Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.09.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 08.09.1966, Blaðsíða 8
Mikil f járfesting - Nýting slæm Verður stofnaður skólabyggingasjóður? NÝVEBIÐ hélt Samband ís- lenzkra sveitarfélaga ráð- stefnu í Reykjavík, þar sem rætt var um gatnamál og skóla- byggingar. Kom fram að fjár- festing væri mikil á þessu sviði hér á landi og óvíða eins mikil annars staðar, en hins vegar væri nýting fjárins mjög léleg er stafa myndi m. a. af ónógum undirbúningi, skorti á verk- kunnáttu og fleiri orsökum. Torfi Ásgeirsson hagfræðing- ur skrifstofustjóri Efnahags- stofnunarinnar kom fram með hugmyndina um að stofna skyldi sérstakan skólabygging- arsjóð. En Torfi flutti erindi á a-áðstefnunni er fjallaði um áætlunargerð og fjármál í sam- bandi við skólabyggingar Torfi sagði m. a.: „Næsta skrefið virðist mér vera það, að stofnaður verði skólabyggingasjóður og að fram lög Alþingis sem að sjálfsögðu áfram verða til nafngreindra sveitarfélaga eða kennsluhér- aða, séu framlög til slíks sjóðs. Framlögin verða þá inneign sveitarfélagsins og greiðist því viðstöðulaust í samræmi við vel undirbyggða áætlun sveitarfé- lagsins og um að koma skóla- mannvirkinu upp á hóflegum tíma. Sem oftast myndi þá slík áætlun vera frágengin 1—2 ár- um áður en byggingarfram- kvæmdir ættu að hefjast. En hvað með verðbólguna? Ég álít, að rétt væri að fjárveit- ingin væri með vísitölutrygg- ingu miðuð við vísitölu bygg- ingarkostnaðar, eða sérstakri skólabyggingavísitölu, þannig að þegar til þyrfti að gi'ípa, væri verðmæti framlagsins í samræmi við byggingarkostnað. Til mála kæmi einnig, að slíkar skólabygingar tækju á móti framlögum sveitarfélaganna sjálfra og með sömu kjörum. Yrði slíkur sjóður stofnaður, væri einnig hægt að lána sveit- arfélögum úr honum með sömu ákvæðum um tryggingu eftir byggingavísitölu, og gilda ættu um innlög í sjóðinn. Eins og nú er má segja, að sveitarfélög annars vegar tapi verðmætum vegna síhækkandi kostnaðar, ef þau þrýstu ekki á um að fá út þau framlög sem Alþingi hefur veitt, og hins vegar, að þeim séu veitt lán, sem bæði eru vaxtalaus og þar að auki endur greiðanleg í verðminni krónum, ef ríkissjóður greiðir úr vand- ræðum þeirra á síðasta bygg- ingarstiginu. Það þarf ekki frek ar að lýsa því hér, flestir munu kannast við það, hve óheilbrigt slíkt fyrirkomulag er“. ALÞYÐUMAÐURINN XXXVI. árg. — Akureyri, fimnitudaginn 8. sept. 1966 — 31. tbl. ■)■ Fjölbýlishús Akureyrarbæjar við Skarðshlíð. Myndina tók Níels Hansson fyrir nokkru síðan. ^ Stjórnmálaflokkarnir reí-1 asl vio um landbúnaoinn inkm heimsókn Garðar Loftsson. MÁLVERKASÝNING Á ÐALVÍK EINS og AM gat um í síðasta blaði heldur Garðar Lofts- son listmálari málverkasýningu á Dalvík. Sýningin verður opn- uð kl. 15 n. k. laugardag og sýnir Garðar þar yfir 100 mál- verk, bæði vatnslita og olíu- málverk og ná þau yfir 20 ára límabil .í starfssögu Garðars Hér er um sölusýningu að ræða. Málverk Garðars eru frá mörg- um fegurstu stöðum íslands, t. d. frá ÞingvöIIum, Mývatni og Svarfaðardal. Sýningin stendur yfir frá 10.