Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.09.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 01.09.1966, Blaðsíða 8
MÁLVERKASÝNING Á AKUREYRI ÞANN 17. þessa mánaðar mun hinn kunni listmálari, Egg- eivt Guðmundsson opna mál- verkasýningu í Landsbankasaln um á Akureyri. Þetta er í fyrsta skipti er Eggert hefur málverka sýningu á Akureyri, en alls hef ir hann haldið 36 sýningar hér heima og erlendis. Á sýning- unni hér mun listamaðurinn sýna 30 málverk og verða 25 þeirra til sölu. Um 18 mánaða skeið var listmálarinn búsettur í Ástralíu og munu Akureyr- ingar geta séð málverk á sýn- ingunni frá þeim tíma. Vonandi taka Akureyringar vel á móti Eggerti listmálara og fjölsækja á sýningu hans. AM býður hann hér með velkom- inn með list sína til Akureyrar. Eggert Guðniundsson og kona hans frú Edith Guðmundsson njóta næðisstundar skammt frá Hraun- fossum. Myndin var tekin nú í sumar. Glöggt hiun sjást að málverk er reist upp við bílinn. *s Hæli fyrir vangefna verfiur byggt á Ak. DAGUR og íslendingur hafa nýverið skýrt frá því, að upplýst hafi verið á blaðamanna fundi með bæjarstjóra fyrir nokkru að ákveðið sé að næsta hæli fyrir vangefna rísi hér á Akureyri. Þó að blaðamanni AM hafi eigi verið kunngjört um þetta og enga fréttatilkynn ingu fengið í sambandi við þess ar' mikilsverðu fréttir, þykir SSSS^ AFLI DALVÍKUR- BÁTA SAMKVÆMT skýrslu Fiskifé lagsins var afli síldveiðibáta frá Dalvík orðinn sl. laugardag sém hér segir: I iestir , Baldur 1.198 Bjarmi 498 Bjarmi II 3.216 Björgúlfur 1.687 Björgvin 1.430 Hannes Hafstein 3.564 Loftur Baldvinsson 2.881 Heyskap hefur mikið miðað í Svarfaðardal að undanförnu. Útlit er fyrir að kartöfluupp- skera verði rýr. AM sjálfsagt að geta þessara gleðitíðinda og styðst við blöð borgaraflokkanna í bænum varðandi þær upplýsingar er hér fara á eftir. Ákveðið er að byggja hæii fyrir vangefna hér á Akureyri og á það að rúma 32 vistmenn, en auk þess allmarga til dvalar dagiangt. Hælið hefir fengið hinn fegursta stað í bæjarland- inu, sunnan og vestan Glerár- brúarinnar gömlu á milli sér- kennilegra klettaborga er bæj- arbúum og vegfarendum hlýtur að vera minnisstæðar. Styrktar féiag vangefinna hér á Akur- eyri hefir með ráðum og dáð unnið að málinu og eigi sízt for maður þess, Jóhannes Óli Sæ- mundsson, en hann hefur ann- ast sölu á miðum í bílnúmera- happdrætti á vegum samtak- anna. Er ágóða heppdrættisins varið til að stuðla að auknu öryggi vangefinna, en stjómina auk hans skipa: Níels Hansson, Albert Sölvason, Jóhann Þor- kelsson og Jón Ingimarsson. Talið er að töluvert á annað þús und vangefins fólks þarfnist hælisvistar, en þau hæli er fyr- ir eru rúma aðeins 275 manns og eru þau öll staðsett sunnan- lands. Því vill AM fagna for- ystu samtakanna hér nyrðra og bæjarstjóra og bæjarstjórn fyr- ir skiining á nauðsynjamáli. XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 1. sept. 1966 — 30. tbl. GÓÐAR FRÉTTIR Bólurnar virðast komnar út hjá íhaldinu IHALDID fór í fýlu eftir hinn mikla kosningaósigur er það beið í bæjarstjórnarkosningun- um á sl. vori hér á Akureyri. En á síðasta íslendingi má merkja að fýlan sé að koma út, því að greina má að það hafi orðið nokkurn áhuga á