Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.10.1966, Page 1

Alþýðumaðurinn - 13.10.1966, Page 1
Verzlið í sérverzlun. Það tryggir gaðin. TÓBAKSBÚÐIN Brckkugötu 5 . Sínii 12820 Skipuleggjum íerð- I Fyrir hópa og ir endurgjaldslaust | einstaklinga LÖND O G LEIÐIR. Súni 12940 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 ALÞYÐUmAÐURINN XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 13. okt. 1966 — 35. tbl. Fjölmennasti kjördæmisráðsfund- ur jafnaðarmanna á Norðurlandi Ljósm.: N. H, Sigurður Guðmundsson flytur ávarp sitt Norðlenzkir jafnaðarmenn í sókn Um 50 manns sóttu fundinn, frá Húsavík, Reykjadal í S.-Þing., Ólafs- firði, Dalvík og Akureyri. Gestir þingsins voru: Eggert G. Þorsteinsson, félags- og sjávarútvegamálaráðh. og Sigurður Guðmundsson form. S.UJ. KJÖRDÆMISRAÐSFUNDUR Alþýðuflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra var haldinn hér á Akureyri sl. laugardag, og er hann sá fjölmennasti er jafnaðarmenn hafa háð í þessu kjör- dæmi. Fundurinn einkenndist af sóknarhug fulltrúanna og sam- stöðu. Benti fundurinn ótvírætt á það að jafnaðarmenn eru ákveðn ir í því að gera veg flokks síns sem mestan í næstu Alþingiskosn- ingum. AM fagnar hve margir ungir menn tóku þátt í fundinum. ! Fundurinn var settur um 2 leytið af formanni kjördæmis- ráðsins Sigursveini Jóhannes- syni kennara, er bauð fulltrúa velkomna en gaf síðan Eggerti G. Þorsteinssyni orðið. Ráðherrann flutti skýra og yfirlitsmikla ræðu og greindi frá stjórnmálaviðhorfinu og frá gangi mála, einkum þeim er heyrðu undir ráðuneyti hans. ....................... Stjórnin endurkjörin STJÓRN kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins var einróma endurkjörin, en hana skipa: Sigursveinn Jóhannesson Akur eyri, Steindór Steindórsson Ak ureyri og Einar M. Jóhannesson Húsavík. 17INS og kunnugt er, efndi ^ fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna á Akureyri til orlofsferð- ar til Danmerkur og Mallorca Hófst ferðin 29. sept. og stóð í 10 daga. Þátttökugjald var að- eins 8000 krónur. Jón Helga- son, starfsmaður verkalýðsfé- & Birtir AM nokkra punkta úr ræðu Eggerts á öðrum stað í blaðinu í dag. Á eftir ræðu ráðherrans flutti Sigurður Guðmundsson formað ur Sambands ungra jafnaðar- manna eldheit hvatningarorð. Hófust síðan almennar um- ræður og tóku margir til máls og voru rædd ýmis mál er snertu kjördæmið og landsmál almennt, einnig var fyrirspurn- um beint til ráðherrans, er svar aði í ágætri ræðu í lok fundar- ins. Kjörin var ályktunarnefnd er skilaði áliti er síðan var bor ið undir fundinn til samþykkt- ar, einnig komu fram tillögur frá einstökum fundarmönnum. Mun AM birta samþykktir fund arins í þessu blaði og næsta. laganna á Akureyri, var einn af þátttakendum í förinni. AM innti Jón í fyrrakvöld eftir ferðalaginu og kvað hann för- ina hafa í alla staði verið hina ánægjulegustu. Að vísu hefði þoka yfir Kastrupflugvelli í (Framhald á blaðsíðu 7) Hér er um stuttar og skýrar áiyktanir að ræða sem AM veit að lesendur sínir munu lesa. Til máls tóku á fundinum auk gesta hané að sunnan og for- manns kjördæmisráðsins: Al- bert Sölvason Akureyri, Sigurð ur Guðjónsson Ólafsfirði, Tryggvi Sigtryggsson Litlu- Laugum, Árni Þorgrímsson Ak ureyri, Arnljótur Sigurjónsson Húsavík, Steindór Steindórsson Akureyri, Sigurður Gunnarsson Húsavík, Bragi Sigurjónsson Akureyri, Magnús E. Guðjóns- son Akureyri, Guðmundur Hákonarson Húsavík, Her- steinn Tryggvason Akureyri, Sigurður M. Helgason Akur- eyri og Sigurjón Jóhannsson Akureyri, auk annarra er báru fram stuttar fyrirspurnir. í lok fundarins þakkaði for- maður kjördæmisins fundar- mönnum fyrir komuna og Bragi Sigurjónsson. hvatti til öflugrar sóknar í kjör dæminu fyrir vaxandi gengi jafnaðarstefnunnar. AM er í dag að mestu heig- aður fundinum og gefur að lita á öðrum stöðum í biaðinu frétt ir af fundinum. AM þakkar komu félagsmálaráðherra og formanns Sambands ungra jafn aðarmanna norður, og vill óhik að um leið og það skilar beztu kveðjum til flokksmanna syðra, fullyrða það að norðlenzkir jafnaðarmenn munu ekki láta sinn hlut eftir liggja að gera veg Alþýðuflokksins sem mestan og beztan á Norðurlandi í næstu kosningum. Magnús E. Guðjónsson bæjarstjóri (alar. Ljósm.: N. H. Bragi Sigurjónsson skipar efsla sæli AFUNDI kjördæmisráðsins í Norðauslurþingi sl. laugardag var einróma samþykkt að Bragi Sigurjónsson bankastjóri skipaði efsta sætið á lista Alþýðuflokksins í kjördæminu við næstu Al- þingiskosningar, er í síðasta lagi verða að vori. Friðjón Skarp- héðinsson bæjarfógeti er var efsti maður á Iista jafnaðarmanna við síðustu kosningar, hafði áður eindregið mælst undan því að skipa það sæti nú. Því var fagnað með dynjandi lófataki er Bragi lýsti því yfir að hann yrði við áskorun fundarins og þakkaði hann jafn- framt það traust er flokksmenn sýndu sér. Ekki er fullfrágengið hverjir skipi önnur sæti lisíans, en frá því mun verða gengið innan tíðar. AM sendir Braga Sigurjónssyni heillaóskir og jafnaðarmenn munu einhuga vinna að kjöri hans. Það sannaði hinn samstillti og fjölmenni fundur á laugardaginn. /—..... \ MALLORCAFÖRIN ÁKÆGiULEG LEIÐARI: Kjördæmisráðsfundurinn UNGA FÓLKIÐ HEFUR ORÐIÐ, sjá bk 5

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.