Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.09.1966, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 29.09.1966, Blaðsíða 4
 Ritstióri; SIGURÍÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Afgreiösla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri ■ii iii iiiiiiii«i»iniiiii»iiuiiiiiiiiiniiiiMiiii»»«»iiMiiii»ii»i*MiiiiM»iiM»M»i»«iiiM«»i«»»iiM»»M»»»iii»»MMiiiMMli»ii»iiir*|tii I VEGIR OG VEGLEYSUR | NORÐURLANDS- og Austurlandsvegur, en svo [ nefnist þjóðvegurinn sunnan úr Borgarfirði norð- i ur og austur um land, er orðinn réttnefnd lífæð þess- | ara landshluta. Verulegur hluti allra flutninga frá i Reykjavík og til norðlenzkra og austfirzkra byggða og § staða, sem og flutningar frá, fara um þennan veg. | Hann er hins vegar byggður að meginhluta sem sum- | arvegur aðeins og hvergi fyrir þá umferð, sem nú er á i hann lagður, og gerist því allt í senn, að viðhald vegar- | ins er orðið mjög mikið og dýrt, en þó hvergi nærri i viðhlítandi, óhemjufé er varið til snjómoksturs á leið- = inni á vetrum og er þó ófullnægjandi og loks veit eng- i inn, hvílíkir fjármunir liggja t viðgerðarkostnaði bif- i reiða, sem verða að aka þessa leið meira og rninna ill- i færa. Það eitt er vitað, að hann er gífurlegur. TjAÐ liggur þannig ljóst fyrir, að fátt er umræddum 1 * byggðarlögum, Norðurlandi og Austurlandi, nauð- i synlegra en þessir vegir, Norðurlandsvegur og Austur- i landsvegur, verði tafarlaust byggðir upp sem þunga- = flutninga- og vetrarflutningavegir, og þótt engum i dyljist, að slíkt er rnikið átak, má öllum vera ljóst, að = þetta verður að gerast, en hörmulegt að sjá fé sóað í i gagnslítið viðhald ilinothæfs vegar-og stórum fjárfúlg- | um eytt í snjómokstur á braut, sem víðast er sokkin í i mýrar eða nánast ruðningar ,um holtabörð og móa. A NNARS er þctta ekki eini vegurinn um Norður- i ** land, sem þarf gagngérðrár uppbyggingar við. i Sannleikurinn er sá, að þessi landshluti er orðinn á 1 ói. eftir flestum öðrum með vegi, býr í langflestum til- | jl fellum enn að vegum lögðum frá 1922—1935, hálf- | jj gerðum kerruvegum, sem reynt hefir verið með p jj óhemjuviðhaldi að láta mæta sívaxandi bifreiðaum- i jj ferð. .......... | jj ¥*AD gefur þannig auga leið, að eitt brýnasta fram- | :j ** faramál Norðurlands er endurbýgging vegakerfis- 1 jl ins, og þingmenn þessa lanclshluta, hvar í flokki sem [ ii þeir standa, verða að vera drjúgum aðgangsharðari við i ,jj yfirstjórn þessara mála en þeir hafa reynzt fram að f ,|j þessu, svo að við búurn innan aUjLof langs tíma við | ij vegi en ekki vegleysur. Vildu þeir samvinnu við Alþýðubandalagið? ¥ VANDRÆÐANÖLDURGREIN í blaðinu íslend- -*■ ingi 22. sept. sl„ heldur greinarhöfundur því fram í svari til Alþýðumannsins, að Alþýðuflokksmenn hér á Akureyri hafi ekki reynt til hins ýtrasta að ná sam- stöðu um ábyrgan meirihluta í bæjarstjórn eftir kosn- ingar á sl. vori. Enda þótt Framsókn hafi neitað sam- starfi við Sjálfstæðið með Alþýðuflokkinn að jafn- vægisöxli, hafi verið fleiri leiðir til. Það er rétt hjá íslendingi. Hægt var að mynda meirihluta með Fram- sókn einni fyrir Alþýðuflokkinn og með Framsókn og Alþýðubandalaginu einnig, en hvort tveggja töldu Alþýðuflokksmenn óskynsamlegt, meðan núverandi