Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.09.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 08.09.1966, Blaðsíða 5
Ég liefði gjarnan viljað ná persónulegu sambandi við foreldra barnanna” 5 SEGIR BRYNHILDUR SIGURÐARDOTTIR MSENDIR Hlífarkónum kveðju á forsíðu og þakkar fyrir Pálmkolt. Hér birtum við viðtal við forstöðukonu Pálm- holls nú í sumar, Bivnhildi Sigurðardóttur. Er hún kom í heim- sókn ú skrifstofu AM var í fylgd með henni 5 ára sveinn, Óðinn Geirsson. Gömlum kennara var það ljóst að Óðinn tjáði í viðmóti og fasi að Brynhildur forstöðukona hafði verið lionum góður leið- sögumaður. Barnsaugu segja alltaf sannleikann. Þú ert Reykvíkingur, Bryn- hildur? Ég er nú ísfirðingur að upp- ruria, en fluttist unglingur til Reykjavíkur. Hvað um menntun? Ég er gagnfræðingur, svo stundaði ég nám í Fóstruskól- anum og tók próf þaðan. Náms- tími er IV2 ár, án nokkurs uppi halds. En er þú horfir til baka j'fir starf þitt hér í sumar. Hvað er þá efst í huga þínum? Af minni fyrstu reynslu sem forstöðukona, hefi ég margt lært. En þegar maður ætlar í. rauninni að segja frá því er býr manni í brjósti, getur oft verið erfitt að túlka það í orðum. Ég skal þó trúa þér fyrir því að það eitt að vera með börnum og bera ábyrgð á þeim og vera treyst til þess að annast þau er mikið atriði, það veitir aukið sjálfstraust og maður lærir að meta sig meira, eða a. m. k. já- kvæðara en áður. Viltu segja mér frá hvernig hið daglega líf gengur til í Pálm holti? Jú, víst skal reyna. Börnin koma á morgnana í 2 hópum, fyrri flokkurinn kl. 9 en sá seinni um hálf 10. Þau byrja á því að borða hjá okkur hafra- graut og lýsi, en að loknum morgunvérði fara þau út að leika sér og úr nokkru er að veljá hvað leiktæki snertir, sandkassi, rólur, vegasölt, bátar sem fara út um allan heim í ímyndunarleikjunum, svo önn- ur almenn leiktæki. Kl. hálf 12 hringir bjalla. Þá koma börnin hlaupandi, „matur, matur“ merkir þetta bjölluhljóð. Þau klæða sig úr útifötum og fara í röð við snyrtinguna, því að allir verða að vera hreinir þá setzt er að borðum. Svo er borðað í rólegheitum á milli 12 og 1. Síð an er aftur farið út í leiki. Kring um Pálmholt er stórt leik svæði, svo að börnin geta dreyft sér í smáhópa. En aðal ánægjan éftir hádegismatinn er að fá að fara með hænsnamat yfir á næsta bæ og kemur það stund- um fyrir að rifist er svolítið um það. (Óðinn var nú búinn að segja mér það að sér þætti voða gaman að fara með hænsna- matinn). Um 3 leytið er drukk- Brynhildur Sigurðardóttir. ið og þegar bezt viðraði í sum- ar bárum við borðin út og var þetta að sjá eins og fínasta hót- el. Að fara í gönguferðir er mjög vinsælt. Er ýmist farið upp fyrir bæ eða niður í bæ. Stóru strákarnir hafa mjög gaman af því að fara í boðhlaup ög boltaleiki. Nú daginn endum við með því að öllum börnun- um er þvegið og greitt já, og stundum fá þau poppkorn til að stytta tímann meðan beðið er eftir „strætó“ er flytur þau heim. í sumar hafa börnin ver- ið 100 og upp í 110, samt var ekki hægt að fullnægja eftir- spurn. Sýnir það sig að brýn þörf er á því að starjrækja dag- heimili allt árið. Eitthvað er þér liggur á hjarta varðandi þá reynslu er þú hefir fengið af starfinu? Jú, það væri svo margt og margt, en eitt langar mig til að minnast á. Ég hefði gjarnan vilj að ná persónulegu sambandi við foreldra barnanna. Ég þekki þau ekki, því að þau hvorki koma með eða sækja börn sín að Pálmholti. Mig langaði mjög mikið til að hafa foreldrakvöld að Pálmholti í sumar, en treysti mér einhvern veginn ekki til þess, þar sem ég hefi sjálf aldrei verið viðstödd á foreldrakvöldi hjá barnaheimilum í Reykjavík. í sambandi við þetta vil ég minnast á að aðstandendur barna hafa hringt í mig og kvart að yfir að barnið hafi breytzt í hegðun á einhvern hátt t. d. farið að vera „lítið í sér“ ef svo má að orði komast. Að sjálf- sögðu getur þetta verið eðlilegt, þar sem börn taka því misjafn- lega að koma inn í stóran hóp og ókunnugt umhverfi. Um þessa hluti væri margt hægt að ræða t. d. á foreldrakvöldi. Hvað er starfslið Pálmholts margt? Við erum 8 er önnumst börn- in og þrjár vinna í eldhúsi og sjá einnig um ræstingu, en það er alltof mikið verk fyrir þær. Hvernig liefir þér svo líkáð við Akurej'ringa? Af Akureyringum hefi ég ekki nema allt gott að segja. Það var búið að segja mér að Akureyringar væru mjög stórir með sig og sjálfsánægðir. Mín