Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.09.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 08.09.1966, Blaðsíða 2
 róttasíáa A.M. ^ - Heyrt, spurt.. MlillftAMI II llll IIIIII111111111111111111111 M I IMMMIMIMIIttlMMtllllMMIMMMMIIfMMIIItflttlM 1111III IIIIIIMIMIIItlMllllltlllllllllllMlimtHIIMIMIMMIIIimtlMMItllMIIIMIMMMIIIIIMI RITSTJORI: FRIMANN GUNNLAUGSSON MMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIII HIIIIIIIIHIIIIMMtllllllMlílílMÍTlTrÍMMÍlÍÍÍí'íllHIIHHIIIIMHIIHIIIIIIHIIIIIIIIIMIMIHHIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII* ANÆGÐUR 0& AÐ LOKNIJM leikjum ÍBA í I. deild íslandsmólsins í knatt- spyrnu fór undirritaður þess á leit við þjálfara liðsins, Einar Helgason, hvort hann vildi svara nokkrum spurningum að lokinni „glímu“. Einar tók því vel og hér heyrið þið svör hans. EKKI Ertu ánægður með frammi- stöðu ÍBA-liðsins í sumar? Ánægður og ánægður ekki. Að vísu er þetta bezta frammi- staða okkar til þessa í I. deild og vegna þess árangurs er ég ánægður. Á hinn bóginn leyni ég því ekki að ég gerði mér von ir um, að við myndum vinna mótið í ár. Sá möguleiki er að vísu fyrir hendi, en því miður fjarlægur. Af leikjum okkar í mótinu, sem eru 10 alls, höfum við unnið 4, tapað 2 og jafnir hafa orðið 4 leikir. Þessir 4 jafn teflisleikir okkar hafa verið þannig, að við höfum verið sterkari aðilinn í þeim öllum. Það er staðreynd, ekki einung- is mín skoðun, hcldur skoðun flestra, sem með þeim hafa fylgzt og er þá skemmst að minnast leiksins við Val hérna á Akureyri. Það er ennfremur staðreynd að við höfum ekki fengið neitt heppnisstig í móti þessu. Höfum unnið fyrir þeim öllum og vel það. Aftur á móti hafa sumir keppinautar okkar fengið óverðskulduð stig. Ekki aðeins í fyrrnefndum jafnteflis leikjum við okkur, heldur og í öðrum tilfellum. Þessir tveir leikir, sem við töpuðum, töpuð- um við stórt. Fyrir Val 0:3 á Melavellinum, sem er okkur þyrnir í augum, og fyrir ÍBK 0:5 hér á Akureyri. í fyrrnefnd um leik var ég í markinu seinni hálflcikinn vegna meiðsla Samúels, og er skemmst frá því að segja að leikurinn tapaðist vegna lélegrar frammistöðu minnar. ÍBA—ÍBK 0:5 var okk ur ÍBA-mönnum martröð. Samúel, sem átt hefur yfirleitt góða leiki var laus við að njóta fulltingis striðsgæfunnar í það sinn og mátti 5 sinnum sækja knöttinn í netið. Hvaða leikur fannst þér bezt leikinn af hálfu ÍBA? Tveir leikir okkar eru mér efstir í huga í því sambandi, þ. e. siðari leikur okkar við KR hérna heima og leikur okkar hér við Val. Vörn liðs okkar lék mjög vel í báðum tilfellum, þegar frá eru talin mistökin sem kostuðu okk ur markið, sem Valur íékk skor að i upphafi leiksins. í báðum leikjunum var mikil spenna og baráttan hörð á köflum. Mark- tækifæri í Ieiknum við KR voru ekki mörg, samt tókst okkur að knýja fram sigur. Aftur á móti voru tækifærin til marka öllu fleiri í léiknum við Val en nýtt ust ekki, sem skyldi og einmitt það kemur til frádrags, á annars góðan leik. Eitthvað í lokin, Einar, er þú vildir taka fram? í lokin vildi ég mega þakka liðsmönnum mínum og öðrum samstarfsmönnum fyrir sumar- ið, sem er á enda og óska þeim alls góðs í framtíðinni. Sem þjálfari liðsins liefi ég ekkert nema góðar endurminningar frá liðnum sumruni. Ég liefi góða samvizku af gjörðum rnínuni um val á liði hverju sinni svo og þjálfun. Ég hefi alltaf gert, það sem samvizkan hefur sagt mér að væri réttast og bezt. Öðrum læt ég svo eftir dóm- arastörf um það mál og hef ég ástæðu til að ætla að þó nokkr- ■ ir sjálfboðaliðar fáist til þeirra starfa. AM þakkar Einari Helgasyni fyr.ir skýr svör og fulla hrein- skilni í málflutningi. Mun ekki fáum Akureyringum finnast það oflof, þó AM segi í lokin, að hlutur Einars Helgasonar sé vissulega stór í sigrum ÍBA-liðs ins á þessu sumri. AM óskar ÍBA-liðinu og þjálfara þess allra heilla í Bikarkeppninni. Þökk fyrir Einar. s. j. (Framhald af blaðsíðu 4). hvort þetta er sannlcikanum kominn viðbætir' við Erlings- samkvæmt og ef þáð eru ýkjur þátt, sennilega 7. kafli. einar veit AM að Karl mun bara brosa góðlátlégá að. En GSKRnFAR. Sumir vilja álíta að ungu, rauðu varðsveit- irnar þarna austur í Kína er standa fyrir „menningarbylt- ingu“ hafi fengið línuna frá Akureyri hvað andúð á bítla- hári snertir. Þeir muni hafa