfram- þaldandi samkrulli Þórs og KA að leysa félögin upp og stofna knattspyrnudeild ÍBA, frjáls- íþróttadeild ÍBA o. s. frv.“ Inn- an ÍBA eru þéssar deildir starf andi en nefnast ráð, íþróttafé- lögin í bænum tilnefna menn í þessi ráð. Knattspyrnuráð Ak- ureyrar er ein af deildum ÍBA ög fer með knattspyrnúmál, sem S. verður svo tíðrætt um í grein sinni. Hvað æfingaleysi viðkemur, þá hafa ekki í mörg undanfarin ár æft eins margir knattspyrnu menn í 1. og 2. flokki, sem nú á þessu ári og hvað leik Þórs og KA viðvíkur, sem .S. talar um voru allir leikmenn í meiri eða minni æfingu. S. ræðir um æfingaleiki, sem leiknir voru í Noregi síðastliðið vor, eða 26. og 28. maí. Sannleikurinn er sá, að íþróttavöllurinn á Akureyri var leyfður til knattspyrnú- keppni og æfinga fyrst 17. júní sl. og sá völlur er sá eini í bæn um, þar sem hægt er að æfa og leika knattspyrnu og því vart hægt að tala um ákjósanleg æfingaskilyrði. Það' vita þeir, sem málum eru kunnugir, að knattspyrnuvöllurinn liggur undir skemmdum sökum of- notkunar. Það eru til leikmenn hér á Akureyri til að hægt sé að senda B-lið í Bikarkeppni KSÍ ef fjármagn væri fyrir hendi, það hefur sjaldan verið jafn: létt að skipa í það lið eins og einmitt nú í sumar. Stefán gefur í skin að inn- koma á leiki hér á Akureyri séj I 6—7 hundruð þúsund krónur, Hann hefur verið helzt til fljói-j ur að kyngja þeirri skröksögú Innkoma á völlinn hér síðag.f-f liðið ár var um 213 þús. kr. og af því tekur íþróttavölluririn hér 29% í leigu. Þetta fé fer 'jfeíðan til mótanefndar KSÍ ásamt annai'i'í innkomu I. deild arleikja en nettóhagnaður deil- ; ist síðan niður á sömu aðila. Það skal einnig upplýst að kostnaður við einn knattspyrnu leik, sem Akureyringar leika í Reykjavík er um kr. 30.000.00. Ekki ætla ég hér að ræða árásir Stefáns Eiríkssonar á ÍBA, sem eins og annað í grein hans eru úr lausu lofti gripnar, og sagðar af ókunnugleika á 1 íþróttamálum. Jens Sumarliðason.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.