Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.10.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 07.10.1966, Blaðsíða 2
um loftin blá ff IDAG á íþrótlasíðan viðtal við Hún SnB^aheT flaug um loftin blá frá Melgerðismelum og norður til Grenivíkur í svifflugu, eða 52 km. leið. AM álítur að með þessu afreki sínu sé Húnn Snæ- dal íþróttamaður ársins hér á norðlenzkri grund. Enginn mótmælir því að svifflug sé íþrótt og húii göfug og þroskandi. AM óskar Húni Snædal til hamingju með afrekið og hér kemur viðtalið. Hvenær hófstu svifflug? __ Ég hóf svifflugnám hjá SFA árið 1962 en þá hafði félagið" keypt nýja 2ja sæta kennslu- flugu frá Þýzkalandi. Kennarar voru þeir Arngrímur Jóhanns- son og Pétur Eggertsson. Starf- semin hafði að nokkru leyti leg ið niðri um árabil en með til- komu nýju svifflugunnar færð- ist nýtt líf í félagið og margir byrjuðu að læra flug. Nú, námið gékk svona sæmi- lega og strax sama sumar fór ég fyrsta einflugið. Síðan hefur maður eitt í þetta öllum sínum frístundum og jafnvel ríflega það. Sumarið 1965 byrjaði ég svo sjálfur að kenna svifflug og þá varð ég auðvitað meira bund in við það en áður að mæta á æfingar, því alltaf eru einhverj ir sem vilja læra flug. Viltu segja lesendum AM frá fluginu til Grenivíkur? Við höfðum lengi velt því fyr ir okkur hvort ekki væru mögu leikar á því að ná 50 km. flugi sem krafist er fyrir „silfur C“ próf, hér í Eyjafirði. Fjörður- inn er girtur háum fjöllum á alla kanta og ekki eru þau auð veld yfirferðar á svifflugu. Það var því varla um annað að ræða en Grenivík eða Dalvík. Frá Melgerðismelum eru rúmir 50 km. til þessara staða og ekki gott að komast mikið norðar því þar ganga há fjöll í sjó fram. Frá stofnun félagsins árið 1937 hafði aðeins einum meðlimi tek izt að ná þessari vegalengd, en það var Tryggvi Helgason, sem flaug frá Sellandafjalli í Mý- vatnssveit niður að Dettifossi. Við höfðum tekið eftir því að það var helzt í suðvestanátt sem búast mátti við uppstreymi yfir Melgerðismelum. Þeirrar áttar er helzt að vænta á haust in og nú í haust fengum við ríflegan skerf af henni. Miðvikudaginn 21. þ. m. lögð um við fjórir af stað frameftir staðráðnir í að reyna við 50 km. flug. I vor keypti félagið nýja og fullkomna þýzka svifflugu af gerðinni K 8 B og var hún not- úð til flugsins. Ekki leit nú glæsilega út með langflug til að byrja með. Við flugum til skipt is allan daginn og urðum lítt varir uppvinda. Það var ekki fyrr en klukkan rúmlega sex sem ég lagði af stað. Ég náði um 28 m. hæð í upptoginu, en tog- vindan sem við venjulega not- um var biluð svo við notuðum bara bílinn en það er nú aldrei um. Yfir Stórahnjúk við Dals- mynni var ég kominn í 1000 m. hæð, en eftir það varð ég einsk- is uppstreymis var og kom yfir jeins gott,- Fyrst í stað varð ég einskis uppstreymis var og -íækkaði-um- næstum hundrað metra. Þá skyndilega fann ég vindstreng á uppleið og hring- aði mig upp eftir honum í 600 m. _hæð.: Þar sem ekki virtist sýrit *áð' ég næði meiri hæð þarna lagði ég af stað norður eftirv það yrði þá að hafa það þótt ég lenti á túni við Krist- nes. Ég flaug austan