Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.09.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 29.09.1966, Blaðsíða 5
Hefir sfarfsemi ísienzkra verkalýðsfélaga dofnað og seft ofan hin síðari árin? Hverjar felur þú þá helzfu orsakir til þess. Og hvaða úrbætur mundu líkiegasfar fil árangurs? Spurningunni svarar ALBERT SÖLVASON, járnsmiður IDAG svarar Albert Sölvason, jámsmiður spurningu vikunnar. Allir virðast vera sammála um það að íslenzk verkalýðslireyf- ing sé niður í öldudal hvað félagsmálastarfscmi snertir. Hér er vissulcga uni mikla liættu á ferðum, því að enginn veit nema liarð- svíruð samtök sem vissulega eru fyrir liendi innan borgaraflokk- anna beggja eigi eftir að sameinast í ríkisstjórn. Hvar eru nú hinir logandi kyndlar er forustumenn verkalýðshreyfingarinnar á ís- landi tendruðu svo skært á árdögum þeirrar hreyfingar? En hér heyrið þið svar Alberts Sölvasonar. Svo AM fýsir að vita hver sé skoðun mín á því, hvort starf íslenzkra verkalýðsfélaga hafi sett ofan hin síðari árin, hverj- ar séu orsakirnar til þess, ef svo sé, og hverjar úrbætur séu líklegastar. Ekki mundi AM skorta lesmál á næstunni ef ég reyndist maður til að gera þess um spurningum full skil, en til þess þarf mikinn tíma og mörg heimildarit, og ég hefi á hvor- ugu ráð nú. En í örstuttu máli vil ég þó svara spurningunni, með því að draga fram nokkur atriði, og gæti það þá orðið átylla eða ástæða fyrir aðra, til að leggja orð í belg. '. 1. Ég svara fyrsta Uð spurn- ingarinnar með — já. 2. Helztu orsakir: Klofning verkalýðsins. Áhugaleysi sem afleiðing bættra kjara og nægr- ar atvinnu. 3. Úrbætur: Sameining allra vinnandi manna í einu voldugu heilsteyptu verkalýðssambandi, sem byggt væri upp af sérsam- böndum verkalýðsfélaga með svipuðu hagsmunasjónarmið, og hefðu vestrænt lýðræði að leið- arljósi. Fyrstu árin eftir aldamótin, ér íslenzk verkalýðshreyfing veikburða,-og á sér formælend ur fá en örugga, Með stofnun Alþýðuflokksins 1916 vex henni ásmegin og forsvarsmönnunum fjölgar. Fundir í verkalýðsfé- lögunum eru vel sóttir, mörg mál tekin til meðferðar og um- ræðu, ályktanir gerðar og þeim framfylgt með mætti samtak- anna af óhvikulli staðfestu. Þessi barátta var jöfnum hönd- um fyrir hækkuðu kaupi, betri -kjörum og aðbúnaði, en síðast en ekki sízt fyrir viðurkenn- ingu á rétti félaganna, og fyrir afnámi ýmissa þeirra laga, sem settu fátæka menn skör neðar í þjóðfélaginu, en þá sem efn- aðri voru. Með þessum vinnu- brögðum vanzt hver sigurinn af öðrum, með samstiltum átök- um, og fór svo fram til ársins 1930 þegar sú ógæfa hendir ís- lenzkan verkalýð, að óhappa- menn kljúfa hina pólitísku for- ystu, og þá jafnframt verka- lýðsfélögin. Milli þessara arma myndast fljótlega djúpstæður ágreiningur, sem hindrar allt samstarf. Kommúnistarnir trúa á byltinguna og boða hana, sem hið eina er leyst geti verkalýð- inn af klafa ófrelsis og áþjánar. Jafnaðarmenn boða hins vegar að stöðug vinna íyrir málunum, þoki þeim smá saman til rétts vegar, og þótt lítið vinnist hverju sinni, þá náist þó markið oftast fyrr og öruggar, en með valdbeitingunni. Þessi höfuð sjónarmið voru strax, og eru enn ósættanleg, eins og einræði og lýðræði hljóta alltaf að verða. Og meðan Kommúnist- arnir