samstarf gildir milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn. Hins vegar hefir Alþýðuflokk- urinn tekið eftir því, að Sjálfstæðið á Akureyri hefir í engu metið slíka tillitssemi. Loks var og til sú leið að mynda meirihluta með Sjálfstæði og Alþýðubanda- lagi, og verður helzt af orðurn íslendings ráðið, að honum þyki sá möguléiki ekki hafa verið kannaður af Alþýðuflokknum. Við spyrjum því, hvort sá meirihluti hafi verið Sjálfstæðinu helzt að skapi, og hví hann hafi ekkert ymprað á þeim' möguleika fyrr en nú? Svar ósk- ast sem fyrst. >'»■1111111111111111111111 iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. Kristján frá Djúpalæk: SJÖ SINNUM SJÖ TILRRIGÐI IVOR lcom á markaðinn ljóða bók eftir Kristján frá Djúpa læk. Heitir hún Sjö sinnum sjö tilbrigði við hugsanir, er 94 bls. að stærð, gefin út af Bókaút- gáfunni Sindri h.f. Akureyri og prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f. Kápumynd er af brimsorfinni fjörumöl. Bókin er helguð minningu höf. Þetta er 8. ljóðabók Kristjáns, en hann varð fimmtugur á liðnu sumri. Af aldri og afköstum mætti því ráða, að hann hafi náð fullum höfundarþroska. Þótt mörg séu þess dæmi, að skáld hafi' ort sig stærri eftir fimmtugsaldur- inn en fyr'ir, mun hitt algeng- ara. Þegar þannig aldur Kristj- áns og afköst eru höfð í huga og hve hann er löngu orðinn mótað og þekkt ljóðskáld, má það furðulegt heita, hve hljótt hefir verið um síðustu bók hans. Raunar staðfestir þessi þögn það, sem vitað er, að við 'eigum nú fáa sem enga bók- menntamenn, sem telja sér skylt að rita fræðandi og hvetj- andi um starfandi Ijóðskáld, þeim sjálfum til örvunar og leið beiningar, en lesendum til auk- ins skilnings og vakningar. Því miður virðist ljóðlist í minnk- andi metum um sinn með þjóð- inni, og vafalaust orkar sú til- finning slævandi á sköpunar- þrótt ýmissa Ijóðskálda, sem og það, að nú þarf vaxandi hörku til að öðlast viðurkenningu og vera ekki höfuðborgarbúi. Drottinn þekkir sína. En því er þetta gert hér að umtalsefni, að Kristján frá Djúpalæk er næmgeðja og við- kvæmt skáld, sem mig grunar, að þoli mörgum verr að hljóta ekki þá viðurkenningu, sem hann skynjar af grunni sálar sinnar, að honum vissulega ber. Af þessu álít ég koma, að skáld ið lætur stundum af uppgerðar kaldrana vaða á súðum, vandar sig ekki nóg, agar sig ekki til hins ítrasta, þqtt hæfni hans og snilli sé óumdeilanleg og sess hans í bókmenntasögu okkar tryggður. Hér verður að sjálfsögðu kveðskap Kristjáns frá Djúpa- læk engin skil gerð í stuttri Kristján frá Djúpalæk. blaðagrein. Á Ijóðagerð hans eru ýmsar hliðar, sem forvitni- legt væri að velta vandlega fyr ir sér, en athyglisverðustu hlið arnar eru að mínu áliti annars vegar næm og heit skynjun hans á umhverfi sínu, sem hon um tekst oft að túlka á einfald an og fagran hátt, hins vegar glettin og umbui’ðarlynd sýn hans á ýmsar furður mannlífs- ins. Af þeim kveiki eru hnyttin smákvæði hans mörg snúin, örvar, sem þjóta af streng út í bláinn, en syngja í marki óvör- um. I Sjö sinnum sjö tilbrigðum Kristjáns frá Djúpalæk eru mörg athyglisverð kvæði, sem bera gáfum hans og hagleik vitni. Þau bera engin sérstakt heiti, en eru flokkuð niður í sjö kafla, sem heita