Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.09.1966, Side 7

Alþýðumaðurinn - 08.09.1966, Side 7
Ein léff „sonneffa" til Svavars og Jens i llff BIRTIR hér svar við svörum eflir Sefán Eiríksson, er svar- aði „spurningu vikunnar“ í AM nýverið. Svar hans liefir valdið nokkru umtali í bænum og jafnvel stormi. Ja, en er ekki stormur stundum hressandi a. m. k. segir Vísir að svar Skarphéð- ins í Amaró hafi orkað sem hressandi svali í höfuðstað landsins. Víst er hægt að deila drengilega þó deilt sé af nokkrum skaphita. Gjarnan vildi AM mælast til, að ef enn verður nokkur eftirleikur að hann færi fram í AM en eigi öðrum blöðum. En eigi lengri for- mála en spila skal sonnettu Stefáns til Svavars og Jens. Svar mitt við spurningu Al- þýðumannsins um íþróttamál, virðist hafa hrært viðkvæma strengi í brjóstum sumra „ráðs manna“ ÍBA og hafa tveir þeirra stungið niður penna vegna skrifa minna og báðir tal ið sig geta hrakið allt sem ég hefi sagt en báðir hafa samt látið það ógert og stendur allt sem ég hefi sagt óhrakið af þeirra hendi, nema eitt atriði og kem ég að því síðar. Svavar Ottesen ritaði í Dag 31. ágúst og er mjög hneykslað- ur yfir þeirri „ómaklegu árás“, sem ÍBA hafi orðið fyrir af minni hendi og telur mig mjög svo ófróðan um störf ÍBA, sem væru bæði mikil og góð og sér í lagi var hann grátklökkur vegna þess að ég sagði störf bandalagsins neikvæð. Ég hef hvergi haldið því fram að ráðamenn ÍBA reyndu ekki að vinna vel og eflaust vinna eg óhikað fram að unnið sé á röngum grundvelli með því að íþróttafélögin séu gerð óstarf- hæf af ÍBA og störf þess því rieikvæð og nöturlegast fannst mér nú hvað þessi greinarstúf- ur var neikvæður. Jens Sumarliðason sendir mér tóninn í síðasta Alþýðumanni og þó minna sé af saltvatni’nu hjá honum, þá má þó glöggt finna hvað ómaklegt honum finnsU að nokkur skuli hafa leyft sér að finna að svo fágæt- lega árangursríkum störfum sem ÍBA hafi unnið. Grein hans er um fáa hluti upplýsandi, en um eitt atriði fræðir hann þó bæði mig og aðra og mun sá fróðleikur koma fleirum en mér á óvart. í svari mínu við spurningu Alþýðumannsins varpaði ég þeirri spurningu fram hvort það væri skröksaga að 6 til 7 hundr uð þúsund kæmu inn hér á Ak ureyri á fyrstudeildarleikina og miðaði þá upphæð við þann áhorfendafjölda sem venjulega er talinn hér á vellinum, eða 2000—2500 áhorfendur og 50.00 kr. aðgangseyrir. Bæjarblöðin, dagblöðin og út varpið flytja ítarlegar frásagnir af hverjum leik sem fram fer og undantekningalítið er þess getið að áhorfendur hafi verið mjög margir eðö ca. tvö til þrjú þúsund. Þessu hefur enginn mótmælt fyrr en Jens gerir það nú og samkvæmt hans upplýs- ingum hafa blaðamenn yfirleitt margfaldað áhorfendafjöldann með þremur til fimm í frásögn- um sínum og taki þeir nú við sem eiga. Jens segir: „Innkoma á völl- inn hér var síðastliðið ár um 213 þús. kr.“ Ég talaði um I. deildarleikina en Jens um alla leiki sumarsins og mun þá ekki fjarri lagi að 500 hafi séð hvern leik en átta til níu hundruð ef átt er við I. deildarleikina. Mér kemur ekki annað til hugar en allt sé hreint í sam- bandi við þetta og Jens fari með algjörlega rétt mál, hitt er svo annað mál að þetta er hörmu- legur vitnisburður fyrir okkur sem erum áhorfendur, að 500 okkar skuli vera svo fyrirferð- armiklir á áhorfendapöllunum að allir sem til okkar sjá og heyra skuli álíta að þar séu tvö til þrjú þúsund manns. stundum full og einstöku sinn- um einn og einn