megin í firðinum og varð lítils upp- streymis var á þeirri leið. Ég lækkaði því stöðugt á móts við Akureyrarflugvöll og var ég þar aðeins í 180 m. hæð. Ekki leit nú vel út með lengra flug í það skiptið. Ég ákvað þá að sleppa flugvellinum, reyna held ur að fá far upp með hliðar- uppstreymi af Vaðlaheiði ef eitthvað væri, en ef ekki, lenda þá bara á túni hjá einhverjum bænum í heiðarrótinni. Upp- stréýmið hefur verið eitthvað lítið því ég var kominn alveg upp að heiðinni með vængend- ann þegar ég varð loksins var við uppvind. Landslaginu hag- aði þarna svo til, að brött brekka var fyrir neðan hamra- belti en ég var rétt við efri brún hamarsins. Ég er viss um að hefði ég verið 10—20 m. neðar hefði ég engu uppstreymi náð. Ég flaug svo áfram norður eftir með þessari hgmrabrún sem all ir Akureyringar hafa daglega fyrir augunum. Klettabelti þetta hækkar til norðurs og ég hækkaði jafn mikið og það og þó aðeins meira því ekki þurfti ég að fljúga allan tímanri með vængendann rétt fyrir ofan hamarinn. Á móts við veginn, þar sem hann liggur yfir heið- ina var ég aftur kominn í 600 m. hæð. Ég hélt á fram beint í qorðir’ ög/.fýlgdi fjallsbrún- Húnn Snædal. Grenivík í 800 m. hæð. Ég lækk aði mig niður í stórum hring- um og svipaðist um eftir lend- ingarstað, og fann hann í miðju kauptúninu rétt vestan við kirkjuna og lenti þar kl. 19.13. Þetta var fyrsta flugvél sem lent hafði á Grenivík og komu margir til að skoða og mynda undrið. Hringdi ég síðan í fé- laga mína og lét vita af mér, en þeir voru lagðir af stað niður á Akureyri með vagninn sem flugan er flutt í. Á meðan ég beið þeirra þáði ég góðgerðir hjá símstjóranum og hans frú. Félagar mínir komu úm kl. 9 og gekk vel að taka fluguna sund ur og flytja hana í bæinn. Þú ert formaður SFA. Viltu segja mér svolitið frá félaginu? Síðan SFA var stofnað árið 1937 hafa náttúrlega margir ver ið í félaginu og náð misjöfnum árangri. Starfsemin er ekki síð ur vinna við viðhald flugvéla, bíls og togvindu en flugið sjálft. Margir eru því þeir sem gefast upp áður en nokkrum árangri er náð. Svo eru aftur aðrir sem herð ast við hverja raun og halda baslinu áfram. Margir áður dug miklir félagsmenn eru nú flug- menn hjá íslenzku flugfélögun um. Nú síðast Arngrímur Jó- hannsson, sem var formaður fé Sviíf hjgan er Húnn flaug á'til Grenivíkur. lagsins í fjögur ár, flúttist í vor til Reýkjavíkur og hóf starf sem flugmaður hjá Flugfélagi íslands. I vor keyptum við nýja svifflugu sem kostaði rúm 180 þúsund. Félagið var og er frek- ar fátækt og tekjur litlar. Bæj- arstjórnin veitti okkur ríflegan styrk til kaupanna og bæjar- stjórinn, Magnús E. Guðjónssom reyndist okkur skilningsríkur og hjálplegur með lán fyrir því sem á vantaði. Á sumrin reynum við svo að fljúga um allar helgar, en á veturna liggur starfsemin að mestu niðri. Hvað starfar þú Húnn? Ég er flugumferðarstjóri og vinn í flugturninum hér á Akur eyri. Starfið er að mörgu leyti mjög skemmtilegt og vinnuað- staða góð, svo allar líkur eru á því að ég verði Akureyringur í framtíðinni. AM þakkar Húni fyrir spjall- ið og vonar að hann verði alltaf Akureyringur, já, og Norðlend- ingur. s. j. Fulltrúar á þing A. S.