Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.10.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 07.10.1966, Blaðsíða 1
Verzlið í sérverzlun. Það tryggir gacðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Sími 12820 HSkipuleggjum íeið- I Fyrir hópa og ir eudurgjaldslaust § eiusiaklinga L Ö N D O G LEIÐIR. Sími 12940 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 j i l ALÞYÐUMAÐURINN 3000« XXXVI. árg. — Akureyri, föstudaginn 7. okt. 1966 — 34. tbl. UM 500 NEMENDUR I M. A. i Steindór Steindórsson skólameistari setur Menntaskólann. Ljósm.: N. H. Eu það er alltaf gleðigjafi að líía sólskin í björtum barnsaug um cg AM sendir börnunum broshýru beztu kveðjur og csk- ar þeim góðs vetrar. Myndina tck Níels Hannsson sl þriðjudag, þá er hríðarél gengu yfir höfuðstað Ncrður- lands. Börnin á Ákureyri íapa snjónum ÞAU ERU broshýr blessuð börnin á myndinni og auð- séð er að snjórinn er þeim kær- kominn gestur, þótt okkur full- orðna fólkinu finnist veturinn komi helzt til snemma og sveita menn burtfluttir á mölina, hugsa heim í dalinn og gera sér glögga grein fyrir erfiðleikum bænda um þessar mundir, í miðri sláturtíð og því skal von- að að Vetur konungur Iiafi að- eins verið að minna á komu sína innan tíðar og því megi vænía sunnanþeys er bræði snjóinn. MIKIL HÁLKA Á MÚLAVEGI Ólafsfirði 3. okt. J. S. HÉ'R hefir snjóað síðustu dæg ur og er nú alhvít jörð. Sem á öðrum fjallvegum er nú mikil hálka á Múlavegi og ekki er ráðlegt að fara hann nema hafa keðjur á hjólum eða snjó- hjólbörðum. Síldarbátarnir liggja hér inni og komu þeir með slatta af síld. Sigurbjörg kom með 70 tonn, Ólafur bekkur 50, Sæþór 110, og Ólafur bekkur með 25 tonn. Var mestmegnið af þessum afla flakað og fryst, en sáralítið fór í bræðslu. Guðbjörg mun hefja róðra héðan um næstu helgi og mun hún verða gerð út héðan í vetur. SKÓUNN VAR SETTUR SL. SUNNUDAG M1 var settur sl. sunnudag, af Steindóri Sterndórssyni skóla- meistara, en eins og kunnugt er gegnir hann starfi skólameist- ara þetta skólaár í veikinda- forföllum Þórarins Björnssonar. í Menntaskólanum verða í vetur um 500 nemendur. Tölu- verðar breytingar hafa orðið á kennaraliði við skclann. Nýir kennarar eru: Héðinn Jónsson er kennir frönsku. Halldór Blöndal í íslenzku og sögu. Helgi Haraldsson, þýzka. Árni Jónsson, sögu. Ríkharður Kristj ánsson, stærðfræði í 3. bekk. Egill Egilsson, er kennir stærð- fraeði og dönsku og Ragnheiður Jónsdóttir, er kennir leikfimi, og hefir hún einnig umsjón með kvennavistum í heimavist skól- ans. Eins og sl. skólaár hefir Menntaskólinn Varðborg á leigu í vetur. Vonir standa til að á næsta vori verði hafin viðbygging við skólann, en í nýbyggingunni á að fara fram kennsla í raun- vísindum, en áætlað er að bygg ingunni verði lokið á 2 árum. ÍSLENZKT SJÓNVARP HMID FkANN 30. september sl. hóf íslenzka sjónvarpið sína fyrstu útsendingu og mun sá dagur verða talinn stofndagur íslenzks sjón- varps. AM fagnar þessum at- burði og ennnig því, að með tilkomu íslenzka sjónvarps- ins verður dregið úr áhrifa- mætti hermannasjónvarps- ins á Keflavíkurflugvelli. Því miöur njóta ekki Norð- lendingar, Aaustfirðingar og Vestfirðingar þegar sjón- varpsins og þótt sendingar þess nái nú þegar til meir en lielmings landsmanna, þá mega „landsbyggðarmenn" fyrir norðan, austan og vest- an gjarnan láta ráðamenn sjónvarpsins vita að þeir eru líka íslendingar og vilja í engu hornrekur vera. Og þess ber að vænta að nægur skilningur muni vera fyrir bendi hjá ráðamönnum sjón varpsmála um að þeir leggi ríka áherzlu á að innlent sjónvarp nái til allra íslend- inga innan ekki mjög langs tíma. AM sendir heillaóskir suð ur og væntir þess að hið ís- Ienzka sjónvarp verði einn af þeim traustu hornsteinum er tryggi framtíðargengi þjóð- arinnar sem ÍSLENZKRAR ÞJÓÐAR. Fyrsti þulur sjónvarps á íslandi var frú Ásta Finns- dóttir flugfreyja. Bæjar- stjórn Akureyrar samþykkt áskorun um að flýtt verði fyrir komu sjónvarpsins til Norðurlands. Skrílmennska af versta tagi Tjón Svifflugfélagsins nemur tugum þúsunda Amiðvikudagskvöld eða aðfararnóít íimmtudags var brotizt inn í flugskýli Svif- flugfélags Akureyrar á Melgerð ismelum og þar stolið og eyði- lögð verðmæti fyrir um það bil 50.000 krónur. AM hafði samband við for- mann Svifflugfélags Akureyrar, Hún Snædal flugumferðar- stjóra, og innti hann fregna af þessu skemmdarverki. Húnn sagði svo frá. Við, félagar í Svif (Framhald á blaðsíðu 2) Kj ör dæmisþisigið KJÖRDÆMISÞING Alþýðuflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra verður haldið á morgun, laugardaginn 8. október hér á Akureyri. Fundarstaður er Sjálfstæðishúsið (Litli-salur). Þingið hefst kl. 14. Eggert G. Þorsteinsson fé- lagsmálaráðherra mun mæta á fundinum. AM væntir þess að jafnaðarmenn fjölmenni á kjördæmisþingið. Grein eftir félagsmálaráðherra, sjá bls. 5 LEIÐARINN: VETUR I GARÐI

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.