Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.10.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 07.10.1966, Blaðsíða 8
1 Seyðfirðingar ÞRÁIR aS nema stærra land á Seyðis ! firði, og í því skyni e£ blaðið I nú sent allmörgum til kynn- ! ingar í kaupstaðnum. Dagur ! málgagn Framsóknarmanna ! á Akureyri er sagt mjög út- breytt á Austurlandi. AM er ákveðið að keppa við Dag Jum vinsældir í Austfirðinga ! fjórðungi. Því væntir AM ! þess að þeir Seyðfirðingar er ! nú fá AM í fyrsta sinn, taki ; blaðinu með vinsemd. Þetta ; blað er að vísu ekkert sér- | stakt að gæðum, en lofum ! betri í framtíðinni. Seyðfii'ð- ! ingar! AM veit að hann fer ! ekki bónleiður til búða ykk- ! ar. Sýnið kunningjum og vin | um ykkar blaðið. En ef þið ; viljið ekkert með AM hafa, > þá endursendið hann í snar- ! hasti. En AM er bjartsýnn á ! góðar undirtektir, og því !sendir málgagn jafnaðar- ; manna á Akureyri beztu ; kveðjur til Seyðisfjarðar og ; þakkar fyrirfram öflugan ! stuðning. Lifið heilir Seyð- ! firðingar. AKUREYRINGAR AIVÍ VILL ve^ja athyg!i a því, að nýr afgreiðslu- og umboðsmaður fyrir Alþýðu blaðið liefur verið ráðinn hér á Akureyri, er það Jóhannes Óii Sæmundsson, fyrrverandi skóla stjóri. En eins og kunnugt er hefur enginn afgreiðslumaður verið hér í sumar, eða síðan Gunnar Steindórsson, slökkvi- liðsmaður, hætti afgreiðslu. Síð an hefur blaðið verið sent í pósti og vakti það almenna óá- nægju kaupenda blaðsins, þar i sem það barst mun seinna í ! hendur kaupenda nieð því móti. Hinn nýi áfgreiðslumaður Al- þýðublaðsins hefur tjáð AM það, að nokkurrar óánægju gæti hjá kaupendum sökum nefndra misbresta á afgreiðslu blaðsins í sumar. Þar sem AM þykist hafa átt góðan þátt í því að Jóhannes Óli tók við af- greiðslu Alþýðublaðsins, vill AM hvetja alla velunnara jafn- aðarstefnunnar að veita Jó- hannesi öflugt brautargengi með útbreiðslu blaðsins. Veitið honum liðsinni með því að afla Alþýðublaðinu nýrra kaup- enda. AM treystir ykkur. Nú er engin Kópaskeri 4. okt. S. V. A Tyr „SLÓ“ Á ÞRÁEINN til iwlfl fréttaritara síns á Kópa skeri, Sigurpáls Vilhjálmsson- ar, og sagðist honum svo frá: Nú erum við prestlausir í hér aðinu.'Séra Páil Þorleifsson á Skinnastað, er gegnt hefur prestsstörfum hér í um 40 ár, hefur nú flutt til Reykjavíkur. Enginn hefur sótt um presta- kallið og lítur út fyrir að við verðum án andlegrar forsjár í framtíðinni, og því eins víst að við snúumst til ásatiúar. En að gamni slepptu, munu flestir sakna séra Páls. Hér er nú alhvít jörð og hef- 5^^ XXXVI. árg. — Akureyri, föstudaginn 7. okt. 1966 — 34. tbl. Sláturtíð stendur yfir SLÁTRUN sauðfjár stendur nú yfir um land allt. Þessar 2 svipmyndir hér til hliðar tók Níels Hansson í sláturhúsinu á Svalbarðseyri sl. miðvikudag. Þar er slátrað 570 fjár á degi hverjum, en alls mun verða slátrað þar um 13000 fjár. Mörg ur verið leiðinda tíðarfar