Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.09.1966, Side 6

Alþýðumaðurinn - 29.09.1966, Side 6
Frá Glerárskólanum Skólinn verður settur miðvikudaginn 5. október kl. 2 ef'tir hádegi. / 2 Kennarafundur verður þriðjudaginn 4. október kl. eftir hádegi. SKÓLASTJÓRINN. Frá Barnaskóla Akureyrar Skólasetning fyrir 4., 5. og 6. bekk fer fram í Akur- eyrarkirkju miðvikudaginn 5. óktóber kl. 2 e. h. Nem- endur mæti við skólann kl. 1.45. Skólaslkyld börn, sem flutt hafa í skólahverfið í sum- ar og ekki hafa þegar verið innrituð, eru beðin að mæta til skráningar í skólanum þriðjudaginn 4. okt. kl. 10 árdegis og hafa með sér einkunnir frá síðasta vorprófi. Nemendur mæta til læknisskoðunar, sem hér segir: Föstudaginn 30. sept. 5. bekkur,(börn fædd 1955). Kl. 1 Stúlkur, sem voru í 6., 9. og 14, stofu síðast- liðinn vetur. KI. 2.30 Stúlkur, sem voru í 13. og 16. stofu síðast- liðinn vetur. Laugardaginn 1. okt. 5. bek’kur (börn fædd 1955). Kl. 1 Drengir, sem voru í 6., 9. og 14. stofu síðast- liðinn vetur. Kl. 2.30 Drengir, sem voru í 13. og 16. stofu síðast- liðinn vetur. Mánudaginn 3. okt. 6. bekkur (börn fædd 1954). Kl. 1 Stúllkur, sem voru í 5. og 3. stofu síðast- liðinn vetur. Kl. 2.30 Stúlkur, sem voru í 4., 8. og 2. stofu síðast- liðinn vetur. Drengir úr 6. bekk verða skoðaðir síðár.V Kennarafundur verður í skólanum þriðjudaginn 4. október kl. 1 e. h. SKÓLASTJÓRINN. LÖGTAK Eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð bæjar- sjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: 1. Eftirstöðvum útsvara og aðstöðugjalda 1966, sem þegar eru gjaldfallin. 2. Fasteignagjöldum 1966. 3. Hafnargjöldum. Bæjarfógetinn á Akureyri, 20. september 1966. FRIÐJÓN SKARPHÉÐINSSON. Það er gott að auglýsa í Alþýðumanninum GAGNFRÆÐASKÓLINN Á AKUREYRI verður settur í Akureyrarkirkju mánudaginn 3. októ ber 1966 kl. 2 síðdegis. Skólastjóri. - Fálkafell stækkað (Framhald af blaðsíðu 8). boðskort þeirra er honum barst í hendur eftir komu sína í bæ- inn. AM sendir akureyrskum skátum sínar beztu heillaóskir og væntir þess að skátar sýni blaðinu þá vinsemd að eiga við tal við blaðið á næsta ári í til- efni fimmtugsafmæli félags þeirra. Þökk fyrir dugnað ykk- ar Akureyrarskátar. - BÚVÖRUVERÐIÐ (Framhald af blaðsíðu 8). kvæmt jarðræktarlögum og ekki nytu styrks, og þeir sem seldir eru undir þá kvöð að fá ekki framlög til bóta á sínum jörðum, geti losnað við þær með eðlilegum hætti. Ríkinu er ætl- að að kaupa jarðirnar. Stofnfé sjóðsins á að verða sex milljón- ir króna, og gert er ráð fyrir áframhaldandi framlögum, eftir því sem þurfa þykir. 4. Stofnaður verði hagræðing arsjóður landbúnaðarins og hon um sett sérstök Iöggjöf á Al- þingi í vetur. í því skyni verði varið 30 milljónum króna úr rík issjóði. 10 milljónir verði stofn- fé sjóðsins en 20 milljónir króna verði greiddar í haust til vinnslustöðva landbúnaðarins, og þá fyrst og fremst mjólkur- búanna, sem framlag til þeirra til viðbótar því lánsfé sem þau fá, og auðvelda þeim þannig að greiða út afurðaverðið til bænda við uppgjör í ár. Þessu fé verð- ur skipt á milli mjólkurbúanna eftir ákvörðun Framleiðsluráðs. kvarnir Járn- og glervörudeild HERBERGI Herbergi til leigu fyrir stúlku sem gæti tekið að sér barnagæzlu eitt kvöld í viku. Uppl. í sírna A. M. 1-13-99 n.k. mánudag og þriðjud. Úrvals vestfirzkur HARÐFISKUR kominn. og útibú 20. gr. Lögreglustjóra er heimilt að banna öllum óviðkom- andi, sem eiga ekki brýnt erindi, umfer<5 út ívskip, sem liggja í höfninni, frá kl. 20—8 á tímabiliriu 1. október til 1. maí, en frá kl. 22—8 á tímabilinu 1. maí til 1. október. Enn fremur getur lögreglan jafnan bannað börnum innan 16 ára aldurs umferð um bryggjur og ferð út í skip og báta í höfninni, telji hún ástæðu til. : Unglingum innan 16 ára er óheimill aðgangur að almennum knattborðsstofum, dansstöðum- og ölstof- um. Þeim er og óheimill aðgangur að almennum kaffi- stofum eftir kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum, sem bera ábyrgð á þeim. Eigendum og umsjónarmönnum þessara stofnana ber að sjá um, að unglingar fái ekki þar aðgang né hafist þar við. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október nema í fylgd með fullorðnum vandamönnum. Börn frá 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum vandamönnum. Þegar sérstaklega stendur á getur bæjarstjórn sett til bráðabirgða strangari reglur um útívist barna allt að 16 ára aldri. Foreldrar og húsbændur bárnanna skulu að viðlögð- um sektum sjá um, að ákvæðum þessum sé framfylgt. Frá Iðnskólanum á Akureyri Nemendur þeir, sem hafa í hyggju að stunda nám í 4. bekk skólans næsta vetur, mæti til viðtals og skrán- ingar í skólahúsinu (Húsm. sk.) mánud. 3. okt. kl. 6 síðdegis. (3. bekkur janúar—marz 1967) Þeir, sem sóttu undirbúningsnámskeið skólans í teiknigreinum síðastliðið vor, en þurfa á frekari bók- legri kennslu að halda, til þess að geta staðizt próf upp í 3. bekk, mæti til viðtals (sama stað) mánudaginn 3. október kl. 8j4 síðdegis. Nánari upplýsingar um skólann veitir skólastjórinn Jón Sigurgeirsson, Klapparstíg 1, sími 1-12-74. Akureyri, 26. september 1966. SKÓLANEFNDIN. Byggingalánasjóður Akureyrarbæjar Samkvæmt reglugerð sjóðsins er hér með auglýst eftir umsóknum um lán úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni, Lands- bankahúsinu, 2. hæð. Ákvarðanir um lánveitingar verða væntanlega tekn- ar síðari hluta októbermánaðar. Bæjarstjórinn á Akureyri, 15. september 1966. MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.