Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.10.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 07.10.1966, Blaðsíða 5
Skvldur við fortíð og framtíð EFTIRFARANDI grein birtist í síðasta sunnudagsblaði Alþýðu- blaðsins og er höfundur hennar Eggert G. Þorsteinsson félags- málaráðherra. Þar sem margir lesendur AM sjá ekki Alþýðublaðið þykir AM rétt að birta grein Eggerts. Þar er hófsamlega haldið á málum eins og Eggerts var von og vísa. En AM fullyrðir að mál- flutningur lians eigi erindi til lesenda sinna. AM biður félagsmála- ráðherra velkominn á kjördæmisþing jafnaðarmanna á morgun. Hér heyrið þið Eggert. Innan skamms tíma, eða nán- ar tilgreint í nóvember n. k. halda verkalýðssamtökin þing sitt, sem ef að líkum lætur verð ur vel sótt. Það hefur verið ábyrgum mönnum innan alþýðusamtak- anna vaxandi áhyggjuefni, hve miklir erfiðleikar eru orðnir á þessu þinghaldi á 2ja ára fresti, þótt ekki væri vegna annars, en fulltrúafjöldans sem leiðir af nánast óbreyttu skipulagi sam- takanna í þau 50 ár sem þau eiga nú að baki. Talið er að f ulltx-úafjöldi næsta. þings A. S. í. geti orðið hátt á fjórða hundrað og má af þeirri tölu ljóst vera, að mikl- um erfiðleikum hlýtur að vera bundið, að skapa jafn fjölmenn tim hóp viðunanleg stai’fsskil- yrði í góðum húsakynnum. Auk sjálfs húsnæðisvandans, rísa 'mörg önnur vandamál samfara jafn fjolmennu þinghaldi, sem ekki skulu upp talin hér, en eru flestum . kunnug, sem komizt háfa í snertingu Við sjálf þing- störfin. Oft hefur þessi vandi verið ræddur á vettvahgi samtak- anna, mikil og tímafrek störf verið af hendi leyst í mörgum milliþinganefndum, sem um þessi mál hafa fjallað, án þess að fullnægjandi árangur hafi af þeim sést í sjálfu starfi þeirra. • Á síðustu árum hafa þó ýms- ar breytingar átt sér stað, sem ættú að auðvelda áframhald andi samstarf um nauðsynlegar og aðkallandi breytingar ,á starfsháttum samtakanna. , Minni opinber stjórnmálaáök, eru nú innan verkalýðshreyfing arinnar en verið hafa undanfar inn IV2 áratug, en talið hefur verið, að faglegu atriðin í starfi samtakanna hafi oft vikið til hliðar, vegna þessara átaka. Möguleikar á víðtæku samstarfi um breytt skiputag og um meiri vafanleik þess,' ættu því að Vera meiri og bétri en áður. Með hliðsjón af framansögðu, verður það vart tálin ótímabær ósk til væntanlegs Alþýðusam- bandsþings, að óska þess að því megi nú á þessum 'merku starfs tímamótum, auðnást að marka ný og heilladrjúg spor að nýj- um og breyttum skipulagshátt- um. SÞegar litið er um öxl, hálfa f öld aftur í tímann og aðstæður brautryðjendanna rétt metnar, þá gegnir það furðu, live vel þeim hefur tekizt að rnóta sam- tökin, án þess að þau yrðu vegna skipulagslegra ágalla, fyr ir áföllum. Þrátt fyrir þessa framsýni frumherjanna, væri enn furðu- legra ef ekki væri nú orðin brýn nauðsyn á breytingum þar á, þegar hliðsjón er höfð af þeim byltingum, sem átt hafa sér stað í öllum atvinnuháttum landsmanna á þessum áratug- um. — Viðnám gegn enn einni tilraun til athugunar og sem víð tækast samstarfs um þessa hluti yrði áreiðanlega