á stangli sunn- an og norðan við hana. Jens gefur einnig skýringu á því hvers vegna ÍBA liðið var kostað til Noregs til að leika þar æfingaleiki. Völlurinn hér var ekki opnaður fyrr en hálf- um máriuði éftir að liðið fór út og allt í voða og óefni með liðið, en sem betur fór voru nægir peningar í kassanum og hugs- uðir bandalagsins fundu þessa einu lausn sem til var, að senda mannskapinn til meginlandsins til þriggja tíma æfinga. Hins vegar voru ekki til peningar til að senda B-liðið til keppni í Reykjavik, sem alla vega hefði þó skilað einhverju af kostnað- inum ef ekki öllum. Ég ætla aðeins að benda Jens á að fyrir þetta eina frumhlaup ÍBA hefði mátt senda B-liðið til Reykjavíkur og ráða þjálfara fyrir þá sem langar til að æfa frjálsar íþróttir en eiga þess engan kost vegna þess að eng- inn er til að leiðbeina þeim. Ég held að Jens hafi í grein sinni lagt fram þau gleggstu og beztu sönnunargögn sem fáan- leg voru fyrir því að það er rétt sem ég hef haldið fram að ÍBA sæi ekkert nema þetta eina knattspyrnulið og fyrir það er ekkert of gott hversu dýrt sem það er, en ef minnst er á að um fleiri þurfi að hugsa þá er talað um „ómaklega árásir“, en spurningin er sú. Hversu lengi vilja Akureyringar una við svona ráðsmennsku fyrir sitt æskufólk. í sambandi við hin miklu störf ÍBA ætla ég að benda á þrjú atriði sem fram hafa kom- ið siðan ég svaraði hinni marg- nefndu spurningu Alþýðu- mannsins og varpa þau ekki svo litlu Ijósi á hvernig málum er komið. Daginn eftir að svar mitt birt ist stillti ÍBA upp B-liði sínu á móti A-liðinu. í B-liðinu voru nær eingöngu drengir úr öðrum flokki. Eldra liði var ekki hægt að stilla upp og þarna hafa menn breiddina í knattspyrn- unni á Akureyri. Urslit voru birt frá meistara- móti Norðurlands í frjálsum íþróttum. Þór rak lestina og hlaut átta stig, KA hlaut tíu og hálft stig, samtals átján og hálft stig. Hins vegar hlaut UMSE 97 stig og má af þessu marka hvar Akureyringar eru á vegi staddir í þessari grein íþrótt- anria undir stjórn ÍBA. í sama blaði og Jens Sumar- liðason segist geta hrakið allt sem ég hafi sagt er viðtal við einn þeirra sárafáu sem enn æfa frjálsar íþróttir. Hann seg- ir: „Við erum 4—5 sem æfum frjálsar íþróttir", og ég bæti við, án nokkurs stuðnings frá ÍBA. Þú hrekur þetta við tæki- færi, Jens minn. Margir hinna eldri félaga Þórs og KA eru farnir að impra á stofnun nýs íþróttafélags á Akureyri til þess að skapa keppni við ÍBA, þar sem þeirra gömlu félög eru að deyja út eftir tilkomu bandalagsins og vafalaust nota þeir veturinn til þess að athuga það mál ef ekki verður algjör stefnubreyting í sambandi við félagsstarf íþrótta félaganna og Þór og KA heimta aftur sjálfstæði sitt og mæta með sín félagslið til keppni á næsta sumri, í knattspyrnu sem öðru. Ef svo giftusamlega tækist nú til að þau gerðu þetta, þarf bæj arfélagið að úthluta þeim at- hafnasvæðum sem ekki yrðu af þeim tekin og stuðla að því að þar skapist aðstaða til æfinga. En ég endurtek að ég tel enga ástæðu til að bærinn eyði meira fé í íþróttamannvirki, því það er hreinlega ekkert að gera með þau á meðan stjórn þess- ara mála er þannig að ungt fólk hefur engan áhuga fyrir því að stunda íþróttir. Markmið hvers bæjarfélags með gerð íþróttamannvirkja er að skapa fjöldanum en ekki fá- um útvöldum, tækifæri og að- stöðu til að stunda íþróttir í þeir töluverU.starf, hinu held Hvað tekur Stúkan annars marga í sæti, Jens. Hún er nú tómstundum sínum og ala þann ig upp betri og beilbrigðari þjóð félagsþegna. Þess vegna er nauð synlegt að hefja íþróttalíf á Akureyri upp úr þeini öldudal sem það er í nú og fyrsta skref- ið til þess er að finna orsökina fyrir því að ungt fólk stundar þær ekki meifa eri. 