—18. september og verður opin daglega frá 14—22. Listmálarinn hefur beðið blað ið að geta þess, að boðskort gilda alla sýningardaga. PER BORTEN forsætisráð- herra Noregs og frú hans eru í opinberri heimsókn á ís- landi um þessar mundir. Mun forsætisráðherrann ferðast um landið m. a. koma til Akureyrar sennilega n. k. laugardag. SÖKUM sjúkleika hefir Þórar inn Björnsson skólameistari tekið sér árshvíld frá störfum. Steindór Steindórsson yfirkenn ari hefur verið ráðinn skóla- meistari þetta starfsár. AM sendir Þórarni Björns- syni heilar óskir um góðan bata og Steindóri skólameistara vel- farnaðar í starfi. Nýr skólameistari / .. KVEÐJA TIL ÍSLENDINGS ÞAKKAR skemmtilega vísu á baksíðu íslend- ings útgefnum í dag og falast hér með eftir því hjá Herbert ritstjóra, að AM megi birta hana í næsta vísnaþætti sínum. Kjallaragrein Herberts er hann nefnir „Gleðileik krata“ mun verða svarað í næsta blaði. AM finnst það á vissan hátt jákvætt að Herbert skuli taka Erling hjá Degi sér til fyririnyndar. Ef Herbert þolir ekki að slegið sé á léttar nótur þó að alvara fylgi fremur en Erlingur, skal á aðr- ar nótur slegið. AM mun ekki saka Herbert um fávísi sem hann að hætti læriföður síns Erlings Dagsritstjóra vænir rit stjóra AM um. Ef akureyrskt íhald er reiðubúið að kasta stríðshanzka þá vill AM upp- lýsa að jafnaðarmenn á Akur- eyri eru reiðubúnir til orustu. En hittumst heilir í næsta blaði Herbert og þá skulum við láta staðreyndirnar tala. En eigi skal samt lofað að ergelsi verði einrátt, sem í kjallaragrein fs- lendings. STJÓRNMÁLAFLOKKARN- IR í Austur-Húnavatns- sýslu efna til umræðufundar um landbúnaðarmálin í Húna- veri næstkomandi sunnudag kl. fjögur eftir hádegi. .Alþingis- EKKI KRAFIZT MEIRI AÐGERÐA AÐ AFLOKINNI dómsrann- sókn vegna kæru 48 sókn- armanna í Möðruvallapresta- kalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi út af atvikum í sambandi við prófkosningu í fyrrgréindu prestakalli hinn 8. maí sl. hefir skipaður saksóknari af þessu til efni, Hallvarður Einarsson, eigi krafizt frekari aðgerða vegna máls þessa. Er málið þar með niður fallið af ákæruvaldsins hálfu. VEGNA fyrirspurna vill AM upplýsa að kjördæmisþing jafnaðarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra verður haldið menn úr kjördæminu munu hafa framsögu um málið, og hafa flokkarnir tuttugu mínút- ur hver til sinna umráða. Þessir þingmenn munu hafa framsögu á fundinum: Jón Þorsteinsson fyrir Al- þýðuflokk, Björn Pálsson fyrir Framsóknarflokk, Séra Gunnar Gíslason fyrir Sjálfstæðisflckk, Ragnar Arnalds fyrir Alþýðu- | bandalag. ^==00^==^ ÍBA gegn Val í ; Bikarkeppninni DREGIÐ hefur verið út um það hvaða lið leika saman í Bikarkeppninni í knattspyrnu. Akureyringar leika við Val, en ekki er vitað hvar eða hvenær sá leikur verður. í októbermánuði. Um fundar- stað, fundartíma og annað í sam bandi við þingið mun AM skýra frá síðar. KJÖRDÆMISÞING

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.