Í. Sveinafélag jámiðnaðarmanna Akureyri. Aðalfulltrúi: Árni B. Árna- son. VarafuIItrúi: Árni Magnús son. Verkalýðsfélag Hríseyjar. Aðalfulltrúi: Sigurgeir Júlíus son. Várafúlltrúi: Valdemar Helgason. Verkalýðsfélag Dalvíkur. Aðalfulltrúi: Valdemar Sig- tryggsson. Varafulltrúi: Jón Pálsson. ■s BILSLYS NORÐAN AKUREYRAR Cf SUNNUDAGSKVÖLD valt bifreið skammt fyr- ir norðan Glerárhverfi. Bílstjór inn, Gunnbjörn Arnljótsson, er var einn í bifreiðinni slasaðist all alvarlega. Hlaut hann rifbrot auk fleiri meiðsla. Á laugardagsnótt valt bifreið á vegamótum norðan Árgerði við Dalvík. 3 menn voru í bíln- um og sluppu áð mestu ómeidd ir en bíllinn skemmdist mikið. - Skrílmennskð af versfafagi (Framhald af blaðsíðu 1). flugfélagi Akureyrar álitum að við ættum ekki neina óvildar- menn, en aðkoman í flugskýlið benti okkur á annað, liún var sannarlega öniurleg. Stolið hafði verið verkfærakassa okk- ar þar sem í voru mikil verð- mæti, en versti stuldurinn þótti okkur samt að teknir voru sam setningaboltar úr 2ja sæta svif- flugu og er hún okkur algerlegá ónothæf án þeirra. Er vandskil- ið hvað þjófurinn hefur ætlað sér að gera með þá, því að þeir eru óhæfir til annarrar notkun- ar. Einnig voru rifin stór göt á stélflöt Olympiu-svifflugu okk ar, og einnig lamin göt á skrokk hennar. Svo hafði mjög verð- mætum hæðarmæli verið fleygt í gólfið auðsjáanlega af miklu afli, það sannaði útlit mælisins en slíkir mælar kosta um 10.000 krónur. Þá var stolið hjólbarða undan trukk okkar og auk þess var trukkurinn allur brotinn og bramlaður. Fyrr í sumar voru unnin skemmdarverk á trukkn um. Ný hjólför eftir dráttarvél voru við flugskýlið og vegsum- merki bentu til þess að heykvísl á dráttarvél hafi verið notuð við að sprengja upp dyrnar og einnig við eyðileggingu á trukknum. Þessi atburður er á vissan hátt reiðarslag fyrir fé- lagið, ekki einungis tjónið af stuldi og skemmdarverkum, heldur og einnig sú liætta er við búum við, ef áframhald verður á slíkum aðförum á eign ir okkar á Melgerðismelum. Við vonum að lögreglan liafi upp á ránsmanni eða mönnum og gjarnan vildi ég ná tali af þeim sagði Húnn að lokum. AM vítir þessa skrílmennsku og væntir þess að Akureyringar og aðrir velunnarar Svifflugfé- lagsins veiti því öflugan stuðn- ing bæði með fjárstuðningi og á annan jákvæðan hátt, svo bættur verði skaðinn. =000« Það borgar sig ekki að taka upp Grenivík 4 .okt. A. V. 1JÉR hefur verið leiðindaveð- ur undanfarið, snókoma og frost, en heldur verðist vera að draga úr veðri i dag. Allmargir áttu eftir að taka upp þá er veð ur spilltust, en kartöfluupp- skera er sáralítil og sumir taka alls ekki upp, því að eigi borg- ar sig að kaupa vinnukraft til að taka upp berin. Hér hefur verið nærri steindauður sjór í allt sumar. Reynd hefur verið kolaveiði hér meðfram strönd- inni, en afli hefur verið mjög rýr. Búið er að grafa fyrir grunni frystihússins og munu byggingarframkvæmdir hefjast nú í haust ef veður sk-ánar. Skóli er ekki hafinn en:i og vantar enn skólastjóra.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.