'raurí ber vitni. Ég tel að svona illa sé komið vegna þess að ÍBA er rekið sem sjálfstaett iþuótíafé- lag og hefur sem slíkt ymist lamað eða eyðilagt 'starfsemi íþróttafélaganna. Ég verð einn- ig að láta þá skoðun rriína í Ijósi að mér finnst ÍBA stjórna þess- um málum eins og þeim finnist Akureyri vera 100 manna hrepp ur fram í dölum en ekki 10 þús und manna vaxandi bær. Þetta er mín skýring á því hvers vegna íþróttalíf á Akur- j eyri er í þessari niðurlægingu. Hver er skýring ÍBA? Það hefði verið óþ’kt karl- mannlegra fyrir þá Svavar og Jens að svara þessu og útskýra fyrir bæjarbúum hyað ÍBA með öll sín „ráð“ og nefndir ætlar að gera til úrbóta, fremur en hefja upp þennan grátkvennasöng um vanþekkingu mína því það skiptir í raun og veru engu máli fyrir neinn nema mig sjálfan og mér gerir það ekkert til því að ég finn ekkert til þess. Stefán Eiriksson. - BRÉF BÆJARBÚA (Framhald af blaðsíðu 5) sömu braut og bygging Bruna- stöðvarinnar. Vísir að útboði framkvæmda skeði í júní s.l., þegar boðin var út bygging íþróttaskemmu. Eft- ir því sem næst verður komizt, voru útboðsgögnin ófullkomin, og skilafrestur um 12 dagar frá birtingu auglýsingar, sem hlýt- ur að vera of stuttur tími, enda bárust fá tilboð, og það tilboð, sem tekið var, ekki í samræmi við útboðslýsingu. Þrátt fyrir það virðist það hús og fram- kvæmd þess vera Bænum í hag. Um þessi mál má ræða í það óendanlega, en af öllu má of mikið gera, o.g kveð ég því að sinni. BARNASAGA ALÞÝÐUMANNSINS >. Fjallgangan ) eftir MÁ SNÆDAL 24 SIGURÐUR bóndi á Fossi í Skeggjadal var árrisull þerin- an morgun. Það var líkt og hann hefði fundið á sér; veðurbreytinguna er átt hafði sér stað um nóttina, en þój varð hann svolítið liissa er hann leit út um suðurgluggann; er hann sá heiðan himin birtast sér. Það benti svo sem til þess að brúsaþurrkur yrði. Myndi nt'i ekki vera gott að nota morgunrekjuna og slá nokkurn teig í Krappamónum áður en þornaði á. Hann var svo skrambi seigur í þurrki skollans mórinn. Sigurður lét gerðir fylgja þessari hugsun sinni, klæddi sig í snatri og innan stundar var hann lagður á stað með orf sitt og ljá áleiðis til Krappamóar ásamt hundi sínum Sámi. Mórinn var ofan túngirðingar upp með ánni Skuggá, þverá er kom úr Skuggadal og rann í Dalsána með- fram túninu á Fossi. Skuggá rann í allþröngu og djúpu gili og þáð lét allhátt í henni þennan morgun, fannst Sigurði. Áin hafði sennilega hlaupið í vöxt í óveðrinu í gær. Sigurð- ur hafði ekki slegið mörg ljáför, er Sámur rauk upp með hvellu gelti og rauk af stað í áttina til fjallsins. Sennilega séð töfu skjótast í einhverjum rindanum, og Sigurður hélt áfram að slá. En skyndilega hætti hann aítur. Það var eins og kallað væri einhvers staðar upp í fjallinu og Sigurður lagði við hlustir. Jú, ekki bar á öðru, nú greindi hann þetta mun betur en áður, og kleftarnir köstuðu því á milli sín: HJÁLP! HJÁLP! Sigurður efaðist eigi lengur en lagði frá sér orfið og hélt á eftir Sámi til fjalls. Framhald. s v Þökkum innilega auðsýndan vinarhug og samúð, við andlát og jarðarför SIGURÐAR BJÖRNSSONAR, trésmiðs, Fjólugötu 20. Eiginkona, börn, tengdaböm og barnabörn.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.