halda fast við kerfi og kennisetningar sínar, líkt og steinbítur sem bitið hefir í báts þóftu. Kennisetningar, sem ef- laust hafa átt stoð í veruleikan- um, þegar þær voru settar fi’am, en eru í dag ósannar og úreltar, hafa fallið fyrir dómi reynslunnar, þá verður ekki um sættir eða sámeiningu að ræða, og er þó hvert árið sem líður án þess að slík sameining takist eyðimerkurganga fyrir íslenzk an verkalýð. j Þessi klofhingur í tvær fylk- ingar nokkúð jafnstórar, sem eiga í stöðugu hjaðningavígum, hefir fælt margan mætan mann frá þátttöku -í verkalýðsmálum og fyllt þá yantrú á að hér á landi geti þrifist öfugur verka- lýðsflokkur, sem geti verið jafn oki og mótyægi bargaraflokk- anna. í verkalýðsfélögunum, þar sem þessir flokkar, ásamt fleirum þurfa að vinna saman og samtaka, ef vel á að vera — er tortryggnin, vantrúin og áhugaleysið fyrir hendi. Nú eru ekki fundir þessara félaga fjöl- sóttir, þvert á móti, jafnvel stór málum er þar ráðið til lykta með 10 til 20 mönnum, þótt heildartala félagsmanna skipti hundruðum. Oft er þessi fá- menni hópur harðsnúnir jábræð ur í pólitíkinni sem kemst í þessa aðstöðu vegna sinnu og áhugaleýsis alls þorra félags- manna. Það er þetta — mér er sama — afskiptaleysi, sem bitið hefir bakfiskinn úr íslenzkri Albert Sölvason. verkalýðshreyfingu, og það er vitneskjan um þetta ástand, sem gerir það að ég svara fyrsta lið spurningarinnar játandi. Fleiri orsakir hafa valdið því, að svo er komið málum, en það sem að framan er talið. Getum við þeir eldri, áfelzt ungt fólk, sem t. d. er fætt eftir stríðslok- in 1945 og hefir frá bernsku haft fullar hendur fjár og kynnst því hve auðvelt er að afla þess, þótt það geti ekki skilið það þegar við segjum því að í okkar ungdæmi, höfum við þurft að athuga vel hvort við mættum eyða 10 aurum í eitthvað sem talið var óþarfi, slík frásögn er þeim ungu nú svo framandi, að þau trúa henni ekki, en líta nánast svo á að viðkomandi sé að reyna að vera fyndinn. En hvernig á þá þetta sama unga fólk, sem allsstaðar sér velmeg un umhverfis sig, sem allsstað- ar býðst atvinna, ef það vill vinna— að skilja það ástand sem var þegar frumherjar verkalýðshreyfingarinnar hófu störf sín. Hvernig á þetta unga fólk að trúa því að menn hafi ekki getað fengið vinnu, jafn- vel allan veturinn, og búið við skort á flestu því sem öllum þykir sjálfsagt nú? Hvernig á unga kynslóðin að skilja hvaða þrek, kjark og fórnfýsi þurfti til, til að bera fram kröfur um meira kaup og betri kjör og geta átt á hættu að verða úti- lokaður frá allri vinnu fyrir að leyfa sér slíkt. En þótt hinir ungu geti ekki skilið þetta til fullnustu, þá mega þeir vita að á grunninum sem þessir menn lögðu er byggð velmegunin í dag. Víst kemur margt fleira til, en kennið þeim ungu að meta virða og skilja þátt eldri kyn- slóðarinnar, og þá munu þeir um leið láta sér skiljast að starf ið í verkalýðsfélögun.um má ekki vera hornreka, heldur eru þar hornsteinai' sem borið geta háreista byggingu sem veitt get ur komandi kynslóðum skjól pg einnig starfsgrundvöll í þágu frelsis, jafnréttis og bi'æðralags. AM þakkar Alberti fyrir tæpi tugulaust svar og veit að svar hans verður lesið, bæði af vel- vildarmönnum vérkalýðshreyf- ingarinnar og einnig andstæð- ingum