Landið, Myrk- ur, Hverfleiki, Guðinn, Minni, Glettur og Biblíusögur. Hver flokkur er síðan númeraður í sjö kvæði eða ljóð, þ. e. sjö sinn um sjö tilbrigði við hugsanir. Persónulega finnst mér nokkur tilgerð og sérvizka í þessari upp setningu bókarinnar. En það getur líka verið bragðbætir að sérvizku og tilgerð á stundum, svo að eigi verður höfundi fund ið þetta til foráttu hér. í kvæðaflokknum Landið vil ég vekja athygli lesenda á m’. II., III., IV. og V., sem allt eru velgerð kvæði, í Myrkur bendi ég á nr. II., III., VI. og VII, í Hverfleiki nr. III. og V., í Guð- inn nr. I. og VII, og margt er spaklega sagt í Minnum, en Kristjáni tekst stundum prýðis vel að mæla eftir menn í Ijóð- um, sem nú er annars lítt iðkað af skáldum og fáum vel fallið. í Glettum eru hnyttin kvæði eins og nr. I., II. og III., og af sama toga eru kvæðin nr. VI. í flokknum Biblíusögur, en það hljóðar svo: Þetta er Pétur, þýðir bjarg, þjónninn tryggur er ég. Öruggt vitni ár og síð orðum þínum ber ég. Afneita þér aldrei mun. ' i Aldrei skal, það sver ég. i Jesús gegnir: Gott er það. Gæt þín samt. Nú fer ég. Pétur blundar. Hróp ag hark, heyrir þó að neðan: — Þekkirðu Jesú, þrumar rödd, þann, sem nú gekk héðan? — — Sagðirðu Jesú, — Jesú? Nehei. Ég hef aldrei séð hann. — Eins og þegar hefir verið tek- ið fram, er þessi umgetning um Tilbrigði Kristjáns frá Djúpa- læk enginn ritdómur, heldur fátæklegt þakklæti fyrir Ijóð, sem eru vissulega betur ort en. ekki, og hugsað um leið sera örvun til höfundar, sem má og skal vita það, hvað sem fálæti alþjóðar lítur, að hann er einn af útvöldum varðveitendum Olympíueldsins íslenzka, ljóð- listarinnar. Það má vera stolt hans, en er líka allt í senn unað ur hans, kvöl — og ábyrgð. Br. S. S .-...^ • AF NÆSTU GRÖSUM* MESSAÐ * í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 síðdegis. Sálmar nr. 571 — 581 — 366 — 304 — 585. P. S. MÖÐRUVALLAKLAUSTURS PRESTAKALL. Messað verð ur í Bakkakirkju n. k. sunnu dag 2. október kl. 1.30 e. h. Messað verður í Bægisár- kirkju sama dag kl. 4 e. h. Birgir Snæbjörnsson. SÖLUBÖRN óskast til að selja merki SÍBS og blaðið Reykja lund á sunnudaginn kemur. Börnin mæti í Hafnarstræti 96 (Vöruhappdrætti SÍBS) kl. 10.15 árdegis. Góð sölu- laun. Berklavörn. HLÍFARKONUR. Fundur verð ur haldinn í Pálmholti fimmtudaginn 29. sept. kl. 8.30 s. d. Skýr-sla dagheimilis stjórnar o. fl. Hafið með ykk- kaffi. Mætið stundvíslega. — Stjórnin. HARPA heldur bazar sunnu- daginn 2. okt. kl. 4 í Laxa- götu 5. KARLAKÓR AKUREYRAR. — Munið æfinguna n.k. fimmtu dag. Áríðandi. — Stjórnin. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Almenn samkoma á sunnu- dag kl. 8,30. — Krakkar! Sunnudagaskólinn byrjar n.k. sunnudag (2. október) kl. 1,30 e. h. Öll börn velkomin. Fíladelfía. AKURE YRIN GAR — EYFIRÐ INGAR! — Fjáröflunardagui' SÍBS er á sunnudaginn kem- ur. Styrkið gott málefni með því að kaupa merki og blað dagsins. Með fyrirfram þakk- læti. Berklavörn. BRÚÐHJÓN. Ungfrú Ursula Elísabet Sonnenfeld Munka- þverárstræti 11 og Kristján Grétar Sigvaldason stúdent frá Klængshóli í Skíðadal. ST. GEORGS-GILDIÐ. Fundur í Fálkafelli mánudaginn 3. október kl. 8.30 e. h. Ferð frá Lönd og J leiðum kl. 8 e. h. Stjópoin,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.