rétt mefin sem mikil skammsýni í samanburði við framsýni frumherjanna, að ekki sé minnzt á aðstöðumun- inn. Þar er nauðsynlegt og skylt að verkalýðssamtökin sem og önnur samtök og reyndar ekki síður einstaklingar, horfi fram á veginn og reyni að laga sig eftir breyttum staðháttum, ef tryggja á framhald raunhæfra árangra. — Engu að síður draga þær skyldur ekki úr þeirri á- byrgð, sem samtökin (og ein- staklingar sem þau mynda), bera á því er fyrirrennarai'nir fengu þeim til varðveizlu. — Hér á ég við þá árangra sem náðst hafa við samningaborðið og með lagasetningum. í þessu efni hefur nokkuð skort á að vel væri á verði stað ið. Rangt væri að bera nokkurn þeim sökurh að hann eða hún bæri þar allá ábyrgð, til þess er sökin of aimenn. — Ég minni hér aðeins á eitt atriði, en því miður eru þau fleiri. Verkalýðshreyfingin sem heild fagnaði setningu „Orlofs- laganna“ svonefndu og voru þau talin meðal þess bezta sem þá hafði af löggjafans hálfu ver ið staðfest, af baráttumálum verkalýðshreyfingarinnar. — Tryggja áttr-'að greiðsla orlofs- fjárins yrði innt af hendi einu sínni á ári, .en greidd launtaka hverju sinni í sérstökum merkj um. — Þannig var þá gengið frá þessum málum, til að tryggja að orlofsféð yrði á ákveðnum árstíma til ráðstöfunar fyx-ir hlutaðeigandi.. Ljóst er að í vaxandi mæli hafa þessi ákvæði verið snið- gengin, m. a.-með því að greiða orlofsfé í peningum með hverri launagreiðslu. — Þatta býður þeirri hættu heim, að orlofsfé verði daglegur eyðslueyrir og því ekki fyrir hendi á þeim árs Grein eftir Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráðherra tíma, sem menn vildu helzt taka sér frí frá daglegri önn. — Opinberlega er rætt um að tímakaup þessara starfsgreina sé þetta og hitt „orlofsfé inni- falið“. Þannig er því slegið föstu að orlofsfé sé bein launa- greiðsla er eyðist með -daglegu neyzlufé. Hér skal ekki nú um það rætt hvort finna hefði mátt eða mætti nú finna, öruggari tryggingu fyrir_ sjálfri- fram- kvæmd laganna,-------það er til athugunar ásamt málinú í heild hjá sérstakri nefnd sem Félags- málaráðuneytið fól það verk- efni. — Hitt ætti öllum að vera ljóst, að verði þarna ekki breyt ing á, er þessi merki áfangi í stórri hættu. — Það er því vissulega ástæða fyrir liin ein- stöku verkalýðsfélög og sam- tökin sem heild, að íhuga á- stand þessara mála hvert í sínu umdæmi. Það reynist stundum erfiðara að gæta fengins fjár, en afla þess, — hið sama gildir um þá árangra, sem náðst hafa. Það væru sannarlega óverðskulduð laun til allra þeirra, sem lagt hafa fram allt sem þeir máttu, til að ná þessum áföngum, ef við eyðum þeim og glötum í værukærð líðandi stundar. Breyttir tímar og aðstæður krefjast breyttra starfsaðferða og breytinga á lögum og regl- um. Slíkar nauðsynlegar breyt- ingar eiga ekk-i að eyða sjálfu takmarkinu, sem upphaflega var náð, heldur fullkomna það, sem áður ávannst. NN>C* Ingibjörg vinsælust hjá Akureyringum ¥ STUTTRI en fróðlegri skýrslu frá Árna Jónssyni bókaverði Amtsbókasafnsins er m. a. skrá yfir 15 vinsælustu skáldin, hvað Akureyringa snertir. Þar er Ingibjörg Sig- urðardóttir langefst á blaði. En tala lánaðara bóka eftir hana eru samtals 960 bindi. í öðru sæti er Ármann Kr. Einarsson með 789 bindi. 