fregnað það er Karl Friðriks- son, verkstjóri hjá ÚA fór með flokk síðhærðra stráka er föl- uðu vinnu í Hraðfrystihúsinu á rakarastofu og lét snyrta hár ungmennanna. AM hefir nú ekki borið þetta undir Karl - VALBJÖRK (Framhald af blaðsíðu 1) leið veitt viðskiptavinum okkar sem bezta þjónustu. En hvernig gengur að afla fjármagns til rekstursins? Við vonum nú að það versni ekki frá því sem verið hefur og mætti ætla að Iðnaðarbankinn styddi eitthvað við bak iðnfyrir tækja hér í bænum eftir til- komu hans hingað. AM þakkar Jóhanni fyrir spjallið og vill í lokin undir- strika það, að þróttmikil fyrir- tæki sem Valbjörk eigi ekki einungis rétt á sér heldur se ómetanleg lyftistöng fyrir Akur eyri og Norðurland. Hér er um trausta framverði að ræða í NORÐLENZKRl SÓKN. "s Einar Helgason. Viltu nokkru spá um Bikar- keppnina? Ég spái sjaldan um leiki eða úrslit móta og aldrei þegar við sjálfir eigum í hlut. Hins vegar get ég lofað þér og öðrum bæj- arbúum því að við munum gera allt, sem í okkar valdi stendur til þess að sigra í Bik- arkeppnmni. Ég hefi góða trú á sigri okkar manna, hins vegar stendur mér stuggur af að þurfa að leika á malarvöllum, sem líklegt er að við þurfum að gera. Völsungar eru efstir í 2. deildinni KEPPNI í Knattspyrnumóti Norðurlands, annarri deild, stendur nú yfir og eru 5 lið í deildinni. Úrslit einstakra leikja eru þessi: Mývetningar — Völsungar 3:2. Völsungar — Ólafsfjörður 5:1. Mývetningar — UMSE, UMSE gaf leikinn. HSÞ — Völsungar 3:1. Ólafsfjörður - Mývetningar 2:5. Völsungar — UMSE 2:0. HSÞ — Ólafsfjörður 0:6. Mývetningar — HSÞ 2:0. UMSE Ólafsfjörður 2:1. Völsungar — Mývetningar 2:0. HSÞ — UMSE 2:4. Ólafsfjörður — Völsungar 1:3. UMSE — Mývetningar 1:1. Völsungar — HSÞ 2:0. Stigin milli félaganna standa þannig: Völsungar 10 stig. Mývetningar 9 stig. UMSE 5 stig. Ólafsfirðingar 2 stig. HSÞ 2 stig. Sex leikjum eiv ólokið. Keppni í fyrstu deild er ekki hafin enn, en í henni eru 4 lið, og eiga að leika tvöfalda um- ferð. % Akureyri vann Akranes 7:2 SÍÐARI leikur ÍBA og Akur- nesinga í I. deild fór fram á Akranesi sl. sunnudag og unnu Akureyringar verðskuldaðan yfirbúrðasigur, eða með 7 mörk um gegn 2. Eftir fyrri hálfleik var staðan 5:0 fyrir Akureyri, og mátti segja áð um hreinan einstefnuakstur hafi verið að ræða að marki Akurnesinga all an hálfleikinn. Seinni hálfleikur var nokkru jafnari, þótt Akureyringar ættu meira í leiknum en mörkin segja til um, en síðari hálfleik lauk með jafntefli 2:2. Mörk Akureyringa skoruðu: Kári Árnason 2. Skúli Ágústsson 2, og þeir Steingrímur Björnsson, Valsteinn Jónsson og Magnús Jónatansson 1 hver. Að leik þessum loknum hefur ÍBA hlotið 12 stig ásamt Val og Keflvíkingum. rauðliðarnir í Kína virðast hafa gleymt einum pósti fréttarinnar frá Akureyri sem sé að þar var farið með bítlana inn á rakara- stofu og þeir klipptir þar á sið- mennilegan hátt, en ekki rokið í það út á miðjii Hafnarstræti. IMrEIRA um bítlahár. Einn gcð ur bæjarbúi skorar á alla skólastjóra bæjarins að neita þeim strákum um skólavist er síðhærðir eru. AM finnst sjálf- sagt að koma þessari áskorun á framfæri og mættu skólastjór- arnir gjarnan taka Karl sér til fyrirmyndar, svo vísað sé á næstu klausu á undan. EINN verzlunarmaður í bæn- um hefir komið að máli við blaðið og tjáð því að sér fyndist gæta nokkurrar ofnotkunar á ávísunum. Tók hann sem dæmi að verzlun sín hefði tekið á móti ávísun er hljóðaði upp á 1 krónu og 50 aura. Einnig kvað hann að nokkur brögð væri að því að engin fnnistæða væri fyr ir hendi á baki liinna útgefnu ávísana. - Miklar umbyltingar r \ • • i aosigL (Framhald af bls. 4). svo stóran bita af laununum, að engin von er heldur til, að launþegar í lægri f lokk- um uni nú um kyrrt, — svo að rnikið launakapp- hlaup hlýtur að hefjast og margs konar umbylting að verða á því sviði, áður en stöðvast aftur. Það er því ekki ofbrýnt fyrir neinum, að hafa gát á burðarveggj- unum. =s LESENDUR "’VO getur farið að AM komi * ekki út í næstu viku. ■s Fram upp í fyrsfu deild FRAM vann Breiðablik í Kópa vogi í úrslitaleiknum í II. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu með 3:0. Munu því Framarar keppa í I. deild næsta sumar, en Þróttur fellur niður í II. deild.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.