bæjar- málum. En reynsla jafnaðar- manna eftir kosningamar af „vilja“ íhaldsins af þeim mál- um var slík að ætla mátti að það ætlaði sér að draga sig út úr bæjarmálum næsta kjörtíma bil, þó engan veginn væri það hetjuleg afstaða. En klausan í íslendingi ber það með sér að Sólnes, Áma og Jóni hafi vax- ið kjarkur á síðustu hundadög- um og fagnar AM því. Skæting ur blaðsins í garð AM og jafn- aðarmanna er mannlegur því að mannlegheit er fleira en dreng lyndi. I vor eftir kosningar birti AM bréf er AJþýðuflokkurinn N\\v Miklar byggingafram- kvæmdir á Sauðárkróki Sauðárkróki 28. ágúst. J. K. NÚ í SUMAR var sett upp hringsjá á Sauðárnöfum en þaðan er mjög víðsýnt sem kunnugt er. Var það Rotary- klúbburinn sem gekkst fyrir framkvæmd þessari en Ingólfur Nikodemusson sá um verkið. Er á skífuna letruð nöfn helztu fjalla ög önnur örnefni í kring. Skífan stendur á blágrýtisstöpli og er frágangur allur hinn smekklegasti. Nú mun vera endanlega ákveðið að ekkert verði af þeim gatnagerðarframkvæmdum, er fyrirhugaðar voru. Er það aðal- lega vegna ónógs undirbúnings og mistaka m. a. reyndist hluti jarðefna þeirra, sem nota átti til íblöndunar, hafa svo slæma viðloðunareiginleika að þau reyndust ónothæf. Mun nú ætl- unin að nota tímann til næsta vors til nánari undirbúnings og hefjast þá handa við lagningu olíumalar eða malbiks. Urinið hefur verið að lagningu nýrra gatna og skipt um jarðveg í all- löngum kafla. Mikið er um nýbyggingar og m. a. unnið að tveim stórbygg- ingum, Búnaðarbankanum og bókasafnshúsi, og munu þær verða fokheldar í haust. Einnig er hafin bygging nýs gagn- fræðaskólahúss. Búið er að grafa upp úr grunninum. Er ætlunin að láta vinna við grunn inn eftir reikningi en bjóða síð- an verkið út. skrifaði til borgaraflokkanna beggja þar sem óskað var eftir myndun ábyrgs meirihluta inn. ari bæjarstjóriyarinnar. Borgara flokkarnir báðir virtust eigi Iiafa áhuga fyrir slíku og því vill AM spyrja íslending að því í fullri vinsemd, hvernig 2 full- trúar af 11 áttu að geta myndað ábyrgan meirihluta á grund- velli lýðræðis? Slík furða kann að ske undir merkjum haka- kross og sigðar, en vonandi hef ur eigi ílialdið álitið að jafn- aðarmenn myndu stuðla að ábyi-gum meirihluta á austræn an eða nazistíska vísu. AM vill fullyrða að enn er ekki of seint að mynda hinn ábyrga meiri- hluta ef vilji er fyrir hendi hjá borgaraflokkunum ef jákvæðar bólur eru nú komnar út hjá íhaldinu. Ekki mun standa á jafnaðarmönnum að ganga til málefnalegra samninga um bæj armál skal íslendingur vita, cg einnig það að enn má gára lygn una, ef borgaraflokkamir vildu knýja Jakob og Sólnes til að taka, þó ekki væri nema nokk- ur röskleg áratog með krötum. Það myndi . óneitanlega gára „pollmennskuna“. FÆREYSKT SKIP í STRANDFERÐIR Á NÆSTUNNI EINS og kunnugt er mun ætl- unin að selja Esju og Skjald breið úr landi. Skipaútgerð rík- isins er nú búið. að taka .skip á leigu til að annast strandferðir. Leiguskipið er færeyskt og heitir Blikur. Er hér um 7—800 tonna skip að ræða og er lestar rými þess nokkuð stærra en lestarrými Skjaldbreiðar og Esju til samans. Blikur var tek ið í notkun í Færeyjum á síð- astliðnu hausti.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.