3. Guðrún frá Lundi með 685. 4. Ragnheiður Jónsdóttir með 570. 5. Jenna og Bh'eiðar með 487. Næstir koma Ingibjörg Jónsdóttir, Halldór Laxness, Elinborg Lárusdóttir, Kristmann Guðmundsson, Guð mundur Daníelsson, Örn Klói, Jón Björnsson, Jón Kr. ísfeld, Stefán Jónsson og svo í 15. sæti Guðmundur G. Hagalín. Aðstaða bókasafnsins er óvið unandi og vill AM gjarnan vekja athygli á þeirri stað- reynd og birtir hér orðrétt kafla úr skýrslu Árna Jónsson- ar bókavarðar: Þrengslin í afgreiðslustof- unni eru nú orðin svo, að til al- gerra vandræða horfir, bæði livað snertir liillurými og alla aðstöðu fyrir lánþega og bóka- verði. Þó að eitt til tvö þúsund bækúr séu alltaf fjarvistum úr hillunum, er nú drepið í hverja smugu, jafnvel svo að rétt upp- röðun raskast oft. Hvar á að setja tveggja ára ritauka, a. m. k. 3000 bindi, er mér væg- ast sagt hulinn leyndardómur. Þá fer nú að verða alveg óhjá- kvæmilegt að bæta við manni í afgreiðsluna. Það er ofætlun einum manni að afgreiða, ÚT OG INN, bók á mínútu að jafn- aði í 5 klukkustundir, livað þá allt að tveimur bókum, eins og Lárus hefur þó oft gert. En hvar er starfsrýmiiyrir viðbót- armann?“ AM tekur undir spurningu bókavarðar. STYRKTARFÉLAG VANGEF INNA. Baldvin Sigvaldason kr. 2000. Starfsfólk Elliheimil isins í Skjaldarvík kr. 5000. Með þökkum móttekið." — Jóhannes. Qli Sæmundsson. STAKAN okkar I FYRSTU 3 vísurnar í þætt- inum í dag eru eftir Bene- dikt Valdemarsson frá Þröm. Þær eru ekki samstæðar, en hugþekkar öllum þeim er enn unna vel gerðum stökum. Leiðin greið urn löndin víð, léttir skeiðið börnum. Seiðir heiðin sumarfríð j svan að veiðitjörnum. !' Vermir sólin himinhöll j hikar njólan svarta. Lýsir bólin, lágu öll, Ijósið, jóla bjarta. V Hýmar yfir byggð og bæ, bljúgur ríkir friður. Inn til dala út með sæ, !' ómar bjöllu kliður. AM þakkar Benedikt fyrir og í næstu blöðum birtum við fleiri vísur eftir hann. Næsta vísa er eftir Ármar. Tildurstefna tízkunnar treður vegu lieimskunnar, flekar æru æskunnar, j apa nærir flónskunnar. Næstu 2 vísur eru eftir Ingu Skarphéðins á Blönduósi. Hér, kemur formáli höfundar fyrir’ fyrri vísunni. „Ég dái skáld* en ef þau gera mér gramt í sinni, hugsa ég mér að heilsa þeim svona, en líklega hlífi ég skáldinu samt. I: Ertu kominn enn til mín, 1 ógn er hvað þú lifir. Þegar skáldin skammast sút skugga bregður yfir. i, Mér verður á að líta í spegil, nefnir Inga næstu vísu. j! Ég er ekki lengur lipur, létt á fæti eins og var. Það er á mér þungur svipur. Það eru að fjölga hrukkumar, :: Ja, þó að hrukkunum sé að. fjölga sendir AM Ingu ástar- ! kveðjur og væntir vináttu hennar í f ramtíðinnL AM þakkar allvelgerða vísu þ5 gróf sé er blaðinu barzt nafn- laus fyrir nokkru. AM biðtm höfundinn að gefa upp nafn sitt. Sigurjón segist skuli birta hana svo fremi að hann megi, birta hana undir nafni haf- undar. Verið þið svo sæl aði sinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.