Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.09.1966, Side 8

Alþýðumaðurinn - 29.09.1966, Side 8
Norðienzk yerkalýðshreyfing reisir orlofsheimili í Fnjóskadal SAMTÖK verkalýðshreyfing- arinnar á Norðurlandi hafa keypt jörðina Illugastaði í Fnjóskadal og hyggst koma þar upp orlofsheimilum í framtíð- inni á líkan hátt og Ölfusborgir undir Ingólfsfjalli. í tilefni þessa merka atburðar átti AM stutt viðtal við Björn Jónsson formann Einingar, en hann hafði kallað saman blaðamanna fund síðdegis í dag í sambandi við þennan merka áfanga í norð lenzkri verkalýðssögu. { Björn kvað þetta mál hafa verið alllengi á döfinni og það sem seinkað hefði framkvæmd- um í þessu efni hefði bæði ver- ið fjárskortur og einnig vandinn að velja staðinn. En nú hefði svo ráðist að Ulugastaðir voru valdir að vel athuguðu máli. Enginn dregur það í efa að Fnjóskadalur er með sumarfeg urstu stöðum á íslandi. Víst hefði verið æskilegt að þar hefði verið jarðhiti, en ekki er allra kosta völ. Enn hefir raf- magn ekki verið lagt fram Fnjóskadal en Björn kvaðst treysta skilningi og velvildar ráðamanna í þessu efni, en 111- ugastaðir eru 12—14 km. inn í dalnum frá bænum Skógum. Björn kvað ætlunina að hefja framkvæmdir strax að vori. Ætlunin er að reisa smáhús, er henti vel fjölskyldum en húsin verða eign þeirra félaga er taka þátt í uppbyggingu orlofsheim- ila á Illugastöðum. Einnig er áætlað að Alþýðusamband Nörð urlands reisi þar allstórt hús, þar sem veitingarekstur geti far ið fram og einnig samkomu- hald. Við ölum vissulega stóra drauma hvað Illugastaði snertir, sagði Björn, svo sem sundlaug, leikvelli og aðstöðu til úti- íþrótta. Þar sem AM var að fara í pressuna, er frétt þessi all- snubbótt. En AM vill heilshug- ar óska norðlenzkum verkalýð til hamingju með framtakið, og væntir þess að eiga eftir að koma í heimsókn að Illugastöð um í framtíðinni og spjalla þar við verkamenn t. d. frá Dalvík, Hrísey, Húsavík og Kópaskeri. Til hamingju norðlenzkur verkalýður. Vélskóli á Akureyri DEILD úr Vélskóla íslands verður starfrækt hér á Ak- ureyri í vetur og er þegar hafin kennsla í verklegum greinum, s SKATAR STÆKKA FALKAFELL OI LAUGARDAG'SKVOLD buðu skátar gestum til ■fagnaðar í húsi sínu Fálkafelli í tilefni þess að lokið var stækk un heimilisins. Fálkafell er nú hið myndarlegasta og skátum til sóma. En fyrirhugað er að þar verði starfræktur norðlenzk ur foringjaskóli skáta í fram- tíðinni. ' Tryggvi Þorsteinsson, skáta- foringi bauð gesti velkomna og rakti sögu Fálkafells, en það var byggt fyrst 1932, en allar byggingarframkvæmdir hafa verið unnar í sjálfboðavinnu. Sem kunnugt er jeiga skátar einnig annað heimili, Skíða- staði. Tryggvi Þorsteinsson sæmdi hjónin Guðfinnu Hallgrímsdótt ur og Skafta Áskelsson heiðurs merkjum fyrir ómetanlega að- stoð við skátahreyfinguna. Því miður var blaðamaður AM ekki í fagnaði skáta sökum fjarvistar úr bænum, en þakkar (Framhald á blaðsíðu 6) en forstöðumaður Akureyrar- deildar Vélskólans er Björn Kristinsson, vélvirkjameistari. Nemendur munu verða 14. AM fagnar þessum atburði og væntir þess að deild úr Vél- skóla íslands verði hér varan- leg í framtíðinni. Skólinn hefur aðsetur sitt í Fiskifélagshúsinu varðandi veíklegt nám, en í Verzlunar- mannahúsinu í bóklegum grein um. Skólastjóri Vélskóla Islands er Gunnar Bjarnason. ALÞYÐUMAÐURINN w\s XXXVI. árg. — Akureyri, finimtudaginn 29. sept. 1966 — 33. tbl. NY RADIOVINNUSTOFA Axel Guðmundsson útvarps- virkjameistari og Einar J. Kristjánsson útvarpsvirki hafa opnað Radióvinnustofu að Helga- margrastræti 10 hér í bæ. Fyrirtæki þeirra mun annast allskonar þjónustu svo sem almennar radióviðgerðir og sölu á viðtækjum Búvöruverð ákveðið - =s hækkar um 10.84% Hækkun búvara niætt með niðurgreiðslum Skátaforingi sæmir Skafta Áskelsson heiðursmerki. Ljm.: P. A. P. SAMKOMULAG náðist innan sexmannanefndarinnar um verðlagningu búvara og felur það samkomulag í sér 10.84% hækku frá því í fyrrahaust. Hækkunum er að mestu mætt með auknum niðurgreiðslum úr ríkissjóði, m. a. mun verð á mjólk, kjöti og smjöri haldast óbreytt frá því sem var til neyt enda á sl. verðlagsári. Aftur á móti hækkar útsöluverð á rjóma, skyri og sláturmat nokk uð. Heilflaska af rjóma hækkar t. d. úr 87.60 í 89.20 kr. lítrinn. »000«= Sjúkrahúsráðsmaður Á SKELL EINARSSON, fyrr- I*- verandi bæjarstjóri á Húsa vík hefir verið ráðinn ráðsmað ur við Sjúkrahús Húsavíkur frá 1. desember næstkomandi. Slátur með sviðnum haus hækka úr 71 kr. í 80 kr. Nokkur verðbreyting verður á osti, sum ar til lækkunar og öfugt eftir tegundum. Varðandi samkomulagið voru samþykktar nokkrar „hliðar- ráðstafanir" til að tryggja öryggi bænda er telja má veiga miklar og mun AM birta þær hér á eftir. 1. Gert er ráð fyrir að Veð- deild Búnaðarbankans fái 20 niilljónir króna til ráðstöíunar á næsta ári til jarðakaupa. Og jarðakaupalán verði hækkuð úr 100 þús. kr. hámarki sem gilt hefur til þessa í 200 þús. kr. hámark. 2. Gert er ráð fyrir því að Stofnlánadeild landbúnaðarins láni nú í haust minnst 30 millj- ónir kr. lil vinnslustöðva Iand- búnaðarins. 3. Ákveðið hefur verið að rík ið stofni jarðakaupasjóð, til þess að kaupa upp býli, sem ekki verða talin ábuðarhæf sam- (Framhald á blaðsíðu 6) =000= s Forstjóraskipti í Skjaldarvík JÓN ÞORVALDSSON, fram- kvæmdastjóri Elli- og dval arheimilisins í Skjaldarvík sagði lausu starfi sínu frá og með 1. október n. k. Fimm um- sóknir bárust um starfið og hef ir Jón Kristinsson, rakari verið ráðinn forstjóri, Auk Jór.s sóttu um starfið Gústav Jónasson, rafvirkja- meistari, Hermann Vilhjálms- son, verkstjóri, Ingólfur Krist- insson, starfsmaður við Sund- laug Akureyrar og Kristján Helgi Sveinsson, bókari.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.