síð- ustu dægur, en veður virðist heldur vera að mildast í dag. Sláturtíð er rúmlega hálfnuð, en hér verður slátrað um 25000 fjár. Um mánaðamóíin var vigtin 1.2 kg lakari en á sama tíma í fyrra. Kartöfluuppskera er mjög rýr og var nokkuð ó- upptekið er frysti og fór að ==s í héraðinu hríða og mun það sennilega vera ónýtt. Verið er að leggja rafmagnslínu til Leirhafnar og munu 7—8 bæir fá rafmagn með þeirri línu. I sumar var lögð lína héðan í Kelduhverfi og fengu um 20 bæir rafmagn á þeirri leið. Aflgjafi þessa raf- magns er dieselvélasamstæða á Raufarhöfn. SÍÐUSTU LJÓÐ DAVÍÐS BÓKAÚTGÁFAN Helgafell hefir gefið út Ijóðabók er neínist SIÐUSTU LJÓÐ, en höf undur Ijóðanna er Davíð Stef- ánsscn skáld frá Fagraskógi. Kvæðin eru birt eins cg skáldið hafði gengið frá þeim fyrir and- lát sitt. Hin „síðustu ljóð“ Davíðs eru alls 145 og hcfir ekk ert Ijóðanna birzt áður. AM mun geta bókarinnar nánar síð ar. um þykir gott að kaupa slátur á Svalbarðseyri, sem í fyrra, og hafa margir lagt þangað leið sína til sláturkaupa héðan frá Akureyri og víðar m. a. frá Hrísey, enda að vonum því þar er veitt betri þjónusta en tíðkast annarsstaðar. Vetur sezt að snemma, eftir stutt sumar Svarfaðardal 4. okt. E. J. FTÉR hefur verið versta veður undanfarna sólarhringa, töluverð snjókoma, einkum í Skíðadal. Sauðfjárslátrun er nú liðlega hálfnuð og ef ennþá held ur áfram að snjóa, skapast hreint vandræðaástand, en sauð fjárslátrun lýkur hér ekki fyrr en 17. október. Dilkar eru mun rýrari yfirleitt en í fyrra, enda vor erfitt og sumar kalt og stutt. Skólastjóraskipti urðu við heimavistarskólann á Húsa- bakka í haust, Þórir Jónsson lét af starfi, en við tók Óttar Ein- arsson. LESENDUR *■*! KEMUR nú út degi seinna en venjulega og stafar það af banni prent ara á eftirvinnu þessa viku. Þar sem nokkur óvissa ríkti, hvort hægt myndi vera að koma blaðinu út í vikunni af nefndum orsökum, varð efn isval nokkuð annað en ætlun var. Enn er eigi vitað hvort um semst milli prentara og atvinnurekenda, en verkfall hefst þann 8. okt. n. k., ef ekki hefur náðst samkomu- lag fyrir þann tíma og því er óvíst hvort AM kemur út í næstu viku. SÆMILEGUR AFLI A ÞÓRSHÖFN f SUMAR Þórshöfn 5. okt. Þ. f. AFLI hefir verið allsæmilegur hér í sumar og hefir verið nokkuð stöðug vinna við frysti húsið og vinna við það allt frá 30 og upp í 50 manns er mest er að gera. Sauðfjárslátrun hófst hér 20. sept. sl. og mun ljúka 20. okfó- ber og slátrað mun um 14000 fjár. Dilkar munu vera all mis- jafnir, en heyrt hefi ég um bónda er hafi fengið 16—17 kg. í meðalvigt. Dýpkunarskipið Grettir hefir verið hér við dýpkun hafnarinn ar, en vegna bilunar er það á förum, en verki er ólokið. Síldarverksmiðjan tók til starfa í sumar, en hefur fengið fremur lítið hráefni til vinnslu. Eigendur verksmiðjunnar eru flestir utanhéraðsmenn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.