liennar. s. j. S - l ícyrt, spurt... MAGGA skrifar. Ég les nú öll bæjarblöðin. Er nú ekkert í pólitíkinni eins og sagt er. En ég var gasalega snortin af nýja þætfinum í íslendingi, þessum með myndinni af Herbert og hefir hann sennilega dobblað mig yfir í sjálfstæðið. Því varð ég fyrir liörku vonbrigðum er engin mynd birtist í síðasta blaði fslendings af Herbert. Viltu góði AM koma þeirri orð- sendingu til skila að ég óski eft- ir framhaldi af þessum þætti. Hann var svo góður. Ég las hann að vísu ekki en myndin var svo smart. Þín Magga. AM er alltaf brjóstgóður og kemur þess vegna þessu SOS skeyti til skiia, þó að liann verði ásak- aður fyrir þá hægrimennsku að liafa útvegað íhaldinu 1 at- kvæði, því að eflaust bænheyr- ir Ilerbert, Möggu. MKOM ekki út í síðustu viku, en þá skrifaði rit stjóri íslendings hr. Herbert Guðmundsson alllangan pistil í málgagn sitt, sennilega í þeirri trú að hann væri að hrekja for síðuleiðara AM, er ritstjórinn lét birta án nokkurs fljótfærnis feitletraðann i síðasta tölublaði. En því miður varð Herbert það á, vonandi í fljótfæmi, að sanna þær fullyrðingar, eða öllu lield- ur staðreyndis er forsíðuleiðari AM birti. Það liafa a. m. k. margir fyrrverandi sjálfstæðis- menn tjáð AM og telja að Her- bert hafi stuðlað að nokkrum uppblæstri bæði á Moldliaugna hálsi og Súluhlíðum íhaldsins og því gæti moldryks í lierbúð- um þess um þessar mundir. En í fullri vinsemd vill AM benda ritstjóra íslendings á það að (Framhald á blaðsíðu 7) STAKAN okkar i M17" SENDIR þættinum þessar vísur og fylg ir kveðja til Hríseyjar og Dal- víkur. Hríseyjan er héraðsvörður, hana elskar byggðin öll. Hennar ljómi af hagleik gjörður. Húsin mörg en engin fjöll. Dalvíkurbær er draumahölliu, dvergar og álfar byggja fjöllin. Frá haföldunni lieyrast sköllin, er liús og götur kýfur mjöllin. Haraldur Zopiioníasson á Dalvík er kunnur öllum vísna vinum. AM birti eina vísu eft- ir hann um Skíðadal í fyrra- haust. Við hittum Harald fyr- ir nokkrum dögum og sagði hann að blaðið hefði ekki farið rétt með vísuna. Birtum vi^ hana hér með aftur, ásamt 2 öðrum vísum um Skíðadal, eft ir Harald. Græddu mein hjá meyju og sveinj, man þig sprund og halur. Sjónarsteina unurn ein ertu Skíðadalur. Meðan áin blástraum ber og brýtur úr farveg sínum, vefðu það sem íslenzkt er upp að barmi þínum. j Eigðu þessa ósk frá mér, j æ í skaut þitt niður, ár og daga drjúpi þér, , drottins náð og friður. 1 I! Benedikt Valdemarsson fi'á Þröm í Garðsárdal á margan. góðar stökur í fórum sínum, Hér kemur ein, en í næsti* blöðum munum við birta fleir| vísur eftir Benedikt. Lífsins gæfu löngum finn, þó léttan beri malinn. Alltaf leitar andi minn inn í Garðsárdalinu. i Svo er það hann Trygfgví vinur minn í Lundargötunni. AM sendi honum vísu umi daginn. E. t. v. hefir honrun ekki líkað vísan, því að harrn kom með eftirfarandi vísu, og óskaði eftir að hún birtist í blaðinu og auðvitað gerurri við það. Sigurjón minn segir margt, j svona ekki í einni fart. Konur vænar kyssir hamt, kannski það rnegi heita smart. Þetta látum við nægja í dag, En þakka skal fyrir allar vís- urnar er nú berast. AM lítur, fram á góðan vetur a. m. k. i þessu efni, og sæl að sinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.