Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.09.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 29.09.1966, Blaðsíða 1
 ^^21 öll kvöld lil kl. 23.30. I TÓIÍAKSKÚÐIN 1 llrckkugolu . Síuti 12820 Ks Skipulcggjum ferð- K Fyrir hópa cg ir endurgjaldslaust | einstaklinga LÖND O G LEIÐIR. Súui 12940 FRAMKÖLLUN — KOPIERING Au PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 ALÞYÐUMAÐURINN XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 29. sept. 19G6 — 33. tbl AM HEIMSÆKIR ÓLAFSFJÖRÐ Líkt og kóngsdóttir í álögum býður Olafsfjarðarkaupstaður eftir fjöl- breyttni í atvinnulifi Kemur kóngssonurinn fyrir Mulann, Óiafsfirðingar sig innfyrir OLAFSFJÖRÐUR er vinalegur bær í fögru umhverfi. Fjöllin Finnur og Múli eru tígulegir útverðir. Ólafsfjarðarvatn á sína tiifra engu síður en Tjörnin í Reykjavík. Sigurbjörg ÓF 1 er kölluð fegurðardrottning íslenzkra síldveiðiskipa og alkunnugt er að Ólafs fjörður á dugmikla sjómannastétt. Víst er verið að byggja nýjar íbúðir við vatnið, en eitthvað vantar. Holóttar götur og ótti íbúanna við það að hinn langþráði Múlavegur flýti fyrir brottför unga fólks ins úr kaupstaðnum kallar á kóngssoninn með töfrasprotann. íða flytja Þoka kembir Múlaveg er Kristinn Jónsson bifvélavirki á Dalvík ekur mér fyrir Múlann Arni Gunnlaugsson. sl. laugardagsmorgun. Engin ástæða er að óttast að Kristinn keyri fyrir björg fram á Land- rover sínum, en sjaldan hefi ég verið eins sammála Erlingi hjá Degi að sjálfsagt hefði verið að fá drottinsþjón til að leggja blessun sína yfir Múlaveg. Eng inn ófullur keyrir fyrir björg fram, en hvorki fullur eða ófull ur getur ráðið grjóthruni úr hrikalegri ásýnd fjallsins fyrir ofan. Fyrstu kynni mín af Ólafs- firði er falleg dökkhærð kona er stiklar grönnum fótum hol- óttar götur í úthverfi kaupstað arins. Það er auðséð að hún hræðist slettur úr barmafullum holum þá er bíllinn fer framhjá, en Kristinn er séntilmaður og dregur úr ferðinni og vonandi hafa grannir fótleggir hinnar dökkhærðu konu sloppið við aurslettur. Ég kveð Kristin framan við Póst og símstöðvarhús Ólafs- fjarðar og án orða óska ég hon um fararheilla fyrir Múlann í bakaleið. Það slettir regni á for ugar götur Ólafsfjarðarkaup- staðar þá er ég opna dyr póst- hússins. Ég ætla að fala mynd af Brynjólfi Sveinssyni sím- stjóra og af Ólafsfjarðarkaup- stað, en því miður er Brynjólf- ur ekki heima, heldur staddur í Reykjavík. Jón Steinsson heitir maður í Ólafsfirði. Hann er verkstjóri og einnig fréttamaður AM þar. Ég spyr traustvékjandi eldri mann hvar nefndur Jón eigi heima og maðurinn fylgir mér að heimili Jóns Steinssonar. Hann er út á Kleifum segir kona hans Valgerður um leið og hún bíður mér í bæinn. Val- gerður húsfreyja sýnir skíð- dælska gestrisni og ég fann í viðmóti hennar að fólkið hand- an Múlans myndi vera gott fólk. Jón kom heim í hádegi og margt er spjallað, ég; vil hitta marga menn og spyrja margs. Gunnar Björnsson. Múlavegur við Ófærugjá. Mér er tjáð að bæjarfógeti sé austur-í Vopnafirði, Hreggvið- ur læknir á Akureyri, en Gunn ar Björnsson formaður endur- reists Verkalýðsfélags Ólafs- fjarðar er heima, einnig Árni Gunnlaugsson formaður Bygg- ingafélags verkamanna. Jón Steinsson er boðinn og búinn að greiða götu mína og falar bæði Árna og Gunnar í viðtal. Að vörmu spori birtist Árni Gunn laugsson. Handtak hans er þétt og hlýtt, en strax skal spyrja. Hvað hefir þú gengí for- mennsku lengi Árni? í 4 ár er svar Á.rna. Hvað bafa margar íbúðir ver- ið byggðar á vegum Bygginga- félags verkamanna. Við höfum byggt 19 íbúðir allt í allt og auk þess höfum við fengið leyfi fyrir 3 íbúðum núna Ljósrn.: Gunnl. P. Kristinsson. sem vonandi verður byrjað á í haust. Hverjir eru ásamt þér í stjórn féíagsins? Það eru þeir Lárus Jónsson, Jakob Ágústsson, Gunnar Björnsson og Ólafur Sæmunds- son, en framkvæmdastjóri fé- lagsins er Sigurður Ringsted Ingimundarson. Jón cg Árni fylgdu mér til formanns Verkalýðsfélagsins, Gunnars Björnssonar. Birna kona hans kemur til dyra er Jón knýr dyra, en þau hjónin búa í einni af þeim íbúðum er Byggingafélag verkamanna þar á staðnum hefir byggt. Gunnar formaður er traustvékjandi. Hvað eru félagar margir Gunnar? E'élagar munu vera um 150. (Framhald á blaðsíðu 2) ,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.