reynsla er önnur. Mér finnst Akureyringar mjög gott og elskulegt fólk. Já, og það er aldrei að vita nema ég komi norður aftur, en þó vil ég í lok- in biðja blaðið fyrir beztu kveðju til barnanna minna og einnig til allra þeirra er sýnt hafa mér vináttu og gestrisni. AM þakkar Brjmhildi og Óðni fyrir heimsóknina og má ekki undirritaður láta þá ósk í ljósi ásamt Hlífarkonum að Brynhildur komi með nýju vori norður aftur og Óðinn litli mun eflaust heilshugar taka undir það. Þökk fyrir samtalið Brynhildur, góða suðurför og velkomin á norðurslóðir aftur að vori. s. j. STAKAN okkar Óðinn Geirsson. BREF FRA BÆJARBUA Hr. ritstjóri. UNDANFARIÐ hefir ,í dálk- um þírium borið talsvert á gagnrýni á byggingafram- kvæmduiri bæjarins! Það virðist vera óþrjótandi sem hægt er .að’ rita um þau mál, og ekki ástæða til annars, því vér lifum í þeirri von að þau skrif beri árangur og ráðatrierin vakni til umhugs- unar og breyti til batnaðar í þeim efnum. Það sem virðist vera aðal ágallinn við fram- kvæmdir er skipulagsleysi, því mest ber á óskhyggju og slag- orðakenndum áætlunum eins og t. d. „Iðnskólinn fokheldur í haust“, sem stóð í bæjarblöðum í vor. Nú er lokið við að steypa 1. hæð skólans, en tvær hæðir vantar, og Guð veit hversu langt áleiðis það kemst áður en vetrar. Það sem kom mér til að skrifa þessar línur var heimsókn í Brunastöðina svo kölluðu, en sem húsbyggjandi átti ég erindi við tæknideild bæjarins, sem þangað er nýflutt við mikinn fögnuð ráðamanna. Þar var heldur óhrjálegt um að litast og blasa við hálflokin verk um. leið og komið er inn um dyrn- ar, og eigi er hirt um að sópa, þótt almenningur gangi þarna um. Þegar upp á þriðju hæðina kemur er sú skipan á, að helm- ing hæðarinnar hefir tækni- deildin til afnota, en hinn hlut- ann hefir Rafveitan og voru þar komin teppi á dúkalögð gólfin og húsgögn úr „palexander“, en það sem sást af tæknideildinni, voru fjórar læstar dyr og utan við eina þeirra stóð einn af gömlu bekkjunum úr Gúttó, og var auðséð að búist var við, að þarna þyrfti að bíða, og hugðist ég gera það, en bekkurinn rejmdist óhæfur til ásetu. Ég fékk megnustu skömm af verð- andi Ráðhúsi okkar, því þar virðist ríkja hin mesta óreiða og ekki sjáanlegt að þar væru menn að vinna að neinu tagi, einungis börn að leik í rykmett uðu loftinu, því engin loftræst- ing var sjáanleg. Þegar út er komið og horft til baka blasir við eitt skítug- asta hús bæjarins, og varla hafa gluggar þess verið þvegnir síð- ustu árin, og eru þó menn þeir sem framkvæma siík verk stað- settir í húsinu. Þetta eru að vísu smámunir, sem hér eru taldir, en af þeim má margt ráða. S.l. vor var mikið rætt um, að Bærinn byði út sínar fram- kvæmdir, og af reynslu undan- farinna ára er það öruggasta lausnin, því bygging Bókhlöð- unnar og Lögreglustöðvarinnar er á góðri leið með að fara á (Framhald á blaðsíðu 7) VIÐ hefjum þáttinn í dag með þremur vel gerðum vísum eftir Ármar en í næstu blöðum munum við birta fleiri eftir hann. AM þakkar Ármar hér með innilega fyrir lið- veizluna. Hver mun ekki finna sannleika í þessum vís- um hans. i Lofið flestum lætur sætt. Lofið guma kætir. Lofið viljann getur glætt. Geðið lofið bætir. j Hólið margan hefir trylll. Hólið ýmsum spillir. Hólið getur vaska villt. Vandann hólið fyllir. Já, og einnig í þessari. Sumir mæna einatt á annarra glöp og syndir, en virðast aftur sjaldan sjá sínar skuggamyndir. Næstu tvær vísur eru eftir, St. G. og sú fyrri nefnist Á fjöru. I Bárur léttar leika sér, við lágan klett og sandinn. Núna sléttur Ægir er, oft þó glettum blandinn. j Sú síðari heitir Yfir Hólsi fjöU. Yfir holt og hæðadrög hjóla-rennur-gandur. Hér er gatan hlykkjótt mjög, hér er grjót og sandur. Hjálmar á Hofi varð áttræð ur 5. þ. m. En Hjálmar þekkjja allir er stökum unna. Richard Beck kvað svo til Hjálmars. Ljóma yfir lif þitt her, langrar ævivöku, marga vinur, þakka ég þór þína listastökur. Lengi enn við Ijóðaslátt láttu hörpu óma, j bragafimur, fagran hátt, ferskeytlunnar óma. I Og í lokin skal biðja enn fyrirgefningar, því að sú vísa er við hugðumst leiðrétta í 31 ð asta blaði kom enn brenglúð. Þar stóð brá í stað brár og þeir sem halda blaðinu til haga er vinsamlega beðnir að leiðrétta þetta. Enn skal biðja um aukna liðveizlu við vísna- þátt okkar. Verið svo sælir að sinni alliri lesendur AM.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.